Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 22.06.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1981. mér jafnrólegan mann og Magnús H. Magnússon í hempu séra Paislays. Stórveldi undir stjórn Ásgeirs Forsaga málsins mun sú að hinn mikilhæfi og vinsæli forstjóri Bruna- bótafélags íslands, Ásgeir Ólafsson, hafði ákveðið að hætta stðrfum og nota sér þar með þau réttindi sem hinn langi starfsaldur hjá félaginu hafði veitt honum. Ásgeir mun hafa starfað við BÍ síðan 1944 og þar af verið forstjóri félagsins um nær aldarfjórðungs skeið. Undir stjórn Ásgeirs hefir Brunabótafélagið orðið það stórveldi sem það er í dag og spannar starfsemi þess yfir mjög stórt tryggingasvið sem að stórum hluta er byggt upp af félagslegum þörfum sveitarfélaganna utan Reykjavikur. Á hinu almenna tryggingasviði, i við- skiptum við fyrirtæki og einstakl- inga, er BÍ einnig mjög öflugt trygg- ingafélag. Eiginlega má segja að undir stjóm Ásgeirs Ólafssonar hafi Brunabótafélag íslands orðið að „módeli” þess lýðræðislega jafn- ræðis sem ríkja þarf milli samfélags- legra samtaka, frjálsra fyrirtækja, einstaklinga og ríkisvalds. Magnús H. Magnússon segir að ríkið eigi ekki baun í BÍ. Það mun rétt vera, en ríkisvaldið veitir féiaginu þó ákveðinn rétt og vissa vernd til að rækja starfsemi sína. Magnús segir að „vitlaust lagaákvæði frá 1917” veiti ráðherra skipunarrétt á forstjóra félagsins — furðulegt að hann skuli ekki hafa beitt sér fyrir afnámi þess- arar lagagreinar. Ekki virðist óeðlilegt að BÍ heyri að einhverju leyti undir heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Ein af frum- skyldum BÍ mun vera að veita sveitarfélögum lán og aðstoð til að byggja upp fullkomnar vatnsveitur i kauptúnum og kaupstöðum landsins og hefur BÍ staðið að þessu með ágætum. Þessar vatnsveitur pru einnig mikilvæg heilbrigðisfyrirtæki þar sem víða hafði áður verið notast við yfirborðsvatn til fiskvinnslu og neyslu. Margir umsækjendur voru um þetta valdamikla starf sem forstjóra- staða i Brunabótafélagi íslands óneitanlega er. Meðal umsækjenda voru tveir dugandi starfsmenn félagsins, sem erfitt yrði að gera upp á milli. Fimm umsækjenda óskuðu nafnleyndar svo ekki er vitað hverjir þar voru á ferð né hvað í þeim poka var. Var það Steinn Steinarr eða Tómas sem spurði einu sinni: „Hvað er í pokanum?” — Ég man það ekki i svipinn. Ekki get ég lagt mat á hæfni þeirra sem um stöðuna sóttu, sérstak- lega ekki þá fimm sem í pokanum voru. En ég er ekkert undrandi og það hneykslar mig ekki að starfið var veitt með vissum hætti pólitiskt. Ráð- herra hefir þar með væntanlega tekið það ómak af stjóm félagsins að bítast um það pólitiskt hver verða skyldi eftirmaður Ásgeirs Ólafssonar og mættu þeir vera ráðherra þakklátir fyrir. Róttur ráðherra Ráðherrar á íslandi eru pólitískir ráðherrar og svo framarlega sem um- sækjandi sem viðkomandi ráðherra vill veita stöðuna er almennt hæfur til að gegna henni þá er ekki nema eðlilegt og mannlegt að ráðherra noti rétt sinn. Það er ekki hægt að kalla það valdníðslu. Það er hrein hræsni og feluleikur með sjáanlegan hlut þegar íslenskir stjórnmálamenn þykjast hneykslaðir á pólitiskum embættisveitingum hver annars. Ég hefði talið það pólitísk afglöp hjá Svavari Gestssyni hefði hann ekki notað lagalegan rétt sinn i þessu til- „Ég held að Ingi R. Helgason hafi ýmsa eiginleika til að geta orðið dugandi for- stjóri Brunabótafélagsins,” segir greinarhöfundur. — Ingi R. og Hjörleifur Gutt- ormsson ræðast við. viki. Ég er á andstæðri skoðun við Svavar Gestsson (stjórnmálum en get þó vel skiliö afstöðu hans í þessu máli. Sjálfsagt fellur Ingi R. Helgason undir það sem við köllum pólitíska gæðinga. Gaman væri ef einhver skoðana-vettvangsstofnun, eins og t.d. Hagvangur, tæki saman lista yfir þá menn sem kalla mætti pólitíska gæðinga og léti stjórnmálafiokkana fá þá til umsagnar —■ strika út og bæta við — og birta sfðan opinber- Iega. Hættulegra en einstakar emb- ættaveitingar virðist vera þegar heilar ríkisstofnanir og ríkisbankar fara að ganga í erfðir til flokka eða ákveð- inna fjölskyldna eins og dæmi eru um. Þar sem fyrirtæki þau sem ég hefi veitt og veiti forstöðu hafa um tuttugu ára skeið skipt við Bruna- bótafélag íslands vil ég hag félagsins sem mestan og bestan vegna þeirrar framúrskarandi góðu þjónustu sem viðskiptamenn þess njóta. Sá andi sem ég hefi orðið var við innan þess- arar stofnunar, allt frá innheimtu og skoðunarmönnum til forstjórans, hefir verið með þeim hætti að mjög ánægjulegt hefir verið að skipta við BÍ. Þessi þægilegi andi hefir að stórum hlut komið frá Ásgeiri Ólafs- syni og þeim sem með honum hafa starfað. Ég minnist í því sambandi Erlends Þorsteinssonar — þessa hæverska heimsmanns sem um árabil starfaði við hlið Ásgeirs í Brunabóta- félagi fslands. Inga R. Helgason þekki ég á þann hátt að tvisvar hefir hann haft með mál að gera sem vörðuðu þau fyrir- tæki sem ég veiti forstöðu og í báðum tilfellum fór hann með umboð mót- aðilans sem lögfræðingur. Mér er það minnisstætt á hvern veg Ingi tók á báðum þessum málum til þess að þau fengju farsæla lausn. Annað málið, sem varðaði sölu og mat á eignarhlut í fyrirtæki, var töluvert viðkvæmt og hefði getað kostað vin- slit viðkomandi manna ef i hart hefði farið. Ingi mun af ráðnum hug hafa dregið málið nokkuð á langinn þar til TAFLAII Laun skólastjóra, yfirkennara og kennara í Bretlandi 1981 í ísl. kr. A. SKOLASTJORAR: lágmarkslaun hámarkslaun 1. þrep: 10.775.00 11.997.00 2. þrep: 15.408.00 16.866.00 3. þrep: 24.387.00 25.829.00 B. YFIRKENIMARAR: 1. þrep: 7.663.00 10.977.00 2. þrep: 12.841.00 14.275.00 3. þrep: 17.301.00 18.790.00 C. KENNARAR: 1. þrep: 6.126.00 11.162.00 2. þrep: 7.852.00 14.591.00 3. þrep: 10.360.00 15.081.00 ATHUGASEMD VIÐ LAUN ATÖFLUNA: Þrepin eru í raun fleiri, eða 15 fyrir kennara og 14 fyrir yfirkennara og skólastjóra. 1. þrep er þvi lægsta þrepió, þriflja þafl hæsta og annað um miflju. Þrepin miðast við menntun og starfs- aldur en bilifl á milli lágmarkslauna og hámarkslauna innan þreps miflast aflallega við stærð viðkomandi skóla. að skólastarfiö allt er á miklu meiri hreyfingu en þar sem hefðbundin bekkjarkennsla er viðhöfð. Sumir hafa nefnt þetta „hálf-opinn skóla” og finnst mér það lýsa nokkuð vel þessu fyrirkomuiagi. Kennarar í hásæti Bekkjarkennararnir eru svo sann- arlega konungar (eða drottningar) i sinu ríki i þessum skóla. En það er ekki einungis það að þeir ákveði sjálfir hvað skuli kennt kl. 10 eða 11 eða 2 eða 2.30 heldur hafa þessir kennarar handa á milli slíkt úrval kennslutækja að til fyrirmyndar er. Hér á ég ekki síst við ýmiskonar efni til kennslunnar, s.s. pappír og pappa af mismunandi þykkt, liti, leir, tuskuro.þ.h. Þá er einnig rétt að benda á að kennarar skóians hafa með sér mikla samvinnu varðandi undirbúning og skipulag kennslunnar frá degi til dags og fyrir lengri tíma. í þessum skóla er skólasjónvarpið nokkuð notað en ekki mjög mikið. Geri ég ráð fyrir að það sé mismun- andi eftir skólum. í öðrum skóla sem ég heimsótti var mér sagt að skóla- sjónvarpið væri fremur lítið notað. Bömin, sem að visu voru mun eldri, hefðu svo mikið að gera og mest- megnis að eigin fmmkvæði að það væri enginn timi til að nota sér skóla- sjónvarpið. Hér er rétt að skjóta því inn að skólasjónvarpið breska er mjög gott og fjölbreytt og má segja að frá morgni til kvölds sé á boð- stólum efni sem fellur vel inn í kennsluna á hvaða skólastigi sem er. Ég. benti á að kennararnir hafa með sér mikið samstarf til undirbún- ings við kennsluna. Þetta er að sjálf- sögðu mjög mikilvægt. En þá er einnig ekki síður mikilvægt að kenn- ararnir fá í hendur handhægar leið- beiningar varðandi hina ýmsu þætti kennslunnar. Hér er ekki um að ræða neitt handahófsverk sem fleygt er inn í skólana heldur velunnin gögn á hinum ýmsu sviðum og er augljóst að kennarar kunna vel að meta svona þjónustu. Ekki þarf að ræða um það sérstaka forskot sem hinn enskumælandi heimur hefur fram yfir okkur hin að því er varðar úrval námsbóka og námsgagna á öUum sviðum. Aö þvi er varðar vinnubækur og aðrar náms- bækur fyrir þessa nemendur er engin undantekning. Sama er að segja um bækur og tímarit fyrir forskólakenn- ara og aðra sem hafa með uppeldi þessara barna að gera. Ég hef vikið nokkuð mikið að formlegum þáttum þessa skóla- starfs. Námsefnið sjálft og kennslan er sérþáttur sem þarfnast mun ítar- legri meðhöndlunar. Má vera að ég geri þvískilsíðar. Þó langar mig til að gera hér örlít- inn samanburð á enskum skóla og meðferð og skipulagi þessara mála hér á landi. Eins og kunnugt er byrjar skyldunámið hjá okkur þegar barnið verður 7 ára. Kennsla sex ára barna á þó að baki alUanga sögu og hefur umfang hennar farið hratt vaxandi, sérstaklega siðustu árin. Þegar þessi mál eru skoðuð er rétt að gera sér grein fyrir því að hér á landi hafa skiUn mUli barnaheimUis og skóla aUtaf verið mjög skýr. í Bretlandi er þessu öðruvisi háttað. Forskólakennarinn er þar kennara- menntaður og áhersla á kennslu, s.s. lestur, reikning, að leysa þrautir o.fi. er veruleg. Fjögurra og fimm ára böm (sem í Bretlandi eru í ungbarnaskólum) eru Kjallarinn Bragi Jósepsson hér á landi á barnaheimilum og leik- skólum. Markmið þessara stofnana og starf þeirra í raun hlýtur að endur- spegla mjög þá menntun sem starfs- fólkið fær, þ.e.a.s. fóstrurnar. Lítil hreyfing á íslandi Nú er mér ekki nægilega kunnugt um nám og kennslu við Fósturskóla íslands. Ég þykist þess þó fuUviss að þar sé vel staðið að málum, enda öndvegis manneskja sem þar er i for- svari. Hvað sem öðru líður virðist þó ljóst að við íslendingar tökum á þessum málum mjög óUkt þvi sem nágrannar okkar í Bretlandi gera. Það er skoðun min að mjög nauðsyn- menn fóru að róast niður og taka skynsamlegar ákvarðanir, sem og varð. Stundum er mönnum ráðlagt að Ieita tU þessa eða hins lög- fræðingsins vegna þess að hann sé svo „harður”. Hætt er við að hart sé þá látið mæta hörðu og útkoman verði harðvítug málaferli en ekki skynsamleg lausn. Ég held að Ingi R. Helgason hafi ýmsa eiginleika til að geta orðið dugandi forstjóri Bruna- bótafélagsins og ég held að „mót- mælendur” þurfi ekki að óttast að hann fari að stjórna BÍ í nafni hins alþjóðlega kommúnisma eða eftir pápiskum formúlum frá Kreml. Mér virðist Ingi R. Helgason vera jafn- aðarmaður en ekki byltingamaður og mættu þá þeir sem kenna sig við jafnaðarmennsku fara að róast. Hugtakið jafnaðarmaður hefir verið töluvert brenglað í meðförum en það skýrist og hreinsast þegar andstæðu þess er stillt upp gegn því, en það er orðið og hugtakið ójafnaðarmaður, það orð og merkingu þess þekkjum við mætavel úr fornsögum okkar. Ég vil í lok þessarar greinar vekja athygli á þeim ólestri og skipulags- leysi sem rfkjandi er í trygginga- málum á þeim sviðum þar sem nátt- úruhamfarir koma tU sögunnar. Þegar slikt á sér stað er jafnan farið að tryggja eftir á með sérstökum ráð- stöfunum rikisins og fjárframlögum. Viðlagasjóður — hafís- og hallæris- sjóðir eru settir á stofn til að redda hlutunum frá algjöru neyðarástandi. Ef Ásgeir Ólafsson vill starfa áfram um eitthvert árabil þá gætu viðkomandi stjórnvöld ekld fengið betri ráðgjafa tU liðs við sig en hann til að skipuleggja þessi vandræða- stórmál. Ég vil svo að lokum, sem við- skiptamaður BÍ, færa félaginu bestu óskir og nota þetta tækifæri til að þakka Ásgeiri Ólafssyni fyrir við- skiptin á liðnum árum. Hinum nýja forstjóra BÍ færi ég bestu óskir um farsæld í starfi. Björn Jakobsson framkvæmdastjóri. legt sé að gera meiriháttar úttekt á allri þeirri þjónustu sem börn innan við sex ára áldur fá hér á landi, hvort sem um er að ræða smábarnaskóla fyrir 5 ára böm eða barnaheimili og leikskóla fyrir tveggja tU fimm ára. Ef litið er á þróun skólamála siðasta áratuginn er áberandi hve mikil áhersla hefur hvarvetna verið lögð á tvo ólika þætti uppeldis- og skólastarfs. Hér á ég við í fyrsta lagi fullorðinsfræðsluna, sem hér á landi birtist fyrst í formi öldungadeilda siöan meö fjölbrautaskólunum og loks í breyttu viðhorfi til endur- menntunar og simenntunar. í öðru lagi hefur áhugi skólamanna beinst mjög að forskólum, leikskólum og barnaheimUum. Ástæðuna fyrir þess- ari þróun má fyrst og fremst rekja til breyttra þjóðfélagshátta, sérstaklega að því er varðar form og störf fjöl- skyldunnar. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki orðið var við mikla hreyfingu á þessum málum hér á landi. Að visu má vera að einhversstaðar bak við tjöldin sé verið að vinna að fram- gangi þessara mála en það hlýtur þá að fara mjög leynt. Það er mikið hagsmunamál fyrir foreldra og reyndar þjóðina í heild að þessi mál séu tekin föstum tökum. Um aldamótin síðustu deUdu menn hart um réttmæti skólaskyldunnar. Fyrr eða síðar hlýtur að koma að því að þjóðfélagið krefjist nútimalegra stofnana fyrir ungbörn, þar sem heimUin hafa ekki á að skipa starfs- fólki, mæðrum, ömmum, vinnukon- um eða systkinum til að annast upp- eldi barnanna meðan foreldrarnir eru við störf sin utan heimUisms. í nútima þjóðfélagi efast enginn um þjóðhagslegt og persónulegt gildi almennrar skólagöngu sem kostuð er af almannafé. Baráttan fyrir þessum áfanga var bæði löng og ströng en hafðist að lokum. Nú er röðin komin að yngstu bömum þjóðfélagsins og foreldrum þeirra. Það er eðlUeg krafa þessa fólks að starfræktir verði og kostaðir af almannafé nútímalegir skólar og barnaheimili fyrir öU börn á íslandi á aldrinum tveggja til sex ára eða þar til skyldunámið tekur við. Að þessu ber að stefna. Bragi Jósepsson lektor. ——J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.