Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981. 22 GÆRKVÖLDI DAGSKRARKLEMMA Góö hegðun kom lögreglunni á óvart á þjóðhátíðardaginn. Ætli það sama verði ekki uppi á teningnum i dag á kvenhátíðardaginn? Og kann- ski það sama á morgun á gönguhátíð- ardaginn? Einu óþægindin af allri þessari góðu hegðun voru búin útvarpshlust- endum í gær, 18. júní. Yfirleitt hefur dagskráin verið alveg -þokkaleg á fimmtudögum enda verið að fiska eftir þeim sem geta ekki bæði horft á sjónvarp og hlustað um leið á útvarp hina dagana. í gærkvöldi réð tónlistin ríkjum í útvarpinu og út af fyrir sig ekkert nema gott um hana að segja. Vand- ræði min eru bara þau að eiga ágæt hljómflutningstæki og vilja frekar velja eigin samsetningu á tónlist, fremur en að hlusta á sígilda tónlist mestallt kvöldið. Svo að ég hlustaði ekki mikið á útvarpið. Útvarpsdagskrá gefur mönnum ekki kost á að njóta hennar eftir hentisemi. Dagblöð og annað lesefni getur maður hins vegar haft með sér hvert sem er og lesið það sem maður hefur áhuga á, þegar maður hefur tima til. Þessi möguleiki á að sam- ræma dagblaðalestur eigin persónu- legu tímaskyni gefur prentmiðlunum ehn gildi umfram útvarpið. Þess- vegna lifa dagblöðin enn. í fréttum gærdagsins bar einkum á læknadeilunni og því neyðarástandi sem skapast hefur og fer nú hrið- versnandi með hverjum klukkutím- anum. Ég hef heyrt því fleygt að nú séu fóstureyðingar ekki taldar til neyðartilfella og því ekki fram- kvæmdar. Sem betur fer teljast barnsfæðingar enn til neyðartilfella og mæta læknar þar. Ýmsar af kröfum lækna þykja fyllilega réttmætar, eins og til dæmis sú að læknir sem hefur verið ræstur út til að sinna neyðartilfelli ætti að geta gert tilkall til bílastyrks eða endurgreiðslu bílakostnaðar. Það getur ekki verið sanngjamt að ætlast til að maðurinn beri sjálfur allan kostnað af að koma sér á staðinn í slíkum neyðartilfellum — eins og nú er gert. Útvarpsdagskrá fimmtudagsins var í klemmu vegna merkilegra daga í bak og fyrir. Heilbrigðismál hafa líka komist í klemmu vegna merkilegheita í málum eins og áðurnefndu dæmi. Eigum við ekki að bæta úr hvoru tveggja — efla og betrumbæta okkar einkarekna útvarp og leysa þegar í stað hnútinn í heilbrigðismálum? Jón Ásgeir Sigurðsson Spáð er hœgvlðri og skýjuðu um allt land, vlða dálftil súld, sérstaklega sunnan- og vestanlands. HHI frá 8—10 stlg. Klukkan 8 var suðvostan 2, súld og 7 stig í Reykjavfk, austan 3, súld og 9 stlg á Gufuskálum, logn, súld og 7 stig á Gaharvlta, norðvestan 2, alskýjað og 7 stig á Akureyri, logn, skýjað og 8 stig á Raufarhöfn, logn, pokumóða og 7 stig á Hðfn og vostan 4, súld og 8 stlg á Stórhöfða. ( Þórshöfn var alskýjað og 9 stig, skýjað og 13 stlg í Kaupmannahöfn, skúrir og 11 stig í Osló, rigning og 10 stig I Stokkhólml, skýjað og 11 stlg I London og Hamborg, alskýjað og 12 stlg í Parfs, helðrlkt og 15 stig I Madrid, þoka og 19 stlg í Lissabon og skýjað og 19stig í New York. Andlát Rafn Haraldnon, sem lézt 27. maí sl., fæddist 4. ágúst 1947. Foreldrar hans voru Haraldur Kr. Jóhannesson og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. Rafn lærði tannsmíðar og starfaði hjá Þórði Sigurðssyni tannsmið á tannsmiðastofu Sigurðar og Finnboga. Árið 1975 kvæntist Rafn Kolbrúnu Jarlsdóttur og áttu þau einn son. Þau bjuggu að Hjallabrekku 43 i Kópavogi. Bjarni Kolbelnsson, sem lézt 9. júni sl., fæddist 28. ágúst 1907 í Unaðsdal í N- ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Kolbeinn Elíasson og Guðmundína Matthíasdóttir. Bjarni stundaði nám í Núpsskóla en hélt síöan til náms í íþróttaskólanum í Haukadal. Síðar nam hann skósmiöar og starfaði við þá iðn á Siglufirði og Akranesi og síðar í Reykjavík. Um miðjan aldur réðst Bjarni í húsasmíðanám og hlaut hann meistararéttindi í þeirri iðn. Árið 1937 kvæntist hann Ingibjörgu Guðmunds- dóttur og áttu þau 3 börn. HJftrielfur Elnarsson frá Mýnesi, sem lézt 27. mai sl., fæddist 28. nóvember 1955. Foreldrar hans voru Laufey Guð- jónsdóttir og Einar örn Björnsson. Hjörleifur ólst upp hjá foreldrum sínum en 11 ára fór hann með systur sinni og fjölskyldu hennar til Noregs, þar gekk hann í barnaskóla í einn vetur. Síðan stundaði hann nám í Eiða- skóla í tvo vetur. Árið 1974 lauk hann verzlunarprófi frá Verzlunarskóla íslands, síðan hélt hann til Englands til frekara náms. Árið 1975 hóf Hjörleifur störf hjá Samvinnutryggingum í Reykjavík þar sem hann starfaði síðan. Árið 1976 kvæntist Hjörleifur Höllu Björk Guðjónsdóttur og áttu 3 börn. Hann var jarðsunginn í morgun kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Guðni Örvar Steindórsson lézt 17. júní sl. Magnús Kristján Indriðason kaup- maður, Lundahólum 6 Reykjavík, sem fórst með flugvélinni TF-ROM, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 22. júní nk. kl. 13.30. Kjartan Steingrimsson, Miklubraut 66, lézt 16. júní sl. Kristin Jónsdóttir frá Hjálmholti lézt i sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. júní sl. Guðmundina Sigurborg Guðmunds- dóttir, Garðavegi 7 Hafnarfirði, verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 14. Gunnar Sörensen útvarpsvirkja- meistari, Skipholti 26, lézt 17. júní sl. Ferðafólag íslands Sumarleyflsferðir i Júní: 1. Akureyri og núgrenni: 25.—30. júní (6 dagar). Ekiö um byggö til Akureyrar, skoöunarferðir um söguslóðir í nágrenninu, á 6. degi til Reykjavíkur um Kjöl. Gist í húsum. 2. Þingvellir — Hlöfluvellir — Geysir: 25.—28. júní (4 dagar). Gengið með allan útbúnað. Gist í tjöldum /húsum. Farmiðasala og aliar upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafólag íslands Helgarferflir: 1. 19. — 21. júni kl. 20: Þórsmörk. Gist i húsi. 2.20.—21. júni, kl. 08: Gönguferð á Heklu. Gist í húsi. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands Sumarleyfisferðir: 1. 25.—30. júní (6 dagar) Akureyri og nágrenni. Ekið um byggð til Akureyrar, skoðunarferðir um söguslóðir í nágrenninu, ekið á 6. degi til Reykja- vikur um Kjöl. Gist i húsi. 2. Þingvellir — Hlöðuvellir — Geysir: 25.-28. júní (4 dagar). Gengið með allan útbúnað. Gist í tjöld- um/húsum. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Dagsferöir sunnudaginn 21. júni: 1. kl. 9.30. Gönguferð eftir gömlu götunni úr Botns- dalyfir í Skorradal. 2. kl. 9.30. Ekið i Skorradal, gengiö að Eiriksvatni og á Bollafell. Verð kr. 80.-. 3. kl. 13. Þyrill. Verð kr. 70.- 4. kl. 20. Esja(sumarsólstöður). Verð kr. 30.-. Farið frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Far- miðar v/bíl. Tiikynmngar 14fengu fólkaorðu Forseti íslands sæmdi 17. júni eftirtalda menn heiðursmerki hinnar islenzku fálkaorðu: Berg G. Gislason framkvæmdastjóra riddarakrossi fyrir störf að fiugmálum. Guðjón Guðmundsson, rekstrarstjóra Rafmagns- veitna rikisins riddarakrossi fyrir störf í þágu raf- orkumála. Guðmund Daníelsson rithöfund riddarakrossi fyrir bókmenntastörf. Guðrúnu Á. Simonar söngkonu riddarakrossi fyrir störf að tónlistarmálum. Halldór Sigfússon fv. skattstjóra riddarakrossi fyrir embættisstörf. Frú Helgu Bjömsdóttur riddarakrossi fyrir störf að liknar- og félagsmálum. Hjálmar R. Báröarson siglingamálastjóra stórridd- arakrossi fyrir embættisstörf. Hjört E. Þórarinsson bónda Tjöm í Svarfaðardal ríddarakrossi fyrir störf að félagsmálum. Séra Jón Auðuns fv. dómprófast stórriddarakrossi fyrir embættisstörf. Krístján J. Gunnarsson, fræðslustjóra 1 Reykjavik, ríddarakrossi fyrir störf að fræðslumálum. Laufeyju Tryggvadóttur, formann Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum. Pétur Sæmundsen bankastjóra riddarakrossi fyrír störf aö iönaðarmálum. Snorra Jónsson, fv. forseta Alþýðusambands íslands, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum. Þór Magnússon þjóðminjavörð riddarakrossi fyrir embættisstörf. Hótel Norðurljós Raufarhöfn hefur opnafl eftir breytingar Hótel Norðurljós opnaði 4. júnl sl. eftir nokkrar breytingar og lagfæringar, innanhúss og utan. í því em nú 40 gistiherbergi, eins, tveggja og þriggja manna. Alls geta gist 76 manns. Hótelið býður upp á fjölbreyttar veitingar frá 7.30 til 23.30 í rúmgóðum veitingasal auk þægilegrar setustofu. Simi hótelsins er 96-51233. Hótelstjóri er Sigrún Jonsdóttir. Árstíflarfundur Samhygflar ósunnudag Árstíðarfundir Samhygðar, félags sem vinnur að jafnvægi og þróun mannsins, verða haldnir sunnu- daginn 21. júní næstkomandi. Fundir þessir verða með svipuðu sniði og venjulegir vikufundir Samhygðar. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um meginviðfangsefni Samhygðar. Ennfremur gefst fólki kostur á að hafa reynslu af hugaræfmgum. Á fundunum fer fram innganga virkra félaga og aö lokum verða kaffiveitingar og umræður. Fundimir verða sérstaklega tileinkaðir útbreiöslu- herferð Samhygðar í sumar þar sem landsmönnum verður gefinn kostur á að kynna sér kenningar og hafa reynslu af aðferðum sem hjálpa mönnum að auka trú á sjálfa sig, aðra og lifið, að brjótast út úr skel sinni og gefa þaö bezta af sjálfum sér. Fundimir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Brautarholti 4 Reykjavik kl. 21.00, Siðumúla 23 Reykjavík kl. 20.30, Siðumúla 31 Reykjavík kl. 21.00, Safnaðarheimilinu Garðabæ kl. 20.30, Skip- holti 70 Reykjavik kl. 20.30. Norrœnir múslkdagar ÍOsló 1982 Tónskáldafélag íslands er aðili að Norræna tón- skáldaráöinu, sem stendur fyrir Norrænum músík- dögum. Eru þcir haldnir annað hvert ár, til skiptis i höfuðborgum Norðurlanda. Næstu norrænu músík- dagar veröa haldnir i Osló i sept.-okt. 1982. Nýlega kom saman i Osló dómnefnd, skipuð einum fuUtrúa frá hverju Norðurlandanna, til að velja verk til flutnings á hátíðinni. Fulltrúi Tón- skáldafélagsins var Guömundur Emilsson hljóm- sveitarstjóri. Eftirfarandi islenzk verk voru vaUn til flutnings: Evridis, konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir Þor- kel Sigurbjömsson; Adagio fyrir strengjasveit eftir Magnús Blöndal Jóhannsson; In Vultu Solis fyrir einleiksfiðlu eftir Karólinu Eiríksdóttur; Undanhald samkvæmt áætlun eftir Gunnar Reyni Sveinsson; Klarinettkonsert eftir Áskel Másson. Nómskeifl fyrir sjúkraflutningamenn Dagana 28. marz—4. aprU sl. var haldið námskeið fyrir sjúkraflutningamenn á vegum Borgarspitalans og Rauða kross íslands. í undirbúnignsnefnd vom á vegum Borgarspitalans Kristinn Guömundsson og ólafur Þ. Jónsson en á vegum Rauöa kross íslands Maria Heiðdal. Námskeiöið fór að mestu fram á Borgarspitalanum, en einnig á Slökkvistöðinni og Lögreglustöðinni i Reykjavik. Kennarar vom flestir læknar af Borgarspitalanum en einnig tóku þátt i kennslunni aðUar frá lögreglunni i Reykjavik, Al- mannavörnum ríkisins, Slökkvistööinni i Reykjavík, Rauða kross íslands o.fl. Meðal kennsluefnis var endurlifgun, flutningur sjúkra og slasaðra, björgun slasaðra úr bUflökum og helztu atriði í sjúkdóma- og líffærafræði. Þetta er 3ja námskeiðið á vegum þess- ara aöila og eru nemendur nú orðnir 48, nær aUir utan af Iandi. Markmiðið með þessum námskeiðum er að gefa öUum sjúkraflutningamönnum á landinu kost á menntun á þessu sviöi. Næsta námskeið er fyrirhugað i nóvember nk. Á myndinni má sjá þátttakendur i námskeiðinu. Sumarbúðir Franciskusystra eru teknar til starfa í rúm tuttugu ár hafa St. Franciskusystur i Stykkis- hólmi boðið upp á dvöl i sumarbúöum hjá sér fyrir böm á aldrinum 6—11 ára. Þarna dveljast um 45 börn i umsjá systur Lovísu og systur Magdalenu og 7 starfsstúlkna. Börnin búa i góðum húsakynnum i barnaheimilisálmu sjúkrahússins. Margt er á dag- skrá, föndur, leikir, útivist og ferðalög, bæði báts- ferðir og rútuferðir, auk styttri gönguferða. Systum- ar sækja hópana á Umferðarmiðstöðina í Reykjavik og skila þeim þangað aftur að dvöl lokinni. Sumarbúðimar verða opnar 10. júni—10. júli. Daggjaldið er 85 kr. fyrir barnið (80 kr. ef um systkini er aö ræða) og er aUt innifaUÖ i þvi verði. Nokkur pláss eru ennþá laus. Nánari upplýsingar gefur systir Lovisa i síma 93-8128. Mœflrastyrksnefnd býöur 20 efnaUtlum konum til sumardvalar dagana 29. júni tU 5. júli. Upplýsingar eru veittar á skrifstof- unni i s. 14349 frá kl. 14—16 þriðjudaga og föstu- daga. Mæðrastyrksnefnd óskar eftir bamakerru eða bamavagni handa tveim mæörum sem eru i nauðum staddar. Skrifstofa Styrktarfólags vangefinna er flutt Nýlega flutti skrifstofa Styrktarfélags vangefinna að Háteigsvegi 6 i Reykjavik. Simanúmer verður óbreytt og er skrifstofan opin daglega frá kl. 9—16, opið er i hádeginu. Heimsókn graanlenzkra sveitarstjórnarmanna Hópur grænlenzkra sveitarstjórnarmanna, skipaður 35 manns frá öUum 18 sveitarfélögunum i Græn- landi, mun dveljast hér á landi vikuna 21.—28. júni og kynna sér sveitarstjómarmál, landbúnað, sjávar- útveg og fiskiðnað, ennfremur byggðamál og sam- vinnuhreyfinguna. Hópurinn fer til Akureyrar og þaðan til Dalvíkur og ólafsfjarðar og annan dag til Grenivíkur og Húsavikur. Þátttakendur ferðast um Suðurland og koma í leiðinni á Selfoss og i Hvera- gerði og skoöa Gaiöyrkjuskóla rikisins á Reykjum. Loks munu þeir kynna sér tUtekna þætti i starfi Reykjavikurborgar. Hópurinn mun njóta fyrir- greiöslu sveitarstjórna á hinum ýmsu stöðum, sem komið verður tU. Samband grænlenzkra sveitarfélaga átti fmm- kvæði að kynnisför þessari en Samband islenzkra sveitarfélaga skipuleggur móttöku hópsins. Ekki hefur áður verið efnt til hliðstæðrar kynnis- ferðar úr öllum sveitarfélögum Grænlands hingað til lands. Heiðarbýlið eftlr Jón Trauata, slðaatl hlutl. Út er komin hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins siðasti hluti Heiðarbýlisins eftir Jón Trausta og er með þvi lokið útgáfu bókaklúbbsins á verkum eftir þennan merkUega höfund. HaUa og Heiðarbjdið er i þrem bindum i útgáfu Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins. Þetta síðasta bindi er 303 bls. og er unnið i Prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbandinu. Innrósin mikla aftlr brezka sagnfrœflinginn Douglas Bottlng er komln út hjá Bókaklúbbl Almenna bókafólagslns. Þýflandl Björn Jónsson. Bókaklúbbur almenna bókafélagsins hefur sent frá sér þann hluta styrjaldarsögu sinnar sem fjallar um innrásina i Normandí 1943. Er þetta 9. bindi styrj- aldarsögunnar. Þessi innrás var gifurlegum erfiö- leikum bundin, svo aö oft er að sjá eins og tUviljunin ein hafi ráöið aö hún fór ekki út um þúfur. Banda- mönnum heppnaöist innrásin og ef svo hefði ekki veriö hefði heimurinn sennUega litið öðruvisi út en hann gerir nú. Bókin er 2Ó8 bls. að stærð og með fjöldamörgum myndum eins og aörar bækur þessa bókaflokks. Hún er sett i Prentstofu G. Benediktssonar og prent- uðá Spáni. Orðagjald í símskeytum til Bandarlkjanna lœkkar Frá og með 15. júni 1981 lækkar orðagjaldið i sim- skeytum til Bandaríkjanna úr kr. 3,90 i kr. 2,80 eða um28,2«H>. Fastagjald verður áfram kr. 32,30. Söluskattur er innifalin i þessum upphæðum. Sem dæmi um áhrif þessarar breytingar má nefna að gjald fyrir 10 orða skeyti lækkar um 15,4% og fyrir 25 orða skeyti um 21,2%. Lækkunin er tU orðin vegnanýrra og hag- stæðra samninga við símafyrirtæki vestanhafs. Iþréttir 1 __ _ . A Reykjavfkurmeistara- mótifl verflur 24.-25. júnf nk. Reykjavíkurmeistaramótiö i sundi verður haldið i sundlaugunum i Laugardal 24. og 25. júni nk. kl. 20.00 báöa dagana. ÞátttökutUkynnirgum skal skUa til SRR fyrir 19. júni. Gjald fyrir hverja skráningu er kr. 5.00 sem skal greiða sem leið og tUkynningum er skUað inn. TUkynningum skal skUað til Gylfa Gunnarssonar, Suðurlandsbraut 20 Rvk. Eftirtaldar keppnisgreinar verða! l.gr. 200 m 24.júni bringusund karla 2. gr. 100 m bringusund kvenna 3.gr. 800 m skriðsund karla 4. gr. 1500 m skriðsund kvenna 5.gr. 400 m 25.Júní fjórsund kvenna 6. gr. 400 m fjórsund karla 7.gr. 100 m baksund kvenna 8.gr. 100 m baksund karla 9.gr. 200 m bringusund kvenna 10.gr. 100 m bringusund karia ll.gr. 100 m skriðsund kvenna 12. gr. 200 m skriðsund karia 13. gr. 100 m flugsund kvenna 14. gr. 100 m flugsund karla 15.gr. 4x lOOm skriðsund kvenna 16. gr. 4x 100 m skriðsund karla GENGIÐ GENGISSKRÁNING Feröamanna- NR. 112 — 18. JÚNÍ1981 gjaldeyrir Eining kl. 12.00 K aup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7,283 7,283 8,011 1 Steriingspund 14,406 14,444 16,888 1 Kanadodollar 8,028 8,043 8,847 1 Dönskkróna 0,9792 0,9819 1,0801 1 Norskkróna 1,2320 1,2353 1,3688 1 Sœnsk króna 1,4458 1,4496 1,5948 1 Rnnsktmarfc 1,6388 1,8433 1,8076 1 Frartskur franki 1,2817 1,2962 1,4247 1 Balg. franki 0,1884 0,1889 0,2078 1 Svissn. franki 3,6223 3,5320 3,8852 1 HoOenzk florina 2,7882 2,7759 3,0536 1 V.-þýzkt marfc 3,0749 3,0834 M917 1 ftölsk Ifra 0,00817 04KM18 0,00680 1 Austurr. Sch. 0,4357 0,4389 0,4806 1 Portug. Escudo 0,1182 0,1166 0,1282 1 Spánskur pesetí 0,0772 0,0775 0,0853 1 Japansktyen 0,03274 0,03283 0,03811 1 frskt Dund 11,231 11,262 12^88 SOR Isérstök dráttarréttindl) 8/1 8,4308 8,4431 Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.