Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 31
31 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ1981. Útvarp Sjónvarp MORGUNTÓNLEIKAR—útvarp í fyrramálið kl. 11,30: Tónlist eftir ragtimekonunginn Scott Joplin —Itzhak Perlman og André Previn leika saman á fiðlu og píanó VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstigsmegin). KVIKMYNDIR SÝNINGARSALUR Lög eftir Scott Joplin verða leikin á morguntónleikunum í fyrramálið. Þeir sem það gera em Itzhak Perlman og André Previn, báðir heimsþekktir tónlistarmenn, og leika þeir saman á fiðlu og pianó. Scott Joplin hefur verið nefndur konungur ragtime-tónlistar. Hann er kunnastur ragtime-píanóleikara og -höfunda. Hann fæddist i Texas árið 1868 og samdi á ævi sinni 39 ragtime- lög og tvær ópemr auk þess sem hann gaf út kennslubók. Hans þekktasta verk er The Maple Leaf Rag sem hann samdi árið 1899. Hann nefndi verkið eftir samnefndum klúbbi í Sedalia i Missouri þar sem hann vann um tíma. Scott Joplin lézt árið 1917. í hugum nútimafólks er Scott Jopl- in liklega þekktastur fyrir að vera höfundur tónlistarinnar úr myndinni The Sting sem Robert Redford og Poul Newman léku í. Ragtime-tónlist er aðallega píanó- jazz, komin frá bandariskum negr- Scott Joplin (1868—1917). um. Hún er frá þvi um 1870 en há- marki vinsælda sinna náði hún um síðustu aldamót. Áður en tónlist Scotts Joplin verður flutt heyrum við Josef Hála leika Sjö tékkneska dansa á píanó eftir Bohuslav Martinú. -KMU NOTAÐIR PJ BÍLAR Seljum í dag: SAAB 96 '71,2ja dyra, Ijósbrúnn, SAAB 96 '72,2ja dyra, Ijósbrúnn, SAAB 99 '73,2ja dyra, gulbrúnn, ekinn 66 þús. km, SAAB 99 '74,2ja dyra, dökkblór, ekinn 141 þús. km, SAAB 99 '77,2ja dyra, Ijósblár, ekinn 68 þús. km, SAAB 99 '78,2ja dyra, rauður, ekinn 68 þús. km SAAB 900 '79,3ja dyra, brúnn, ekinn 28 þús. km, SAAB 900 EMS '79,3ja dyra, Ijósblár, ekinn 33 þús. km. TOGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BILDSHÖFÐA 16. SIMI 81530 Samskipti íslendinga og Grænlendinga: Samskipti þjóðanna síðastliðin sexta'u ár Samskipti íslendinga og Græn- lendinga er efni erindis sem Gísli Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri flytur í útvarp í kvöld i tilefni heim- sóknar grænlenzkra sveitarstjómar- manna hingað til lands sem nú stendur yfir. Gísli mun einkum fjalla um sam- skipti þjóðanna siðustu 60 ár og fer ekki lengra aftur í tímann en til ársins 1915. Hann rekur samskipti þjóð- anna á þessum tima i stómm drátt- um, í atvinnumálum og menningar- málum. í samtali við blaðamann Dagblaðsins sagðist Gisli ætla að enda þáttinn á því að fjalla um þau nýju viðhorf sem eru að skapast í samskiptum þjóðanna vegna sam- eiginlegra fiskveiðihagsmuna. Liklega er ekki á neinn hallað þegar því er haldið fram að mestu samskipti íslendinga við Grænlend- inga undanfarna áratugi séu vegna flugs sem islenzk flugfélög hafa ann- azt fyrir aðila á Grænlandi vegna ýmiss konar vísindarannsókna, ís- könnunarflugs, sjúkraflugs o.fl. Á tímabili var hér um mikil verkefni að ræða og íslenzkir flugmenn voru tíðir gestir á Grænlandi. Hin sfðari ár hafa danskir aðilar yfirtekið mikið af þessu flugi en þó er enn nokkuð um það að islenzkir flugmenn sinni verk- efnum á Grænlandi. Aðspurður sagðist Gísli ekki ætla að fjalla um þennan þátt samskiptanna enda væri ekki hægt að koma öllu að i tuttugu mínútna erindi. Grænlenzku sveitarstjórnarmenn- irnir eru 35 talsins frá 18 sveitar- Samskipti íslendinga við næstu nágranna sína, Grænlendinga, hafa verið mjög lítil en fara vaxandi. félögum. Þeir komu til landsins um ennfremur samvinnuhreyflnguna. helgina og verða hér til 28. júni. Þeir Samband íslenzkra sveitarfélaga ann- kynna sér sveitarstjórnarmál, land- ast móttöku þeirra. búnað, sjávarútveg og fiskiðnað, -KMU koni „„ksi.ríM"' ”if keppnlhapP r rallVb,la 3 * fí/leira en *KOjii höggdeyfi islandinotar ^ ^ Kauptu KO krafts «S . isS^þla>fer^ið bm" dasoSnjí,UU17auppt-Ver,U is scm Pe,rbJl%,lagið huinn undit þaó borgarsig ORVGGlS SMYRILL HF. Ármúla7 Reykjavík Sími 84450 gfið Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bœtt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.