Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 9
9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981.
I
Erlent
Erlent
Ertent
Erlent
3
Spadolini
segist nú
geta mynd-
að stjórn
Giovanni Spadolini, leiðtogi ítalska
Repúblikanaflokksins, hefur lýst þvi
yfir við Pertini, forseta landsins, að sér
hafi tekizt að mynda ríkisstjórn. Hann
verður fyrsti forsætisráðherra Ítalíu í
35 ár sem ekki er úr flokki kristilegra
demókrata.
Spadolini segir að höfuðviðfangsefni
stjórnar sinnar verði að hreinsa til í
opinberu lífi þjóðarinnar, berjast gegn
verðbólgu, herða baráttuna gegn
hryðjuverkastarfsemi og að efia tengsl
Ítalíu við vestrænar þjóðir.
Leikkonan
fékk ekki
landvist-
arleyfi
Bandarisku leikkonunni Jane Fonda
og Tom Hayden, manni hennar, var í
gærkvöldi meinað um landvistarleyfi í
Suður-Afríku öðru sinni í þessari viku.
Hvitur stúdentaleiðtogi, sem hafði
boðið þeim til landsins, var bann-
færður í fimm ár. Jane Fonda og
manni hennar var meinað að ræða við
blaðamenn á Jan Smuts-flugvellinum í
Jóhannesarborg.
Habib til
Saudi-
Arabíu
ídag
Philip C. Habib, sendimaður Banda-
ríkjastjómar, heldur í dag til Saudi-
Arabíu eftir að hafa fengið loforð frá
Menachem Begin, forsætisráðherra
ísraels, um að ísraelsmenn muni veita
honum aukinn frest til að finna lausn á
eldflaugadeilu ísraels og Sýrlands eftir
diplómatískum leiðum.
MSifjaspell
verði ekki
refsivert”
Lars Carlzon biskup útdeilir kvöldmáltiðarsakramentinu á Sergels-torgi i Stokkhólmi. Honum til aðstoðar var meðal annarra kvenpresturinn Christina Odenberg'
sem er til vinstri á myndinni.
Er f orsetinn flúinn úr landi?
Bani-Sadr forseti
fernú huldu höföi
—Við vitum ekki hvar hann er, segir saksóknari byltingarstjórnarinnar í íran
Abolhassan Bani-Sadr, forseti
írans, sem á morgun á yfir höfði sér
dóm fyrir landráð, hefur farið i felur
og ekki er talið óhugsandi að hann sé
þegar farínn úr landi, að þvi er upp-
lýst var á skrifstofu saksóknara bylt-
ingarstjómarinnar í Teheran i gær-
kvöldi.
Forsetinn, sem undanfarna sautján
mánuði hefúr átt í útistöðum við
klerkaveldið í íran, hefur ekki sézt
opinberlega síðan á fimmtudag i
siðustu viku.
Honum hafði þá verið sparkað úr
embætti yfirmanns hersins af Kho-
meini erkiklerki og virtist þreyttur og
vonsvikinn þegar flugmaður úr flug-
hemum sá honum bregða fyrir.
Frá þeim tíma hefur hinn 48 ára
gamli hagfræöingur, sem hlaut
menntun sina í Parfs, látið frá sér
fara yfirlýsingu þar sem hann hélt því
fram að klerkaveldið ætlaði sér að
ráða hann af dögum.
Í gærkvöldi viöurkenndi saksókn-
ari byltingarstjórnarinnar, sem átti
að hafa auga með forsetanum, að
ekki væri vitað hvar hann væri niður-
kominn, og talsmaöur skrifstofu sak-
sóknarans sagði í samtali við frétta-
mann Reuters-fréttastofunnar:
„Hann er farinn í felur.”
Saksóknarinn, Assadollah Laj-
verdi, sagði í rikisútvarpinu í íran í
gær: „Þar til klukkan fjögur í fyrra-
dag vissum við hvar hann var. Hann
var þá i Teheran. Frá þeim tíma
vitum við ekki hvar hann er.”
Talsmaður saksóknaraembættisins
sagði að hugsanlegt væri að forsetinn
hefði þegar farið úr landi. Ef
hannværi hinsvegar ennþá í íran og
reyndi að flýja yrði hann stöðvaður á
landamærunum.
„Annars getum við ekkert gert.
Við getum aðeins beðið fólk um að
segja okkur frá strax og þaö sér til
forsetans,” sagði talsmaðurinn.
Hann bætti því við að ekki væri unnt
að gefa út handtökuheimild gagnvart
Bani-Sadr þar sem hann væri ennþá
forseti landsins.
NÝSTÁRLEG GUÐSÞJÓNUSTA í STOKKHÓLMI
Sænska kirkjan hefur að undan-
fömu reynt að fitja upp á ýmiss konar
nýbreytni í safnaðarstarfinu til að
glæða trúarlíf sænsku þjóðarinnar. Ein
slík tilraun var gerð í Stokkhólmi í
síðustu viku. Þá fór fram heilög kvöld-
máltíó undir berum himni í miðborg
Stokkhólms.
í miðri síðdegisumferðinni, þegar
fólk streymdi heim frá vinnu, gaf að
líta óvenjulega sjón. Lars Carlzon
biskup og níu aðrir prestar voru í óða-
önn að útdeila kvöldmáltíðarsakra-
mentunum á hinu „synduga” Sergels-
torgi i úrhellisrigningu.
Þessi tilraun prestanna var gerð í
tengslum við prestastefnu sem stóð yfir
í Kúltúrhúsinu i Stokkhólmi. Á presta-
stefnunni voru þjóðfélagsspurningar
ýmsar mjög til umræöu og því þótti
ekki úr vegi að fara með kvöldmál-
tíðarefnin út til fólksins í stað þess að
bíða þess að fólkið léti sjá sig í kirkj-
umlandsins.
1 Bandaríkjunum vex um þessar
mundir ört fiskur um hrygg hreyfingu
sem heldur því fram að sifjaspell skuli
ekki teljast refsivert, hinu opinbera
komi ekki við hvernig sé háttað kyn-
ferðissambandi foreldraviðbörnsín.
í Danmörku var þröngum hópi
manna nýlega sýnd mynd sem flutti
þann boðskap að kynmök foreldra við
börn sin þroski börnin tilfinningalega
og kynferðislega. Þessi hreyfing hefur
vakið ugg í brjóstum uppeldis- og
félagsfræðinga sem segja að þessi
áróður geti riðið baggamuninn hjá
þeim foreldrum þar sem tilhneigingin
sé þegar fyrir hendi. Náið líkamlegt
samband milli foreldris og barns sé
nauðsynlegt þroska barnsins. Hið já-
kvæða samband geti breytzt i hættu-
legan leik þar sem barnið sé notað til að
fullnægja kynlífsþörf.
Margir foreldrar eru nógu ruglaðir
fyrir í þessu sambandi þótt slíkur
áróður komi ekki til, segja uppeldis- og
félagsfræðingar.
( REUTER ;
Sextíu dularfull dauðs-
fóll við tíu sjúkrahús
—43 ára gamall bandarískur hjúkrunarmaður handtekinn
Lögreglurannsókn stendur nú yfir i
Perris, litlum bæ í Kaliforniu, vegna
grunsamlegs dauða 25 sjúklinga á
sjúkrahúsinu og hefur 43 ára gamall
hjúkrunarmaður, Robert R. Diaz,
verið yfirheyrður af lögreglunni.
Umræddur hjúkrunarmaður hefur
unnið á fleiri sjúkrahúsum. Lög-
reglurannsóknin virðist benda til að
grunsamleg dauðsföll hafi einnig átt
sér stað á öðrum sjúkrahúsum sem
hann hefur starfað við og rannsókn
málsins verður því sifellt umfangs-
meiri.
Langur timi leið þar til Diaz var
handtekinn en grunsemdir gegn
honum voru orðnar það sterkar að
hann haföi um nokkurt skeið ekki
getað orðið sér úti um starf i nokkru
sjúkrahúsi 1 ríkinu. í siðustu viku var
hann loks handtekinn og raunar var
ástæðan til handtökunnar aðeins sú
að hann hafði ólögleg eiturlyf i
fórum sínum.
Lögreglan hefur enn ekki lýst þvi
yfir að Diaz sé grunaður um að eiga
þátt í dauðsföllunum. Hún segist hins
vegar rannsaka dauðsföU á þeim
sjúkrahúsum sem hann hefur starfað
við síðan 1979. Jafnframt er kannað
hvaöa ástæður hafi legið til þess aö
Diaz var sagt upp störfum við þrjú
sjúkrahús á Los Angeles-svæðinu.
Lögreglurannsóknin nær nú tU tiu
sjúkrahúsa og 60 dauðsfaUa.
Síðasta starfið sem Diaz gegndi var
á litlu sjúkrahúsi i Perris og fólst það
f þvi aö sitja yfir Ula höldnum sjúkl-
ingum. Af 30 sjúklingum sem hann
sat yfir i aprilmánuði siöastUönum
létust 14. Rétt fyrir andlátið áttu þdr í
erfiðleUíum með andardrátt og
líkamir þeirra tóku á sig fjólubláan
Ut. Dauðatalan, 47 prósent, var mun
hærri i þessum mánuði en öðrum
mánuðum ársins. Meðaltals dánar-
tala á deildinni i öðrum mánuðum
ársins hefur veriö 8,7 prósent. Diaz
sat yfir 16 af 18 sjúklingum, sem
létust á sjúkrahúsinu úr hjartaslagi i
aprílmánuði, þegar þeir létust.
í samtali við Los Angeles Times
neitar Diaz þvi að eiga nokkurn þátt i
dauöa þessara sjúkUnga.