Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. I Erlent Erlent Erient Erlent I Þegar ljónynja ein í dýragaröinum í Borás í Svíþjóð neitaði að sinna tveim- ur nýfæddum hvolpum sinum komst yfirmaður dýragarðsins, Káre Stures- son, í mikinn vanda. Engu tauti var komið við móðurina, hún hvæsti og sýndi tennurnar í hvert sinn sem hvolp- arnir reyndu að vingast við hana. Káre sá þann kost vænstan að fara með hvolpana heim og ala þá upp þar. Börn Káre, Roger, Petra og Johan, þóttust eðlilega hafa himin höndum tekið er faðir þeirra kom færandi hendi með hvolpana. Ljónahvolpar eru ekki ama- legir leikfélagar. Hvolparnir voru nær dauða en lífi úr hungri er þeir komu heim til Káre og fyrstu dagana varð að gefa þeim mjólk að drekka á tveggja klukkustunda fresti. Öll fjölskyldan tók þátt í að gefa hvolpunum og óx þeim kraftur dag frá degi. Þegar hvolparnir höfðu að fullu náð sér þurftu þeir umhyggju og frið og ró. Erfiðast var að halda tiðindunum leyndum fyrir skólasystkinum Rogers, Petru og Johans, því krökkunum í skólunum þótti skrítið að systkinin þutu beinustu leið heim um leið og skólabjallan hringdi út í seinasta sinn. Eftir mánuð komst upp um hvolpana og þá var daglega mikill gestagangur á heimili yfirdýravarðarins þvi allir krakkarnir vildu fá að halda á og leika við litlu ljónin. Nú var líka búið að skíra hvolpana, hét annar Trold og hinn Blondie. Eftir því sem hvolparnir stækkuðu urðu þeir fjörugri og fyrirferðarmeiri og þar kom að fjölskyldan neyddist til að fara með Troíd og Blondie aftur I dýragarðinn. Þá var ástandið orðið þannig á heimilinu að alla hluti úr leðri varð að fela vandlega þvi hvolparnir voru sólgniríleður. Grátur og gnístan tanna fylgdi brott- för hvolpanna en systkinin þrjú geta þó huggað sig við það að hægt er að fara og heimsækja Trold og Blondie í dýra- garðinn. Þar fá hvölparnir næstum að leika lausum hala því þeir eru ekki í búri heldur tjóðraðir utan dyra. Skólafélagar systkinanna komu oft f heimsókn til aö leika við hvolpana. Petra sem er nlu ára og hvolpurinn Trold. Ljónynjan hirti ekki um hvolpa sína: Þtjú systkini fengu óvenjulega leikfélaga Leikkonan sem fer meö aðalhlutverkið í Lili Marleen Það væri dásamlegt — segir Hanna . _ u Schygulla, að eignast bam 37 ,,Nú höfum við eignazt nýja Marlene Dietrich,” skrifuðu hrifnir gagnrýn- endur um Hönnu Schygulla, vestur- þýzku leikkonuna, þegar þeir höfðu séð hana leika hlutverk óþekktu söng- konunnar sem kemst á toppinn með laginu Lili Marleen í seinustu heims- styrjöld. Þýzku hermennirnir á vígvöll- unum elskuðu þetta lag'um unga her- manninn sem veit ekki hvora hann elskar meira, Lili eða Marleen. Hanna Schygulla hafði leikið í einum þrjátíu myndum þegar hún sló f gegn f myndinni Hjónaband Maríu Braur og varð um svipað leyti heimsfræg í sjónvarpsþáttum um Berlin Alexanderplatz. (Vonandi verða þeir sýndir í sjónvarpinu hér.) Lennon Japanskur viðskiptajöfur hefur í hyggju að heiðra minningu John Lenn- ons, sem lézt í fyrra, með því að byggja safn til minningar um Bítilinn. Safnið á að rísa í garði einum skammt frá kirkjugarði í nágrenni Tókíó. John Lennon var geysilega vinsæll í Japan og eftir að hann giftist Yoko „Það er leikstjórinn Fassbinder sem hefur búið mig til,” segir Hanna. Samband þeirra er talið líkjast því sem er milli Ingmar Bergman og Liv Ull- mann — með öðrum leikstjórum eru þessar kvikmyndastjörnur meira og minna misheppnaðar. Saman hafa þau Hanna og Fassbinder gert einar þrjátíu myndir en Fassbinder er sem kunnugt Ono jukust enn vinsældir hans. Um 36000 manna Bítla-aðdáendaklúbbur hyggst sjá um skreytingar í safninu og þar eiga einnig að vera sýningar tengdar Lennon. er einhver afkastamesti leikstjóri sem nú er uppi. Hanna Schygulla býr í „kollektívi” ásamt nokkrum öðrum utan við Milnchen. Hún segist ekki geta hugsað sér að giftast eða vera í föstu ástarsam- bandi og hana langar ekki til að eignast eigið heimili en hefur hins vegar keypt draumahús handa foreldrum sínum. ,,Að eignast barn mundi gjörbreyta Iffi mínu,” segir hún. -,,Ég á erfitt með að ákveða mig en enn er það ekki of seint, ég er 37 ára. Það hlýtur að vera dásamleg tilfinning að hafa sitt eigið barn í fanginu. 1» Hanna Schygulla, leikkonan sem fer með aðalhlutverkið f Lili Marlcen, Hjónabandi Maríu Braun og mörgum öðrum myndum þýzka leikstjórans Fassbinders. Safii til minningar um

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.