Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 2
7 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981. ......... ' " ff ALGJÖR VILUMANNASAMKOMA ” —segja f ararstjórar ferðaf élagsins Landf ara um hvítasunnusamkomuna í Þórsmörk — Þetta er það versta sem við höfum orðið vitni að á aevinni og var þetta í einu orði sagt algjör villi- mannasamkoma, sögðu þeir Guð- mundur Bjarni Yngvason og Jón Halldórsson, sem litu inn á ritstjórn DB, um reynslu sína og samferða- manna í Þórsmörk um hvitasunnuna. Þeir félagar sem eru í forsvari fyrir ferðafélagið Landfara , voru í Þórs- mörk meö 130 manna hóp um hvíta- sunnuna. í hópnum voru 7 gæzlu- menn, sem áttu að aðstoða fólkið frá Landförum, og voru þeir að sögn þeirra félaga, nánast einu gæzlu- mennirnir á svæðinu. — Það var einungis í neyðartilvik- um sem við gátum aðstoðað okkar fólk, segir Guðmundur Bjarni. — Allur tfminn fór í að verjast ágangi ofurölvaðs fólks og hafa gát á þeim sem fóru ruplandi og rænandi um svæðiö. Löggæzla af hálfu lögreglunnar var því sem næst engin og engu líkara en að lögreglan hætti sér ekki inn í Mörkina. 1 þau skipti sem lögreglan kom, þá hélt hún sig á syðri bakka Krossár, en hinum megin við ána var eins og engin lög væru í gildi önnur en lög frumskógarins, að sögn þeirra félaga. — Ég er viss um að það voru Jón llalldórsson og Guómundur Bjarni Yngvason voru aó vonum óánæjjóir með löggæzluna á svæóinu. DB-mynd KinarÓlason. skipulagðir þjófaflokkar að starfi þarna um helgina, segir Jón. — Þaö var stolið öllu steini léttara og þeir sem þarna voru að verki voru ekkert að fela gerðir sínar. Að sögn þeirra Guðmundar og Jóns var stolið sjúkratjaldi frá Land- förum aöfaranótt sunnudagsins. Þeir tilkynntu lögreglunni um hvarfið, en fengu þá þau svör að lögreglumennimir gætu ekki komið strax, þar sem þeir væru á fundi fyrir hádegi. — Við biðum í fimm klukku- tima eftir þeim, en þá gripum við til okkar ráða. Við fundum líka þjófana eftir nokkra leit, en þá var tjaldið ónýtt. Líklega hafa fundarhöldin hjá lögreglunni þá staðið enn. En það var fleira sem þeim félögum þótti miður fara í Þórsmörk um þessa helgi. Gróðurspjöll voru geigvænleg og fikniefnaneyzla virtist standa með miklum blóma á svæðinu. öll hrein- lætisaðstaða var vægast sagt ömurleg og salerni ónothæf lengst af. Rusla- pokar sáust varla, en Ferðafélag íslands mun þó hafa reynt að bæta úr þeim skorti. Fyrir þessa „glæsilegu” aðstöðu þurfti hver maður að borga 20 krónur, en á svæðinu voru ekki einu sinni skipulögð tjaldstæði, að sögn þeirra Guðmundar og Jóns. tutt og skýr bréf Enn cinu sinni minna lcscnilailálkar DB ulla f>á. cr hynniast scnda þœrrinum línu. aó láta lylfiia fulll nafn. , hcimilisfany. símanúmcr lef um þaó cr aö rœóa) oy <, nafnnúmer. Þetta er litil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar oy til mikilla þœyinda fyrir DB. Lesendur cru jafnframt minntir á aó hrcfciya aó vcru stutt oy skýr. Áskilinn erfuUur réttur til aó ' stytta hréfoy umoróa til aö spara rúm op koma efni hetur til skila. Bréf œttu helzt ekki aó vcra lcnyri cn 200—300 oró. Simatími lcscndadálka DB cr milli kl. 13 ou /5 frá mánudöyum tilföstudaya. A. — v' Efnum til keppni á milli Ijóðskálda Þorsteinn Jónsson skrifar: Hvers vegna efna ekki fjölmiðlarn- ir til keppni á milli ljóðskálda? Eru fjölmiðlarnir ekki allir á hrakhóium með nýtilegt efni um þetta leyti árs og hafa þeir ekki þörf fyrir forvitnilegt efni? Væri ekki tilvalið einmitt nú, þegar úir og grúir af þeim sem kalla sig skáld og eru titlaðir sem slíkir, oft af litlu tilefni, að efna til slíkrar keppni? Þá þyrfti ekki lengur að efast um það hver væru hin raunverulegu ljóðskáld og þá þyrfti ekki að deila við dómarann. Æskilegt væri að þeir sem tækju þátt i slíkri keppni, mættu ýmist syngja eða kveöa ljóð sín og hver veit nema þarna kæmi fram eitthvert feimið og óframfærið stórskáldið. Eurðuleg vinnu- rögð í Svínahrauni — Ekki svo dýrt, segir Rögnvaldur Jónsson hjá Vegagerðinni Eins og fram hefur komiö, hefur Bílaborg h.f. nú tekió aó sér umboð fyrir hina vönduðu Bridgestone hjólbaröa. - Bridgestone er stærsti dekkjaframleióandi í Japan og nota hinir kröfuhöröu japönsku bílaframleiöendur Bridgestone sem „original” dekk undir bíla síná. 25 ára reynsla Bridgestone á íslandi hefur sýnt þaö og sannað aö Bridgestone hentar mjög vel íslenskum vegum. Veljiö Bridgestone undir bílinn Beinn sími dekkjasölumanna: 81923 Umboðsmenn um land allt. BÍLABORG HF Smióshöfóa 23, Sími: 81299 7878—0126 hrlngdl: Ég var að koma aö austan, yfir Svínahraunið og veitti þvi athygii að þar stóðu vegaframkvæmdir yfir. Mér fundust vinnubrögðin þó fremur skrítin, því að þarnp lögðu menn slit- lag yfir veginn á löngum kafla þar sem málaðar höfðu verið akreina- ínur fyrir aðeins einni viku. Nú jykist ég vita að það kosti eitthvað að mála þessar linur á slitlagið og þvi spyr ég: Eru þetta forsvaranleg vinnubrögð? lögnvaldur Jónsson hjá Vegagerð ríkisins sagði að þessar framkvæmdú ættu sér sina eölilegu skýringar. Þaö væri stefna Vegagerðarinnar að mála eins mikið af akreinalinum á vorin og tök væru á. Þegar línurnar á veginum i Svinahrauni voru málaðar var ekk vitað hvenær malbikunarvélar fengj ust frá Reykjavikurborg. Vélarnai fengust svo nú fyrir skömmu og þvi var lagt slitlag yfir linumar Rögnvaldur sagði að hér hefðu ekk farið miklir fjármunir til spillis, þvi að tiltölulega ódýrt væri að máli miðlinu á vegi. „Hiýtur að kosta stórfé” —segir Arnbjöm um f ramkvæmdir Vegagerðarinnar í Svínahrauni Arnblörn Leifsson hringdl: —Eg vil taka undir það sem fram hefur komið um vinnubrögð Vega- gerðar ríkisins á veginum í Svína- hrauni. Ég er búinn að fara þarna um á hverri helgi i vor og sumar og hef sjaldan séð önnur eins vinnubrögð. Fyrst mála mennirnir akreinalínu á veginn og i næstu viku setja þeir slitlag yfir allt saman. Þetta hlýtur að kosta stórfé.A.m.k.trúi ég ekki Ööru. Raddir lesenda Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.