Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNf 1981. (* Erlent Erlent Eríent Erlent t) Sídari umferð frönsku þingkosninganna ígær: SÓSÍAUSTARINNSIGL- UÐU STÓRSIGUR SINN —Fengu hreinan meirihluta á þingi, sem táknar þáttaskil í frönskum st jómmálum Ekki mun ofsagt að þáttaskil séu orðin i frönskum stjórnmálum eftir aö ljóst er orðið að Sósíalistaflokkur- inn, flokkur Mitterrands nýkjörins forseta, hefur hlotið hreinan meiri- hluta á þingi 1 siðari umferö frönsku þingkosninganna, sem fram fóru um helgina. Mið- og hægriflokkamir hafa nú misst tökin á stjómartaumum landsins i fyrsta skipti f meira en tvo áratugi. Eftir glæsilegan kosningasigur sósíalistans Mitterrand i forseta- kosningunum 10. mai siðastliðinn hafa sósíalistar og bandamenn þeirra úr flokki vinstri radíkala, MRG, hlotið um 283 af 491 sæti á franska þinginu. Ekki var enn ljóst i morgun hver hlyti ellefu þingsæti en það skijptir engu máli, svo ótvíræð eru úrslit kosninganna. Það voru þó ekki aðeins mið- og hægri flokkarnir sem biöu ósigur í kosningunum. Ösigur Kommúnista- flokksins var ekki minni. Hann missti nú helming þingsæta sinna og hefur nú aðeins 43 sæti á þingi. Margir af forystumönnum flokksins féllu út af þingi. Georges Marchais, leiðtogi komm- únista, sem hélt þingsæti sínu þrátt fyrir háværa gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir innan flokks síns, sagöi í gaér að kommúnista> ættu heimtingu á að fá sæti f hinni nýju ríkisstjórn iandsins. Um það atriði mun talsverður ágreiningur í flokki sósiaiista. Mitterrand, forseti, hefur gefið til kynna að hann vilji nánara samstarf við vestrænar þjóðir og talið er að kommúnistar fái þvi aðeins aðild aö rikisstjórninni að þeir hverfi af fylgninni við Moskvu i utanríkis- málum, ekki sízt stefnunni gagnvart Póllandi og Afganistan. Mitterrand hefur lýst yfir stuöningi sínum við það áform Nató að koma upp nýjum eldflaugum i Evrópu sem svari við SS-20 eldflaugum Sovét- manna. Kommúnistar halda því fram að Mitterrand og Sósialistaflokkurinn hefðu aldrei unnið þann sigur sem nú er orðinn að veruleika ef ekki hefði komið til stuðningur kommúnista. Frambjóðendur þeirra drógu sig i'-hlé í síðari umferð kosninganna i þeim kjördæmum sem frambjóðandi sósíalista hafði fengið fleiri atkvæði í fyrri umferðinni. Þannig var tryggt að atkvæði vinstri manna færu ekki til spillis. Búizt er við aö ákvörðun um skipan hinnar nýju rikisstjómar verði tekin innan tveggja sólarhringa. Páflnn afturá sjúkra- hús Jóhannes Páil páfi ii. var að nýju lagður inn á sjúkrahús á laugardag og er búizt við að hann þurfi að dvelja þar i hálfan mánuð. Páfinn hefur stöðugt verið með háan hita að undanförnu og vilja læknar ganga úr skugga um hvað valdi. Lítil skrifstofa hefur verið sett upp við hliðina á sjúkrastofu páfa og þaðan greina aðstoðarmenn hans honum frá heiztu heimsviðburðum og ýmsum atriðum i starfsemi páfagarðs. Ljósmyndarí ákærður fyrír eitt Atlanta- bamamorðanna 28 Wayne Williams, 23 ára gamall blökkumaður, ljósmyndari að atvinnu, hefur verið ákæröur fyrir hið síðasta af Atlanta-morðunum 28, er valdið hafa mikilli skelfingu og óhug í Bandarikj- unum á síðastliðnum 23 mánuðum. Lögreglan hefur enn ekki viljaö lýsa því yfir að hann sé grunaður um eitthvert hinna morðanna. Williams var ákæröur fyrir að hafa myrt Nathaniel Carter, 27 ára gamlan blökkumann. Lík hans fannst f Chatta- hoochee-ánni fyrir vestan Atlanta hinn 24. mai síðastliðinn. Williams hafði verið yfirheyrður af lögreglunni tveimur dögum áður en Ifk Carters fannst, og var tekinn að nýju, 3. júní síðastliðinn, til yfirheyrslu. Lögreglan fylgdist stöðugt með ferðum hans á þessu tímabili en allt þar til í gærkvöldi sögðu yfirvöld að ekki væru fyrir hendi nægilegar sannanir til að unnt væri að handtaka WilliamsT' Lögreglan vildi ekki skýra frá því í gær hvaða atriði hafí leitt til handtöku Williams en áður hafði einn rann- sóknarlögreglumannanna skýrt frá þvi aö smáir efnisþræðir er fundust á heimili Williams væru eins og þræðir þeir er hefðu fundizt á nokkrum lík- anna. Þó lögreglan hafi í gær ekki viljað tengja handtöku Williams við nema eitt morðanna þá hefur því marg- sinnis verið lýst yftr að morðið á Carter sé greiniiega skylt a.m.k. þrettán hinna moröanna. Eins og sextán önnur fórnarlamb- anna á lista lögreglunnar þá hafði Carter verið kyrktur. Hann fannst nakinn eins og sex önnur fórnarlamb- anna og hann fannst i Chattahoochee- ánni eins og fimm önnur fórnarlamb- anna. Maynard Jackson, borgarstjóri i Atl- anta, Iýsti i gær yfir mikilli ánægju sinni yfir handtökunni. Wayne B. Wtllianu, 23 ára gamall ljós- myndari, hefur verið iluerður fyrir eitt Atlanta-morðanna. Víðtæk leit gerðað Bani- Sadr forseta — Ríkisútvarpið íTeheran neitar f réttum um að forsetinn hafi sloppið úrlandi Byliingarstjórnin hefur nú skorað á alla írönsku þjóðina að hefja leit að Bani-Sadr, forseta landsins, sem ekki hefur sézt í tólf daga. í umræðum um mál Bani-Sadr um helgina komst iranska þingið (Majlis) að þeirri niðurstöðu að hann væri óhæfur til að gegna forsetaembættinu. Ríkisútvarpið í Teheran sagði í gær að hinn 48 ára gamli forseti landsins væri enn i fran og neitaði þar með erlendum fréttum um að honum hefði tekizt að flýja land. ,,Við biðjum alla þjóðina um að handtaka hann hvar sem til hans kann að sjást,” sagði Ali Qoddusi, sakfóknari byltingarstjórnarinnar í gæf. Saksóknarinn sagði að Bani-Sadr ætti yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa hvatt pólitíska hópa til að standa gegn löglegum stofnunum og kerfi hins islamska lýðveldis og að hafa hvatt fanga til að hefja mót- mælasvelti. Handtökuheimildin var gefin út þremur klukkustundum eftir að íranska þingið hafði samþykkt með 177 atkvæðum gegn einu að Bani- Sadrværi óhæfur. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar í þinginu gera Khomeini erkiklerki fært að víkja þessum fyrrum skjól- stæðingi sínum úr embætti. Bani- Sadr hlaut 75 prósent greiddra atkvæða í forsetakosningum í íran í fyrra, hinum fyrstu í sögu þjóðar- innar. Eiginkona forsetans var handtekin á laugardag eftir götubardaga milli stuðningsmanna og andstæöinga Bani-Sadr. Hún var skömmu síðar látin laus. Talið er að 25 manns hafi Iátizt í þeim átökum. Byltingar- stjórnin tilkynnti síðan að 15 „gagn- byltingarsinnar” hefðu verið teknir af lífi vegna þátttöku í óeirðunum. Sadat stjórnar- andstööuna Sadat, Egyptalandsforseti, sakaöi i gær stjórnarandstöðuflokkana i Egyptalandi um að hvetja til átaka á milli kristinna manna og múslima í síð- ustu viku. Tíu manns létu lífið i átök- unum og 55 særðust. Hann sagði að kommúnistar og sósfalistar hefðu átt þátt i óeirðunum til að sýna fram á að öryggisgæzlu i Egyptalandi væri áfátt. gagnrýnir Brady er ennþáá batavegi James Brady, blaöafulltrúi Reagans Bandarikjaforseta, sem særðist mjög alvarlega í tilræðinu við forsetann 30. marz siðastliðinn, hefur létzt mikiö en er á stöðugum batavegi. Frá þessu greindi yfirlæknir sjúkrahússins, þar sem Brady liggur, fyrir skömmu. Brady er orðinn fær um að taka þátt i lengri samtölum þegar sá gállinn er á honum. Hann þreytist hins vegar fljótt vegna hinna piörgu skurðaðgerða sem hann hefur orðið að gangast undir. Vonir standa til að hann geti, þegar fram liða stundir, haft einhver not af vinstri handleggnum sem hefur verið lamaöur síðan Brady fékk skot í gegnum höfuðið. Átskóla- systursína ,,Mig hefur alltaf dreymt um að borða ungastúlku.” Með þessari einu setningu útskýrði Isei Sagawa, 32 ára gamall japanskur listastúdent í Paris, óhugnanlegt morð sem hann framdi á Renee Artewelt, 25 ára gömlum samstúdent sínum. Sagawa skaut vinstúlku sína eftir rifrildi þeirra í milli, hlutaði líkið í sundur með búrhníf og hélt beztu bit- unum eftir í kæliskáp sínum. Hina hluta líksins flutti hann í ferðatöskum út i Boulogne-skóg. Síðan sneri hann heim til íbúðar sinnar og steikti og borðaði beztu bitana af vinstúlku sinni. Japaninn hefur verið settur í geð- rannsókn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.