Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 22
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ1981. Menning Menning Menning Menning ]] USTAVEISLAI AU.T SUMAR Mob SKop, alþjóðleg sumarvinnustof a listamanna. fer fram á íslandi „Mob Shop”, hvað er nú það? Þetta hljómar eins og það gæti verið samvinnufyrirtæki amerískra gangst- era. Reyndar er þetta stytting á Mobile Summer Workshop eða sumarvinnustofu á hjólum sem er svo aftur fyrirtæki sem Magnús Pálsson myndlistarmaöur stendur að. Fyrir nokkrum dögum kynnti Magnús það fyrir blaðamönnum óg skýrði hann frá því að norrænum listamönnum og nokkru öðru erlendu listafólki hefði verið boðið til lands- ins til að vinna saman í sumar. Aðdragandann kvað hann vera þann að hann hafi lengi langað að rjúfa þá listrænu einangrun sem Norðurlönd hefðu búið við margt lengi, með þvi að búa til aðstöðu til alþjóðlegrar samvinnu listamanna hér á íslandi. Hefðu norræni menningarsjóður- inn og Alþingi Islendinga styrkt þessa viðleitni hans sem svarar 150.000 krónum. Gistiaðstaða hefði fengist fyrir listafólkið í Hjúkrunarskólan- um og aðstaða til vinnu i Lauga- gerðisskóla á Snæfellsnesi og Iðn- skólanum í Reykjavík. Meðal þeirra gesta sem koma til þátttöku í Mob Shop má nefna Frakkann Robert Filliou, ljóðskáld, myndlistarmann og heimspeking með meiru, Bandaríkjamanninn Philip Corner, sem hefur fengist við tónlist, gjörninga o.fl. (og spilaði á tónleik- um Musica Nova fyrir stuttu) og leik- konuna Rheu Graisner sem ætlar sér að vinna með íslensku leiklistarfólki meðan á Mob Shop stendur. Einnig er von á gömlum íslands- vini, Douwe Jan Bakker, myndlistar- manni frá Hollandi og pólskum Nokkrir þátttakendur I Mob Shop I ár: í fremrl röð f.v. Oddur Broddl, Phlllp Comer, Rhea Graisner, Beth Laurin, Michael Goldsteln, aftari röO f.v. Finn Nielsen, Ólafur Lárusson, Helge Röed, Claes Tellvid, Asta Ólafsdóttir, Marianne Agren, Robert Filliou, Hákon Oddsson og Magnús Pálsson. (DB-mynd Gunnar Örn) hjónum, Teresu og Michal Tarkow- sky sem fást við gerð tilraunakvik- mynda. Ætla þau að gera hér a.m.k. einamynd. Á blaðamannafundinum voru fiestir þessara gesta mættir, auk hinna norrænu gesta: Helge Röed frá Noregi, Beth Laurin frá Sviþjóð og samlanda hennar Claes Tellvid og Finn Nielsen frá Danmörku. I Mob Shop verður væntanlega lögð stund á myndlist af hefðbundn- ara tagi, tónlist, uppákomur, gjörn- inga. Landsins gögn og nauðsynjar verða nýttar í listaverkum og rætt verður um listir í nútíma þjóðfélagi. Tóku aðstandendur fram að starfið færi ekki bara fram í Reykjavík og á Snæfellsnesi, heldur á ljósvakanum, gegnum síma, og með hjálp póst- þjónustunnar, við gerð á póstlist. Að starfi loknu verður væntanlega gefin út bók þar sem gert verður grein fyrir gangi starfsins í sumar. Aðspurður kvaðst Magnús Pálsson langa til að framkvæma Mob Shop þrisvar sinn- um, það ætti að nægja til að koma á jafnvægi í listum Norðurlanda. - AI Tónlist EYJÓLFUR MELSTED Philip Corner að verki í stykkinu Vermont Summer. (DB-mynd Gunnar Örn) r 1 ■■ ..........—.. Nýlistartónleikar á Skerplu Skerpla '81 Nýlistartónleikar í Norrnna húsinu 18.Júní. Flytjondur: Philip Corner, planóleikari og Mal- colm Goldstein, f ifliuleikari. Verkefni: Gamelan Maya eftir Corner; Soundings eftir Goldstein, Elementais eftir Corner og Vermont Summer eftlr Goldstein. Loks kom að því að nýlt yrði á Skerplu. Til þess voru fengnir tveir þekktir nýlingameistarar vestan um haf, þeir Corner og Goldstein. Vel jmátti greina að töluvert annar hópur áheyrenda fyllti bekkina í Norræna húsinu en á öðrum tónleikum Musica Nova á þessari Skerpluhátíð. Var þar í hópi margur þekktur nýlarinn en konservatívir konsertfastagestir létu sig vanta. Útúrsnúningur Fyrsta viðfangsefni Corners og Goldsteins var Maya, þáttur úr lengri bálki, einskonar hugleiðingu um indónesísku gamellan hefðina, heit- inn eftir söngkonu úr frans. Það er ansi stórt upp í sig tekið að kenna vesturlenska tónlist við gamellan. Þar á milli er óralangur vegur, sem með vibrató í fiðlunni en dempaður á píanóinu. (Við frumflutninginn var Cis leikið í fimm daga, en hér var stykkið ekki nema korter). Það bar vott um góða ögun og makalausa samheldni þeirra félaga að haida út að leika þetta svo samtaka, þótt ekki væri nema í stundarfjórðung í þetta sinn. Heilsteypt og lifandi Vermont Summer úr Árstíðum Goldsteins reyndist rismesta og lang- skemmtilegasta nýlingin á tónleik- um þessum. Með náttúruhljóð eins og fuglasöng og vatnsnið og ótal- margt annað, sem bakraddir á segulbandi, byggðu þeir félagar upp heilsteypt og lifandi verk. Corner og Goldstein eru óvenju- legir hljóðgervinganýlarar að því leyti að þeir kunna á þau hljóðfæri; sem þeir „leika” á. Þeir eru í einu og öllu samkvæmir sjálfum sér og sínum prinsípum í list sinni. Annað sem athygli vekur í nýlingum þeirra er hin algjöra vöntun kakófóníunnar, eða afskræmingarhljómsins. Samt eru þeir engu minna frumlegir en flestir aðrirnýlistarmenn. Þannig vænti ég þess að þeir megi verða fyrirmynd þeirra, sem hingað til hafa nýlt á billegasta máta. -EM Michael Goldstein spilar á trébút. (DB-mynd Gunnar Örn) enginn skokkar á einni kvöldstund, eða jafnvel mannsævi. Mér hefur löngum fundist að við vesturlandabú- ar ættum að láta austræna músík, eins og gamellan i friði. Enda fór svo að mér þótti Maya lítið annað en þunnur gamellan útúrsnúningur. Soundings reyndust dæmigerð fyrir þá tegund hljóðgervrar nýl- ingar, þar sem mónótón stigmögnun hljóða virðist eina takmarkið. Gott úthald Elementals, uppbyggt af tóninum A, sem var leikinn í hraðanum. um það bil 50, plokkaður á hljóðfærin,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.