Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 10
Útgafandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stofánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóair, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: BjarnleHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. DroHingarstjóri: Vaigerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Stðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 80,00. Varð f lausasöiu kr. 6,00. Göngumenn svíkja okkur Sovétkerfíð hafnar bænarskrám um frelsun fjölskyldu Kortsnojs skákmanns sem óeðlilegum afskiptum af sovézkum innanríkismálum, en telur eigin hótana- bréf til Pólverja ekki vera óeðlileg af- skipti af pólskum innanríkismálum. Svart er hvítt og hvítt er svart í for- lagatrú sovétskipulagsins, martraðar nútímans, hinnar einu ógnarstjórnar, sem er verulega hættuleg öðrum en eigin þrælum, hættuleg okkur öllum, líka hinum nytsömu sakleysingjum. Margar ógnarstjórnir eru grimmari en Sovétstjórnin. En þær skortir tvennt, sem sovétkerfið hefur, hug- myndafræðina og heimsvaldastefnuna, hina samtvinn- uðu forlagatrú á að heimsyfirráð séu sagnfræðilega óhjákvæmileg. Þessa undnu og óhugnanlegu forlagatrú má jafnvel lesa úr smáatriðum eins og rétttrúaðri doktorsritgerð íslendings við íþróttaháskólann í Leipzig í Austur- Þýzkalandi. Kalt vatn rennur milli skinns og hörunds við lestur hennar. Tilgangslaust er að bera Sovétríkin saman við glæpa- stjórnir þriðja heimsins, svo sem Argentínu, eða við hitt risaveldið, Bandaríkin. í öllum tilvikum skilur hugmyndafræðin og heimsvaldastefnan á milli, skapar eðlismun. Barnalegt er að ætla, að friðargöngur á Vesturlönd- um stuðli að friði í heiminum. Þær stuðla fremur að ófriði, því að þær sannfæra hina hugsanabrengluðu forlagatrúarmenn í Moskvu um óhj ákvæmilega innri rotnun Vesturlanda. Ráðamenn Sovétríkjanna líta á hina svonefndu slökun í heimsmálunum sem eina aðferð við að svæfa Vesturlönd og flýta fyrir hinni óhjákvæmilegu niður- stöðu, heimsyfirráðum. Þetta kemur víða fram í hug- myndafræði þeirra. Á tímum kalda stríðsins var talað um nytsama sak- leysingja. Þetta orðalag á ekki síður við núna. Það lýsir vel þeim hópi, sem fer Keflavíkurgöngur og telur sig stuðla að heimsfriði, en er í raun að sá til árásar úr austri. Hinir nytsömu sakleysingjar í Keflavíkurgöngum draga úr möguleikum einstaldinga eins og fjölskyldu Kortsnojs og þúsunda annarra þræla sovétkerfisins til að öðlast frelsi. Sakleysingjarnir svíkja þetta fólk óaf- vitandi. Hinir nytsömu sakleysingjar í Keflavíkurgöngum draga úr möguleikum Afgana til að fá frið í eigin landi og úr möguleikum Pólverja til að fá að lifa í friði í eigin landi. Sakleysingjarnir svíkja þessar þjóðir óafvitandi. Hinir nytsömu sakleysingjar í Keflavíkurgöngum draga síðast en ekki sízt úr möguleikum Vesturlanda- búa til að beina fjármagni sínu til arðbærari verkefna en vígbúnaðar. Sakleysingjarnir svíkja þetta fólk, ná- granna sína, óafvitandi. Fleiri eru nytsamir sakleysingjar en Keflavíkur- göngumenn. Þingmannsræflarnir þrír, sem nýlega létu hafa sig að fíflum í opinberri heimsókn til Sovétríkj- anna, stuðluðu líka að viðhaldi hinnar brengluðu og undnu forlagatrúar. Þeir létu sig í stórum dráttum hafa það að sitja undir áróðursræðum án þess að mega svara i sömu mynt, að því er virðist aðeins til að geta haldið áfram lystireisum og veizluhöldum. Slíkir menn grafa undan Vesturlönd- um. Við eigum engan kost betri en að halda áfram eins konar köldu stríði, meðal annars í formi Atlantshafs- bandalagsins, — í þeirri von, að um siðir vakni ráða- menn Sovétríkjanna af heimsvaldadraumum og láti af forlagatrú sinni. DAGBLAÖm; FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981. Kosningabaráttan íísrael tekur á sigfurðulega mynd: SKEMMTIATRIÐI0G HÁÐ UM ANDSTÆÐ- INGANA í STAÐ STJÓRNMÁLA- UMRÆÐNA Kosningabaráttan 1 ísrael er nú að komast á lokastig, haldin i skugga eldflaugadeilu ísraels og Sýrlands og almennrar fordæmingar umheimsins á árás ísraelsmanna á kjarnorkuverið i írak. Kosningaslagurinn er ekki sizt háður í sjónvarpinu. Á hverju kvöldi, að loknum fréttum sjónvarpsins, er þar á dagskrá klukkustundarlangur þáttur þar sem flokkarnir 31, sent bjóða fram við þingkosningarnar 30. júni næstkomandi, kynna stefnu sina og baráttumál. Flestir þessir flokkar eru svo litlir að þeir fá aðeins þrjár til fjórar minútur til umráöa. En höfuðand- stæðingarnir í kosningunum, Likud- bandalag Begins, forsætisráðherra og Verkamannaflokkurinn hafa ekki látið neins ófreistaö í þessum sjón- varpsþáttum til að koma stefnu sinni Begin og Sadat, Egyptalandsforseti. Hörð afstaða Begins í utanrikismálum að undanförnu hefur aukið fylgi hans. Orkumálin: Afdráttar- lausar ákvarð- anir vantar Nýafstaðið orkuþing hefur vakið verulega athygli. Þar komu fram mörg athyglisverð atriði i vel unnum erindum. Það var á hinn bóginn eftir- tektarvert, hve margir fyrirlesaranna á þinginu höfðu orð á þvi, að stefnu vantaöi, að stefnu þyrfti að móta, að taka þyrfti ákvarðanir eöa ákvörðun skorti. Alþýðuflokkurinn hefur talið sjálf- sagt og eölilegt hlutverk sitt sem stjórnmálaflokks aö móta og fram- fylgja fastmótaðri stefnu. Þetta á við í orkumálum eins og öðrum mála- flokkum. Ég held að meginstaðreyndir at- vinnulífs og orkumála séu svo ljósar, að heilskyggnum mönum eigi að vera vorkunnarlaust aö átta sig á þeim. Bezta tækifærið til IHskjarasóknar Það er alveg sama með hvaða hætti við skyggnumst í kringum okkur, við komumst ævinlega að þeirri niðurstöðu, að virkjun ork- unnar hér á landi og nýting hennar i orkufrekum iönaði eða stóriðju er besta tækifærið sem Íslendingar hafa til hagvaxtar og tíl þess að skapa aukin atvinnutækifæri. Ef við lítum á aðrar atvinnugreinar sem við höfum byggt framfarir okkar á svo sem eins og sjávarútveg og landbúnað, þá sjáum við þar litla möguleika til aukningar atvinnutæki- færa og takmarkaða möguleika til . hagvaxtar nema helst í fiskvinnsl- unni. Kjallarinn KjartanJóhannsson Skapa þarf sterkara þjóðfólag Hagvöxturinn er á hinn bóginn nauðsynlegur til þess að skapa hér sterkara þjóðfélag. Það er grund- vallartónninn i þvi, sem Alþýðu- flokkurinn hefur hér fram að færa í þessum efnum. Það er af þeim sökum sem við Alþýðuflokksmenn höfum lagt svo rika áherslu á að gætt sé aðhalds í landbúnaöarmálum, að dregið verði úr stækkun skipastólsins og að fjármagni og kröftum yrði varið til þess að auka hlut orkufreks iðnaðar og virkjana i islenskum þjóöarbúskap. Ef við höldum áfram þeirri atvinnumálastefnu,’ sem fetuð hefur verið aö undanfömu, munum við sífellt fá veikara þjóðfélag. í veiku þjóðfélagi þrífst óréttiæti. Sterkt þjóðfélag gefur möguleika til þess að sinna ýmsum þeim félagslegu verkefnum, sem brýn þörf er fyrir; til þess að búa öldruðum gott ævikvöld, til þess að ná auknu jafnrétti í þjóð- félaginu, til þess að sinna málefnum fatlaðra, tíl þess að hafa hér góða menntun og menningu. Það er á þessum grundvelli, sem Alþýðu- flokkurinn byggir stefnu sína í atvinnumálum, þeim grundvelli aö skapa hér sterkara þjóðfélag þannig að við getum sinnt þessum jafnréttis- verkefnum. Fjölþætt iðnvæðing — arðbær atvinna í stefnuskrá Alþýðuflokksins er sérstaklega fjallað um iðnaðar- og orkumál með eftirfarandi hætti: „Alþýðuflokkurinn vill hraða nýt- ingu innlendra orkulinda tU að spara gjaldeyri og efla atvinnurekstur landsmanna. Fjölþætt iðnvæöing er leiðin tíl að auka aröbæra atvinnu i Iandinu. Islenskur iönaður þarf að standast samkeppni, bæði á inn- lendum markaði og erlendum, og ber að taka fullt tillit til hans við mótun efnahagsstefnu. Viö uppbyggingu stóriöju verður að tryggja efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart erlendum stórfyrirtækjum og full- komna umhverfis- og náttúruvernd.” Siðan segir: „OrkuUndir náttúr-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.