Dagblaðið - 19.06.1981, Qupperneq 24

Dagblaðið - 19.06.1981, Qupperneq 24
Innf lutningur sfmtækja gef inn f rjáls: Steingrímur afnemur einokun Pósts og síma Framkvæmdasamir atvinnumenn ættu núna á næstu dögum aö panta inn heilar sendingar af hvers kyns símatækjum. Steingrímur Her- mannsson samgönguráðherra lét þaö nefnilega verða sitt síðasta verk í gærkvöld, áður en hann fór út úr bænum, að skrifa undir reglugerð um frjálsan innflutning símtækja. Það sem um er að ræða er, að sögn Ólafs Steinars Valdimarssonar deildarstjóra i samgönguráðuneyt- inu, taifæri fyrir eina línu (þetta sem við köllum venjulega síma), sjálfvelj- ari, textasimi, myndasenditæki og' móttaka, viðvörunarkerfi, ijarstýri- kerfi, dyraviti og nýir dyrasimar, simalásar og fjarskiptatæki. ÖU tækin verða að hafa vottorð frá Pósti og sima tU þess að megi selja þau. Tilnefna verður viðgerðarmenn sem gera við tæki ef þau bila. Þessi reglugerð tekur gildi strax og hún hefur birzt í Stjórnartíðindum. Þar með er áralöng einokun Pósts og síma á innflutningi þessara tækja úr sögunni. -DS Grunsamlegir Hollendingar Mývatnssveit ÚtlendingaeftirUtið og Náttúru- fræðistofnunin hafa miklar áhyggjur af tveimur Hollendingum sem verið hafa á ferð á bílaleigubU i Mývatns- sveit og við Húsavik siðustu daga. Hafa þeir verið snuðrandi eftir eggj- um og m.a. falazt eftir að kaupa egg ákveðinna fugiategunda. í dag er væntanlegt tU Húsavikur skemmtiferðaskipið Estonia, sem var á Akureyri í nótt. Er talið liklegt að Hollendingarnir, sem eru 39 og 44 ára gamlir, kunni að óska eftir fari með þvi frá íslandi. Hafa áðurnefnd- ar stofnanir gert ráðstafanir til að farangur HoIIendinganna verði grandskoðaður. í morgun fóru Hollendingarnir leynt. Þeir höfðu skilað bil og fleiru sem þeir höfðu leigt hér og vissi eng- inn um ferðir þeirra. -A.St. Segulbandið truflaði bílstjórann Átta ára telpa var lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri í gærkvöidi vegna höfuðáverka er hún fékk í um- ferðaróhappi á Naustavegi á Akur- eyri. Telpan var þama á gangi ásamt fleiri krökkum er bíl bar að. Bif- reiðarstjórinn ber að hann hafi verið búinn aö sjá krakkana en siðan leit hann af akstúrsstefnunni til að lag- færa segulband í bilnum. Er hann leit upp aftur var telpan fyrir framan bil- inn og árekstur varð ekki umflúinn. Meiðsli telpunnar voru ekki talin mjög alvarlegs eðlis. -A.St. Finnbogi Hcrmannsson — aðalstöðrar Iramsóknarflokksins i Reykjavik: „Hunzaöur afforystuflokksins alltfrá upphafi." DB-myndir H V / GÖG Varaþingmaður segirsigúr flokknum: ,,Ég veit ekki hvort það er vaninn að koma svona fram við fólk, en ég hef verið hunzaður af forystu Framsóknar- flokksins allt frá upphafi og ekki einu sinni verið látinn vita af fundum og leiðarþingum í kjördæminu,” sagði Finnbogi Hermannsson, kennari á Núpi í Dýrafirði, í samtali við DB á heimili sínu í morgun. Finnbogi hefur nú sagt sig úr Framsóknarflokknum og „LEIÐINDAMORALL í FRAMSÓKN” afsalað sér varaþingmannsembættinu sem hann hefur gegnt fyrir Fram- sóknarflokkinn. „Það em ýmsar ástæður fyrir þvi að ég tek þessa ákvörðun nú og þar er einna þyngstur á metunum sá leiðinda- mórall og hreppapólitík sem verið hefur innan Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. Þá hefur stefna Fram- sóknarflokksins í utanríkis- og varnar- málum einnig mjög mikið að segja, en þar hefur siöferði flokksins síður en svo batnað,” sagði Finnbogi. Um framtfðina sagði Finnbogi að hún væri óráðin hvað pólitíkina varð- aði. Þó hann hefði Iýst vantrausti á for- ystu Framsóknarflokksins þýddi það ekki endilega að hann hefði Iýst van- trausti á flokkinn í öllum málum. -ESE Óþefurinn áfram yfir Keflavík?: Rándýr mengunarvama- tæki reyndust ónothæf —reynt er nú að bjarga málum með sjókælingu reyksins Hönnunargallar hafa komið í ljós á tækjum þeim til mengunarvarna sem í smfðum hafa verið fyrir Fisk-' iðjuna hf. í Keflavik.Segir frá þessu í nýjasta blaði Víkurfrétta. Reykur frá verksmiðjunni, er loðnubræðsla hefur staðið yfir, hefur þar syðra oft ætlað alla lifandi að drepa og þess nokkur dæmi að fógeti hafi stöðvað bræðslu þar í ákveðinni vindátt. Tækin sem í smiðum hafa verið kosta mikið fé. Eru mikil verðmæti í húfi ef ekki tekst að breyta meng- unarvarnatækjunum þannig að þau megi nota i verksmiðjunni. Hönnunargallarnir stafa, að þvi er segir f Víkurfréttum, af þvi aö unnið hefur verið að gerð þeirra út frá röng- um forsendum. Segir blaðið að það veki furðu að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem sé ráðgefandi aðili f þessum málum, hafi geflð já- kvæðar umsagnir um þessi tæki, þrátt fyrir þessa augsýnilegu hönn-. unargalla. Blaöið segir að nýir hönnuðir hafi nú unnið að og undirbúið breytingar á verksmiðjunni, svo verksmiðjan geti í framtíðinni starfað á þeim grundvelli sem henni var ætlað þegar starfsleyfi var síðast gefið út. Er I þeim efnum verið að ganga frá tækj- um. sem munu sjókæla reykinn áður en honum er sleppt út. Víkurfréttir segja að árangur komi i ljós á næstu dögum. Verksmiðju- stjórnin hefur fullan hug á að standa við loforð varðandi mengunarmálin. Augljóst er að ónothæfu tækin hafa valdið verksmiðjunni gífurlegu fjár- tjóni. Hugsanlegt er einnig að loka þurfi um tima I sumar, meöan verið er að fullkomna reykkælitækin sem nú er unnið að fyrir verksmiðjuna. A.St. Enn mega Njarðvikingar búa við óþefinn frá Fiskiöjunni — sem varð tilefni til þessa merkis fyrir tveimur árum. DB-mynd Ragnar Th. frjálst, óháð daghlað FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981. Japanir vilja kaupa af okkur kísilmálm Mikil leynd hvílir yfir málinu en DB hefur sannfrétt að það séu Japanir sem eru reiðubúnir að kaupa af okkur kisil- málm, verði slik verksmiðja reist hér á landi. Japanir hafa verið hér á landi, þótt dult hafi farið, til að kanna málið. Að líkindum gætu Japanir keypt allan þann kisilmálm sem slik verk- smiðja framleiddi. Rætt hefur verið um að reisa kisil- málmverksmiðju á Reyðarfirði. Hún mundi nýta orku frá Fljótsdalsvirkjun. Iðnaðarráðuneytið telur sér skylt að halda þreifingum Japananna leyndum, og hefur verið farið með málið eins og mannsmorð. -HH Niðurskurður Rikisstjómin ákvað I gær um 30 milljón króna niðurskurð á opinberum framkvæmdum í ár, eða um 5 prósent. Þetta er í samræmi við ákvörðun um niðurskurð I tengslum við efnahagsað- gerðir i mai siðastliðnum. -HH IVIKU HVERRI Áskrifendur DBathugið Einn ykkar er svo Ijónheppinn að fá að svara spurningunum í leiknum „DB-vinningur í viku hverri”. Nú auglýsum við eftir hon- um á smáauglýsingasíðum blaösins ídag. Vinningur i þessari viku er Út- sýnarferö til Mallorka með Feróa- skrifstofunni Útsýn, Austurstrœti 17 Reykjavík. Fylgizt vel með, áskrifendur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegri utanlandsferð rfkari f*. „jjr'V'i'1. .. „*st SSÍP • rs c ískalt aevenup. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.