Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ1981. DB á ne ytendamarkað/ Dóra Stefánsdóttir Kay’s, Freemans og Quelle: Pöntunarlist- amir mun dýrari en verzlanir Verðlagsstofnun lauk á föstudag við verðkönnun. í þetta sinn var kannað verð á vörum annars vegar í verzlunum og hins vegar í erlendum verðlistum sem mikilla vinsælda njóta. í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar um þessa könnun segir: „Póstverzlun svokölluð hefur á seinni árum farið vaxandi hérlendis, einkum úti á landsbyggðinni. Með póstverzlun er átt við verzlun gegnum þá erlendu verðlista sem hafa um- boðsmenn hér á landi. En er hagkvæmt fyrir neytendur að kaupa vörur gegnum póstverzlun? Til aö fá svar við þeirri spurningu fóru fulltrúar Verðlagsstofnunar í 15 smásöluverzlanir og 3 heildsöluverzl- anir í Reykjavík dagana 1.—3. júní sl. og tóku upp verð á 65 vörum sem hægt er að fá nákvæmlega eins og gegnum póstverzlun. Hins vegar náði könnunin til þriggja verðlista, Free- mans og Kay’s sem eru enskir og Quelle sem er þýzkur. Verðlista- verðin eru fundin samkvæmt leið- beiningum umboðsmanna verðlist- anna og gengi miðað við gengisskrán- ingu nr. 101 frá 1. júní sl. Þess skal jafnframt getið að við endanlegt verð eins og það birtist í könnuninni. bæt- ist póstkröfu- og flutningskostn- aður innanlands. Niðurstöður þessar- ar könnunar birtast í 4. tbl. „Verðkynningar frá Verðlagsstofn- un”, sem út kemur í dag. í könnuninni kemur fram greini- legur verðmunur á vörunni eftir því hvernig hún er keypt og af þeim 65 vörum sem kannaðar voru reyndust 51 vera dýrari í verðlista, eða liðlega 78% varanna. Fatnaður, sem mun vera u.þ.b. 90% af heildarsölu verölistanna, er á hagkvæmara verði í verzlunum hér- lendis og er verð í verðlista í sumum tilvikum 100—200% hærra. Rakvél- ar og sjónauka er hagkvæmara að kaupa gegnum verðlista og er skýr- inguna að hluta til að Finna í mismun- andi aðflutningsgjöldum, eins og greint er frá á baksíðu „Verðkynn- ingar”. Einnig er rétt að benda neytendum á, að verðlistarnir þrír ábyrgjast endurgreiðslu eða skipti ef gallar koma fram á vörum og þarf tilkynn- ing þar um að berast innan 14 daga frá afgreiðsludegi. í íslenzkum lögum er þessi frestur aftur á móti 1 ár og fær þvi fyrirvari verðlistanna ekki staðizt.” Við birtum í dag heildarniður- stöður á verðkönnun á ljósmynda- vörum. Næstu daga verða birtar töfl- ur um verð á sjónaukum, rakvélum LJÚS.MYNDAYÖKl R Veré i Verö i Mismunur Mismunur veró- verslún á verói á verói MYNDAVÉLAR lista i krónum i % Caron A-1 35 mrn 6402 5358 1044 19% Canon AV-1 35 nun 3000 2462 538 -22% Canon AE-1 55 mm 4001 3222 779 24% Polaroid Land Camera, 1000 499 387 112 29% Kodak EK 160 EF 899 570 329 58% Rodak EK 160 539 377 162 43% Kodak Extra lite 400 599 552 47 9% Olympus XA 2, 35 mm 1800 1281 519 41% Olympus OM 1, 35 mm SLR 3801 2756 1045 38% Olympus OM 10, 35 mm SLR 3201 2253 948 42% Praktica MTL 3, 35 mm 1600 1773 (173) (11%) FLÖSS Braun 320 BVC 799 1170 (371) (46%) Braun Hobby Softlight 170 BC 330 401 (71) (22%) Olympus T 20 1120 994 126 13% LXXSUR Canon FD Automatic F 3,5, 135 mm 1800 1763 37 2% Canon FD Automatic F 2,8, 35 mm 1600 1772 (172) (11%) Olympus Zuiko F 3,5, 28 mm 1740 1494 X) 246 16% Olympus Zuiko F 3,5, 135 mm 1600 1333 267 20% Olympus Zuiko F 4, 75-150 mm 3521 2957 564 19% AÐRAR LJÓSMYNDAVÖRUR Canon Power Winder A 1600 1819 (219) (14%) Olympus Winder 2 2000 1450 550 38% Kodak Instant Colour F-ilm (10 mynda) 20 0 85 125 147% Emmamat Autofocus (sÍ'ideásýningarvél) 240Q 2312 X)F2.8 88 4% og fatnaði. Kemur þá í ljós að heldur hagstæðara er að kaupa aðrar vörur en fatnað í gegnum verðlistana. Skýr- ingin liggur helzt í mismunandi að- frammi á skrifstofu Verðlagsstofnun- flutningsgjöldum. ar, Borgartúni 7 og kostar ekkert. Verðkönnunin í heUd liggur -DS. VAN 8 PL 15" verð. jeppadekk. Einstakt L.R. 78 x 15 radial-dekkin kana- disku verða vinsælli meö degi hverjum. Kostir: 1) Slitþol 50— 100% meira en venjuleg dekk. 21 Betra grip, styttir bremsu- vegalengd og eykur stöðug- leika i beygjum. 31 Óvenjulega mjuk radial-dekk, loftmagn á að vera það sama og í venju- legum dekkjum. Haft orðrétt eftir viðskiptavini um dekkin. „Bíllinn breyttist úr jeppa i fólksbíl." Gúmmívinnustofa Skiphotti 35. Sími 31055. Bíiamarkaðurínn Grettisgötu 12-18 — Sími25252 Mikil sala Vantar árgerðir ’80—’81 á staðinn Toyota Corona 1978. Ekinn 52 þús. km. Silfurgrár, útvarp. Verð 68 þús. kr. Galant 1600 GL 1979. Ekinn 17 þús. km. Útvarp. Scrlega fallegur bill. Verð 83 þús. kr. Simca Horizon 1979. Ekinn 15 þús. km.Brúnsanseraður. Útvarp. Verð 75 þús. kr. Toyota Cressida 1978. 5 gíra, 4ra dyra. Rauður, útvarp, segulband. Verð 82 þús. kr. Honda Accord 1978. Ekinn 60 þús, km. Rauðsanseraður, sjálfskiptur. út varp. Verð87 þús. kr. Subaru 4 X 4 1600 ’80. Ekinn 18 þús. Rauður, útvarp, Verð 115 þús. Fallegur bill. Ath. Einnig 1980 fólks- bill 4X4. Volvo 244 1975. Ekinn 84 þús. km. Rauður, sjálfskiptur, útvarp, segul- band. Verð 68 þús. kr. VW Golf 1979. Ekinn 35 þús. km. Útvarp, segulband. Silfurgrár. 75 þús. kr. Colt G. L. 1980. Brúnsanseraður, ekinn 8 þús. km. Snjódekk- sumar- dekk. Verð 79 þús. kr. 4 ?» ' Ford Mustang ’79. Ekinn 35 þús. km. Rauður, útvarp, segulband, sumar- og vetrardekk. Sjálfskiptur, vökvastýri og -bremsur. Verð 110 þúsund krónur. Daihatsu Charade runabout 1980. Ekinn 17 þús. km. Gulur, útvarp. Mjög fallegur bfll. Verð 68 þús. kr. Honda Accord 1978. Ekinn 48 þús. km. Rauður, aflbremsur, útvarp. Snj6- dekk, sumardekk. Verð 84 þús. kr. Oldsmobilc Cutlas Coupé. 1979. Silfurgrár og rauður. Ekinn 17 þús. milur, sjálfskiptur. Aflstýri- og bremsur, útvarp. Bfll I algjörum sér- flokki. Verð 140 þús. kr. Mazda 626 2000 1980. Ekinn 14 þús. km. útvarp segulband, snjó- og vetrardekk. Verð 96 þús. kr. Lada 1600 1980. Ekinn 14 þús. km. Gulur, útvarp, sumar- og vetrardekk. Verð 63 þús. kr. Citroen GS Pallas 1978. Ekinn 43 þús. km. Útvarp, segulb. G-matic. Verð 68 þús. ki. Dodge Aspcn station 1976. Ekinn 30 þús. mllur. Blár/viðarllki. Sjálfskiptur, vökvastýri og bremsur. Stereo, útvarp. Rafmagnssæti. Cruse-control. Verð 85 þús. kr. Mjög góður billl. Plymouth Volaré station 1979. Brún- sanseraður. 8 cyl. 318 sjálfskiptur m/öllu. Útvarp, segulband krómfelgur. Skipti möguleg á nýlegum statiunbil. Verð 120 þús. kr. Lada Sport 1980. Ekinn 16000 þús. km. Útvarp. Vcrö 80 þús. kr. Chevrolet Nova 1976. Rauður, 6 cyl., vél. sjálfskiptur, aflstýri- og bremsur, útvarp. Ekinn 60 þús. km. Verð 63 þús. kr. AMC Concord 1979. Rauður, útvarp. Verð 96 þús. kr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.