Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 19
19 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1981. G Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D 3. deildin—3. deildin—3. deildin—3.deildin—3. deildin—3. deildin—3. deildin—3. deildin—3. deildin Hörður Júlíuss. nefbrotn aði og hlaut slæman skurð —við það að skora sigurmark KS gegn Leiftrí Einlr 18 leiklr voru lelknir i 3. deild- inni um helgina en einum var frestað, leik Leiknis og Austra. Þá var leik Vfk- ings Ólafsvik og Reynis Hellissandi frestað tll til sunnudagskvölds en hann átti aö fara fram á laugardag. Sem fyrr hefjum við hringferðina á suðvestur- horninu og förum siðan norður og austur eftlr iandinu. A-riðill Armann — Hveragerði 2—0 Ármenningar áttu mun meira í leikn- um en hverjir skoruðu mörkin vitum við ekki, þar eð ekki hafðist upp á nein- um Ármenningi í gaer. Grótta — Aftureldlng 1 —6 (0—0) Gróttumenn sprungu i síðari hálf- leik, eftir að hafa átt fullt eins mikið í leiknum i þeim fyrri. Þá fengu þeir í tvígang góð færi til að skora en mark- vörður Aftureldingar, Rafn Thoraren- sen, varði vel. I síðari hálfleik fór út- haldsleysi Gróttumanna að segja til sín og þá röðuðu Mosfellingar inn mörk- um. Óskar Óskarsson gerði hið fyrsta og Halldór Bjömsson, sem ásamt Ágústi Jónssyni Gróttu, var bezti maður Ieiksins, bætti við öðru. Aftur skoraöi Óskar og Halldór einnig, og Helgi Þór Eiríksson kom Aftureldingu I 5—0. Rikharður Jónsson bætti einu við áður en Einar Jónasson skoraði mark Gróttu. ÍK — Óflinn 4-0 (2-0) Óðinsmenn eru óvanir að leika á grasi og það kom berlega (Ijós i þessum leik sem leikinn var á grasvelhnum í Kópavogi. Framan af var leikurinn í góðu jafnvægi en sfðan náði ÍK yfir- höndinni. Kristján Hauksson kom ÍK í 1—0 er um hálftími var af leiknum og Ólafur Petersen bætti öðru við fyrir hlé. Óskar Guðmundsson skoraði síðan glæsimark í upphafi siðari hálfleiks, skot í þverslána og inn. Ólafur skoraði síöan aftur fyrir ÍK áður en yfir lauk. B-riðill (R — Lelknir 1-210-1) Þessi leikur var leikinn á Melavellin- um á föstudagskvöldið. Björn Sigur- björnsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik og Magnús Magnússon kom siðan Leikni í 2—0. Markaskorara ÍR höfum við ekki. Leikurinn þótti frekar slakur, en Leiknir skárri aðilinn. Viflir - UMFN 0-0 Víðispiltarnir töpuðu nú sínu fyrsta stigi í riðlakeppninni gegn höfuðóvin- inum, Njarðvíkingum, því jafntefli varð 0—0. Greinileg spenna var á milli liðanna enda máttu Njarðvikingar illa við þvi að tapa leiknum og vera þar með 4 stigum á eftir Víði. Eftir þennan leik gera-þeir sér miklar vonir um að jafna muninn þegar liðin reyna með sér I Njarðvíkunum. Viðisliðið sótti öllu meira í leiknum, sérstaklega undan kaldanum í seinni hálfleik — en allt Nú gátu ÍA- menn skorað Meistaraflokksmenn Akraness i knattspyrnunni unnu öruggan sigur á liði, sem þeir Karl Þórðarson, Pétur Pétursson og Teltur Þórðarson léku með ásmt gömlum ieikmönnum ÍA og yngri leikmönnum, á grasveliinum á Skipaskaga i gær. Úrsiit 6—2 fyrir meistarafiokklnn. Guðbjörn Tryggva- son skoraði fjögur af mörkunum, Júlfus og Smári eitt hvor. Teitur skoraði fyrir úrvalsliðið úr vitaspyrnu og Karl Þórðarson fallegt mark. Áhorfendur voru um 300 og skemmtu sér vel. kom fyrir ekki. Markvörðurinn og UMFN vörnin stóðust allar árásir eða Víðisskotin geiguðu. Láttlr — Stjaman 3—5 (0—3) Stjarnan hafði goluna í bakið I fyrri hálfleik og skoraði þá þrjú mörk. Léttir náði siðan að minnka muninn í 2—3 með mörkum Júlíusar Bernburg og Stefáns Andréssonar, sem skoraði með skalla. En Stjarnan var ekki á því að skilja annað stigið eftir á Melavell- inum og jók aftur forskot sitt. Sverrir Gestsson skoraði þriðja mark Léttis en fyrir Stjörnuna skoruðu Einar Pálsson og Bragi Bragason tvö hvor og Sigurður Harðarson eitt. C-riðill Bolungarvlk — Grundarfjörflur 4-0 (2-0) Tveir leikir voru í c-riðli á föstudags- kvöld og var þessi annar þeirra. Þetta var jafn leikur þó svo Bolvíkingar hefðu lengstum undirtökin í honum. Hjörleifur Guðfinnsson skoraði fyrsta markið og bróðir hans Sigurður hið næsta. í síðari hálfleik skoraði Unnsteinn Sigurjónsson bæði mörkin en Unnsteinn kom inn á sem varamaður. Talsmaður okkar i her- búðum Bolvíkinga sagði að þeir hefðu verið að spara Ieikmenn fyrir leikinn við HV daginn eftir og þvi hefðu Bol- víkingar ekki leikið á fullu og leyft yngri piltum að spreyta sig I leiknum. Raynir, Hnffsdal — HV 0-2 (0-0) Þessi leikur var einnig leikinn á föstudagskvöldið og lengi leit út fyrir aö Haukar-Vísir myndi þurfa að sætta sig við jafntefli. En Sæmundur Víg- lundsson braut isinn um miðjan seinni hálfleikinn og Elfs bróðir hans bætti öðru marki við undir lokin, er hann skoraði úr óbeinni aukaspyrnu. Bæði liðin fengu fleiri góð færi þótt mörkin yrðu aðeins tvö. Reynlr, Hnffsdal — Grundarfjörflur 0-0 Hér var um einstefnu á mark Reynis að ræöa þótt aldrei færi knötturinn inn í markið svo löglegt væri kallað. Reynir skoraði nefniiega eitt mark en dómar- inn dæmdi það af þar sem hann taldi að eitthvað hefði verið um hrindingar. Næst þvi að skora komust Hnífsdæl- ingar er markvörður Grundarfjarðar sló knöttinn i þverslána og yfir. Bolungarvik - HV 0-2 (0-0) Þótt leikur þessi væri jafn, fór samt aldrei mill mála að HV var sterkari aðilinn. Elfs Viglundson skoraði fyrra markið og Guðjón Böðvarsson hið síðara. Þá skoraði Sæmundur Víg- lundsson einnig mark en það var dæmt af vegna rangstöðu. Fannst mörgum það skrýtinn dómur. D-riðill KS — Lalftur 1-0 (1-0) Sigurmarkið skoraði Hörður Júlíus- son en það mark var dýru verði keypt. Hörður skallaði knöttinn i netið en beygði höfuðið aðeins niður og fékk spark í andlitið. Nefbrotnaði hann og auk þess fékk hann skurð sem þurfti 11 spor til aö sauma saman. En KS gera sér vonir um að Hörður missi aðeins einn leik úr 3. deildarkeppninni, leikinn við Reyni, Árskógsströnd, á miðviku- dag. Tindaatóll - USAH 7-0 E-riðill Dagsbrún - HSÞb 1-3 (1-1) Hér áttu heimamenn við ramman reip að draga og gestirnir gátu leyft sér þann munað að brenna af víti. Jónas Skúlason kom HSÞb í 1—0, en Dags- brún jafnaði með sjálfsmarki. Zófanías Árnason skaut þá að marki HSÞb en boltinn hrökk I hné eins varnarmanna liösins og þaðan í netið. í siðari hálfleik kom Jónas Skúlason HSÞb i 2—1 auk þess sem hann misnotaði fyrmefnt víti. Ari Hallgrímsson innsiglaði sigur gest- anna. Mörk HSÞb hefðu getað orðið enn fleiri þvi liðið átti þrjú stangarskot. Magni — Arroflinn 1—210—1) Baldvin Þór Harðarson skoraði eina markið i fyrri hálfleik en Hringur Sveinsson jafnaði um miðjan seinni hálfleik. Hafberg Svansson sá til þess að Árroðinn fór með sigur af hólmi. Annars þótti leikurinn frekar lélegur og mörkin ekkert sérstakt augnayndi. F-riðill Höttur - EinharJI 0-7 Valur - UMFB 4-1 (2-1 „Ljómandi skemmtilegur en full- harður leikur,” sagði tíðindamaður okkar fyrir austan um þennan leik. Þorbjörn Björnsson skoraði fyrsta markið er hann kom UMFB yfir með marki úr vftaspyrnu. Guðbergur Reynisson var i heljarham í fyrri hálf- leik er hann gerði bæði mörk Vals og skaut auk þess i þverslá og yfir. Þá brenndi Gústaf Ómarsson einnig af víti í þeim hálfleik. í siðari hálfleik fengu Valsmenn aftur viti. Sigurbjöm Marinósson tók það og skot aði úr tvi- teknu viti, markvörðurinn varði í fyrra skiptið en hafði hreyft sig of fljótt. Síðasta markiö var sjýfsmark. G-riðill Leiknir — Auatrl fraatafl Slndrl — Súlan 6-2 (4-0) Hornfirðingar fóru á kostum í fyrri hálfleik og Súlan hafði ekkert í þá. Ragnar Bogason skoraði fyrsta markið og siðan þeir bræður Magnús og Dag- bjartur Pálssynir sitt markið hvor. Ragnar gerði siðan sitt annað mark rétt fyrir hlé. Eftir að flautað hafði verið til leiks á ný var röðin komin að Ágústi bróöur Ragnars til að skora og Ragnar skoraði þriöja mark þrennu sinnar áður en yftr lauk. Mörk Súlunnar gerðu Rúnar Arnarson og Óttar Ármannsson. Framleiðslustjóri Höfum verið beðnir að leita eftir framieiðslustjóra að stóru fiskvinnslu fyrirtæki á Suðvesturlandi. Einungis maður með verulega reynslu kernur til greina. Uppl. veita Sævar Hjálmarsson eða Gisli Erlendsson. Qö rekstrartækni sf. Síðumúla 37 — Sími 85311 BYGGUNGKÓPAVOGI Framhaldsaðalfundur Byggung Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 23. júní í Sjálfstæðishúsinu Hamraborg l, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin /ðnaðarhúsnæði óskast strax, ca 75—150 fermetrar. Uppl. í síma 77235. - SA Kennarar Handavinnukennara stúlkna vantar að Grunnskólanum í Hveragerði. Uppl. gefa Bjarni Eyvindsson formaður skóla- nefndar í síma 99-4200 og skólastjórarnir í símum 99-4326 og 99-4288. LAUSARSTÖÐUR V ið l'jölbraulaskólann á Sclfossi ern lausar lil umsóknar nokkrar kennarastöður. Kennsluj>reinar eru: danska, enska, islenska, slaTðfræði, efnafræði, eðlisfræði, franska ok félajjsfræði. I.aun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. I msóknir, ásaml ýtarlemiiji upplýsinjMim um námsferil o« störf skulu hafa borist menntamála- ráðuneylinii, llverfisKötu (>, 101 Reykjavík. ívrir 15. júlí nk. — Umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt- Menntamálaráðuneytíð, W.júní 1981. Til félagsmanna BSAB Félagið hefur fengið úthlutað lóð undir fjölbýlishús í öðrum áfanga nýs miðbæjar. Hér með er óskað eftir umsóknum um íbúðir í þessum byggingaflokki sem verður hinn 10. Samkvæmt lögum BSAB hafa félagsmenn sem ekki eru íbúðareigendur forgangsrétt fyrir þeim sem eiga hús eða íbúðir fyrir á félagssvæðinu. Þeir sem nú eru félagsmenn í BSAB hafa forgangsrétt fyrir nýjum félags- mönnum til 28. júní 1981. Skrifstofa BSAB að Síðumúla 34 verður opin daglega kl. 15—17 til að taka við umsóknum. Stjórn BSAB HÓTEL HV0LSVÖLLUR Bjóðum gistingu og fjölbreyttar reitingar í mutsal og garðskála. HAGSTÆTT VERÐ - VERIÐ VELK0MIN HÓTEL HV0LSVÖLLUR QQ 5351 5187

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.