Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. Ingvar Ernir Pálsson fæddur 1. okt. 1977, lézt 3. júli 1981 í umferðarslysi í Svíþjóð. Foreldrar hans eru Kristín Hjörleifsdóttir kennari og Páll E. Ingvarsson cand. med., nú læknir á Sigiufirði. Veðrið Vestanlands ar gert ráfl fyrir golu an hœgviflri á suflurhluta landsins. NorAvestan gola fyrir norflan afla hœgviflrl. Skýjafl og súld víflast hvar. Klukkan 6 var suflvostan 2, súld og 9 stig í Reykjavlt, suflauflaustan 2 skýjafl og 11 stig á Gufuskálum, norflan 1 láttskýjafl og 10 stig á Galtarvita, norflnorflvastan 4 rigning og 8 stig á Akuroyri, norflvestan 2 súld og 7 stig á Raufarhöfn. Logn, aiskýjafl og 8 stig á Dalatanga. Norfl- vostan 4, skýjafl og 10 stig á Höfn. Vestan 5, abkýjafl og 8 stig á Stór- höffla. í Þórshöfn var skýjafl og 8 stig, lóttskýjafl og 17 stig í Kaupmanna- höfn, skýjafl og 16 stig í Osló, lótt- skýjafl og 16 stig í Stokkhólml, skýjafl og 19 stig (London, láttskýjafl og 19 stig f Hamborg, þoíaanófla og ' 20 stig f Parfs, skýjafl og 18 stig I Madrid, haiflskirt og 17 stig f Lissa- bon, skýjafl og 25 stig f Naw York. Ancflát Guðrún Elisabet Kristjánsdóttir, sem lézt 24. júlí, var fædd 17. október 1892 að Bæ í Staðarsókn í Súgandafiröi. Fyrri maður hennar var Þorsteinn Jónsson, bjuggu þau að Bólstað í Súða vík. Fósturdóttir þeirra var Olga Pálmadóttir. Eftir lát Þorsteins giftist Guðrún aftur og var sfðari maöur hennar Jón Valgeir Hallvarðsson. Bjuggu þau á Blómsturvöllum í Súða- vík. Inglbjörg Sigriður Jónasdóttir Njáls- götu 4 B er látin. Hún átti æsku sina i Borgarfirði, var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Loftsdóttur og Jónasar Jónas- sonar. Minninarathöfn um Ingibjörgu Sigríði verður i Dómkirkjunni í Reykjavík 5. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður á Borg á Mýrum 6. ágúst kl. 14. Jón G. G. Pétursson andaöist að Hrafnistu 3. ágúst 1981.. Guðrún Bjarnadóttir Bakkastíg 12 B Bolungarvík lézt að heimili sínu mánu- daginn 3. ágúst 1981. Katrin Jóhannesdóttir Kleppsvegi 142 lézt á Landspítalanum 1. ágúst 1981. Sigurður Harðarson Fjölnisvegi 18 lézt af slysförum 3. ágúst 1981. Jón Þórir Gunnarsson Brekkustíg 6 A Reykjavik andaðist aö heimili sínu að kvöldi 1. ágúst. Jóhanna Bjarnadóttir frá Stapadai andaöist að heimili sínu Mjóuhlíð 12 1. ágúst 1981. Ragnheiður Kristin Kristjánsdóttir frá Sveinseyri, Norðurbyggð 23 Akureyri, andaðist á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 31. júlí 1981. Jarðaförin fer fram 7. ágúst 1981. Ólafur Kristjánsson Þórhól Neskaups- stað andaðist 31. júlí sl. Verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju 8. ágúst kl. 14. Sveinbjörn Kristjánsson andaðist 31. júlí. Útförin fer fram i Fossvogskirkju 7. ágúst kl. 10.30. Sigriður Ketilsdóttir Melabraut 63 Sel- tjarnarnesi verður jarðsungin í Foss- vogskirkju i dag 5. ágúst kl. 15. Magnús Kjartansson verður jarðsung- inn í Dómkirkjunni 6. ágúst kl. 15. Ástriður Guðrún Eggertsdóttir verður jarðsungin 6. ágúst kl. 10.30. Ólafur Þ. Kristjánsson Tjarnarbraut 11 Hafnarfirði andaöist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 3. ágúst sl. Helgi P. Briem Sólheimum 23 Reykja- vík lézt í Borgarspítalanum 2. ágúst 1981. Þráinn Sigurðsson Litlagarði 14 and- aðist að heimili sínu 4. ágúst 1981. Ásta Hólmkelsdóttir Mávabraut 2 Keflavík verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju 6. ágúst kl. 14. Ferðalög Sumarferð Nessafnaöar Sumarferöin verður farin sunnudaginn 9. ágúst. Ekið verður að Skógum undir Eyjafjöllum. Nánari upplýsingar fást hjá kirkjuverði milli kl. 17 og 18 fram að helgi i síma 16783. Alþýðubandalagið í Kópavogi fer sina árlegu sumarferð dagana 14.—16. ágúst. Lagt verður af stað kl. 19 stundvislega föstudaginn 14. Ekiö verður að Heklu við Selsund, farið hjá Næfurholti, Rangárbotnum og Tröllkonuhlaupi, austur með Skjólkvíum og gist í tjöldum við Land- mannahelli. Á laugardeginum kl. 9 verður lagt af stað i Hrafntinnusker, þar sem jaröhitinn bræðir jökulisinn. Þaöan verður svo haldið aftur á Dóma- dalsleiö, hjá Frostastaðavatni i Landmannalaugar þar sem gerður verður stuttur stanz. Siðan verður ekiö austur yfir Jökulgilskvísl, hjá Kýlingum um Jökuldali að Herðubreið viö Eldgjá. Hjá Ljónstindi veröur ófærufoss í Eldgjá skoðaður. Tjaldað verður I efstu grösum austan Grænafjallgarðs. Á sunnudeg- inum kl. 9 verður siöan lagt af stað á Sveinstind sem ris 1090 m hár við suövesturenda Langasjávar og Fögrufjalla. Um hádegiö verður haldið heimleiöis um Landmannalaugar, Sigöldu og Þjórsárdal en þar verður ckið hjá Gjánni og komið viö 1 Stöng. Litið veröur á Hjálp og síðan farið niöur Gnúpverjahrepp og Skeið ogáætluöheimkomaum kl. 21. Upplýsingar og miðar fást hjá Lovisu Hannes- dóttur í síma 41279 og Gisla Ól. Péturssyni í sima 42462. Ferðafólk! Þetta er sannkölluö draumaferð! Látiö ekki happ úr hendi sleppa. Framsóknarfélag Borgarfjarðarsýslu efnir til helgarheimsóknar til Vestmannaeyja 4. sept. nk. ef nægileg þátttaka fæst. Fararstjóri verður Trausti Eyjólfsson, kennari viö Bændaskólann á Hvanneyri, og skráir hann feröafélaga í síma 7019. AA-samtökin í dag miðvikudag verða fundir á vegum AA-samtak- anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) kl. 12 (opinn), 14, 18 og 21. Grensás, safnaðarheimili kl. 21. Hallgrímskirkja kl. 21. Akranes (93-2540) Suöurgata 102 kl. 21. Borgarnes, Skúlagata 13, kl. 21. Fáskrúðsfjörður, Félagsheimilið Skrúður, kl. 20.30. Höfn, Hornafirði, Miötún 21, kl. 21. Kefla- vík (s. 92-1800), Klapparst. 7 enska, kl. 21. Á morgun, fimmtudag, verða fundir í hádeginu sem hér segir: Tjamargata 5, græna húsiö, kl. 14. MINNKANDISVÆLA í TÖLUM 0G PRÓSENTUM Ég var svo stálheppinn í gærkvöldi að allt það sem mig langaði að hiusta á kom i bunu eftir fréttalesturinn. Með góðri samvjzku var hægt að slökkva á tækinu um níuleytið og snúa sér að öðru, í stað þess að hlusta hlustunarinnar vegna og nöldra. Sem er hallærislegt i meira lagi. Vettvangsþátturinn var í þyngra lagi að þessu sinni. Einhver náungi kynnti nýja ferðaskrifstofu, einhvers konar leppfyrirtæki íscargó að mér skilst. Mál til komið að við fáum nú tækifæri til að skutlast yfir pollinn. Svo komÞorvarðurörnólfsson fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og sagði okkur frá því að íslendingar svældu minna af tóbaki en áður. Þá léttist brúnin mín agnarögn. Að visu verður ekki sagt að fróðleikurinn hafi veri settur fram á aðgengilegan hátt fyrir hlustandann: endalausar talnarunur og prósentur. Mér skildist þó að þetta færi frekar minnkandi. Að meinalausu mættu þó fleiri hætta svælinu. Við sem ætlum að drepa okkur á einhverju öðru en reykingum myndum ekki sakna þess. Það þykir bara sjálfsagt að svæla framan i okkur hvar sem gengið getur. Kerlingunum sem sátu framan við mig í Ferða- félagsrútunni um siöustu helgi þótti ekkert athugavert við að svæla hver í kapp við aðra — hvað sem aðrir far- þegar sögðu. Og eyðileggja andrúms- loftið fyrir okkur hinum. Guðmundur Einarsson forstjóri Skipaútgerðar nkisins kom síðastur viðmælenda í Vettvanginn og sagði frá væntanlegum skipakosti. Sigmar B. var, að þvi er ég bezt gat heyrt, stútfullur af kvefpest. Hann á samúð mína óskipta. Pestir og flensur eru andstyggileg fyrirbæri. En hvers vegna er Ásta „samstarfsmaður” orðin nánast eingöngu kynnir í þættinum og Sigmar alltaf í spyrils- hlutverkinu? Áfangarnir brugðust ekki frekar en fyrri daginn. Þar fengum við meira að segja að heyra i félaga Bubba Morthens. Og á eftir Áföngum var Finnbogi Hermannsson, pólitiskur flóttamaður úr Framsóknarflokkn- um á Vestfjörðum, með ágætis þátt um Árneshrepp á Ströndum. Finn- bogi er góður hljóðvarpsmaður og hefur náð þokkalegum tökum á fag- legri vinnu í þáttagerð. Árneshreppi kynntist hlustandinn öllu betur í þættinum, a.m.k. sá er vissi lítið um hann fyrir og vildi vita meira. Ámes- hreppur komst í fréttir fyrr í sumar þegar Vigdís forseti kom þangað í heimsókn. Dagblaðslesendur eru á hverju sumri ágætlega upplýstir um hræringar í þessum hreppi á Strönd- unum. Það er auðvitað henni Regínu að þakka. Hún flytur sig um set eins og farfuglarnir. Eyðir veturnóttunum í loðnubrælunni á Eskifirði en flytur sig svo i ferskt Strandaloftið þegar sólin hækkar á lofti á vorin. Sjónvarpsfríinu fer bráðum að ljúka. Þá er von til að óróa og tauga- veiklun linni á heimilunum. Og menn hætti að vera eirðarlausir og vesælir eftir kvöldmatinn. Sérstaklega þeir sem eru borubrattir og mannalegir; þykjast sko ekki sakna helvftis sjón- varpsins í eina mínútu. En hlakka undir niðri óskaplega til að fá Dallas- inn sinn og allt hitt. Það er kannski sama fólkið ogskammasteilíft yfir að ekkert standi af viti í blöðum — en kaupir þau nú samt. Svei. Stjornmaíafundir L miMúí sus- Sveitarstjórnarmál Málefnanefnd um sveitarstjórnarmál heldur fund sinn í dag, kl. 171 Valhöll við Háaleitisbraut. Stjórn- andi Davíð Oddsson. Sjálfstœðisfélögin á Suöurnesjum Sameiginlegur fundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Njarðvik (sama húsi og sparisjóðurinn). Fundarefni: Aukin þátttaka kvenna innan Sjálf- stæðisflokksins og á vettvangi landsmála. Fram- sögumenn: Margrét S. Einarsdóttir, form. Lands- sambands sjálfstæðiskvenna, Björg Einarsdóttir, form. Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Rvík. Salome Þorkelsdóttir alþingismaöur og Arndis Björnsdóttir varaþingmaður mæta á fundinn. Fundurinn er öllum opinn. Alþjóðagiktarþingið í Parts — Gikt algengasta orsök fötlunar Fimmtánda alþjóöaþing giktarfélaga var haldið i París dagana 21.—27. júní sl. Á þinginu voru samankomnir nær 4500 fulltrúar frá flestum löndum heims. Meirihluti þingfulltrúa var læknar og vís- indamenn, en þeir hafa fiestir með sér félög í sinum heimalöndum. Félög giktsjúkra eru aftur á móti einkum starfandi i hinum þróaöri lýðræðislöndum Evrópu og Norður-Ameríku og hafa þar víða náð mjög góðum árangri. Þingið sóttu sex íslenzkir læknar, lyfjafræðingur og fulltrúi Giktarfélags íslands. Fjórir íslendingar, Ingvar Teitsson, Alfreð Árnason, Helgi Valdimarsson og Jón Þorsteinsson, lögðu fyrir'þingið skýrslu um rannsóknir á 147 íslendingum sömu ættar með háa tíðni giktar. Rann- sóknirnar fóru fram á Lyfiækningadeild Landspítal- ans, Blóðbankanum og Dept. of Immunology, St. Mary’s Hosp. Medical School, London. Frummælandi var Ingvar Teitsson og kom fram í máli hans aö rannsóknum þessum væri ekki lokið, vegna skorts á rannsóknaraðstöðu á tslandi. Á þinginu kom skýrt fram að giktsjúkdómar eru algengasta orsök fötlunar. Giktsjúkdómar valda fiestumfjarvistum frá vinnu og meiri þjáningu en nokkrir aðrir sjúkdómar. Menn voru einnig sammála um að giktsjúkdómar væru ákafiega vanræktir i hinum opinberu heil- brigðiskerfum. Alþjóðsamband giktarfélaga hefur nú hafið stór- aukið samstarf við Alþjóða heilbrigðisstofnunina undir kjörorðinu ..Heilsa handa öllum áriö 2000”. Stærsta hindrunin á vegi þessa starfs telja menn van- þekkingu stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almenn- ings á giktsjúkdómum og mögulegum lækningum. Forseti Alþjóðasambands giktarfélaga, dr. E.P. Engelman, Bandarikjunum, sagði i viðtali við dag- blað þingsins: „Ég mun vinna að þvi að fjölga aðildarfélögum sambandsins. Mig langar aö sjá meiri þátttöku heilbrigðisstétta eins og hjúkrunar- fræðinga, sjúkraþjálfara og skurðlækna. En framar öllu legg ég áherzlu á þátttöku hinna sjúku. Það er algengt aö vanti.átak hinna sjúku til aö sá árangur náist sem mögulegur er.” öldungadeild á Selfossi Eins og fram kemur í auglýsingu hér i blaðinu verður kannaður áhugi & stofnun öldungadeildar við Fjöl- brautaskólann á Selfossi á næstu dögum. Ef þátt- taka reynist næg að mati skólans og menntamála- ráðuneytis veröur væntanlega tekið til starfa þegar í haust og mun þá sú fulloröinsfræösia sem farið hefur fram í Hveragerði í samvinnu við Menntaskól- ann viö Hamrahlíð flytjast í Fjölbrautaskólann á Selfossi, enda hafa nemendur i Hvergerði margir hverjir komið frá Selfossi. öldungadeildin mun væntanlega starfa með líku sniði og samsvarandi deild við Menntaskólann við Hamrahllð og aðra framhaldsskóla: kennsla fer fram siðdegis og á kvöldin og er einkanlega ætluð að vera hjálp til heimanáms i kennslugreinum fram- haldsskólans. Fyrst í stað verður eingöngu um að ræöa bóknámsgreinar. Strætisvagna- gjöld hækka Frá og með 1. ágúst 1981 veröa fargjöld SVR sem hér segir: Fargjöld fullorflinna: Einstök fargjöld kr. 3,80. Stór farmiöaspjöld kr. 100,00/36 miðar Litil farmiðaspjöld kr. 30,00/9 miðar Farm.spj. aldraðra og öryrkja kr. 50,00/36. Fargjöld bama: Einstök fargjöld kr. 1,10 Farmiðaspjöld kr. 20,00/36 miðar. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna- NR.144-4. ÁGÚST1981 , gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7,581 7,601 8,361 1 Starlingspund 13,733 13,769 15,146 1 Kanadadollar 6,104 6,120 6,732 1 Dönak króna 0,9586 0,9611 1,0772 1 Norsk króna 1,2188 1,2220 1,3442 1 Sænsk króna 1,4243 1,4281 1,5709 1 Finnskt mark 1,6360 1,6403 1,8043 1 Franskur franki 1,2678 1,2712 1,3983 1 Belg. franki 0,1841 0,1846 0,2073 1 Svissn. franki 3,4771 3,4863 3,8349 1 Hollenzk florina 2,7189 2,7261 2,9987 1 V.-þýzktmark 3,0191 3,0271 3,4398 1 ítöisk Ifra 0,00609 0,00611 0,00672 1 Auaturr. Sch. 0,4294 0,4306 0,4736 1 Portug. Escudo 0,1140 0,1143 0,1257 1 Spánskur peseti 0,0755 0,0757 0,0833 1 Japansktyen 0,03100 0,03108 0,03419 1 irskt ound 11,034 11,063 12,169 SDR (sérstök dráttarréttindi) 8/1 8,4452 8,4677 Simsvari vegna gengisskráningar 22190. rt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.