Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. Kenna reiðmennsku, temja og þjálfa: LÍFIÐ ER EKKISALT- FISKUR HELDUR HROSS — stutt innlit hjá Freyju ogAlberti íSyðra- Garðshorni „Okkur líkar vel lifíö. Hér er gott aö búa og svo er allt annað að vera orðinn eiginn húsbóndi,” sagði Albert Jónsson, hrossabóndi aö Syðra- Garðshorni í Svarfaðardal, við Dag- blaðsmenn þegar við heimsóttum hann á dögunum. Albert og kona hans, Freyja Hilmarsdóttir, tóku jöröina á leigu í fyrravor og stunda þar eingöngu hestabúskap. Þau kenna reiðmennsku, temja og þjálfa hesta. Á sama hátt og lif sumra er saltfiskur, er lif þeirra hross. Og þau lifa bara dágóöu lífi. „Það þótti mörgum ekki gáfulegt að ætla sér að lifa af því að fást við hesta og hestamennsku. En þetta sýnir sig geta gengið þokkalega vel,” sagði Albert. Þau hjón þykja fær vel og lagin við að fást við hrossin, enda eru margir um að vilja koma hestum í tamningu og þjálfun hjá þeim. Þau hafa vasazt lengi í hestamennskunni og haft hana að at- vinnu. Albert vann hjá Sigurbirni Eiríkssyni á Stóra-Hofi í ein 7 ár, Freyja var hjá Sigurði Haraldssyni í Kirkjubæ. Báðir eru þeir Sigurbjörn og Sigurður þekktir hrossabændur á Rangárvöllum. Freyja var ekki heima við þegar okkur bar að garði. Hún var á Dalvík að kenna krökkum undirstöðuatriði reiðmennskunnar. Reyndar var Albert ekki heima heldur. Hann var 1 reiðtúr (hvað annað!) en skilaöi sér heim von bráðar. Hjá þeim er llka 1 sumar bróðir Freyju, Óli. Hann vinnur ásamt þeim við tamningar. Hestar eru tamdir fyrir menn viðs vegar um land. Aðra temja þau og selja svo. Albert og Freyja hafa líka farið um nágrennið og haldið námskeið fyrir hestamenn. Þannig fengu hestamenn á Húsavlk og Ölafs- Freyja leiðbeinii ungviðinu ng kennir fyrstu sporin i reiðmennsku og umgengni við hestana. Nemandinn heitir Hólmfriður, dóttir Stebba og önnu Möggu. Albert og mágur hans, Óli, I hestaréttinni. Ofáa glæsta fáka mátti sjá þar. Allt á fullu i gerðinu ofan við fjösið I Syðra-Garðshorni (þar sem hestar hafa tekið völdin af kúnum). Albert lagði á kenjóttan klár sem hljóp hring eftir hring og lét öllum illum látum. Knapinn hló dátt en fréttamenn góndu skelfdir á. Það er greinilega engin tilviljun að Albert var i hópi sigursælustu knapa á íslandsmótinu i hestaiþróttum fyrir skömmu. Meira en meðal iþróttamenn þarf til að lafa á baki á sprellhestum á borð við þennan. Hér tók sá villti sig til og lét eins og hann væri aðalstjarnan I vesturheimskri kúreka- kvikmynd. En Albert bognaði hvergi og lét klárinn ólmast þangað til hann þreyttist á hamaganginum. DB-myndir: Sig. Þorri. firði leiðsögn góða. Auk þess fór Albert um og kenndi rétt vinnubrögð við járningu. Þannig gengur lífið fyrir sig i stórum dráttum. Þó ekki árið um kring: ,,A haustin er gott að taka sér pásu, gefa hestunum frí. Ég býst við að fara á sjóinn í haust, það er mikil og góð tilbreyting,” sagði Albert. Við þáðum með þökkum kaffitár og tertusneið i stofu 1 Syðra-Garðshorm. Síðan var ekkert eftir annað en að þakka fyrir sig og kveðja. Heimamenn mátti ekki tefja lengur. Þeir áttu eftir að stússast í hestum enn frekar áður en dagur yrði úti. Þarna erlinnulaustriðið frá morgni til kvölds. -ARH. Nýja sundlaugarhúsið i Mývatnssveit og sundlaugin að verða til fyrir framan. A minni myndinni eru sundlaugarsmiðirnir Ólafur Guðmundsson, Valdimar Valdimarsson og Jón Ingvar Valdimarsson. DB-mynd: Finnur Baldursson, Reykjahlið. Mývetningar fá nýjá sundlaug — sem flutt var í hlutum frá Skagaströnd Þessa dagana er veriö að setja niður nýa sundlaug í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Áður var búið að byggja stórt og glæsilegt hús með búningsaðstöðu, böðum og öðru sem tilheyrir. Á neðri hæð hússins eru búningsklefar og böð fyrir notendur knattspyrnu- og iþróttavallar. Síðast- liðinn vetur hafði Tónlistarskóli Mývatnssveitar aðstöðu í húsinu og eins mun íþróttafélagið Eilífur fá til afnotahlutaþess. Nýja sundiaugin, sem er 25 x H metrar, er úr trefjaplasti. Hún var búin til i trésmiðju Guðmúndar Lárussonar á Skagaströnd og flutt til Reykjahlíðar í pörtum. Þrir menn frá framleiðanda vinna nú við að setja laugina saman. Reikna þeir með að Ijúka verkinu eftir hálfan mánuð. Knstján Yngvason oddviti sagðist i samtali við fréttaritara DB í Reykjahlíð vonast til að hægt yrði að taka þessa nýju og glæsilegu sundlaug (notkun í næsta mánuði. -FB, Reykjahllð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.