Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ1981. 8 frjálsl,áháðdaghlað Útgefandl: Dagbtoðlö hf. Frvnkvamdattjóri: 8veinn R. EyJóHeson. Ritatjöri: Jónas Kristjánsson. AAstoAefrftstJód: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrffstofustjóri ritsljómar Jóhannes ReykdaL Iþróttir Haflur Simonarson. Menning: AAalsteinn IngóHsson. AAstoAarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.. Handrit: Ásgrimur Pélsson. Hónnun: Hllmar Karisson. j BlaAamenn: Anna Bjamason, AtU Rúnar Hafldórsson, Atjl Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urAsson, Dóra Stefánsdóttir, EHn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristjén Mér Unnarsson, SlgurAur Sverrisson. Ljósmyndir BJamleHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, SigurAur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þréinn Þorierfsson. Auglýsingastjóri: Mér E.M. Hall- dórsson. DreHingarstjóri: ValgerAur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, éskrHtadeild, auglýsingar og skrifstofur. Þverholti 11. Aðalsfml blaAsins er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- ogplötugerð: Hllmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Askriftarverð á mánuðl kr. SOJW. Verð f lausasðlu kr. 6J)0. Hvaða hagfræðigildirhér? Landsmenn hafa að undanförnu fengið að kynnast nokkuð hinum ýmsu straumum í efnahagspólitík, sem mest fer fyrir á Vesturlöndum. Nú síðast hefur gist ísland hinn kunni hag- fræðingur Nicholas Kaldor, sem berst hart gegn frjálshyggjuhagfræðingun- um. Flestir landsmenn fylgdust af áhuga með sjón- varpsþáttum Milton Friedmans. Áður hafði hag- fræðingur róttæklinga, Ernst Mandel, komið við á íslandi. „Leiftursóknarhagfræðingurinn” Friedrich A. Hayek kom hér í fyrra. Þessi kynning er vissulega ekki ónýt. Hvað getum við af þessum kenningum lært? Mestan lærdóm má draga af erlendum kenningum með því að vinza úr þeim hið skásta. Óæskilegt er að taka boðskap einhverra þessara manna sem trúar- brögð, eða algild sannindi. Sitthvað hagstætt má frá þeim hafa, hverjum fyrir sig. Hayek er mestur leiftursóknarsinninn þessara manna. Hann vill, að verðbólgunni sé komið á kné með skyndiaðgerðum. Hayek segir, að ella verði áhrif aðgerða svo lengi að koma fram til fulls, að almenn- ingur muni snúast gegn þeim. Hann finni þá til sárs- aukans fremur en hagræðisins. Æskilegast sé, að sárs- aukinn standi stutt, þótt hann verði mikill, meðán ráðið sé niðurlögum verðbólgunnar. Við getum litið á leiftursókn Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. í henni voru nokkrir góðir punktar, þótt illa væri að staðið. Mikill niðurskurður ríkisbáknsins væri tvímælalaust þörf aðgerð hér á landi. Hann væri ein bezta vörnin gegn verðbólgu og spillingu. Líka væri rétt að láta vexti fara eftir fram- boði og eftirspurn lánsfjár. Verðmyndun á að vera frjáls, hvarvetna þar sem samkeppni er nóg. Frjálshyggjumaðurinn Friedman er um margt sama sinnis. Hann vill þó beita aðgerðum gegn verðbólgu, sem eru lengur að verka. Friedman er einkum kenndur við tillögur sínar um að hafa hemil á aukningu pen- ingamagns og vinna þannig gegn verðbólgu. Gífurleg aukning útlána og peningamagns í heild hefur síðustu óðaverðbólguár hér á landi verið ein helzta rót vandans. Nauðsynlegt er að halda vel utan um þann þátt efnahagsmála. Ríkisstjórnin mun ætla sér það með hinni nýju innlánsbindingu, sem ákveðin var fyrir skömmu, hvernig sem til tekst. í sjónvarpsviðtali lagði Nicholas Kaldor áherzlu á aðra þætti, einkum samráð ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Hann nefnir, að sú aðferð hafi gefízt vel i löndum eins og Vestur- Þýzkalandi og Áusturríki. Þessi aðferð hefur verið margreynd hér á landi. Hér hafa verið nefndir nokkrir þættir í hinum marg- víslega boðskap hagfræðinganna, sem gagn má hafa af. Margt í kenningum þeirra hentar okkur á hinn bóg- inn ekki. Þannig má ætla, að Kaldor og aðrir svonefndir Keynes-sinnar hafi tilhneigingu til að auka ríkisumsvif og magna þannig verðbólgu. Friedman og Hayek stefna að samdrætti, sem gæti verið af þeirri stærðargráðu, að atvinnuleysi skapaðist hér á landi. Því viljum við ekki una. Fáir trúa á marxískt þjóðfélag, sem Mandel boðar. Hagkvæmasta stefnan á Islandi væri sú að taka það af kenningum þessara manna, sem gagnlegt er en hafna hinu — án rígbindingar. r Forstjóraskipti íBrunabóta- félagi íslands: Kjallarinn Bjöm Jakobsson Uppgerðar hneykslan stjómmála manna Væntanleg forstjóraskipti i Bruna- bótafélagi íslands og skipan Svavars Gestssonar félags- og tryggingaráð- herra á Inga R. Helgasyni hæsta- réttarlögmanni í það starf hefir verið mjög i sviðsljósinu nú undanfarið. Samkvæmt yfirlýsingum sem komið hafa frá ýmsum aðilum, þar á meðal frá stjórnarformanni Bruna- bótafélagsins, mætti ætla að hér væri um meiriháttar eldsvoöa að ræða. Stjórnarformaðurinn virðist ekki hafa gert ráð fyrir þvi að neinna brunavarna væri þama þörf en vaknað upp viö vondan draum með andfælum og hrópað Eldurl Eldur! elns og að hann sem stjórnmála- maður og fyrrverandi ráðherra hafl aldrel heyrt á það mlnnst né vitað til þess að sklpað væri pólitiskt f valda- mlklar stöður á tslandi. V „Þaö er hrein hræsni og feluleikur meö sjáanlega hluti þegar íslenskir stjórn- málamenn þykjast hneykslaöir á pólitískum embættisveitingum hver annars.” Nokkrir sveitarstjórnarmenn skrifa i Morgunblaðið fyrra laugar- dag og hóta mótaögerðum og viga- ferlum sem eingöngu gætu orðið félaginu sem slíku til skaða. Minna þessar yfirlýsingar óneitanlega dálftið á viðbrögð mótmælenda á Norður- frlandi við þvi ef einhver úr kaþólska minnihlutanum þar væri skipaður i stöðu sem þeir teldu sig hafa ráð á og einhvern veginn get ég ekki hugsað Nútímaþjóðfélag krefst fyrirmyndarskóla: Bamaheimilin veröi algerlega kostuð af ríkinu í maimánuði sfðastliönum fékk ég sérstaklega velþegið tækifæri til að heimsækja nokkra barna- og ungl- ingaskóla i Bretlandi. Þetta voru átta skólar af mismunandi gerð og stærö i Northamptonshire og gefur augaleið að þar bar fleira fyrir sjónir en auð- velt er aö tiunda i stuttri blaðagrein. Þó langar mig til að segja lesendum frá einum þessara skóla. Þetta er for- skólinn Earls Barton County Infant School. Skóli þessi er sjálfsagt hvorki betri né verri en aðrir forskólar í Bretlandi. Hinsvegar er hér um að ræða skólaform sem er mjög gróið, ef svo má segja, og hefur vaxið og þróast á löngum tfma. Skólinn er fyrir þrjá aldursflokka, þ.e. fimm, sex og sjö ára oghefja bömin nám á þvi ári sem þau verða fimm ára. Yngstu börnin eru þvi aðeins fjögurra ára þegar skólinn hefst fyrsta virkan dag í september. Fyrst ég fór að nefna upphaf skóla- göngu sérstaklega freistast ég til aö vikja að atriði sem virðist vera í mjög föstum skoröum i skólum í Bretlandi. Hér á ég 'við kennslutimabilin á skólaárinu með tilheyrandi fridög- um. TAFLAI Starfstími skyldunámsskóla i Bretlandi 1981 Skóli hefst ............. Haustfri hefst .......... Haustfríi lýkur ......... Jólafrí hefst . ......... Jólafríi lýkur .......... Vorfrí hefst............. Vorfríi lýkur ........... Páskafrí hefst........... Páskafríi lýkur ......... Maídagur (frí) .......... Miðsumar-annarfrí hefst Mið-sumar-annar fríi iýkur Sumarfri hefst .......... 2. september 23. október 2. nóvember 18. desember 12. janúar 20. febrúar 26. febrúar 15. apríl 27. apríl 4. mai 22. maí 1. júni 17. júli Eins og sjá má á töflu I er starfs- tími skólans mun lengri en i okkar skóium. Aukafrídagar eru engir en þó kemur fyrir að gefið er frí t.d. i tvo tíma, en þá einungis af mjög sér- stöku tilefni. Hér er að visu um grundvallaratriði aö ræða sem gilda fyrir allt skyldunámsstigið i breskum skólum og framhaldsskólastigiö að verulegu leyti. Skal ég þá vikja aftur aö umrædd- um skóla. í skólanum eru 240 börn og eru yfirleitt um þaö bU 30 börn i hverjum bekk. Kennararnir eru allir með lögboðin kennararéttindi sem eru þá annaðhvort alm. kennara- próf- eða forskólakennarapróf. Starfstfmi kennaranna er ákveðinn frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 4 á daginn (átta timar), fimm daga i' viku (40 klukkustundir). Yfirvinna er óþekkt fyrirbæri i þessum skóla og engar greiðslur koma fyrir neins- konar heimavinnu eöa undirbúning fyrir kennsluna. Hér er að visu aftur um aö ræða grundvaliaratriði sem gildir fyrir allt skyldunámsstigið. Til gamans læt ég hér fylgja skrá yfir launakjör breskra kennara en þau gengu i gildi 1. apríl 1981. Sjá töflu II. Enda þótt Earls Barton ungbarna- skólinn sé skipulagður á grundveili bekkjarkennslu fer allmikill hluti kennslunnar fram i opnu kerfi sem svo hefur verið nefnt. Af þessu leiðir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.