Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981. 5 Gunnlaugur Jónsson verkf ræðingur á Orkuþingi: VERÐSVQFLA EINS OG VARD 79-’80 DÝRARIEN OLÍUHREINSUNARSTÖÐ ■L- olíuhreinsunarstöð kostar um 120 milljónir dollara en veltir stof nkostnaði sínum á 8 mánuðum „Tæknilega er unnt að reisa olíu- hreinsunarstöð sem breytir léttri eða meðalþungri hráoliu i þær oliuaf- uröir sem Islendingar þarfnast án út- flutnings á oliuvörum,” sagði Gunn- laugur Jónsson verkfræðingur á Orkuþingi. Er þetta niðurstaða könn- unar erlends fyrirtækis á málinu. Gunnlaugur sagði að hann hefði aö óathuguöu máli verið mjög vantrú- aður á að athugunin Ieiddi til já- kvæðrar niðurstöðu en eftir þvi sem svör fengjust við fleiri spumingum kvað hann sér hafa litizt æ betur á fyrirtækið. Heildarstofnkostnaður við óliu- hreinsunarstöð hér er áætlaöur 127 milljónir dollara miðað við verðlag i Bretlandi en 115 milljónir dala miðað við verðlag i suðurríkjum Bandarikj- anna. Áætlað er að sjáif stöðin kosti 55 miiljónir, tankar og byggingar 52 miUjónir dala og oliuafgreiðsla og höfn 20 miUjónir dollara. Miðað er við verðlag í janúar ’81. Söluverðmæti afurða er taUð um 180 miUjónir dollara á ári og veltir stöðin því stofnkostnaði sinum á 8 mánuöum. Vegna mikiUar veltu nægir að virðisaukinn, þ.e. söluverð- mæti að frádregnu innkaupsveröi hráoUu, sé 15% af árlegri veltu tU að stöðin skiU 12% raunvöxtum af fjár- festingu. Samkvæmt þessu kostar oliuhreinsunarstöð svipað og Hraun- eyjafoss- eða Blönduvirkjun. Árleg velta sUkrar stöðvar yrði þó margföld á við núverandi veltu Landsvirkjunar og eru bókfærðar eignir hjá Lands- virkjun i árslok 1979 rúmlega þrett- ánfaldar á við tekjur, sagði Gunn- laugur. Verðbreytingar á Rotterdammark- aði og/eða breytingar á hráolíuverði i Saudi-Arabiu hafa mjög skjót áhrif á arðsemisútreikninga varðandi stöðina. Gunnlaugur kvað oUuhreinsunar- stöð mjög ódýra tryggingu gegn verð- sveiflum sem oft verða á Rotterdam- markaöi. Álagning á hráolíu er um 15% en álagning á Rotterdammark- aði kemst upp í 70% af söluverði. Ein verðsveifla í framtiðinni á við þá sem varð árin 1979—80 kostar þjóðar- búið meira en aUan stofnkostnað oliuhreinsunarstöövar. Athuganir rannsóknarfirmans Lummus sýndu að ekki er hægt að byggja hreinsunarstöð sem hentar samsetningu fslenzka markaðarins með þunga hráoliu eða svartoliu sem hráefni. Slik stöð annað aðeins hluta af þörfum okkar fyrir gasolíu en út þyrfti að flytja bensin og svartoUu, sagði Gunnlaugur Jónsson verk- fræðingur hjá Orkustofnun. •A.St. Ragnhildur í endurhæfingu á Grensásdeild Borgarspítala „Ragnhildur er i stöðugum æfingum á Grensásdeild Borgarspitalans,” sagði Stefán Guðmundsson, bróðir Ragn- hildar Guðmundsdóttur, i gær. Ragn- hildur varð sem kunnugt er fyrir því slysi í Sandgerði fyrir nokkru að hægri höndin fór nær alveg af i hausingavél. Rögnvaldur Þorleifsson læknir á Borgarspítalanum gerði þá einstæðu aðgerð að græða höndina á aftur, þannig að hún lifir. Ekki náðist í Ragnhildi í gær en Stefán bróðir hennar sagði að hún hefði það gott og framfarir hennar iof- uöu góðu. Hún dvelur á endur- hæfmgardeild Borgarspitalans en fær stöku sinnum að skreppa heim til Keflavikur að hitta fjölskyldu og vini. Stoppið er þó stutt í föðurgarði i hvert sinn þvi æfmgarnar eru daglega. „Það er óhætt að segja að Ragnhildur hefur það stórfínt miðað við allar aðstæður,” sagði Stefán. - JH GENGIÐ GEGN HERSTÖDVUM — í „Friðargöngu ’81” milli Keflavíkur og Reykjavíkur á morgun Friðargangan ’81 hefst í Keflavík í fyrramálið og lýkur með útifundi á Lækjartorgi í Reykjavik kl. 22 annað kvöld. Það eru samtök herstöðvaand- stæðinga sem gangast fyrir þessari göngu og segja hana mótast mjög af hinni nýju friðarhreyfingu í Evrópu, sem heldur uppi viðtækum aðgerðum í sumar gegn vígbúnaði og kjam- orkuvopnum. Þær aðgerðir ná há- marki meö Friðargöngunni ’81 sem hefst i Kaupmannahöfn á sunnu- daginn og lýkur með fjöldaaðgerðum og fundahöldum í París viku af ágústmánuöi, þegar þess er minnzt að 36 ár eru liðin síðan kjamorku- sprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Herstöðvaandstæðingar hérlendis segja það þó ekki vera eingöngu vegna friðarhreyfingarinnar i Evrópu sem efnt sé til göngunnar frá Keflavík til Reykjavíkur. 1 ár eru fjörutíu ár liöin síöan bandariski herinn kom fyrst til landsins og 30 ár siðan varnarsrmningurinn við Bandarikin var gerður. „Markmið Samtaka her- stöðvaandstæðinga eru að sjálfsögðu barátta gegn herstöðvum hér á landi og þvi hernaðarbandalagi sem viö íslendingar emm flæktir i,” segir m.a. í yfirlýsingu frá samtökunum. „Við viljum benda á hið stóraukna hlutverk sem herstöðvamar á islandi hafa fengiö i hernaðarneti Bandaríkj- anna og NATO. ísland hefur þar fengiö lykilhlutverk sem mun hafa f för með sér hörmungar og dauða fyrir meirihluta íslendinga ef til styrj- aldar kemur.” -ÓV Framleiðendur - innflytjendur Getum bætt við okkur vörum til dreif- ingar á Austurlandi. Höfum gott dreifi- kerfi. Vinsamlegast hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Vörudreifing Austurlands Hafnarstræti 40 Neskaupstað. Simi 97-7712. Ragnhildur Guðmundsdóttir, meðan hún lá á Borgarspitalanum. Hún er nú i stöðugum æfingum á Grensásdeild Borgarsplt- alans. DB-mynd Sigurður Þorri. t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.