Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. „ÚTVARPSFÓLK HEFUR VERIÐ FURDU SEINÞREYTT TIL VAND- RÆÐA OG □NATT LÁTIÐ YFIR SIG GANGA ÝMISLEGT” \ — „semöðrum hefðiþótt ástæða tilþess aðsvara” ^ * HJörtur Pálsson, dagskrárstjóri út- varpslns, skrifar: Undirritaðan langar af mikilli skyndingu að biðja Dagblaðið að birta fáeinar linur til mótvægis við sitthvað, sem fram hefur komið í blaðinu og varðar dagskrá útvarps og sjónvarps. Skal þó sjónvarpið látið liggja milli hluta í þetta sinn af á- stæðum sem varla þarf að skýra fyrir þeim, sem vel fylgjast með, þó að báðir þessir fjölmiðlar eigi skylt mál. Full ástæöa er til þess að þakka dagblöðunum fyrir þann áhuga, sem þau sýna útvarpinu og dagskrá þess og birtist með ýmsum hætti á síðum þeirra. í þvi efni er hlutur Dag- blaðsins ekki minnstur, en einmitt þess vegna kann jafnframt að vera meira við skrif þess að athuga en hinna. Á meðan sjónvarpið lokar vegna sumarleyfa skyggir færra á dagskrá útvarpsins en endranær og meira er um hana skrifað, enda er þá reynt að gera á henni nokkrar breytingar i þeirri von, aö þær þyki fremur til bóta, heldur en hitt. Því einkennilegra þykir starfsfólki út- varpsins, að einmitt þá skuli meira bera á „gagnrýni”. sem því finnst oft ósanngjörn, svo að ekki sé meira sagt, heldur en á öðrum tímum ársins. Mér hefur oft ofboðið það undan- farið, hve skrifin um útvarpið i Dag- blaðinu hafa verið yfirborðskennd, og stundum velt því fyrir mér.hvaða tilgangi þau þjónuðu. Þá á ég bæði við lesendabréf, greinar og þáttinn ,,í gærkvöldi”, sem blaðamenn sjá um til skiptis. Auðvitað eru frá þessu ánægjulegar undantekningar, sem sanna þá regluna, þó að engin nöfn skuli nefnd að sinni. Tónninn 1 þessum skrifum er oft sá, að útvarpið og dagskrá þess sé óalandi og óferjandi, leiðinlegt og gamaldags og fiest annað betra, sem orðið getur til fróðleiks eða skemmtunar. Margir skýra frá þeirri sáru reynslu, að þeir hafi opnað út- varpið (stundum af þvi að það var 'kyldustarf), en ýmist sofnað út frá þvi, snúið sér að einhverju öðru út úr neyð ellegar heitið því að kalla aldrei aftur yfir sig þær sálarkvalir, sem þvi fylgdu að hlusta á þá skelfilegu dag- skrá, sem upp á var boðiö. I staðinn vilja menn gjarnan fá sjónvarpsdag- skrána (sem aldrei er nógu góð, þegar hún er á skjánum), „frjálst útvarp” án skilgreiningar eða „videóið” sitt, sem er best af öllu. Hve lengi verður það? Nú er það kannski ekki raunaleg- ast, aö allir skuli ekki vera ánægðir. Flestir vita, að það verður seint. En rétt eins og útvarp og sjónvarp bera mikla ábyrgð hljóta blöðin að setja sér eitthvert æðra markmið en að birta lítt rökstuddar fullyrðingar um þaö, hve illa einhverjum hafi tekist að vinna verk sitt og hve það hafi valdið miklum leiðindum. Mestur sómi er að því og fiestum hollast, að gagnrýni sé uppbyggileg og aðfinnslur málefnalegar. Sá, sem gagnrýndur er, getur ekki bætt ráð sitt, ef ekki skilst glöggt, hvað verið er að gagnrýna. Þegar starfsfólk Rikisútvarpsins er búið að lesa það, sem að því snýr í blöðunum hverju sinni, en stendur upp án þess að vita annað en það að einhverjum leiddist svo óskaplega sú dagskrá, sem hann ætlaði aö hlusta á, að hann hætti við það, en fullyröir eigi að siður, að hún hafi verið óþolandi, hvað er þá til ráða? Það er i sjálfu sér lftill munur á þessum vinnubrögðum og þeim, sem um eru bæði ný og gömul dæmi, — að hella úr skálum reiði sinnar vegna þáttar, sem frést haföi, að vera ætti á dagskrá, en var svo aldrei fiuttur. Ég get ekki ímyndað mér, að nokkur græði á slíkri gagnrýni. Þó að gagn- rýnendur hafi aðstöðu tii þess að þjóna lund sinni, á það ekki aö vera hlutverk þeirra. Það þarf varla að taka fram, að allt fastráðið starfsfólk rikisfjöl- miðlanna er opinberir starfsmenn. Þeir eru oft minntir á það, að þeir hafi skyldur við almenning, séu þjónar hans. Þá hljóta þeir líka að hafa réttindi, og þó að það sé hvergi skráð, eru þau m.a. í því fólgin, að um starf þeirra sé ekki fjallað opinberlega af meiri ósanngirni en störf annarra. Á þetta er drepið, af því að það virðist býsna algengur hugsunarháttur, að ekki þurfi að vanda þeim kveðjurnar, og eðli málsins samkvæmt eiga þeir stundum erfiðara um vik en aðrir að bera hönd fyrir höfuð sér. Útvarpsfólk hefur verið furðu seinþreytt til vandræða og einatt látið yfir sig ganga ýmislegt, sem öðrum hefði þótt ástæða til þess að svara. Þetta á sér ýmsar skýringar, sem of langt mál yrði að tíunda.en ein er sú, að sumt af því er svo einstaklingsbundiö, fullyrðingakennt eða byggt á svo hæpnum forsendum og mikilli vanþekkingu, að það dæmir sig sjálft. Þar með er ekki sagt, að þögn sé sama og samþykki, og slík skrif hafa sin áhrif, síast inn I huga lesenda, ef lengi er klappaður steinninn, og eru síst til þess fallin að leiðrétta misskilning, efia sam- starfsanda eða bæta vinnubrögð og hefja skoðanaskipti upp yfir lág- kúruna. Þess vegna geri ég ráð fyrir, að fieiri en ég mundu vilja beina þeirri Blaðamaður Dagblaðið óskar að ráða blaðamann frá og með 1. september. Reynsla í blaða- mennsku eða háskólamenntun er æskileg. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist ritstjóra Dagblaðsins fyrir 15. ágúst. Þeir sem áður hafa sent umsóknir eru beðnir að endurnýja þær. msBuam „Það væri efni i fróðlegan greinaflokk, ef blaðamenn eða lesendur vildu kynna sér þær aðstæður, sem útvarpið býr við” segir Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri út- varpsins. DB-mynd: Bj. Bj. frómu ósk til blaöamanna og annarra, sem i blöðin skrifa, að gera nú bragarbót að því hvað útvarpið varðar. Við, sem hjá þeirri stofnun vinnum, gerum okkur vel ljóst, að við getum aldrei vænst þess, að öllum lfki þaö, sem við gerum, og biðjumst ekki undan málefnalegri gagnrýni, en við óskum þess, að hún standi undir nafni og teljum okkur eiga rétt á þvi. Þá, sem lesa jtessar linur, bið ég að hafa í huga, að útvarpið hefur meiri sérstöðu en margar aðrar opinberar stofnanir. Það þagnar ekki 365 daga ársins, af því er krafist margs konar þjónustu, og í lögum og reglugerðum, skráöum sem óskráðum, eru þvt lagðar þungar skyldur á herðar, en jafnframt settar ákveðnar skorður. Dagskrárefni þess verður ávallt háð einstaklingsbundnu mati. Starfsfólki þess verður oft á i messunni, en það er hvorki betra né verra en gengur og gerist i öðrum starfsgreinum. Gaman væri nú, ef sá dagur rynni, að i blöðunum gæti að lesa bréf og greinar, sem glöggt sýndu, að höfundur hefði hlustað vandlega á það efni, sem útvarpið flytur, áöur en hann stingur niður penna — og að grein hans fjallaði um fleira en sjálfan hann og það, hve ríkis- stofnanir séu mikill hemili á gróandi þjóðlif. Gaman væri, ef það sæist svart á hvitu, að hann hefði hlustað oftar en eitt kvöld og gæti þess vegna séð skóginn fyrir trjám. Hann mætti lika gjarnan hringja til okkar, sem hjá útvarpinu störfum, og spyrjast fyrir um eitt og annað, afia sér upplýsinga, áður en hann fullyrðir það, sem ef til vill fær ekki staðist við nánari athugun. Það er ekki víst, að unnt sé að veita þær á augabragöi, en áreiðanlega verður það gert, ef tök eru á. Þá gæti farið svo, aö hann yrði einhvers visari, sem jafn mikil ástæða er til að vekja athygli á og því, sem hann ætlaði sér í fyrstunni að gera að umtalsefni. Það er svo ótrúlega margt i starfi út- varpsins og rekstri, sem laga mætti, en ekki er unnt aö breyta á einum degi og fólk gerir sér ekki grein fyrir nema með þvi að kynna sér það sér- staklega. TU þess þarf almennings- áUt, sem er útvarpinu hliðhollt, eri ekki andsnúið. Tækist að skapa fiað og láta það ýta á eftir nauðsyniegum úrbótum, kæmu í kjölfarið margar breytingar til batnaðar á því, sem nú sætir mestri gagnrýni. Og umfram allt: Vilji menn finna aö einstökum dagskrárliðum, þurfa þeir aö skýra, hvað þeim þótti að. Það er ekki nóg að fullyrða, að einhver þáttur hafi verið leiðinlegur, ósmekklegur eða misheppnaður á einhvern hátt, heldur hvað olli þvi. Töluðu þeir lélégt mál, sem fram komu i þættinum? Var tónlistin illa valin? Særði þátturinn siðferðiskennd einhvers? Var óhlutdrægnisreglan brotin? Var þátturinn of langur eða of stuttur? Var lesturinn slæmur? Var efnið orðið útþvælt? Og þannig mætti endalaust telja. Nú er nóg komið í bili, en þó langar mig að bæta því við, að við út- varpsmenn finnum stundum til þess, hve okkur reynist oft erfitt að veita blöðunum þá þjónustu og þær upplýsingar, sem um er beðið, þegar þau hyggjast kynna dagskrárefnið fyrirfram, þvf að ég ætla þeim það ekki, að þau vilji ekki gera vel. Það tekst þeim líka oft, þó að þau leggi mismikið kapp á það og blaðamenn séu ekki allir jafn hliðhollir útvarpinu og ekki allir gæddir sama harðfylgi. Með kynningu sinni á dagskránni eru blöðin í senn að þjóna lesendum sínum og hlustendum útvarpsins. En svör okkar á Skúlagötu 4 verða þau, að við komumst ekki yfir að gera allt jafn vel og við vildum og unnt væri, ef útvarpinu væru búin betri skilyrði en raun ber vitni. Það hefur t.d. engan blaða- eða upplýsingafulltrúa, sem sums staðar þykir sjálfsagt, og þegar hringt er, stendur misjafnlega á fyrir þeim, sem verða fyrir svörum. En þá er komið að starfsmannafæð, fjárskorti, húsnæðisleysi, skipulags- göllum og fleiru, sem um mætti skrifa langt mál og oft er skrifað um í blöðin af takmarkaðri jiekkingu og velvild. Það væri efni í fróðlegan greinafiokk, ef blaðamenn eða les- endur vildu kynna sér þær aðstæður, sem útvarpið býr við, frá sem flestum hliðum, og vekja á þeim athygli. Það er mikið verk, ef vel ætti aðvera.en ég trúi ekki öðru en útvarpsfólk mundi fagna sllku frumkvæði og veita þær upplýsingar, sem það getur. Margur yrði af fróðari, og slíkt væri betur til þess fallið að lagfæra smám saman það, sem miður fer í dagskránni, en dægurskrif með þeim formerkjum, sem breyta þarf og eru tilefni þessa pistils. Tillaga um að Vigdís Finnboga- dóttir verði ávörpuð f rú forseta — Hjördís Hákonardóttir yrði þá f rú sýslukona Aðalbjörn Arngrimsson, Þórshöfn, skrifar: Oft hygg ég það hafa komið fyrir á nýafstaðinni yfirreið Vigdisar Finn- bogadóttur að þeir sem fluttu henni ávörp, eða annaö mál, hafi verið óákveðnir eða hikandi hvernig skyldi ávarpa hana. Eitthvað mun hafa verið um þetta rætt en talið eðlilegast að hver og einn réði sínu ávarpi. Fjölmörg stöðuheiti kvenna hafa unnið sér hefð i málinu og má þar til nefna húsfreyja, húsmóðir, bústýra, ráðskona, yfirsetukona, hjákona, ieikkona, spákona, svo eitthvað sé nefnt. öðru máli gegnir þegar konur grípa inn í þjóðlífið með þeim hætti sem engar spár lágu fyrir um eða líkindi þóttu til að verða mundi. Nú hefur það skeð að konur teygja sig til hinna æðri embætta með þjóð- inni og má þar til nefna að kona hefur verið kjörin þjóðhöfðingi og önnur tekið við sýslumannsembætti á Ströndum vestur. Þá mun kona hafa tekið prests- vfgslu og fleiri en ein. Nú er spurning hvernig á að ávarpa þessar konur í starfi án þess að kyn- fiytja þær. Karlkynsávarpið herra forseti á ekki við og mér finnst frú forseti litlu eöa engu betra. En ávarpið eigum við til sem er: Frú forseta, Vigdís Finnbogadóttir. Þá skyldum við einnig ávarpa konu sem væri handhafi sýslumanns- embættis frú sýslukona, Jónina Jóns- dóttir, Þingeyjarsýslu. Og enn gætum viö sagt frú prestína, Pála Páls og skulum við þá láta hér staðar numið því ólíklegt má teljast að konur sækist eftir biskups- embætti fyrst um sinn. Fróðlegt væri ef málvinir og mál- fræðingar vildu nú draga ljóshlífar frá útgeislan sinnar andagiftar og láta til sín heyra. Þórshöfn 15/7 ’81. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.