Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 14
14 I Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JUNÍ 1981. Iþróttir Iþróttir I Fyrsti sigur FH í 1. deildinni gegn Fram á laugardag: Ingi Bjöm skoraði mark sumarsins í 5-1 sigrinum FH-ingar unnu sinn fyrsta sigur i 1. delldinni i ár, er þeir möluöu bikar- meistara Fram 5—1 á Kaplakrika á laugardag. í háifleik var staðan 2—0. ÞaO var þjálfari FH, Ingi Björn Albertsson, sem öðrum fremur lagði grunninn að stórslgri Hafnfirðinganna. Hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp, auk þess sem hann lét verja frá sér í ákjósanlegu færi. Fyrra mark sitt skoraði Ingi Björn á síðustu sekóndum fyrri hálfleiks og hvilikt mark. Ólafur Danivalsson lék þá á nokkra Framara og sendi siðan knöttinn á Inga Bjöm nokkru fyrir utan vitateig. Hann skaut viðstöðulausu skoti á marklð og í vinklinum hafnaði knötturinn, með viðkomu i einum varnarmanni á leið- inni. Svo fast skotið að knötturinn var vart greindur fyrr en hann söng i netinu. Annars var leikurinn ekki jafn ójafn og tölurnar gefa til kynna. Fram náði oft ágætum samleik úti á vellinum en þegar að vítateig FH kom rann allt út i sandinn. Til marks um það má nefna að í fyrri hálfleik átti liöið vart al- mennilegt marktækifæri. Sóknir Fram voru bitlausar með öllu, Pétur Ormslev ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, auk þess sem Gunnar Bjarna- son hjá FH hafði hann í vasa sinum alian leikinn. FH-ingar á hinn bóginn sköpuðu sér nokkur tækifæri. Hið fyrsta kom þegar á upphafsmínútunum, Tómas Pálsson lék þá upp hægri kantinn og gaf vel fyrir markið, en Ólafi Danívalssyni brást bogaiistinn og skallaði fram hjá í góðu færi. Á 29. mínútu kom síðan fyrsta markið og skrifast það á reikning Guðmundar Baldurssonar Fram-mark- varöar. Há sending var þá gefin að marki Fram. Knötturinn skoppaöi yfir og framhjá varnarmönnum Fram og til Ólafs Danívalssonar. Hann lék nokkra metra áfram og skaut síðan jarðarbolta aö marki Fram. Guðmundur varði, en glopraði knettinum út úr höndunum og Tómas Pálsson ýtti knettinum yfif markiinuna. Litlu siðar sendi Viðar Halldórsson háa sendingu fyrir mark Fram og Pálmi Jónsson rétt missti af knettinum. Ingi Björn bætti síðan öðru markinu við undir lokin, sem fyrr er greint frá. Framarar hófu síöari hálfleikinn af miklum krafti og voru nær stanslaust i sókn, en FH-ingar höfðu fært sig aftar á vöUinn og virtust aðeins ætla aö halda fengnum hlut. En Reykjavíkur- liðinu gekk sem fyrr Qla að opna vöm FH, þótt liðið réði mestu úti á veUin- I um. Ásgeir Arinbjörnsson átti að visu gott skot á 64. minútu, sem Hreggviður varði vel, en síðan fóru FH-ingar aftur | aö rétta úr kútnum. Á 66. minútu fengu þeir aukaspyrnu rétt við endi- mörk vallarins. Pálmi Jónsson tók spyrnuna og lyfti knettinum beint á kolUnn á Inga Birni. Þjálfarinn var dauðafrir við fjærstöngina, en svo virt- ist sem hann hefði ekki átt von á knett- inum því hann sneiddi boltann öfugu megin við stöngina. Tíu mlnútum síðar skoruðu FH-ingar enn. Helgi Ragnars- son hreinsaði þá frá marki sinu langt fram á vallarhelming Framara. Guð- mundur markvörður virtist eiga létt með að ná knettinum, en hikaði og Pálmi náði knettinum, lék á Guðmund og sendi hann i autt markið. Og áfram hélt martröð Guðmundar markvarðar. Á 79. mínútu einlék Ólafur Danívalsson i gegnum vörn Fram og rétt fyrir innan vítateig skaut hann hörkuskoti á markið. Guðmundur varði, en hélt ekki knettin- um og Ingi Björn sá um að koma knettinum yfir marklínuna. Dæmigert mark fyrir þjálfarann. FH slakar á Við þetta mark var eins og FH slak- aði aðeins á. Fram fékk góð marktæki- færi á næstu mínútum, þó aldrei eins og þegar Guðmundur Steinsson komst einn inn fyrir vörnina, en skaut fram hjá. Loks á 89. mínútu náðu bikar- meistararnir að minnka muninn. Guð- mundur Torfason skaut þá þrumuskoti í bláhornið og Hreggviður kom engum vörnum við. En Adam var ekki lengi í paradis. Á siðustu minútunni gekk Ingi Björn í gegum vörn Fram og lagði bolt- ann fyrir Viðar, sem sendi hann af öryggi i netið. 5—1 og stórsigur FH var íhöfn. Þeir Ólafur Danívalsson og Guð- mundur Kjartansson léku báðir sinn fyrsta leik með FH á keppnistímabilinu og styrktu liðið mikið. Guðmundur batt vörnina vel saman og Olafur skerpti sóknina mikið. Hreggviður Ágústsson varði vel í markinu. Viðar var látinn leika úti á hægri kantinum og stóð sig prýðilega þar. Allt liðið barðist af mikilli grimmd og með sama áfram- haldi á liðið áreiðanlega eftir að hala inn mörg stig. Furðulegt reyndar að FH skuli vera í fallsæti, eins og það lék á laugardag. Hjá Fram voru beztir þeir Þorsteinn Þorsteinsson, sem er mikið efni, Ársæll Kristjánsson og Trausti Haraldsson. Dómari var Róbert Jónsson og var oft full fljótur að flauta. Hann bókaði einn, Gunnar Bjarnason FH fyrri ljótt brot. -SA. Fyrsta mark FH gegn Fram. Ólafur Danívalsson, lengst til hægri, hefur skotið á markið, en Guðmundur markvörður nær ekki að halda knettinum og eftirleikurinn er Tómasi Pálssyni auðveldur. DB-myndir: S ísland í fjórda sæti í keppninni f Barcelona —og komst því ekki áf ram f Evrópukeppni kvenna í f rjálsum íþróttum —Aðeins einn sigur ífimmtán greinum íslenzku stúlkurnar urðu i fjórða og neðsta sætinu i Evrópubikarkeppnl kvenna i frjúlsum iþróttum i Barceíona á laugardag. Spánn og Grikkland urðu efst með 44 stig hvor þjóð. Portúgal Heimsmet í stangarstökki Thierry Vigneron setti nýtt heimsmet í stangarstökki á laugardag, þegar hann stökk 5.80 metra i landskeppni i Macon í Frakklandi. Eldra heimsmetið var 5.78 m og það setti Pólverjlnn Wladi- slaw Kozaklewicz á ólympiuleikunum i Moskvu i fyrrasumar. Frakklnn bætti þvi met Pólverjans um tvo sentlmetra. Vigeron fékk harða keppnl frá landa sinum Bellot, sem stökk 5.70 metra i keppninni. Volkov, Sovétrikjunum, varð þriðjl með 5.65 metra en siðan komu Houvion, Frakldandi, og Pola- kov, Sovétrfkjunum, með 5.50 m. hlaut 34 stlg og siðan kom Island með 28 stig. Þrjár efstu þjóðlrnar komust f undanúrslit Evrópukeppninnar. Munurinn á Portúgal var aðeins sex stlg svo ef allar okkar beztu stúlkur hefðu getað teklð þátt i keppninni hefði möguleikl á sæti f undanúrslltum verið fyrir hendi. Keppt var f 15 grein- um. í aðeins einnl grein sigraði tsland. Það var Helga Halldórsdóttir, KR, sem varð i fyrsta sætl i 100 m grindahlaupi á 14.14 sek. Spánn hlaut efsta sætið i keppninni á fleiri sigrum i einstökum greinum en Grikkland. Árangur i fiestum greium var heldur slakur. Helzt vakti athygli að Alves, Portúgal, stökk 6.19 metra i lang- stökki. Keppnin hófst með 100 m hlaupi. Porúgölsk stúlka sigraði á 11.93 sek. en Geirlaug Geirlaugsdóttir, Á, varð fjórða á 12.35 sek. sem er nýtt íslenzkt telpna- og meyjamet. í 200 m hlaupi varð Oddný Árna- dóttir, iR, fjórða á 25.08 sek. Hlaupið vannst af grískri stúlku á 23.71 sek. í 400 m hlaupi varð Sigriður Kjartans- dóttir önnur á 56.53 sek. Grisk stúlka sigraði á 56.00 sek. í 800 m hlaupi varð Hrönn Guðmundsdóttir fjóröa á 2:17.88 mín. Spönsk stúlka sigraði. í 1500 m hlaupi varð Ragnheiður Ólafs- dóttir, FH, i öðru sæti eftir mikla keppni við spánska stúlku, sem sigraði á betri endaspretti. Fékk timann 4:26.99 mín. en Ragnheiður 4:28.84 mín. Hún var þvi langt frá sínu bezta. í 3000 m hlaupinu varð Guðrún Karls- dóttir fjórða á 10:51.11 mín. en spönsk stúlka sigraði á 9:19.34 mín. Helga sigraði í 100 m grindahlaupinu bar Helga Halldórsdóttir svo sigur úr býtum á 14.14 sek. Portúgal varð í öðru sæti á 14.38 sek. svo sigur Helgu var mjög öruggur. í þriöja sæti varð Grikkland á 14.48 sek. og Spánn í fjóröa á 14.76 sek. Spánn sigraði í 4x100 m boð- hlaupi á 46.24 sek. en ísland varð í fjórða sæti á 48.18 sek. Spánn sigraði einnig í 4x400 m boðhlaupi á 3:45.06 mín. ísland varð í þriðja sæti á 3:46.75 mín. eftir aö hafa haft forustu þrjá fyrstu sprettina. Mikil keppni loka- metrana. Grikkland varö i öðru sæti á 3:45.15 mín. Þórdís í öðru sœti Það kom nokkuð á óvart, að Þórdis Gisladóttir, ÍR, skyldi ekki sigra í hástökkinu. Hún stökk aðeins 1.76 m og var þvi nokkuð frá sinu bezta. Það nægði í annað sæti. Spönsk stúlka sigraði, stökk 1.79 m. Sú gríska stökk 1.73 m og sú portúgalska 1.70 m. í langstökki varð Bryndís Hólm fjórða með5.60metra. Guðrún Ingólfsdóttir, KR, varð í þriðja sæti bæöi i kúluvarpi og kringlu- Heiga Halldóndóttir, KR — elnl slgur- vegari ísiands i Barcelona. kasti, talsvert frá sínu bezta. Hún varpaði kúlunni 13.07 m en spönsk stúlka sigraði, varpaði 15.54 m 1 kringlukastinu náði Guðrún 42.02 m. Spönsk stúlka sigraði 46.68 m. í spjót- kasti varð íris Grönfeldt í þriðja sæti með 43.36 m. Grísk stúlka sigraði, kastaöi 61.86 metra, sem er nýtt Grikk- landsmet. -hsim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.