Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. JÓNAS HARALDSSON Fræbbblar í framfor — fjögurra laga plata, Bjór, nýkomin á markaöinn „Við erum bara þó nokkuð ánægðir — i það minnsta ekki. óánægðir — með útkomuna hjá okkur,” sagði Bjarni Sigurðsson, ljósameistari Fræbbblanna og einn helzti talsmaður sveitarinnar, í viðtali við DB. I síðustu viku kom út fjög- urra laga plata frá Kópavogspiltun- um undir nafninu Bjór. Að þessu sinni eyddu þeir félagar öllu lengri tima í upptökur, en venja er til á þeim bæ, enda útkoman betri en áður. Allur hljóðfæraleikur öruggari, „sándið” miklu betra og síðast en ekki sízt söngurinn mun sterkari, en hefur um leið misst nokkuð sérkenni sín. Heildarsvipur- inn eftir sem áður sterkari en spurn- ingin er bara: Taka menn Fræbblana alvarlega? Það er full ástæða til þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. - SSv. Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna. DB-mynd Sig. Þorri. Purrkur Pillnik til Englands Liðsmenn Purrks Pillnikks héldu i vikubyrjun til Englands. Þar mun flokkurinn dvelja um þriggja vikna skeið, aðallega í Lundúnum og stál- borginni frægu, Sheffield, við laga- smiðar, söng og upptökur. Munu þeir Pillnikks-piltar verða að miklu leyti á vegum Marcus nokkurs Featherby sem er með hljómplötuútgáfu i Sheffield. Ekki er ljóst hvort um stóra eða litla plötu verður að ræða í kjölfar þessa tíma- bils en afkastagetan og hugmynda- auðgin munu ráða þar mestu um. - SSv. Ásgeir Bragason, trommuleikari Purrks Pillnikks, og þriðjihlutinn á plötunni Dirty Dan Project. DB-mynd SSv. Hef aldrei áður séð það sem ég sá I Kirkjufellinu f vor, en það var fugl sem hafði búið sér til hreiður i snjóskafli. sem gamlir bilar og bátar verða sem nýir. DB-myndir Jónas Haraldsson. Bœring Cecilsson jréttaritari Dagblaösins í Grundarfiröi: „Maður veit aldrei hvenœr maður hittir atburð” — hef aldrei fœrri en þrjár Ijósmyndavélar með mér áferð og tvær kvikmyndavélar f hverju plássi eru menn sem setja meiri svip á umhverfið en gerist og gengur. Einn slíkra manna er Bæring Cecilsson i Grundarfirði. Plássið væri til muna fátækara ef hans nyti ekki við. Sjaldnar sæist og Grundar- fjarðar getið í fjölmiðlum því Bæringl er ötull fréttaritari. „Myndavélina hef ég alltaf með, fer aldrei neitt án hennar,” sagði Bæring er blaðamaður hitti þennan fulltrúa Dagblaðsins á heimavíg- stöðvum. „Fyrstu myndavélina eignaðist ég fyrir 1940. Það var kassavél. Filmur ístaðinn fyrir sígarettur Þegar ég fór á sjóinn og félagar mfnir fóru að reykja þá sagðist ég ætla að hafa þetta öðruvfsi. Ég ætlaði að fá mér filmur 1 staðinn fyrir sigarettupakka og taka myndir af ýmsum atburðum. Hins vegar hef ég| aldrei getað fylgt reykingamönnun- um eftir því ég get ekki tekið á eins| margar filmur og þeir reykja pakk- ana. Þeir hafa margir sagt mér síðar að þeir hefðu viljað fara eins að. Ég hef oft verið spurður að því hvort ekki sé dýrt að taka myndir en þá hef ég spurt á móti hvað það kosti að reykja. Þar sem ég hef hvorki reykt né notað vín er ég léttur á mér. Ég er fæddur og uppalinn undir Kirkjufell- inu og það var daglegur viðburður að fara upp i fjallið. Ég hætti að telja ferðir mínar þangað þegar þær voru komnar f 200. Og aidrei taldi ég feróá fjailið nema ég kæmist á toppinn. Ég hef margt séð á Kirkjufellinu en þó aldrei fyrr það sem ég sá í vor, en það var fugl sem hafði búið sér til hreiður i snjóskafli.” Byrjaði að kvik- mynda árið1956 „Fyrstu myndirnar eftir mig fóru að birtast í blöðum upp úr 1950,” hélt Bæring áfram. „En ég læt ljós- myndavélina ekki nægja því 1956 byrjaði ég að kvikmynda. Þá fékk ég mér 8 mm vél en 1966, þegar sjón- varpið byrjaði, náði ég mér í 16 mm vél og hef tekið myndir víða, bæði fyrir mig og sjónvarpið. Ég á orðið gott safn kvikmynda allt frá 1956 og einnig ljósmynda lengra aftur í timann. Það er ómetanlegt að eiga ýmsa atburði á filmu. Ég festi flesta atburði bæði á venjulega ljósmyndafilmu og „slides”, fyrir utan kvikmyndunina. Þegar ég er á ferð hef ég aldrei færri en þrjár ljósmyndavélar með mér með mismunandi filmum. Þá er ég einnig með kvikmyndavélar, bæði 8 og 16 mm. Maður veit aldrei hvenær maður hittir atburð.” Viðgerðir eru aðalvinnan Margur ferðamaðurinn hefur þurft að leita á náðir Bærings í Grundar- firði því hann vinnur við bílavið- gerðir og er með verkstæði. Þá koma heimamenn að hitta Bæring því honum lætur ekki síður að hressa upp á bátaflotann en bílana. Hann var byrjaður 13 ára á vetrarvertíð og veit því hvað snýr fram og hvað aftur á skipum. Viti Grundfirðingar og nágrannar þeirra eitthvað fréttnæmt er óhætt að hafa samband við Bæring. Hann kemur því áleiðis til Dagblaðsins og tekur mynd af því fréttnæma ef að likumlætur. -JH „Þar sem ég hef hvorki reykt né notað vin er ég léttur á mér.” Hefur lifað í eina öld Stefán Jónasson, fyrrum útgerðar- maður og bóndi, var meða) þeirra sem Vigdfs Finnbogadóttir forseti hellsaði upp á I Hlið, dvalarheimili aldraðra á Akureyri, i opinberri heimsókn sinnl. Hér sést forseti tala við Stefán. Heyrnin er farin að daprast hjá honum enda aldurinn orðinn hár. Hann heldur upp á 100 ára afmæli i haust. -ARH / DB-mynd Sig. Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.