Dagblaðið - 22.06.1981, Side 2

Dagblaðið - 22.06.1981, Side 2
Er Landsbókasafnið lokað almenningi? Fróðleiksfús skrifar: Laugardag einn fyrir stuttu hugðist ég bregða mér á Landsbókasafniö við Hverfisgötu en kom þar að lokuðum dyrum. Við nánari eftirgrennslan kom í ijós, mér til mikillar furöu, að Raddir lesenda safnið er lokað á laugardögum og sunnudögum og frá kl. 19 aðra daga vikunnar. Ég komst því að raun um að það á ekki fyrir mér að liggja að komast í Landsbókasafnið, því að það vill nefnilega svo til að ég stunda mína vinnu eins og svo margir aðrir og það lítur út fyrir að opnunartími safnsins sé ekki miðaður við vinnandi fólk. Þannig er safnið í raun og veru lokað íslenzkum almenningi, þó að það eigi að heita þjóðareign. Hvi má þjóðin ekki komast inn i þessa eign sína? Gera ráðamenn sér grein fyrir þessu? Sem íslendingur og áhugamaöur um þjóðlegan fróðleik af ýmsu tagi krefst ég þess að fá aögang,aö Lands- bókasafninu og ég neita að sætta mig við fáránlegan og næsta óskiljan- legan opnunartíma safnsins. Hvers virði er bókasafn sem er lokaö öllum þorra almennings? Hækkið laun lækna —en skattieggið þá svo Karl hringdi: Ég vil koma á framfæri tillögu sem ég held að gæti orðið til lausnar læknadeilunni. Mitt ráð er að iæknum verði greitt það kaup sem þeir vilja hafa en síðan verði settur á þá sérstakur skattur sem mætti nefna „þrýstihópaskatt”. Útkoman úr þessu yrði að læknarnir hefðu góð laun, eftir sem áður, en skatturinn yrði þrýstihópunum víti til varnaðar. Ég þykist vita að ef laun iækna yrðu hækkuð eins og þeir hafa farið fram á, án þess að ríkisvaldið að- hefðist nokkuð, þá myndu allir hinir hálaunahóparnir koma í einni bendu áeftir. Smurolían sem dregió geturúr bensíneyóslu bíla um 5-7% Meírí smurhæfni, minna slit, minna eldsneyti. OORANDA Olís kynnir nýja smurolíu: Visco Coranda með LHC.* Visco Coranda tekur fram gæða- flokki (gæðastandard) API - SF sem vandlátir vélaframleiðendur gera nú kröfur um. Visco Coranda er fjölþykktarolía 10W/30. Ný framleiðsluaðferð Visco Coranda gerir mögulegt að nota þynnri olíu en fyrr. Slíkt eykur smurhæfni og minnkar mótstöðu í vél. Þannig minnkar bensíneyðslan verulega. Visco Coranda er mjög hitaþolin og heldur eiginleikum sínum við hinar erfiðustu aðstæður. Reynið Visco Coranda frá Olís. * LHC (Lavera Hydrocracker Compon- ent) er grunnolía sem BP hefur, eftir ára- langar rannsóknir, tekist að vinna úr hreinni jarðolíu. m OLÍUVERZLUN ÍSLANDS DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ1981. Það eiga ekki allir jafnan aðgang að skruddum og skræðum Landsbókasafnsins, cf marka má orð bréfritara. JH, Hafnarfirði, skrifar: Mig langar til að bera fram fyrir- spurn varðandi framreiknun hús- næðismálastjórnarlána. Eftir því sem mér skilst, þá má einungis fram- reikna vísitölutryggð lán sem tekin eru eftir 1974. Gilda sömu lög um lán Byggingarfélags verkamanna, eða má framreikna þau hvort sem þau eru vísitölutryggð eða ekki? Ég vona að Húsnæðismálastofnun sjái sér fært að svara þessu. Hilmar Þórisson, deildarstjóri hjá Húsnæðismálastofnun, gaf þær upp- lýsingar að einungis mætti fram- reikna vísitölutryggð lán. Eftir- stöðvar af óvísitölutryggðum lánum væru raunverulegar eftirstöðvar sam- kvæmt skuldakvittun og legðust ein- ungis vextir á þessi lán. EINUNGIS MÁ FRAMREIKNA VÍSITÖLU- TRYGGDLÁN Fæstir þeirra sem fá lán til húsbygginga átta sig fullkomlega á verðbólguskógi vfsitölunnar en upp þokast húsið ...

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.