Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22, JÚNÍ1981. iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Iþrótt Glæsilegt mark færði Keflvík- ingum sigur II-deild, Keflavikurvöllur ÍBK:Þróttur N. 1:0 (1:0) Magnús Garðarsson tryggðl ÍBK sigurinn gegn Norðfjarðarþrótti með einstaklega fallegu marki, rétt fyrir lok fyrri hólfleiks. Magnús fékk luiöttinn rétt við markteigslinu lét sig faiia ú bakið og skoraði með hjólhestaspyrnu, eins og hún er kölluð í knattspyrnu- móli, alisendis óverjandi fyrir hinn bróðsnjalla markvörð Þróttar, Ágúst Þorbergsson, sem hafðl varlð mjög vel allan fyrri hólflelkinn m.a. skot fró Steinari Jóhannssyni, kollspyrnu fró Birni Ingólfssynl, auk skota fró Magnúsi Garðarssyni. Þróttarar veittu heimamönnum harða mótspyrnu á blautum grasvellin- um fyrri hálfleikinn. ÍBK náði undir- tökunum snemma í seinni hálfleik og sótti linnulítið að marki austanmanna en tókst ekki að skora þrátt fyrir gulUn tækifæri. Segja má að um hálfgert ein- vígi hafi verið að ræða á tnilli Magnúsar Garðarssonar og Ágústar markvarðar Þróttar, sem varði hvert skotið af öðru af mikilli fimi auk þess sem hann greip inn í leikinn með út- hlaupum. Þótt Magnúsi hafi ekki tekizt að skora nema eitt mark, getur hann vel við unað — það nægði. Hann var með efnilegustu knattspyrnumönnum ÍBK, í yngri flokkunum, en hætti í mörg ár. Magnús hefur engu gleymt og ætlar að verða ÍBK mikill styrkur. Auk hans áttu þeir Gísli Eyjólfsson, sem var potturinn og pannan í öllum aðgerðum liðsins, Óskar Færseth, bakvörðurinn sókndjarfi og Skúli Rósantsson, mjög góðan leik. Annars var liðið nú eins og svo oft áður mjög seint f „gang” og „hitnaði” ekki fyrr en í seinni hálfleik. Ekki bar einn af öðrum í Þróttar- liðinu nema Ágúst markvörður svo og Lárus Vilbergsson bakvörður sem er mjög fljótur og laginn leikmaður með góðar staðsetningar. Dómari var Friðjón Eðvaldsson og dæmdi vel. -emm. VíkingurÓL vann Reyni Vildngur Ólafsvik sigraöi Reyni Hellissandi með tveimur mörkum gegn engu i 3. deild i gærkvöldi. Ekkert mark var skorað i fyrri hólfleik, en f þelm sfðari skoruðu Jónas Kristófers- son og Gunnar Gunnarsson úr viti. Graham sigr- aði á US-open Ástraliumaðurinn David Graham sigraði ó opna US-golfmótinu i Ardmore i Pennsylvanfu i gær. Lék holurnar 72 ó 273 höggum, sjö undir pari vallarins. t 2.-3. sæti urðu George Burns, USA, og Bill Rogers, USA, ó 276 höggum. Burns hafði þriggja högga forskot ó Graham, sem var i öðru sæti, þegar siðasti keppnis- dagurinn hófst. Ástraiiumaðurinn lék mjög vel alla keppnisdagana ó 68 höggum fyrsta daginn, sfðan 68, 70 og 67 höggum f gær. Ótrúlegt 10 km hlaup Brezldr hlauparar voru i fimm af sex fyrstu sætunum i miklu 10 km hlaupi i Prag ó laugardag. Keppnl var geysi- hörð. Úrsllt. 1. Mike McLeod, Bretland, 27:59.38 2. Geoff Smlth, Bretland, 27:59.43 3. Nick Rose, Bretland, 27:59.68 4. A. Hagelsteens, Beigfu, 27:59.98 5. Julian Goeter, Bretland, 28:00.20 6. Stephen Jones, Bretland, 28:00.58 7. Sul. Nyambui, Tanzanfu, 28:01.19 8. Mohamed Kedir, Eþiópfu,28:01.67 9. Marttl Valnio, Finnl. 28:02.33 10. Antonio Prieto, Spóni, 28:02.71 11. Tolosa Kotu, Eþiópiu, 28:03.25 ' Jafnasta 10 km hlaup sögunnar. Hreint ótrúlegt. Keppendur voru 27. HIupu alllr langt Innan við 30 mfn. Nyambui og Kedir héldu uppl hraðanum lengstum. Guðmundur Ásgeirsson markvörður bægir hættunni frá marki Breiðabliks, en athygli vakti að dæmt var brot á Magna Pétursson, þótt þvi virðist öfugt farið á myndinni. Var markið ekki löglegt? spurðu áhorf endur að loknum markalausum leik Vals og Breiðabliks Var þetta ekki mark, og ef ekki ó hvað dæmdi dómarinn? var spurning sem vailargestur spurðl sjólfan sig að f leik Vais og Breiðabliks f 1. deildinni i gærkvöldi. Tilefni spurningarinnar var atvik, er ótti sér stað undir lok ielksins. Á 84. minútu lék Þorsteinn Sigurðsson upp að endimörkum vallarins, og gaf hóa sendingu að nærstöng Breiðabliks- marksins. Guðmundur Ásgeirsson markvörður greip boltann, en virtist mlssa hann aftur fyrir sig og Hllmar Sighvatsson renndi knettinum i tómt marklð. Þorvarður Bjömsson dómari dæmdi aukaspymu ó Val. Á hvað vissi enginn. Rangstöðu, hendi, hrindingu? Vfst er hins vegar að aldrel fór knöttur- inn i mark annars hvors liðslns svo lög- legt teldist. Úrsiitln 0—0 og lelkur þessi verður að teljast með slakari leikjum sumarsins. Fyrirfram var búizt viö miklu af liöunum en annað kom á daginn. Vals- menn fengu ekki svo mikið sem eitt marktækifæri f leiknum, Kópavogsbú- arnir fengu þó tvö. Hiö fyrra kom þegar á 12. minútu. Tómas Tómasson fékk þá góöa sendingu á vinstri kantin- um og renndi knettinum inn á Jón Einarsson. En áður en Jón náði að skjóta, var Sævar Jónsson miðvörður Vals búinn að bjarga í horn. Var það ekki í síðasta skiptið, sem stóratá Sævars átti eftir að bjarga Valsmönn- í aðeins eitt annað skipti reyndist ástæða til að pára eitthvað i minnis- blokkina i fyrri hálfleik. Þá var Ólafur Bjömsson bókaður fyrir gróft brot. Sama var uppi á teningnum i siðari hálfleik. Knötturinn gekk andstæðinga á milli eins og bolti i borðtennis, hvor- ugt liðið gaf hinu nokkum frið til að byggja upp og fyrir bragðið sá aðeins eitt marktækifæri dagsins ljós i þeim hálfleik. Á 53. mínútu prjónaði Jón Einarsson í gegnum vörn Vals en missti knöttinn of langt frá sér og Sigurður Haraldsson markvörður bjargaði með góðu úthlaupi. Lokakaflann skiptu bæði liðin um leikmenn, hjá Val kom Valur Valsson inn á fyrir Hilmar Harðarson og Njáll Eiösson fyrir Magna Pétursson. Hákon Gunnarsson kom inn á fyrir Sigurjón Kristjánsson i Hilmar sló boltann —sagði Þorvarður Björnsson dómarí „Hllmar sló boltann með hendi og ég dæmdi þvi aukaspyrnu ó Val,” sagðl Þorvarður Björnsson dómari i samtali við DB eftlr leildnn. „Mér fannst þetta augljóst, enda mótmæltu sóknarmenn Vals ekkert. Það vom varnarmennirnir sem það gerðu. Ég benti aldrei á miðju, heldur var ég aðeins að benda ó aukaspyrnu, enda var hin hendin alltaf niðri,” sagöi Þor- varður. -SA. liði Breiðabliks. En innákoma þeirra breytti engu um gang leiksins. Hann leið hægt og rólega út af og dó. Breiðablik var sterkari aðilinn í þessum leik. Leikgleðin stafar af liðinu, en óþarfa harka setur ljótan svip á leik þess. Án efa gæti Breiðablik orðið enn betra ef ieikmenn þess hugsuðu meira um boltann og minna um andstæöinginn. Jón Einarsson fór oft illa með fyrrum félaga sína í Val, skildi Grim Sæmundsen stundum alveg eftir. Þá em þeir samherjar Jón í framlínunni, Helgi Bentsson og Sigur- jón Kristjónsson snöggir og snarir þótt ekki bæri erfiði þeirra árangur. 1 vörn- inni var Ólafur Björnsson eins og her- foringi. Tómas var einnig góður en hinir jafnir. Valsmenn geta þakkað Sævari Jóns- syni stigið sem þeir hlutu. Hann átti stórgóðan leik f hjarta varnarinnar. Miðjan var óvenju dauf en hresstist með innáskiptingunum undir lokin. Þorsteinn Sigurðsson gerði marga lag- lega hluti frammi en Hilmar Sighvats- son hafði sig lítið i frammi. Þorvarður Bjömsson dæmdi og varð oft að grípa til flautunnar. - SA Varð bandarískur meist- ari í langstökki og 100 m „Það er hægt að bæta þetta heims- met en heimsmet liggja mér ekkl þyngst ó hjarta núna — ég stefni aðeta* að þvi að sigra,” sagðl Carl Lewis, kanda- risld blökkumaðurinn, eftlr að hann stökk 8.62 metra ó bandarfska meistaramótlnu i frjólsum iþróttum i Sacrametno i Kaliforniu, ó laugardag. EKTACHROME lílframköllun SAMDÆGURS EKTACHROME OG FUJICHROME E-6 litfilmur lagöar inn fyrir hádegi, afgreiöast samdægurs. Viö framköllum samkvæmt ströngustu körfum efna- og vélaframleiöenda um gæöaeftirlit, m.a. með daglegum „densitometer“-prufum. Okkur þætti vænt um, ef þú vildir treysta okkur fyrir dýrmætum filmum þínum. Verslið hjá fagmanninum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SÍMI 85811 Sigraði einnig i 100 m hlauplnu ó 10.13 sek. og þessl piltur, sem er að verða tvftugur, hefur þvi slgrað f langstökid og 100 m hlaupl ó tveimur landsmótum f USA með hólfs-mónaðar mlllibili. Slfkt hefur ekld skeð þar sfðan Jesse Owens lék sama leik ó þessum mótum fyrir 45 órum, eða 1936. í undankeppni langstökksins á laugardag stökk Lewis 8.73 m en vindur var þá of mikill. í úrslitum var árangur hans 8.62 m hins vegar iögiegur. Annaö lengsta stökk, sem um getur i langstökki. Aðeins heimsmet Bob Beamon, 8.90 metrar, frá ólympiuleikunum i Mexikó-borg 1968. „Ég lagði ekki að mér ,” sagði Lewis eftir að hann kom annar í mark i undanrósum 100 m hlaupsins á 10.72 sek. Bandaríski knattspyrnugarpurinn Herschel Walker var með beztan tíma 10.67 sek. Keppnin i langstökki og úr- slit 100 m hlaupsins voru á sama tima. Lewis stökk aðeins einu sinni áöur en hann fór i rásblokkirnar i 100 m hlaupinu. Hann náði ekki góðu við- bragöi en geystist svo framúr keppi- nautum slnum einum af öðrum. „Þegar 80 metrum var lokiö var sigur- inn i höfn og ég brosti, þegar ég komst í fyrsta sætið”, sagði Lewis eftir hlaupið. Hann sigraði á 10.13 sek. Siðan hélt hann að langstökksgryfj- unni, hafði stokkið 8.62 m i fyrstu til- raun. Bjó sig undir að stökkva en hætti svo við það. Hann þurfti þess ekki til að sigra. Larry Myricks varð annar, náði bezt 8.45 m, og ógnaði ekki sigri Lewis. Hann náði þó sjöunda bezta árangri i langstökki frá upphafi. Að öðrum árangri á mótinu má nefna að nýi heimsmethafmn I kringlu- kasti, Ben Plucknett, sigraði í sinni grein. Kastaði 69.02 metra. Tyke Peacock sigraði í hástökki með 2.25 m. Norðmaðurinn Richard Olsen varðmeistari i sleggjukasti með 71.88 m. Stephanie Hightower sigraði f 100 m grindahlaupi kvenna á 13.09 sek. og Denise Wood í kúluvarpi. Varpaði 16.91 m. Evelyn Ashford sigraöi í 100 m hlaupi kvenna á 11.07 sek. og Greg Foster i 110 m grindahlaupi karla á 13.39 sk. Sigurvegarar i einstökum greinum — ekki þó Norðmaðurinn — verða i liði Bandarikjanna 1 úrslitum heimsbikarsins i Róm í september. -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.