Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ1981. EINS 0GISKEMMTI- LEGRISKRANBÚÐ Helgarnar eru að jafnaði sá tlmi vikunnar sem fólki gefst helst timi til að fylgjast vel með dagskrá útvarps og sjónvarps — og gera allt það ann- að, sem beðið hefur t lengri eða skemmri tíma. Til að gerast nú ekki þræli fjölmiðlanna er ágætt að líta vandiega á dagskrá helgarinnar — fyrirfram. Velja síðan og hafna og láta tilviljunina um afganginn. Um þess helgi var ég fegin að hafa komið mér upp þessari reglu, annars hefði ég líklega misst af þætti Sveins Ás- geirssonar um galdrakarlinn Dunga- non, eins og þegar þátturinn var frumfluttur fyrir fimm árum. Þáttur- inn var perla helgarinnar í ríkisfjöi- miðlunum. Auðvitað var skaði að viðtalið sem Sveinn tók við Dunga- non 1955 I Kaupamannahöfn skyldi ekki hafa verið varðveitt allt, en Sveinn bætti það sannarlega upp með þvi að segja frá þessum einstaka sjálfskipaða íslenska hertoga, eins og honum er vel lagið. Margt nýtt kom fram í þessum þætti, sem ekki varð fundið á frábærri sýningu á verkum Dunganons 1976. Oft finnst mér að útvarpsdagskrá á einni rás, og örstuttur útsendingar- tími sjónvarps, geri yfirbragð dag- skrárinnar líkasta því að litið sé inn í skemmtilega skranbúð. Reynt er að koma sem allra mestu og fjölbreytt- ustu efni fyrir á svo til engu plássi, og stundum er af miklu hugrekki blandað saman allra vönduðustu dagskrárgerð og uppfyllingarefni, sem kostar minna fé. Og sannast sagna er blandan býsna skemmtileg, það er prýöilegt að geta hlustað á diskó, rokk og harmóníku i sama danslagatímanum og prestvigslu þegar maður rumskar morguninn eftir, ef maður hefur smekk fyrir hvoru tveggja. í skranbúðum fínnast oft dýrmætir gripir og meðal þeirra vil ég einmitt setja þáttinn um Dunganon. Helgarsjónvarpið byrjaði á annarri perlu strax á föstudagskvöld (eftir fréttir og Á döfínni.þátt sem ég ekki skil). Það eru myndirnar hans Harold Lloyd. Einu sinni fannst mér Chaplin frábærastur, nú finnst mér Harold Lloyd vera það. Aldrei of mikið af Harold Lloyd! Gigtarmyndin var góð, og á hana hafa sjálfsagt margir horft án þess að ætla þaö beinlinis. Smyglstefnan hjá sjónvarpinu (að smygla góðu fræðsluefni milli vinsælla þátta) er kannski betri en margur hyggur. En Veiðivörðurinn! Mér er sama hvað myndin var merkileg, góð, vel uppbyggð og sláandi um einhvern andskotann: Hún var þrautleiðinleg. Ég lýsi aðdáun minni á leikstjóranum fyrir að hafa tekist að draga upp svona glögga mynd af svona óþol- andi fólki, en ég vildi óska að hann nýtti hæfileika sína til að gera svolítið skemmtilegri hluti. Ég viðurkenni að það var glópska að horfa á myndina, en satt að segja trúði ég ekki öðru en úr myndinni rættist um síðir. Ég skil núna mikilvægi setningarinnar í biblíunni: Mikil er trú þín kona. Ég hygg sjónvarpsgláp sé mikið á föstudagskvöldum. Þá eru menn hreinlega of lúnir til að hafa framtak til að gera annað en að setjast við kassann sinn. Nema auðvitað ungl- ingarnir, sem geta allt. Á laugardag hlustaði ég á mikið af léttri tónlist (og smávegis af þungri i þeirri ágætu laugardagssyrpu). Óskalögin, syrp- umar og danslögin eru nytjahlutir í skranbúðinni. Bráðnauðsynlegt efni. Og mikið var gaman að heyra í „söngkonunni” Florence Foster Jenkins, ég vona að sem flestir hafi heyrt í henni. Svo var komið að spurningunni stóru, er maður herra eða þræll fjöl- miðlanna? Ég viðurkenni fúslega að ég svífst nánast einskis til að fá að sjá mitt ómissandi Löður. En — stundum er maður að gera merkilegri hluti og þá þarf mikinn skapgerðar- styrk til aö muna að dagskráin er fyrir þig, en ekki þú fyrir hana. Ég sleppti Löðri og reyndar megninu af þeirri ágætu laugardagsdagskrá sem boðið var upp á i sjónvarpinu. En á danslögin í útvarpinu hlustaði ég hins vegar mér til ánægju, eins og venju- lega. Sunnudagurinn var fremur lá- deyðulegur, f báðum miðlum. Þó var gaman að morgunþætti Friðriks Páls, eins og venjulega, þó ég sofnaði aftur i lok þáttarins. Á fréttir hlustaði ég auðvitað eins og flestir ís- lenskir fréttasjúklingar. Þáttur danska sjónvarpsins um Snorra Hjartarson var eina sjónvarpsefnið utan fréttanna, sem ég valdi úr dag- skránni. Því sé ég ekki eftir. Smá- snefill af gestsauga er gott, þó sumt hafi verið klaufalegt hjá stjórnanda þáttarins. í heild var þátturinn ein af perlum helgarinnar. En væri ég 100% Dani, heföi ég ekki horft. Sumum finnst skranbúðir óttalega ómerkilegt fyrirbæri. Það finnst mér ekki. Það er ekki þar með sagt að mann langi að kaupa allt sem í þeim fæst. En innan um eru bæði perlur, nytjahlutir og stórskemmtileg skringilegheit. Anna Ólafsdóttir Björnsson blaðamaður Kviknfiyndir Veðrið Gert er ráfl fyrir suflveatiagri átt um ailt land í dag, rigning mafl köflum á Suflur- og Vaaturiandl an þurrt og hiýtt á Norflauaturlandl. Klukkan 6 var eufleuðveatan 2, rignlng og 8 atig í Reykjavfc, aunnan 4, aúid og 8 atig á Gufuakálum, aufl- voatan 2, alakýjafl og 9 atig á Gahar- vlta, sunnan 4, skýjafl og 12 stig á Akureyri, k>gn, rigning og 8 stig á Raufarhflfn, veatan 2, akýjafl og 13 stlg á Dalatanga, auflvestan 3, þoku- mófla og 8 stig á Hflfn og auflvestan 5, rignlng og 8 atig á Stórhflffla. I Þórshflfn var súld og 10 stig, þokumófla og 10 stig í Kaupmanno- hflfn, láttskýjafl og 13 stig I OskS, helflskfrt og 13 stig í Stokkhólml, látt- skýjafl og 11 stig f London, þoku- mófla og 11 stig í Hamborg, skýjafl og 9 stig f Parfs, helflakfrt og 17 stig f Madrtd og láttskýjafl og 16 stig f Ussabon. Magnús ladriðason, sem lézt 27. mai sl., fæddist 1. október 1948. Magnús var félagsmaöur 1 JC Borg og var m.a. um tima forseti deildarinnar, og gegndi auk þess fleiri forystustörfum fyrir félagið. Magnús rak verzlunina Áskjör en áður var hann verzlunarstjóri hjá Silla og Valda. Árið 1972 kvæntist hann Erlu Lóu Jónsdóttur.áttu þau tvo syni, en Magnús átti eina dóttur fyrir. Magnús verður jarðsunginn í dag 22. júní frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13.30. Guðmann Magnússon fv. hreppstjóri, Dysjum, sem lézt 11. júnl, sl., fæddist 5. desember 1908 að Dysjum I Garða- hverfi. Foreldrar hans voru Magnús Brynjólfsson og Ragnheiður Þor- björnsdóttir. Árið 1925 lauk Guðmann gagnfræöaprófi frá Flensborgarskóla. Árið 1938 tók hann við búsforráðum af föður sínum á Dysjum og hélt þeim síðan. Árið 1943 varð hann hreppstjóri í Garðahreppi og gegndi því embætti til ársins 1976. Guðmann sat í hrepps- nefnd fráárinu 1950 til 1966. Árið 1960 var hann kosinn í sóknarnefnd, þar átti hann sæti þar til sl. vetur. Árið 1965 var Rotaryklúbbur Garða stofnaður og var Guðmann einn stofnenda hans. Árið 1937 kvæntist hann Úlfhildi Kristjánsdóttur og áttu þau 6 börn. Guðmann var jarðsunginn frá Garða- kirkju sl. laugardag. Lára Jónsdóttlr, sem lézt 13. júni sl., fæddist 1. marz 1915 I Vestmanna- eyjum. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Theódórsdóttir Mathiesen og Jón Hinriksson. Árið 1937 giftist Lára Steindóri Steindórssyni og hófu þau búskap í Reykjavík en fluttu skömmu síðar til Vestmannaeyja. Þau áttu tvo syni. Lára og Steindór slitu samvistum eftir nokkurra ára búskap. Árið 1962 fór Lára til Svíþjóðar og lærði fót- og handsnyrtingu. Við það starfaði hún í Vestmannaeyjum og þegar hún fluttist til Reykjavíkur vann hún á Hrafnistu við starf sitt í 8 ár. Stefán Stephensen frá Holti verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag 22. júní kl. 13.30. Þórdis Sumarliðadóttir Ljósheimum 2, sem lézt 13. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag 22. júní kl. 15. Páll Einarsson frá Þórisholti í Mýrdal lézt 14. júní sl. Útförin fer fram frá Reyniskirkju þriðjudaginn 23. júní kl. 13.30. Hringur Vigfússon, Hringbraut 78 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júní kl. 13.30. Þórður Kjartan Einarsson, Langholts- vegi 63, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í dag 22. júní kl. 15. Knútur Bjarnason, Oddabraut 10 Þor- lákshöfn, lézt 18. júní sl. Pálina Magnúsdóttir, Hraunbraut 44 Kópavogi, lézt í Landspitalanum 18. júní sl. Guðný Sigurðardóttir, sem lézt á Kristneshæli 18. júní sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 23. júni kl. 13.30. AA-samtökin í dag mánudag veröa fundir á vegum AA-samtak- anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) græna húsiö kl. 14, 21 og kvennadeild uppi kl. 21. Tjarnargata 3 (s. 91-16373) rauða húsiö kl. 18 og 21. Langholtskirkja (opinn) kl. 21. Akureyri, (96-22373) Geislagata 39.........21.00 Dalvík, Hafnarbraut4...................... 21.00 Hafnarfjörður, Austurgata 10.............. 21.00 Hvammstangi, Bamaskóli.................... 21.00 Mosfellssveit, Brúarland.................. 21.00 Raufarhöfn, Hótel Norðurljós.............. 21.00 Selfoss, (99-1787) Selfossvegi 9.......... 21.00 Suöureyri Súgandafiröi, Aöalgata.......... 21.00 Vestm.eyjar, (98-1140) Heimagata 24 ...... 20.30 í hádeginu á morgun, þriðjudag, veröa fundir sem hér segir: Tjarnargata 5, græna húsiö kl. 14, Tjamargata 3, rauöa húsiö, samlokudcild kl. 12, Keflavikurflugvöllur kl. 11.30. Kvikmyndasýningar í MÍR-salnum Kvikmyndasýning veröur i MÍR-salnum Lindargötu 48 2. hæö mánudagskvöldið 22. júni kl. 20.30 i til- efni þess aö rétt 40 ár eru liðin frá innrás þýzku nas- istaherjanna i Sovétrikin. Sýndar veröa nýjar sovézkar heimildarkvikmyndir með ensku tali, tvær fyrstu myndimar úr nýrri myndaröð um ógnir striös- ins og endurreisn og uppbyggingu í Sovétrikjunum eftir aö sigur vannst. Myndaflokkurinn i heild nefn- ist Þaö sem okkur er kærast en fyrsta myndin ber heitið Fyrsti friðardagurinn og önnur myndin í kapphlaupi viö timann. Lýst er óskaplegri eyöilegg- ingu og stórfelldum vanda sem hvarvetna blasti viö Sovétmönnum í striöslok en innrásarherirnir lögöu 1710 sovézkar borgir í rústir, 70 þúsund þorp og 32 þúsund verksmiðjur. 20 milljónir Sovétmanna létu lífiö af völdum striösins. 1 kvikmyndunum lýsa margir eigin reynslu og sagt er frá því hvernig endur- reisnarstarfiö hófst, viöa jafnskjótt og innrásar- liðið haföi verið hrakið á brott. Myndimar eru settar saman úr gömlum og nýjum fréttamyndum og eru stjómendur Igor Grígoriev, Ilja Gutman, Sedda Pumpjanskaja og Tangis Semjanov. Aögangur aö kvikmyndasýningunni i kvöld, 22. júní, er ókeypis og öUum heimill. Kvenfðlag Neskirkju Jónsmessuferö verður farin miðvikudaginn 24. júni nk. ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar fást hjá Hrefnu i s. 13726 og Sigriði i s. 11079 fyrir mánudagskvöld. Tónleikar Norskur kór syngur í Skál- holtskirkju Norskur kór, St. Laurentiuskórinn frá Lörenskog viö Osló, er nú staddur hér á landi í boði Tónlistar- skóla Rangæinga. Kórinn mun halda hér ferna tónleika, fyrst í Skál- holtskirkju sunnudaginn 21. júni kl. 16, þá að Hvoli 22. júní kl. 21, í Leikskálum Vik miðvikudaginn 24. júni kl. 20.30 og að Iokum i Háteigskirkju fimmtu- daginn 25. júni kl. 20. St. Laurentiuskórinn hefur á 16 ára starfsferli sínum farið víða um lönd i tón- leikaferðir og hvarvetna hlotið hina beztu dóma. Kórinn hefur einnig sungiö i útvarp og sjónvarp í Noregi og út hafa veriö gefnar með honum hljóm- plötur. Söngskrá kórsins i Islandsferðinni er mjög fjölbreytt og spannar yfir bæði andlegt og veraldlegt efni. Kórmeölimir eru yfir 80 talsins. Einsöngvari er sópransöngkonan EUsabeth Misvær Jahr. Stjóm- andi er KjeU W. Christensen og undirleikari Robert Robertsen. Tilkyimiii^ar Staða skyndihjðlpar rœdd f Hrafnagilsskóla Ráöstefna um stööu skyndihjálpar var haldin i HrafnagUsskóla helgina 22.-24. mai sl. Markmiö ráðstefnunnar var að efla samstööu skyndihjálpar- kennara og leggja drög aö félagi þeirra. SUkt félag hefur ekki verið starfandi þrátt fyrir mikinn fjölda kennara, bæöi i almennri og aukinni skyndihjálp. Ennfremur aö tryggja það að kennarar hafi aðgang að þeim nýjungum sem fram koma hverju sinni. Thor B. Eggertsson bauð gesti velkomna og sér- staklega þá Gisla ólafsson, fyrrv. yfirlögregluvarð- stjóra á Akureyri, sem var ráðstefnustjóri og Jón Oddgeir Jónsson, fuUtrúa, sem var heiðursgestur ráöstefnunnar og Flugleiða i þessu tilefni. Síöan var stuttlega rakin saga skyndihjálpar á ís- landi og las Jón Oddgeir nokkra kafla úr gömlum handbókum um skyndihjálp. Elzta bókin sem Jón Oddgeir kynnti var lækningakver eftir dr. Jón Hjaltalin og var þaö útgefiö árið 1840. Þá fór fram kynning á Björgunarskóla Landsambands hjálpar- sveita skáta og koma fram að skólinn hefur útskrif- aö 44 kennara i aukinni skyndihjálp. Á laugardagsmorguninn voru haldnir fyrirlestrar um mörg þau efni er varða skyndihjálp og skyndi- hjálparkennslu. Eftir hádegi voru framsöguerindi um stööu skyndihjálpar og lögö fram drög aö kennarafélagi, siðan var starfaö í hópum og skiluöu hóparnir áUti á sunnudagsmorgni. Það var samdóma áUt ráðstefnugesta að stofna fé- lag skyndihjálparkennara sem opið ■ yrði öUum skyndihjálparkennurum. Ennfremur var talið nauð- synlegt aö samræma kennslu i skyndihjálp um land allt. Þrjár eftirfarandi áskoranir voru samþykktar: I. Ráðstefna um stöðu skyndihjálpar skorar hér með a menntamálaráðherra og ráðuneyti hans að taka föstum tökum kennslu i skyndihjálp í grunn- skólum landsins, þannig að þeir ncmendur sem ljúka grunnskólaprófi hafi alUr lokið námskeiði i skyndi- hjálp I, þ.e. almennri skyndihjálp. II. Ráðstefna um stöðu skyndihjálpar skorar hér með á útvarpsráð að fræðsla í skyndihjálp verði aukin til muna, bæöi i hljóðvarpi og sjónvarpi, með innlendu og erlendu fræösluefni. III. Ráðstefna um stöðu skyndihjálpar vill hvetja Fræðslumyndasafn ríkisins til þess að sjá tU þess að góðar fræðslu- og kennslumyndir séu tU tU afnota við kennslu i skyndUtjálp. Flóabáturinn Drangur Grímseyjarferðir Drangs hefjast 19. júní nk. Farið verður á þriöjud. 23. júnl — 18. ágúst og föstud. (miðnætursólarferðir) 19. júní— 31. júU. Á þriðju- dögum er farið frá Akureyri kl. 8 og komið til Grimseyjar kl. 14. Farið verður til baka frá Grímsey kl. 18 og komið tU Akureyrar um miðnætti. Á föstu- dögum verður farið frá Akureyri kl. 15 og komið til Grimseyjar kl. 21, þar verður gist um nóttina, siðan verður farið til baka kl. 12 á laugardegi og komið tU Akureyrar kl. 18. Hægt er að gista um borð i skipinu og þar eru einnig veittar veitingar. Lika er hægt að gista i FélagsheimUinu i Grimsey og hagt er að fá veitingar þar, félagsheimUið er opið alla daga. Fólki er bent á aö panta tímanlega hjá afgreiðslu Flóabáts- ins aö Skipagötu 13 eða i s. 96-24088. Fjölbrautaskólanum á Akranesi slitifl Fjölbrautaskólanum á Akranesi var slitið laugardag- inn 23. maí 1981og lauk þar meö fjórða starfsári skólans. Á skólaárinu brautskráöust 96 nemendur frá skólanum; af heUbrigöissviði 2, Ustasviði 1, sam- félagssviði (mála-, félags- og uppeldisbrautum) 10, tæknisviöi 41, viðskiptasviði 29 og af raungrcina- sviði 13 nemendur. Þar af luku 30 nemendur stúd- entsprófi. Skólameistari ólafur Ásgeirsson flutti yfirUts- ræðu og kom fram i máli hans aö nemendur heföu veriö 488 í vetur og kennarar aUs 52. Auk þess starf- ar 9. bekkur grunnskóla I skólanum með 97 nem- endur. í janúarmánuði tók öldungadeild tU starfa 1 skól- anum og cru nemendur þvi á sjöunda hundrað i vetur. Stofnun öldungadeildar hefur verið baráttu- mál skólans frá upphafi, áriö 1977, og eru miklar vonir bundnar við fuUorðinsfræðsluna. Fjölbrautaskólinn á Akranesi starfar nú á 7 náms- sviðum. Viðurkenningu skólans fyrir bcztan námsárangur hlaut Þorbjörg Skúladóttir nemandi á samfélags- sviði, verðlaun úr sjóði EUnar írisar Jónasdóttur hlaut Elln Ámadóttir nemandi á samfélagssviöi, Björn Steinar Sólbergsson hlaut viðurkenningu fyrir kunnáttu i tónlistargreinum og Víðir Bragason fyrir ágæta kunnáttu i stæröfræði. Viðurkenningu Trésmiðafélags Akraness fyrir beztan árangur í framhaldsdeild l tréiðnum hlaut Ingibjörg Reynisdóttir, Helgi Helgason rafvirki hlaut viðurkenningu Félags íslenzkra rafvirkja. Viðurkenningu Lionsklúbbs Akraness fyrir ötul störf að leiklist og félagsmálum hlaut Jón PáU Bjömsson, formaður leikklúbbs skólans. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 113-19. JÚNl 1981 gjaldayrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarlkjadollar 7406 7428 8,068 1 Stariingspund 14,344 14483 16J21 1 KanadadoKar 8,066 6,072 6,679 1 Dflnskkróna 04739 0,9766 1,0743 1 Norsk króna 14312 14346 14680 1 Smnskkróna ‘ 1,4444 1,4483 14931 1 Hnnsktmark 1,6483 14628 14181 1 Franskur franki 14789 14834 1,4117 1 Balg.franki 0,1866 0,1874 04061 1 Svissn. franki 3,6121 34218 34738 1 Hollenzk florina 2,7602 2,7678 34334 1 V.-þýzkt mark 3,0604 3,0687 34767 1 (tfltoklfra 0,00614 0,00616 040678 1 Austurr. Sch. 0,4332 0,4343 0,4777 1 Portug. Escudo 0,1160 0,1164 0,1280 1 Spánskur pasatj 0,0773 0,0776 0,0863 1 Japansktyen 0,03266 0,03274 0,03601 1 (rsktound 11,188 11,218 12440 SDR (sérstök dréttarréttindi) 8/1 8,4283 8,4616 - - - - • - Sknsvarí vagna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.