Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JONÍ 1981. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir KR GAT EKKISKORAÐ HJÁ MARKVERDIÞÓRS — Eiríkur Eiríksson átti stórleik í marki Þórs f 1. deild á laugardag KR-ingar köstuOu frá sér stlgi i viðureigninni gegn Þór frá Akureyri i 1. deUd á FögruvöUum i Laugardal á laugardag. KR-lngar böfðu mlkla yflr- burði i ldknum en tókst ekld að nýta þá tU sigurs. Markvöröur Þórs, EJrfkur ETriksson, var þelm einnig mjög erflður. Varði hvað eftir annað meistaralega. Var maðurinn bakvið stig Þórs en leiknum lauk með markalausu jafntefli 0—0. „Ég er ánægður með þessi úrslit. Það er aUtaf gott að fá stig á útivelli ,” sagði Árni Njálsson, þjálfari Þórs, og brosti breitt. Hann hafði ástæðu tU þess. Vissulega slapp Uð hans fyrir horn i þessum leik. Strax á annarri mín. leiksins fengu KR-ingar sitt fyrsta opna færi. Bak- vörður Þórs spyrnti frá marki en beint til Óskars Ingimundarsonar, miðherja KR. Óskar spymti á markið rétt við vítateiginn en Eirikur varði. Þarna gat Óskar leikið miklu nær. Alveg frír. Fimm min. síðar átti Óskar góðan skalla á mark Þórs. Eiríkur varði meistaralega. KR, sem lék undan sunnangolu, var nær stanzlaust i sókn. Óskar fékk sitt þriðja tækifæri á 19 mín. Spyrnti framhjá og hann fékk einnig fleiri tækifæri í leiknum. Meö heppni hefði hann áttað geta skorað 3—4 mörk í leiknum. Portúgal vann Portúgal sigraði Spán 2—0 i iands- leik í knattspyrnu f Oporto á laugar- dag. Nene og Nogueira skoruðu mörk Portúgals á siðustu fimm minútum lelksins. En hann var ekki einn um að fá marktækifæri KR-inga. Viihelm Fredriksen komst í dauðafæri en Eiríkur varði. Þá kom þjálfari KR á óvart með þvi að taka Atla Þór Héðins- son út af en sóknir KR héldu áfram. Vilhelm skaut beint i fang Eiriks innan markteigs. Þór fékk ekki marktæki- færi allan fyrri hálfleiksins og varla opið færi allan leikinn. Siðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri. Óskar komst í dauðafæri en spyrnti framhjá en um miðjan hálfleik- inn tókst honum að skora. Koma knettinum i mark Þórs en Grétar dómari Norðfjörð dæmdi hendi á Óskar. Greinilegt að hann lagöi knöttinn fyrir sig með höndum. Ekkert mark og ieik- tíminn rann út án þess skorað væri, þrátt fyrir mikla sókn KR lengstum. Lokakafiann varði Eirikur tvívegis mjög vel frá Vilhelm. Hann var svo sannarlega maður leiksins. í heild var leikurinn slakur. Afar fátt sem gladdi augað og áhorfendur 356 í nepjunni 1 Laugardalnum. -hsim. Óskar Ingimundarson sendir knöttinn i markið hjá Eirlki Eirikssyni, hinum frábæra markverði Þórs, en hafði áður lagaö knöttinn fyrir sér með höndunum. Það var þvi ekki dæmt mark heldur aukaspyrna á KR. DB-mynd S. Staðan í 1. deild Úrsllt i lelkjunum i 1. deild um helgina urðu þessi. FH — Fram 5—1 KR — Þór 0—0 Akranes — Viklngur 0—1 Valur — Breiðabllk 0—0 KA-ÍBV frestað Staðan er nú þannig: Vildngur 7 5 11 11—4 11 Breiðablik 7 2 5 0 6—3 9 Valur 7 3 2 2 12—6 8 ÍBV 6 3 2 1 9—6 8 Akranes 7 2 3 2 4—5 7 Fram 7 14 2 5—8 6 KÁ 5 2 12 7—4 5 Þór 6 13 2 3—8 5 KR 7 12 4 4—10 4 FH 7 115 9—15 3 Áttunda umferðin hefst á þriðjudag 23. júní. Þá leika Vikingur-ÍBV á Laugardalsvelli, Þór og FH á Ákureyri. 24. júni leika Brelöablik-KA i Kópa- vogi, Fram og Valur á Laugardalsvelll. Umferðlnni lýkur með leik ÍA-KR á Akranesi sama kvöld. Allir ieikirnir hefjast kl. 20.00. sigur Haukanna Haukar f Hafnarfirði unnu sinn fyrsta sigur i 2. deild á keppnistima- bilinu í gærkvöld, þegar þeir unnu Selfoss 1—0 að viðstöddum 100 áhorf- endum á leikvellinum á Hvaleyrarholti. Eina mark leiksins skoraði Einar Einarsson á 72. min. Leikurinn var frekar jafn. Haukar fengu þó fleiri tækifærl, áttu meðai annars skot i þverslá. Þrótturvann Reykjavikur-Þróttur geystist upp töfl- una i 2. deildinni. Á laugardag vann Uðið sinn þriðja sigur i röð, þegar það slgraði Skallagrim 0—1 i Borgarnesi á laugardag. Þróttur var sterkara Ilðið lengstum i leiknum og hefði átt að vera búlð að tryggja sér slgur miklu fyrr. Sigur- marldð kom ekki fyrr en um mlðjan siðarl hálfleikinn. Páll Ólafsson lék þá upp allan kantinn og gaf fyrir. Þar kom Sverrir Brynjólfsson, sem hafði komið inn sem varamaður, og negldi knöttinn i netið. Fallegt mark sem veröskuldaöl sigurinn. Skotar unnu íslendinga Skotar unnu öruggan slgur á íslendingum i fyrri leik landanna i hinni nýju UEFA-keppni drengjalands- liða, leikmenn 16 ára og yngri. Lelkið var í Kópavogi i gær og Skotar unnu 3—1. Studden, Rangers, skoraði tvivegls snemma leiks fyrir skozka liðlð. Hlynur Stefánsson, ÍBV, skoraði mark íslands en Ferguson, Rangers, þriðja mark Skota. Siðari leikur land- anna verður i Skotlandi 6. ágúst. ísfirðingar „Við erum engan veginn ánægðir með framvlndu mála i sambandl við leik Völsungs og ÍBÍ á Húsavik i 2. deildinni á laugardag,” sagði Kristján Jónasson á tsafirði f samtali við DB i gœr. » „Þegar við vissum að töf yrði á flugi til Húsavikur frá tsafiröi hringdi ég til mótanefndar KSÍ kl. 10.00 um morguninn og bað um að leiktimlnn yrði færður aftur til kl. 15.00 á laugar- dag — frá Id. 14.00, sem var auglýstur timi. Mótanefnd taldi það sjálfsagt og ég hafði samband við Húsvildnga strax svo þeir gætu auglýst breyttan leiktima. Þegar leikmenn ÍBÍ komu svo til Húsavikur vildi dómari strax láta leik- inn hefjast og var studdur af helma- mönnum. Leikurinn hófst kl. 14.30 eða bálfdma fyrr en mótanefnd hafði lofað. Leikmenn Isafjarðar urðu nánast að rifá sig úr fötunum og hlaupa út á völl til að hefja leildnn. Fengu ekkert að jafna slg eftir flugferðina. Fyrstu minútur leilcslns voru þvi mjög erflðar fyrir þá,” sagði Kristján ennfremur og var ekld hress með þessi vlnnubrögð. Þess má geta að Völsungar skoruðu tvivegls fyrstu átU minútur leiksins. Sigruðu 2—1. -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.