Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1981 DB á ne ytendamarkaði Grindur fyrir sorppokana: Tilvaldar fyrir sumarbústaði og einbýlishús Árni l.on)> vinnur við að spraula priml tindir sorppoka mrð sérstöku plasti. DB-mvndir Kinar Ólason. Nútímalífi fylgir mikið sorp. Það er orðið fjölþjóðlegt vandamál hvernig eigi að losa sig við öll þau ósköp af sorpi sem upp hlaðast. Hér á landi er vandamálið enn ekki orðið risavaxið en verður það ugglaust ef svo heldur fram sem horfir í nokkra áratugi í viðbót. En suður í Garðabæ eru menn að vinna að því að gera sorpið auðveldara viðfangs fyrir þá sem málið snertir fyrst, einstakling- ana. í vélsmiðjunni Norma í Lyngási hefur verið stofnuð sérstök deild sem heitir Gljái. Henni er ætlað að fram- leiða eingöngu hvers kyns grindur undir sorppoka. Eru grindurnar úr afgalvaniseruðu stáli með plasthúð. Plasthúðinni er sprautað 'á grind- urnar og þykir að henni mikil framför því þá er minni hætta á að pokarnir rifni. Neytendasamtökin segja: Ársábyrgð ánfyrirvara — lágmark að menn kynni sér lög Frá Neytendasamtökunum: í Dagblaðinu mánudaginn 15. júní sl. var greint frá þeim reið- hjólum sem hér eru á markaði. Þar segir söluaðili einn, Hjólasport Gnoðarvogi 44, að ábyrgð sé ekki á þeim reiðhjólum sem hann selur, önnur en að sýnilegir gallar séu bættir. Vegna þessa vilja Neytendasam- tökin taka fram að samkvæmt íslenzkum lögum hefur kaupandi rétt til þess að bera fyrir sig galla á vöru ef hann gerir það innan eins árs frá því að hann fékk hlutinn í hendur. Þessi fyrirvari söluaðila fær því ekki staðizt. Það er lágmarkskrafa til inn- flytjenda og söluaðila að þeir þekki þau lög og reglugerðir sem þeim ber að starfaeftir. Grindina fyrir framan Árna er hægt að opna að framan til að ná út sorppokanum. Grindurnar á bak við eru hins vegar fyrst og fremst ætlaðar inni við. Nýrávöxtur: Pomelo er bland appelsínu og greips Pomelo nefnist ávöxtur sem sagt var frá á erlendu síðunni í blaðinu á fimmtudag. Þá var þess getið að sá ávöxtur væri ekki fáanlegur á íslandi. Það er rétt um þessar mundir. En hitt er líka rétt að síðast- liðna tvo vetur hefur þessi ávöxtur verið seldur hér að minnsta kosti í höfuðborginni. Enn sem komið er hefur hins vegar ekki verið hægt að fá hann hingað að sumarlagi. Það er heildverzlun Eggerts Hitamælir í kælinn Við litum í fyrri viku inn í Gljáa og hittum þar að máli Árna Sigurjóns- son forstjóra. Hann vinnur verkið sjálfur við annan mann og stundum þann þriðja þegar mikið liggur við. „Við erum sifellt að reyna að hanna fleiri gerðir sem henta betur öllum aðstæðum. Ennþá framleiðum við einungis grindur sem henta utan dyra eða inni í sérstökum rusla- geymslum. En það kemur vel til álita að framleiða einnig grindur fyrir venjuleg heimili, innandyra. ” Grindurnar frá Gljáa eru einkum keyptar fyrir sumarbústaði. Einnig er nokkuð keypt af þeim fyrir einbýlis- eða raðhús. Nú er Árni að semja við fjölbýlishús i Kópavogi um kaup á stærri grindum. Verðið á grindunum er á milli 300 og 1200 krónur eftir stærð og þvi hversu mikið er í þær borið. -DS. Við höfum stundum brýnt fyrir fólki hér á Neytendasíðunni að hafa ekki of kalt og ekki of heitt í kæli- skápum sínum og frystum. Sé of kalt eyðist óþarfa orka og sé of heitt skemmist maturinn. Nú hefur Mjólkurdagsnefnd komið neytend- um til hjálpar með því að flytja inn og selja sérstakan hitamæli ætlaðan i kæU og frysti. Mælirinn er úr plasti, fyrirferðarlítill og mæUr frá 35 stiga hita niður í 40 stiga frost. Hann kemur til með að fást í vel flestum matvöruverzlunum landsins og kosta 15 krónur. Er hann niðurgreiddur eins og annað sem viðkemur Mjólkurdagsnefnd. -DS. Kristjánssonar sem flutt hefur ávöxt- inn inn og fengum við þar þær upplýsingar að þetta væri kynblend- ingur appelsínu og greip-ávaxta. Bragð pomelo ávaxtarins er líkara því sem er af greipi og er hann einkum vinsæll meðal þeirra sem vilja halda í við sig í hitaeiningum. Ávöxturinn er yfirleitt borinn fram skorinn í hálft eins og greipið og gjarnan snæddur með öðrum ávöxtum. Hann er tölu- vert mikið stærri en greipiðen jafn- framt dýrari því í fyrravetur kostaði hann 18—19 krónur kílóið. Ávöxturinn var seldur í vetur í Blómavali, Kornmarkaðnum og í ávaxtabúðinni á Hlemmi. Hann er væntanlegur aftur með haustinu. -DS. Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar fjölskyldu af söniu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks---- Kostnaður í maímánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m wí\x i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.