Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. ff DAUÐU í BOLOGNA” — Rannsókn sprengjumálsins þykír ganga ákaflega hægt og áhrif amiklir aðilar virðast á móti því að sannleikurinn komi í Ijós Paolo Sacrati vaknar enn upp grát- andi á næturnar. Likami hans er enn fullur af glerbrotum sem munu smám saman koma út, að þvi er læknar hans segja. Paolo, fjórtán ára gamall, er einn hinna 200 heppnu. Loredana, móðir hans, og Agelica, amma hans, létu lífiö ásamt 83 öðrum 2. ágúst i fvrra I villimannlegasta ódæðisverki borgarskæruliða i Evrópu fram til þessa: Sprengja sprakk á járn- brautarstöð í Bologna þar sem krökkt var af fólki. Meðal þeirra sem létu lífið voru þriggja ára stúlkubarn og 86 ára gamall maður, enskur bakpokaferða- maður og vinstúlka hans, japanskur stúdent, vestur-þýzk kona og tvö börn hennar. í sambandi við rannsókn þessa máls hafa 47 aðilar verið handteknir en formlegar ákærur um þátttöku eru ekki nema þrjár. Giorgio Floridia, annar tveggja rannsóknardómara í málinu, segir að mennirnir þrír, sem handteknir hafa verið, Sergio Calore, Dario Pedretti og Chicco Furlotti, séu allir „ný-nas- istar”. Málshöfðunin gegn þeim byggir á framburði Giorgio Farina, öfgafulls hægrimanns sem framið hefur mörg ofbeldisverk og þekkir sprengiefni vel. Floridia hefur eftir honum: „Ped- retti og Calore báðu mig um að út- vega þeim mikiö magn af sprengi- efni. . . Þeir vildu undirbúa spreng- ingu sem hefði mikið blóðbað í för með sér. . . Ég spurði þá hver myndi búa sprengjuna til. Þeir sögðu að Furlotti myndi gera það.” Furlotti var látinn laus til bráöa- birgöa i aprii. Einnig var látinn laus Aldo Semerari, prófessor í réttargeð- lækningum og félagi I hinni leynilegu frimúrarareglu P-2 sem svo mjög hefur verið í fréttum á itallu siðast- liðna mánuöi. Hann var sakaður um að vera heilinn að byltingaráformum hægrimanna. „Það kemur I ljós viö lok rann- sóknarinnar hvort þeir hljóta dóm,” segir Floridia dómari. ,,En við eigum að minnsta kosti heils árs vinnu eftir I málinu.” Fyrir tveimur mánuðum mynduðu fjölskyldur fórnarlamba sprengingar- innar samtök. , ,Við töldum aö dóms- kerfið væri fært um að refsa hinum seku án okkar hjálpar. En það virðist ekki vera,” segir Torquato Secci, for- seti samtakanna, en 24 ára gamall sonur hans lét lifið I sprengingunni. Fjölskyldurnar benda á orð rann- sóknardómaranna sjálfra um að svo virðist sem áhrifmiklir aðilar vilji ekki að sannleikurinn komi I ljós. „Leyniþjónustan hjálpar okkur ekki,” segir Aldo Gentile, annar rannsóknardómaranna. „í heilt ár hefur hún aldrei átt frumkvæði I rannsókninni, komið með ábend- ingar eða leitt okkur áleiðis. Hún framkvæmir aðeins skipanir okkar. Ekkertmeira.” Margir foringjar leyniþjónust- unnar sögðu af sér eftir að upplýst var að þeir væru félagar í frímúrararegl- unni P-2 en leynilegt markmið þeirra er stjórnuðu reglunni var ný-fasísk bylting þótt ýmsum félögum regl- unnar væri ekki kunnugt um það. Þessi flækja lausra enda I rann- sókn málsins hefur fengið Floridia dómara til að segja: ,,Ef við höfum ekki náð árangri að öðru ári liðnu þá verðum við að vera nógu heiðarlegir til að játa að við fáum ekki botn I höfundarins Giorgio Galli þá var málið.” markmiðið meö glæpnum aö sýna Þögul mótmælaganga var farin á fram á það sem Thomas Hobbes skæruliöa Irska lýðveldishersins, Baska og Palestlnuaraba undir kjör- orðinu: ,,Stöðvið hryðjuverkin nú.” þvl aðeins möguleg að sigrast verði á hryðj uverkastar fseminni. ” Hann leit á sprenginguna 2. ágúst í fyrra sem tilræði, ekki aðeins við vinstristjórnina í Bologna heldur við lýðræðið I allri Evrópu. „Svar okkar er svar siðmenningar- innar,” segir Castellucci. „Það getur vel verið að hryðjuverkamennirnir líti á það sem ögrun viö sig. En ef við látum undan slíkum sjónarmiðum er lýðræðið á hnjánum og að lokum yrði Iýðræðið sigrað.” Óeirðir I Bologna árið 1977. „Það vald sem ekki getur tryggt Uf á ekki rétt á sér.” Þannig var umhorfs á járnbrautarstöðunni í Bologna eftir sprenginguna þar i fyrra sem varð 83 mönnum að bana. „Við vitum að rætur hryðjuverka- starfseminnar liggja I vondu félags- legu-, menningarlegu- og efnahags- legu andrúmslofti,” segir Federico Castellucci sem stjórnar hinni um- deildu hátíö. „En við viljum leitast við að sann- færa ungt fólk um að endumýjun er sunnudag að járnbrautarstöðinni til að minnast þess að ár var liðið frá sprengingunni. Minningartafla var afhjúpuð kl. 10,25, þ.e. á þeim tlma sem sprengingin varð. Stuttri minningarathöfn var útvarpað um Ítalíu. Þar voru fórnarlömb sprengingarinnar syrgð með þessum orðum: „í dag eigum við aðeins þögn handa þeim vegna þess að nú eftir heilt ár hefur réttlætinu enn ekki verið fullnægt.” í Bologna, höfuðvlgi vinstrimanna og kommúnista á ítallu, er sú tilfinn- ing talsvert ríkjandi að hryðjuverka- mönnum, sem báru ábyrgð á spreng- ingunni, hafi að vissu leyti tekizt það sem þeir ætluðu sér. Svo notuð séu orð ítalska rit- orðaði svo fyrir 300 árum: „Það vald sem ekki getur tryggt líf á ekki réttásér.” Á sama tíma er haldin önnur minningarathöfn af borgaryfirvöld- um og stendur hún í fjóra daga. Jazz-hljómsveitir skemmta, ráðstefn- ur eru haldnar, tónleikar og ljóða- lestur. Sumum finnst hátíðahöldin óviðeigandi og taia um að , .dansað sé á hinum dauðu”, ekki sizt fyrir þá sök að hluti hátiðahaldanna er bein- linis kostaður af vinstrimönnum í auglýsingaskyni fyrir Bologna-borg þar sem kommúnistar ráða ríkjum. Talsmenn kvenréttinda, kynvilling- ar, hernaðarandstæðingar og fleiri minnihlutahópar munu taka þátt í hátfðahöldunum, svo og fulltrúar Italskir frimúrarar á fundi. Margir foríngjar leyniþjónustunnar voru félagar f hinni ólöglegu frímúrarareglu P-2. Leyniþjónustan hefur virzt ákaflega áhugalitil um að upplýsa sprengjumálið i Bologna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.