Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 11
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAQUR. 19, JÚNj l981. 11 — Nýir st jórnmálaf lokkar eiga ákaflega erfittt uppdráttar í ísrael—Fyrír þvífínnurnú Moshe Dayan, fyrrum utanríkisráðherra Moshe Dayan. Hinn nýi flokkur hans virðist ætla að fá mun minna fylgi en i fyrstu var talið. á framfæri og að koma höggi á and- stæðinginn. Á hverju kvöldi sýna hvor stóru flokkanna fjórar til fimm stuttar myndir sem fullar eru af háðuglegum athugasemdum um andstæðinginn. „Gætir þú treyst þessum manni,” er spurt í einni kynningarmynd Likud-bandalagsins þar sem birt er mynd af Shimon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins. „Ben Gurion, Golda Meir og Yit- zhak Rabin (allt fyrrum forsætisráð- herrar Verkamannaflokksins) komust að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki fær um að gegna embætti. Þau treystu honum ekki. Hvers vegna skyldir þú gera það?” „Þessi maður er brjálaður,” segir í boðskap Verkamannaflokksins um leið og mynd af Menachem Begin, forsætisráðherra, birtist á skjánum. Þessi gagnkvæmu skeyti milli flokkanna hafa að sjálfsögðu sett mark sitt á hinn almenna kjósanda. Þegar Peres talaði á framboðsfundi í Petah Tukva, skammt fyrir norðan Tel Aviv, fyrr i vikunni, varð hann fyrir sifeUdri truflun af völdum stuðningsmanns Likud-bandalagsins, sem hrópaði stöðugt: „Begin, Begin, konungur ísraels.” Til handalögmála kom á fundinum þegar stuðningsmenn Begins köstuðu eggjum og tómötum að leiðtoga Verkamannaflokksins.26 menn voru handteknir. Stjórnmálaforingjar i ísrael gera ekki mikið að þvi að kyssa börn og heilsa upp á kjósendur. Hér bregður Shimon Peres þó út af vananum. „Hann (Begin) viU fylla þjóöina ótta. . . . Hver sá sem hrópar ekki „Begin, Begin” er næstum hryðju- verkamaður og svikari í augum hans,” sagði Shimon Peres á blaða- mannafundi. Yosef Burg, lögregluráðherra, hefur séð ástæðu tU að gefa út sér- staka tilskipun tU lögreglunnar um að handtaka aUa þá sem valda trufl- un á kosningafundum. Sjónvarpið er aðalvopnið i kosningunum I ísrael. öfugt við það sem gerist i öðrum löndum gera israelskir stjórnmálaforingjar litið að því að fara 1 kosningaferðalög, heim- sækja vinnustaði, heilsa þúsundum manna með handabandi, kyssa börn o.s.frv. í ísrael virðast stjórnmálaforingj- arnir sáttir við að láta auglýsinga- menn stjóma kosningabaráttunni. Hernaðartækni þeirra hefur verið sú aö halda leiðtogunum eins mikið frá augum almennings og unnt er. Aðaltromp Likud-bandalagsins i kosningabaráttunni er Sefi Rivlin, þekktur grínisti, ættaöur frá Norður- Afriku. Verkamannaflokkurinn teflir gegn honum þekktum sjónvarps- manni að nafni Orly Yaniv. Sá er þekktastur fyrir að sjá um vinsæla iþróttaþætti i sjónvarpinu. Þessi mynd sem kosningabaráttan hefur tekið á sig hefur vissulega sætt gagnrýni. Yoel Marcus, kunnur dálkahöfundur hins þekkta dagblaðs Ha ’aretz lýsti kosningabaráttunni nýverið sem „rotinni”. „Eftir hvaöa mælistikum er okkur ætlað að fara er við gerum upp hug okkar varðandi hvað skuli kjósa?” spurði hann. „Eigum við að fara eftir þvi hversu vel kórar þeirra syngja þjóðsönginn? Eigum við að velja á milli Sefi Rivlin og Orly Yaniv eða Menachem Begin forsætisráðherra á blaðamannafundi. hvort sjónvarpsliðið er fagmann- legra? Ég hef fylgzt með bandarískri kosningabaráttu. Aldrei hef ég þó séð neitt jafn lélegt og þetta.” „Þar koma stjórnmálamennirnir fram á skjánum og lýsa þvi alvarlega yfir hverju þeir fylgja og hverju þeir standa gegn, hvað þeir hafi gert og hvað þeir hafi í hyggju að gera. Aldrei áður hef ég séð skemmtiatriði koma í stað stjórnmálabaráttunnar,” bætti hann við. Meöan stóru flokkamir takast á um hylli kjósenda i sjónvarpinu reyna minni flokkarnir að draga athyglina að sér á annan hátt. Af 31 flokki sem býður fram munu tæpast fleiri en 14 fá nægilegt fylgi til að hljóta þingsæti. Sumir þessara flokka hafa verið stofnaöir gagngert vegna þeirra kosninga sem nú fara 1 hönd. Aðrir munu vafalaust hverfa af sjónar- sviðinu sem fómarlömb þeirrar til- hneigingar ísraelskra kjósenda að kjósa stóru flokkana og forðast smá- flokka. Moshe Dayan, fyrrum utan- ríkisráðherra, er lfklega að verða þetta ljóst. Hann stofnaði nýjan flokk, Telem-flokkinn, í þeirri von að fá 10 þingsæti af 120 1 israelska þinginu, Knesset. Skoðanákannanir sýna hins vegar að fylgið hefur smám saman verið að reytastutan af honum og nú er honum aðeins spáð þremur þingsætum. Trúmálaráðherrann Aharon Abu- hatzeira stofnaði einnig nýjan flokk. Skoðanakannanir sýna aö hann þarf ekki að búast við að fá fleiri en þrjú þingsæti. Meir Kahane, rabbí, er leiðtogi Kach-flokksins sem hefur það á stefnuskrá sinni að færa landamæri ísraels út að bökkum Eufrats og að reka alla Araba frá hinum hernumda vesturbakka. Ólíklegt þykir að flokkur hans fái þingsæti. Af öðrum smáflokkum má nefna einn sem leggur áherzlu á hógværð og annan sem vill afnema tekjuskatt. Enn einn flokkurinn vill fyrst og fremst standa vörð um eUilífeyris- þega. (Reuter). unnar, fallvötn og jarðvarmi, eru auðUndir, sem efling íslensks at- vinnuUfs hlýtur að byggjast á að mjög verulegu leyti. Það er bæði fjárhags- og öryggisatriði að nýta innlenda orku i stað innfluttrar. Ódýr upp- hitun er mikilvægur þáttur almennra lífskjara og nægUeg orka er forsenda iðnvæðingar. Iðnrekstur í landinu á fyrst og fremst að vera i höndum landsmanna sjálfra. Þó getur verið fengur að fáeinum stórfyrútækjum af því tagi sem landsmenn hafa ekki bolmagn tU þess að reisa á eigin vegum, ef þau eru annarri atvinnu- uppbyggingu til styrktar. Verður þá aö búa svo um hnúta, að vinnu- markaður og efnahagslíf íslendinga sé sem minnst háð erlendum eigend- um slíkra fyrirtækja. Náttúra landsins er fslendingum mikUs virði. Þjóðin hefur ráð á því að skeröa nokkuð virkjunar- og stór- iðjumöguleika sina tU að foröast náttúruspjöU.” Þá verður næst fyrir að ákveða virkjunarhraða eða hvaða hlutdeild við ætlum vú kjana- og orkubúskapn- um 1 þjóðlífi okkar á komandi timum. Samkvæmt þeim orkuspám, sem gerðar hafa verið, mun þörfin fyrir raforku miðað við óbreytta stóriöju frá þvi sem nú er gróft reiknað verða 6 terawattstundir á ári um aldamótin. Núverandi kerfi gefur um 4 terawatt- stundir. Þaö að fjórfalda hlut orku- freks iðnaðar og virkjana i þvi sam- bandi til aldamóta mundi svara tU þess, að þá hefðu verið virkjaðar og nýttar i iðnaðarframleiöslu og til al- mennra nota 12 terawattstundir. Ef við berum þetta saman við þróunina á árunum 1965—1980, þá er þetta ekki of stórt átak. Á þeim árum átti sér stað fimmföldun í orkufram- leiðslugetu. Á næstliðnum árum var árleg meðalfjárfesting i raforku og stóriðju um 850 milljónir króna og mannafli, sem starfaði við þetta, um 950 manns. Með því að stefna að 10 terawattstundum árið 2000 þá mun þurfa ámóta fjármagn og ámóta mannafla áfram til að standa undir þeim framkvæmdum. En þetta mundi þýða lækkandi hlutfall af þjóðarframleiðslu. Og orkufram- kvæmdir og framkvæmdir í stóriðju væru þá ekki vaxandi hluti 1 íslenskum þjóðarbúskap. Þetta sannar, að við stefnumótun er eðli- legt aö miða við aukinn hraða og a.m.k. fjórföldun stóriðju til alda- móta er hæfilegt markmið. Þetta ætti jafnframt að þýða það að þær þrjár virkjanir, sem mest hafa verið umræddar að undanförnu og lengst eru komnar i undirbúningi, ættu að komast í brúk á næstu 8 árum eöa svo. Stefnulaust frumvarp rfkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin bar fram frumvarp um raforkuver á Alþingi fyrir skömmu. í þvi átti að birtast stefna ríkisstjómarinnar. Eins og kunnugt er reyndist stefna rikisstjórnarinnar vera sú aö taka ekki ákvörðun 1 málinu. Það sem í frumvarpinu fólst var einungis þaö að látast heimila eitthvað samkvæmt 1. gr. en taka síðan fram i 2. gr„ að áöur en til nokkurra ákvarðana eða fram- kvæmda kæmi, skyldi leggja málið aftur fyrir Alþingi. Þegar þetta frum- varp var til umræðu í þinginu markaði þingflokkur Álþýðu- flokksins stefnu sina á afdráttar- lausanhátt. Það var fyrst minnt á, að án upp- byggingar á orkufrekum iðnaði sé allt tal um stórfelld virkjunaráform út 1 hött. Ef ekki sé ætlunin að reisa og reka iðjuver, sem byggja framleiðslu sina á stómotkun raforku, sé engin ástæða til stórfelldra virkjunarfram- kvæmda. Virkjun orkunnar til að nýta orkufrek iðnaðartækifæri sé á hinn bóginn álitlegasti valkosturinn, sem Islendingar eiga til að treysta lifs- kjörin í landinu og fjölga atvinnu- tækifæmm. Verði ekki þegar tekin upp sú stefna, þá megi búast við vax- andi landflótta og stöðnun í efna- hagsmálum. Til þess að nýta þau tækifæri sem orkan i fallvötnunum veitir til að skapa hér betra og traust- ara þjóðfélag, verði að fylgja fast- mótaðri stefnu. Stefnan i málefnum orkufreks iðnaðar og i virkjunar- framkvæmdum verði að fylgjast að. Stefnan er siðan mótuð með svo- felldum hætti: „Alþýðuflokkurinn telur brýnt að þegar 1 stað verði teknar ákvarðanir um slíka stefnumörkun i stað þess úrræðaleysis sem rikir. Alþýðu- flokkurinn telur að slik stefna eigiað fela í sér eftirfarandi meginþætti: Stefnumótun Alþýðuflokks 1. Samningagerð um sölu raforku til orkufreks iðnaðar verði falin sér- stakri orkusölunefnd sem Alþingi kjósi enda hefur iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin þegar sannað getu- og áhugaleysi sitt í þessum málum. Orkusölunefndin miði störf sin við að sala til orkufreks iðnaðar a.m.k. fjórfaldist á næstu tveimur áratugum. Sérstaklega verði unnið aö því að fljótlega risi eitt nýtt iðjuver á Austurlandi, eitt á Norðurlandi og eitt á Suð- vesturlandi auk stækkana á þeim iðjuverum, sem fyrir hendi eru. 2. Virkjanaundirbúningur og fram- kvæmdir eiga að vera á hendi eins aðila, Landsvirkjunar, sem öllum sveitarfélögum landsins sé gert kleift að gerast aðilar að ef þau óska. 3. Til þess að geta nýtt þau tækifæri sem bjóðast og til að tryggja sam- felldar virkjunarframkvæmdir, verði ávallt kappkostað, að á hverjum tima séu fyrir hendi full- hannaðir virkjunarvalkostir, sem svara til a.m.k. 300 megawatta umfram þær virkjanir sem unnið er að á hverjum tíma. 4. Að Landsvirkjun verði þegar heimilað að reisa og reka eftirtalin orkuver til viðbótar þeim sem þegar eru fyrir hendi: (1) Nýjar virkjanir eða viðbætur við eldri orkuver á Tungnaár- og Þjórsár- svæðinu meö allt aö 250 mega- watta uppsettu afli. (2). Blöndu- virkjun. (3) Fljótsdalsvirkjun með allt að 330 MW uppsettu afli. Þá verði Landsvirkjun heimilað að gera stíflu viö Sultartanga og gera þær ráðstafanir aðrar á vatna- svæðum ofan virkjananna, sem nauösynlegar þykja til að tryggja rekstur þeirra. 5. Við þær framkvæmdir sem þannig verði þegar heimilað að ráðast i, verði við það miðað aö 1) Uppsett vélaafl á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu geti hafið raf- orkuframleiðslu 1983—1985. 2) Að Blönduvirkjun geti hafið orkuframleiðslu 1986 og 3) Að Fljótsdalsvirkjunaráfangar komi inn 1 framleiðsluna á árunum 1987—1989. 6. Ef ekki nást samningar við land- eigendur um virkjun Blöndu sam- kvæmt tillögum sem fyrir hendi eru eða tillögu 1, fyrir mitt sumar, þá verði Blönduvirkjun frestað en Fljótsdalsvirkjun flýtt að sama skapi. 7. Einungis veröi vikið frá ofan- greindri virkjunarstefnu, ef ekki nást samningar um hagkvæma orkusölu í samræmi við hana.” Höggvið á úrrœðaleysishnút Eins og sjá má af þessari stefnu- mörkun Alþýðuflokksins þá er hér um ákaflega skýra og afdráttarlausa stefnu að ræða. í fyrsta lagi teljum við einsýnt að það verði að fela sér- stakri nefnd að fara með raforku- sölumálin vegna þess að þau hafa verið vanrækt. í öðru lagi að virkj- unarframkvæmdir skuli vera á hendi eins aðila, Landsvirkjunar, sem öll sveitarfélög landsins geti átt kost á því aö vera aðilar að. í þriöja lagi, að hönnun sé þannig hagað, að við getum gripið þau tækifæri sem gefast hverju sinni. í fjórða lagi að tíma- setja þær framkvæmdir, sem þegar eru nærtækastar og hafa það sem stefnulega viðmiðun og vinna að öflun stóriðjuvalkosta í samræmi við þá stefnumörkun. Með þessu máli væri höggviö á þann úrræðaleysis- hnút, sem drepur nú öU virkjunarmál 1 dróma. ÖUum málsaðilum væri ljóst, hver stefnan er og aUir gætu einbeitt sér að því að framkvæma verkin í stað þess að eyða kröftunum í orðagjálfur, skýrslugerð og tU- gangslausa togstreitu eins og nú við- gengst fyrir forgöngu ríkisstjórnar- innar. Fjármögnun og raunvaxtastefna Litum þessu næst á fjármögnun þessara virkjunarframkvæmda. Þótt hér sé ekki um verulega aukna hlut- deild 1 þjóðarbúskapnum að ræða verður fjármögnun engu að siður að gerast að verulegu leyti fyrir innlent fé. Þess vegna m.a. höfum viö Alþýðuflokksmenn lagt áherslu á að fjárfestingarstefnunni yrði breytt og sparnaður yrði aukinn. Það er m.a. af þessum sökum sem við höfum lagt svo rika áherslu á raunvaxtastefnuna og verötryggingu sparifjár. Það er af þessum sökum sem við höfum bent á að stefnubreytingar væri þörf bæði í skipastólsmálum og i landbúnaðar- málum, til þess að skapa svigrúm tU aö ráöast í auknar virkjunarfram- kvæmdir. Með raunvaxtastefnunni viljum við skapa þann sparnað, sem nauösynlegur er tU þess að ná hér inn- lendu fjármagni i þessar fram- kvæmdir og koma þannig i veg fyrir verðbólguspennu. Hér er um heUsteypta stefnu aö ræða í land- búnaðarmálum, i sjávarútvegs- málum, i orkumálum og i efnahags- málum almennt og þá sérstaklega að þvi er varðar raunvaxtastefnuna. Sannleikurinn er lika sá, að raun- vaxtastefnan er kannski það eina nýja, sem hefur komið fram í efna- hagsmálum á undanförnum áratug, og hún er farin að skUa verulegum árangri núna. Það verður aö standa vörð um hana, einkanlega meö tUliti tU þess hvers konar úrtölumenn fara nú með stjóm landsins. Ákvarðanir verflur afl taka Það að stjórna þýðir það, að taka verður ákvarðanir, stefnu verður að móta. Menn mega ekki veigra sér við þvi. Stjórnmálaflokkarnir eru tU þess að taka ákvarðanir, til þess að móta stefnu. Það er sérstaklega hættulegt i þjóðfélagi eins og hinu islenska, sem hefur svo miðstýrða fjárfestingar- stjórn, þegar stjórnmálamenn veigra sér við að taka ákvarðanir, veigra sér við að velja og hafna og bæta bara nýjasta stefnumiöinu á listann ásamt hinum án þess að breyta neinu í þvi sem fyrir er. Það er af þessum sök- um, sem við Alþýðuflokksmenn höfum taliö rétt og reyndar sjálfsagt að marka afdráttarlausa stefnu, ekki bara í orkumálum, þannig aö einn þáttur félli að öðrum og um samræmda heildarstefnu væri að ræða. Við horfum á hagsmuni heUdarinnar. Við teljum, að undan- látssemin og það að láta reka á reiðanum verði að hverfa og slapp- leiki og reddingar eigi ekki að vera það sem einkennir islensk stjórnmál. Þess vegna mörkum við afdráttar- lausastefnu. Kjartan Jóhannsson alþingismaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.