Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ1981. (* Iþróttir Iþróttir 15 Iþróttir Iþróttir D SKIPPER RADAR □ 36 sm. LANGDRÆGNI □ 5 Kw. SENDIORKA □ 7” MYNDLAMPI □ FÆRANLEGUR HRINGUR (V.R.M. □ ÁRS ÁBYRGÐ □ HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR I LJOSATÖLUM ÖLL VIÐGERÐA— OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA utiimii; a.jóasso.v hf. BRÆÐRABORGARSTÍG 1 - SÍMAR 14135 - 14340 Meistarabeppnln virðist svo sannar- iega vera gengin i Iið með Vikingum ef marka má gang leiksins er þeir slgruðu Skagamenn hér 6 Akranesi á laugardag með einu marki gegn engu. En Akur- nesingar geta iika sjálfum sér um kennt. Því leikmönnum liðsins virðist gjörsamiega fyrirmunað að skora mörk um þessar mundir og eru leikirnir orðnir flmm f röð án marka. Er þetta nú farið að þjaka lelkmenn sem áhang- endur liðsins. Á 63. minútu leiksins ná Vikingar einni af sfnum fáu sóknarlotum að marki Akurnesinga i leiknum og er knötturinn gefinn út á Þórð Marelsson er reynir skot á markið rétt utan víta- teigs. Fast skot hans iendir í vamar- manni Skagamanna, Sigurði Halldórssyni, og breytir um stefnu framhjá Bjarna Sigurðssyni markverði og í netið. Leikmenn Akumesinga trúðu vart sínum eigin augum, enda engin furða. Fram að marki Víkinga hafði leikurinn verið algjör eign Skaga- manna og um nær látlausa sókn hafði verið um að ræða að marki Vfkinga einkum í fyrri hálfleik. Þrivegis nötruðu stangir Víkingsmarksins eftir hörkuskot. Vítaspyrna fór forgörðum auk þess sem Diðrik Ólafsson mark- vörður Víkinga varði meistaralega hvað eftir annað. Nær er vart hægt að komast án þess að skora mörk. Sókn Skagamanna Skagamenn hófu leikinn af miklum krafti og fyrsta marktækifæri þeirra kom strax á 7. minútu er Guðbjörn átti gott skot á markið en Diðrik var vel staðsettur og varði vel. Fimm minútum sfðar er Gunnar Jónsson með skot en rétt framhjá. Á 21. minútu fá Skaga- menn siðan dauðafæri. Júlíus Pétur Ingólfsson, einn bezti leikmaður Skagamanna í leiknum, á þá hörkuskot i stöng en þaðan berst knötturinn til Gunnars Jónssonar, sem á skot á markið en nú i þverslána. Tveim minútum síðar sendir Árni Sveinsson góða sendingu á Gunnar Jónsson, sem skýtur hörkuskoti á markið en Diðrik ver meistaralega með þvi að slá knött- inn í stöngina innanverða. Enn heldur stórsókn Skagamanna áfram á 26. min. sendir Júlíus Pétur góða sendingu inn á Guðbjöm, sem kemst einn inn fyrir vörn Víkinga leikur á Diðrik, en skot, hans hafnar í hliðarnetinu. Á 40. mín. fá Víkingar sitt fyrsta marktækifæri í leiknum, en þá kemst Ragnar Gislason í gott færi en Bjami markvörður bjargar vel með úthlaupi. Þrem mfnútum síðar fá Skagamen síðan víta- spymu eftir að Ragnar Gislason hafði stjakað við einum sóknarleikmanni Skagamanna innan vítateigs. Guðbjörn Tryggvason framkvæmdi vitaspyrn- una, en spyrna hans var misheppnuð. Laust skotið fór framhjá stönginni. Þetta var siðasta tækifæri Skagamanna í fyrri hálfleik og hefði ekki verið ósan- gjarnt að þeir hefðu haft tveggja marka forystu í hálfleiknum. Skagamenn hófu siöari hálfleikinn af sama krafti og þeir enduðu þann fyrri og á 51. min. á Jón Alfreðsson hörku- skot á markið frá vítateig en Diðrik sveif í loftinu og varði knöttinn efst upp í markhorninu, með því að slá hann i horn. Stórkostleg markvarzla. Upp úr hornspyrnunni skallaði siðan Sigurður Halldórsson rétt yfir af mark- teig. Upp frá þessu fór leikurinn heldur að jafnast og eftir að Vikingar skoruðu mark sitt léku þeir af enn meiri ákveðni og gáfu Skagamönnum fá tækifæri til gegnumbrota. En síðasta tækifæri leiksins féll síðan Skagamönnum i hlut tveim mínútum fyrir leikslok. Þá lék Kristján Olgeirsson laglega i gegn um vörn Víkinga og átti þrumuskot er rétt strauk þverslána ofanverða. Ágætur dómari leiksins Óli Ólsen flautaði síðan til leiksloka og var fögnuður Vikinga mikill þvi öliu ódýrari sigra fá þeir ekki á hverjum degi en Skagamenn að sama skapi vonsviknir. Diðrik Ólafsson var langbezti leik- maður Vfkinga i Ieiknum varöi hvaö eftir annað stórkostlega, auk þess að grípa vel innm i þegar þess þurfti með. Jóhannes Bárðarson átti einnig góðan leik. Mikill baráttuhestur. Aðrir leik- menn liðsins sáust vart. Hjá Skagamönnum var Július Pétur Ingólfsson beztur, var mjög ógnandi og átti góðar sendingar, Jón Alfreðsson, Sigurður Lárusson og Guðjón Þórðar- son áttu einnig góðan leik. Skagamenn léku einn sinn bezta leik í sumar en það vantar bara mörkin og meðan þau koma ekki er sigurinn langt undan. -S.E . Miklir tilburðir hjá tíuðbirni TrygRvasyni við vítateig Víkings en hann hafði ekki árangur sem erfiöi. DB-mynd Mtí. Iinuraprenti. • Hægt að fá straumbreyti og hlaðanlegar rafhlöður. • Er forritað að fullu v Verð kr. 813,00 dagatal frá 1901—2099. þettaþýðir að með einu handtaki er hægt að fá á strimli hvern mánuð fyrir síg á þessu timabili • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjónusta. CASIO-umboóið Bankastræti 8. Simi 27510. ATH. Vantar umboðsmenn um land allt. Þórður Mareisson skoraði sigurmark Viklngs á Akranesl. Óskabyrjunin nægði Völsungi — Uðið skoraði tvívegis fyrstu 8 mín. og sigraði ÍBÍ2-1 í 2. deild Völsungur sigraði ísafjörð 2—1 i hörðum leik á Húsavik i 2. deild á laugardag. Ísfirðingar voru meira með knöttinn i leiknum en fengu fá tæki- færi til að skora. Húsvikingar fengu betri færi og nýttu tvö f byrjun leiksins. ísfirðingar hófu leikinn en Hörður Benónýsson komst inn í sendingu. Brunaði upp og skoraði og var þá ekki nema um mínúta liðin af leiktímanum. Á 8. min. var Olgeiri Sigurðssyni brugðið innan vitateigs. Vítaspyma dæmd á ÍBÍ, sem Olgeir tók sjálfur. Sigurður Jónsson, markvörður ÍBÍ, varði en eftir að dómari hafði ráðfært sig við línuvörð, lét hann endurtaka vitaspyrnuna. Dæmdi að Sigurður hefði hreyft sig áður en Olgeir spyrnti. Olgeir tók einnig síðara vítið og skoraði þá. Eftir þvi sem leið á fyrri hálfleikinn fóru ísfirðingar að sækja í sig veðrið. Voru mun meira með knöttinn en tókst illa að skapa sér færi. Fljótlega I síðari hálfleik tókst Haraldi Stefánssyni að minnka muninn i 2—1. ÍBÍ fékk auka- spyrnu. Gefið inn í teiginn og Haraldur skoraði með þrumuskalla. Mikil harka hljóp í leikinn eftir markið. Völsungar ákveðnir að halda sínum hlut. ísfirðingar meira með knöttinn en lítið um færi. Dómarinn hafði nóg að gera. Bókaði sjö leikmenn, þar af fimm úr Völsungi. Það var harkan sjö, sem réð ferðinni. Hjá Völsungi átti Björn Ingimarsson góðan leik í marki og Jón Gunnlaugs- son skallaði flest frá, sem hátt flaug inn í vitateiginn. Jón Oddsson lék ekki með ÍBÍ og munaði um minna fyrir ísfirð- inga. Hann var í landsliðinu í frjálsum í Luxemborg. -hsím. Iþróttir Staðan í 2. deild Úrslit í leikjum 2. deildar um helgina urðu þessi. Völsungur — ÍBÍ 2- -1 ÍBK — Þróttur, Nes. 1- -0 Skallagr. — Þróttur, R 0—1 Haukar — Selfoss 1- -0 Staðan er nú þannig 1 Kefiavik 6 5 0 1 14—5 10 Reynir 5 3 2 0 6—1 8 Þróttur, R 6 3 2 1 7—2 8 ÍBÍ 6 3 2 1 9—6 8 Völsungur 6 3 12 11—8 7 Fylkir 5 2 12 4—5 5 Skallagrimur 6 2 13 5—6 5 Haukar 6 12 3 4—12 4 Þróttur, N 6 114 6—9 3 Selfoss 6 0 0 6 1—13 0 Elnn leikur verður í 2. delld i kvöld. Þá lelka Fylkir og Reynir, Sandgerði, id. 20 á Laugardalsvelii. Meistaraheppnin geng in í lið með Víkingum — Mikill heppnissigur Víkinga gegn Skagamönnum á laugardag í 1. deild. Skagamenn misnotuðu vítaspymu í leiknum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.