Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JONÍ 1981. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast frá 1. júlí á Seyðis- fjörð. Uppl. í síma 97-2428 eða 91-27022. MMiBlADW' vanta&r FRAMRUÐU? FTF Ath. hvort við getum aðstoóað. Km ísetningar á staðnum. BfLRÚÐAN ZSL* INSTANT ÁLVINNUPALLAR & SPANDECK BURDARPALLAR Reynist rosalega vel. Léttur í meöförum. Fljótlegt að setja upp og taka niður. Reynist mjög vel i notkun. Ragnar Hafllðason, málaramelstari Hafnarfirði: Öruggur og þægilegur, vegna léttleika auðveldur I uppsetningu, fyrirferðarlltill I geymslu. Hver eining aöeins 25 kg. Notkunarstaðir allar husaviögeröir stórir salir. Aukin vinnuafköst um 40—50%. Allar nánari upplýsingar hjá PÁLMASON &VALSSON HF. KLAPMRSTÍG16 S. 27745 3JA GÍRA BARNA- 0G FJÚLSKYLDUREIÐHJÓL Hagstætt verfi Heildsala — smásala Opiðfrákl. 17.00-20.00 G. ÞÓRÐARSON Sævangi 7 — P.O. Box 424 — Sími 53424. 222 Hafnarfjörður. Frí Jónasl Haraldssyni, blaðamanni Dagblaflslns, i fylgd með forsetanum: „Kirkjur eru einu húsin þar sem maður getur lagzt á glugga,” sagði Vigdis Finnbogadóttir forseti um leið og hún leyfði sér þann munað að kikja á glugga á kirkjunni f Hvammi i Dölum. „Mig langar að sjá altaris- töfluna en ég hef helzt áhuga á þeim. Það var meira að segja $yo þegar ég var með dóttur mina á ferð þegar hún var þriggja ára þá var hún orðin svo hugfangin af þessari kirkjuskoðun minni að þegar hún sá súrheystum sagði hún: „Eigum við ekki að skoða jtessa kirkju, mamma?” Það var létt yfir fyrstu opinberu heimsókn Vigdfsar Finnbogadóttur innanlands en i gær og fyrradag sótti' hún heim Dalasýslu. Sveinn bóndi Bjömsson i Hvammi gat ekki opnað kirkjuna fyrst í stað. Forseti lét það ekki á sig fá og stakk neftnu að kirkju- rúðu. Sveini bónda tókst þó að ljúka upp kirkjunni með aðstoð borðalagðra embættismanna þannig að betra tóm gafst til skoöunar. Vist er að Vigdís er ástsæl meðal þegna sinna. Fáir tóku henni þó betur en börnin. Kúasmalar ljómuðu þegar svartur forsetabillinn fór um héraðið og ullarvettlingar veifuðu til forsetans. Það sér enda hver sjálfan sig i embætti kúasmaia og fá sjálfan forsetann heim á hlað. Það fer ekki á milli mála hvert verður aðalefnið i ræsta bréfi til pabba og mömmu. Forsetalímúsfnan var raunar ekki svört heldur brún, þvi þjóðvegirnir settust á siður bllsins. Veðurguðimir sendu forseta og föruneyti regn fyrri- hluta laugardagsins þannig að vel blotnaði. Það breyttist þó er á daginn leið og sólin sást. Rigningin skapaði forsetabflstjóranum ærin verkefni, þvi þvo þurfti drekann á hverjum áningar- stað. Pétur Þorsteinsson sýslumaður Dala- manna tók á móti forsetanum í Bröttu- brekku og siðan var ekið að Lauga- skóla með viðkomu á sögustöðum f Haukadal. Fjölmörg börn fögnuðu forsetanum er ekið var i gegnum Búðardal. Vigdis sat sýslunefndar- fund i Laugaskóia og skoðaði byggða- Pétur Þorsteinsson sýslumaður Dalamanna afhenti forsetanum f gær ljósprcntun Skarðsbókar í Skarðskirkju, fyrir hönd sýslunefndar Dalasýslu og Dalamanna. Þetta er fyrsta eintak Ijósprentunarinnar, sem bundið er inn. Forseti íslands mun gefa Noregskonungi slíka bók I haust. Á milli forseta og Péturs sýslumanns situr Elinborg Magnussen á Skarði, 86 ára gömul. safnið undir leiðsögn Magnúsar Gests- sonar safnvarðar. Þá var ekiö um sögu- slóðir Landnámu, Laxdælu og Sturl- ungu. Kirkjur eru einu húsin þar sem maður getur lagzt á glugga, sagði forsetinn og lét ekki sitja við orðin tóm heldur kikti inn um glugga Skarðskirkju. Pétur sýslumaður Þor- steinsson gerði slíkt hið sama. Allir Dalamenn, sem vettlingi gátu valdið, komu siöan saman með forseta sinum um kvöldið í Dalabúð f Búðar- dal. Vigdisi voru fluttar ræður, fyrir hana sungið og Skjöldur Stefánsson flutti forseta drápu að fornum sið. Lengstur sólargangur var meðan Vigdfs dvaldi I Dölum enda sagði Skjöldur: „Sagt er nú að sólir tvær, séuhéri Dölum.” Sýslumaður færði forsetanum, fyrir hönd sýslunefndar, að gjöf ljósprentað handrít Skarðsbókar og Krístinn Jóns- son oddviti Laxárdalshrepps afhenti Vigdisi fagran fimm arma kertastjaka úr Búðardalsleir. Stjakann geröu hjónin Guðmundur Einarsson leir- kerasmiður og kona hans Signý Jörundsdóttir. Dalamenn binda miklar vonir við þá auðiind, sem leirinn í grennd við Búðardal er og er stjakinn táknrænn um það. „Á stórum stundum rignir á Dala- menn,” sagði Þrúður Kristjánsdóttir kennarí er hún bauð Vigdisi velkomna og flutti henni kveðju Dalakvenna. Þá skýrði Magnús Gestsson innihald Skarðsbókar og Héraðskór Dalasýslu söng undir stjórn Kjartans Eggerts- sonar. „Það kom aldrei annað til greina, en að ég byrjaði í Dölum,” sagði Vigdís Finnbogadóttir er hún þakkaði Dala- mönnum vináttu og gestrísni. Hún sagði að þegar hún þeyttist um, eins og skessur forðum, á framboðsferða- lögum síðasta sumar, hefði Dalasýsla ein orðið útundan. „Ég sé sýsluna með nýjum augum og hef átt hér ljúfari stundir en i langan tíma. Mér er efst í huga þakklæti fyrir góðar gjafir ykkar, orð og undurfallega gripi. Góðar eru gjafir ykkar, en meira er um verð vináttan. Ég á ekkert annaö að gefa á móti en vináttu. Þó langar mig aö færa ykkur að gjöf þrjár trjáplönt- ur, bömum hér í Búðardal, sem minna okkur á varöveizlu tungu og menn- ingar.” Vigdis sagðist ekki vita hvernig þakka ætti konungsgersemi sem Skarðsbók. Hún færi til Noregs i opin- bera heimsókn siðar á árinu og hefði þegar ákveðiö að færa Noregskonungi slíka gjöf. , ,Ég bý við þann munað aö hlakka til morgundagsins,” sagði Vigdis Finn- bogadóttir. -JH. Kúasmalar íDölum fengu forsetann heim á Mað: „Sagt er nú að sólir tvær séu hér í Dölum”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.