Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. II SigurjónáSigló spurðiFinn íSafnahúsinu á Húsavík: HVERNIG VAR VEÐRK) 11. SEPTEMBER1884? — svarið fannst ídagbókum Snorra frá Þverá í Laxárdal „Hjálpuðumst ekki áður Elztu börnln min Sizt þó smakka náðu Sikur, brennivín Ekki kaffe eða te Vitlaus öldin verður nú Nema vökvuð á þvi sje. Þannig kvað Eggert lögmaður Ólafsson fyrir rúmum 100 árum síðan. Hvað mundi hann segja ef hann mætti líta nú upp úr gröf sinni og sjá alla þá óstjórn sem viðgengst hjer á landi i brúkun munaðarvöru- tegundanna. Það kann sumum að þykja fróðlegt að vita hvenær kaffe- brúkunin hófst fyrst hjer á landi og hvern vöxt og viðgang hún hefir fengið á þessari öld.” Textinn sem hér er vitnað til birtist í „Gauta” handskrifuðu sveitarblaði sem Jón Sigurðsson á Gautlöndum í Mývatnssveit gaf út árið 1882. Þetta er sýnishorn af þingeyskri frétta- mennsku fyrir 100 árum. í héraðs- skjaiasafni Þingeyinga, i glæsilegu safnhúsi á Húsavík, er að finna mörg fleiri sveitarblöð úr sveitum sýslunnar frá því í lok siðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú liður. Finnur Kristjánsson, safnvörður, sýndi blaðamönnum DB sýnishorn af hvorki meira né minna en 50 blöðum. Má nefna „Snarfara” sem gefinn var út i Kinn, „Þambaskelfi” úr Mývatnssveit, „Umrenning”, „Þóri snepil’ og „Vökustaur”, sem Sigurður frá Arnarvatni gaf út. Hugvekjur i ungmennafélags- anda, fréttir, ljóð, pólitískar vanga- veitur: sýnishorn af öilu þessu er að finna í blöðunum. Og þau gengu bæ frá bæ og voru lesin vandlega áður en kom að næsta „áskrifanda”. Jóhann Skaftason er „maðurinn á bak við framkvæmdirnar" Þingeyingar búa vel að menning- arverðmætum sínum í safnahúsinu á Húsavík. Það fer ekki á milli mála og hlýtur að vekja undrun bæði og aðdáun hjá gestum úr öðrum lands- hluta. Enda segir Finnur Kristjánsson að „sýslan og Húsavikurbær reki þetta myndarlega, og ég fæ alla þá peninga sem ég bið um!” Safnahúsið var vfgt*24. maí i fyrra. Um leið og Ingvar menntamála- ráðherra Gíslason lýsti safnið tekið til starfa, hringdi hann skipsklukkunni af kútter Höllu frá Patreksfirði. Að kvöldi vigsludagsins voru Jóhanni Skaptasyni, fyrrum sýslumanni, og Sigriði Víðis, konu hans, færðar sérsakar þakkir fyrir þeirra þátt í uppbyggingarstarfi safnsins. Fullyrt er að fórnfýsi þeirra og áhugi hafi riðið baggamuninn að safnahúsið yfirieitt varð til: „Jóhann er maðurinn á bak við framkvæmdirnar,” segir Finnur safnvörður. í þakkiætisskyni hanga uppi tvö málverk, myndir af þeim hjónum, i stigauppgangi hússins. Kvenkyns klukka frá Borgundarhólmi Áhuginn er mikill fyrir vexti og karl- og kvenkyns klukkur, kenndar við Borgundarhólm. Á karlkiukkum er kantaður haus, á kvenklukkum er hausinn kringlóttur. Annars eru danskar klukkur hvorugkyns!” Finnur hafði meira að segja um klukkuna góðu: „Fyrsta sólarhringinn voru hálf- gerð leiðindi í henni. Hún gekk skamman tíma í einu og stoppaði síðan. Svo gerðist það að Björg, kona Hallgríms verkstjóra i frystihúsinu, kom inn i húsið. Hún átti heima á Halldórsstöðum. Þá brá svo við að klukkan hætti að stoppa og hefur siðan gengið eins og klukka, svo ekki skeikar sekúndu!” Bísperrtur ís- björn íbúri Hvað er að finna undir þaki Safnahússins? Á efstu hæðinni er byggða- og héraðsskjalasafn. Byggðasafnið er hluti safnsins á Grenjaðarstað. Þar er lika ljós- myndasafnið og aðstaða tii að sýna málverk. 3ja málverkasýningin frá áramótum stóð einmitt yfir þegar við komum í heimsókn. Málverkasafnið sjálft, i eigu Safnahússins, hefur að geyma 91 mynd og teikningu. Bókasafnið er á miðhæðinni og í kjallaranum er náttúrugripasafn. Uppstoppuð og þurrkuð dýr úr sjó, af landi og fuglar himinsins. Frægasti gripurinn er óefað ís- björninn góði. Hann stendur Silfurskæri Valgerðar Tryggvadóttur (Þórhallssonar forsætisráðherra) sem hún notaði til að klippa á silkiborða og opna þannig formlega nýja brú á Skjálfandafljóti i júli 1930. Valgerður sendi byggðasafninu skærin aö gjöf daginn sem DB-menn komu þangað. Það þótti Finni góð gjöf og ánægjuleg. Borgundarhólmsklukkan, nýr safn- munur úr dánarbúi Wiiliams Pálssonar. Hún var með ólund og gekk illa fyrsta sóiarhringinn, en tók gleði sina á ný þeg- ar kona ein frá Húsavfk kom f heimsókn f safnið! Hjónin Finnur Kristjánsson og Hjördis T. Kvaran eru starfsmenn og safnverðir i Safnahúsinu. Myndin er tekin þegar þau tóku á móti Vigdfsi Finnbogadóttur forseta i opinberri heimsókn hennar til Húsavfkur. Skipsklukkan úr kútter Höllu frá Patreks- firði hangir f dyrunum bak við þau. rekstri safnanna í safnahúsinu. Þá ályktun má draga af myndarlegum aðbúnaði safnsins, af gestakomunni (1600 manns samkvæmt gesta- bókinni frá áramótum). Siðast en ekki sist sýna stórgjafir fólks hlýhug þess til stofnunarinnar. Menn gefa peninga, myndir, málverk, húsmuni, náttúrugripi og margt margt fleira. „Siðustu daga hefur okkur borizt óvenju mikið, margar stórgjafir,” sagði Finnur Kristjánsson og sýndi okkur einn af nýjustu gripunum: Borgundarhólmsklukku úr dánarbúi Williams Pálssonar, sonar Lissiar Þórarinsson og Páls Þórarinssonar á Halldórsstöðum. „Þetta er kvenklukka,” segir Finnur. Og bætir við þegar hann sér spurnina í svip fréttamanna af höf uðborgarsvæðinu: „Maður frá Borgunarhólmi sagði mér að í Danmörku væru til bæði bísperrtur í glerbúrinu sínu, allt annað en vingjarnlegur á svipinn. En meinlausþó. Hvernig var veðrið 11. september 1884? Safnahúsið er lifandi stofnun. Á þvi leikur enginn vafi. Og þar er vandalaust að eyða löngum tíma. Finnur sagði okkur að meira að segja útlendingarnir gætu dundað tímun- um saman við að skoða gömul skjöl og pappira, þrátt fyrir að þeir skildu ekki orð i textunum. Enginn efast um gagnið sem áhugafólk um þjóðlegan fróðleik og alls kyns grúskarar hafa af slíkum stofnunum. Eitt Htið dæmi um það í lokin: Sigurjón Sigtryggsson á Siglufirði, mikill grúskari og fróðleiksbrunnur um gamla timann, hringi i Finn Kristjánsson fyrir skömmu og spurði §S%S: 1 •rrss Finnur við mörg hundruð ára gamalt skatthol, nýjan safngrip. Sögu skattholsins vantar, en það hefur Ifklega tilheyrt innbúi sýslumanns sem bjó að Garði i Aðaldal endur fyrir löngu. hvernig veðrið hafi verið þann 11. september 1884. Ókunnir hefðu líkast til giskað á að það stæði i Finni að svara spurningunni. En hann rölti inn í skjalasafnið og fletti upp i dag- bókum Snorra Jónssonar frá Þverá f Laxárdal, dagbókum sem ná yfir timabilið 1884—1893. Ekki stóð á svari í dagbók Snorra: Þennan septemberdag fyrir einni öld var ofsa- veður. 60—70% heyja á Þverá fuku og fjöldi báta fórst á Eyjafirði. Þannig sáu bændur ti' sveiia um að skrá upplýsingar um veðrið löngu fyrir daga Veðurstofunnar. -ARH. Merkilegt plagg úr héraðsskjalasafninu: Söfnunarlisti vegna byggingar minnisvarða um Jón Sigurðsson forseta á Austurvelli frá árinu 1880. Tryggvi Gunnarsson skrifar undir sem formaður söfnunarnefndar. Flestir gáfu 50 aura, alls söfnuðust 8.08 krónur af þeim sem skrifuðu sig á iistann. Húsavík: H jörtur skipaður umboðs- dómari í handtökumálinu Hjörtur O. Aðalsteinsson, fulltrúi hjá Sakadómi hefur verið skipaöur umboðsdómari í hinu svokallaða hand- tökumáli i Skúlagarði. Að sögn Hjalta Zophaniassonar, deildarstjóra í dómsmálaráöuneytinu hefur Hirti verið sent skipunarbréfið, en ekki lá ljóst fyrir hvenær hann fer til Húsavíkur, þar sem ákæra for- stöðumannsins í Skúlagarði, fyrir meinta ólöglega handtöku, verður tekin fyrir. Þess má og geta aö sýslumaðurinn i Þingeyjarsýslum, sem jafnframt er lög- reglustjóri á Húsavfk, hefur sent dóms- málaráðuneytinu kæru sem borizt hefur á hendur lögreglumönnum á Húsavík fyrir atburö sem átti sér stað fyrir skömmu. Var þá ungur maöur, að eigin sögn, fluttur út i hraun af lög- reglumönnum og skilinn þar eftir, fyrir það eitt að óska eftir bílfari til Húsa- víkur. Veröur þessu máli aö öllum líkindum visað aftur til sýslumannsins á Húsavík til meðferðar. -ESE.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.