Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. AMC Jeep 401 cid árg. ,72: ‘'víí, < VERKLEGASTIIEPPINN NORDAN HEIÐA AMC-félagarnir fyrir norðan stilla sér upp við hliðina á jeppanum i sandgryfj- unum áður en æfingin hefst. Frá vinstri: Sigursteinn Þórsson, Halidór Jóhannes- son og Jóhannes Jóhannesson. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. ur, Roller rockerarmar og þrefaldir ventlagormar. Auk þess er sett Nitrous Oxide kit á vélina og er ætlunin að spara hláturgasið hvergi þegar í spyrn- una er komið. Með Nitrous Oxide kittinu er notaður mjög fullkominn elektróniskur mælir sem gerir Halldóri kleift að fylgjast með streymi gassins, þrýstingi og magni á kútnum. Hitt er svo aftur vafamál hvort Halldór hefur nokkurn tfma til að fylgjast með mælinum þegar ( spyrnuna er komið. Kveikjan á vélinni er fra ACCEL óg einnig háspennukeflið. Flækjurnar eru sérsmfðaðar Haddmann/Pústmann- flækjur og eru rörin í þeim 2” breið, 32” löng og Cellectorinn á þeim er 4”. Bensíndælan er frá Holley. Aftan á vélinni er álsvinghjól og 3000 punda kúplingspressa, hvort tveggja frá Hays. Gfrkassinn er stóri fjögurra gfra Chryslerkassinn og er hlutfall fyrsta gfrsins 2,64:1. Við kassann er notaður Hurstskiptir. Millikassinn er sá upprunalegi sem var í bílnum. Dekkjabúnaður bílsins er mismun- andi eftir aðstæðum. í torfærukeppni eru notaðar 22 1/2” breið skófludekk að aftan og 15 1/2” terrur að framan. í sandspyrnu verða notaðar 221/2 ” skóflur að aftan og mjó dekk að framan. Og þar sem engar breytingar þarf að gera á bflnum þegar hann er út- búinn fyrir sandspyrnu til að geta tekið Halldór hlffði jeppabúrinu hvergi þegar hann botnaði það upp brekkurnar. Iðulega hélt jeppinn áfram upp eftir að brekkan endaði og flaug hann oft langar leiðir. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Þjóðsögurnar segja að á Jónsmessu- nótt flytjist álfar búferlum. Samkvæmt sögunum stunduðu framgjarnir ungir menn þann sið að seijast við krossgötur og hindra þannig álfana í að komast leiðar sinnar. Buðu álfarnir mönnun- um þá gull og gersemar ef þeir heftu ekki för þeirra en ef maðurinn þáði gjafir álfanna trylltist hann og hvarf i kletta með þeim. Ef maðurinn hins vegar stóðst allar freistingarnar stóð hann uppi að morgni með allt það sem álfarnir höfðu boðið honum og geð- heilsu sfna aðauki. Sjálfsagt hafa þeim álfum er stóðu f flutningum undir Hlíðarfjalli við Akur- eyri síðastliðna Jónsmessunótt ekki gengið flutningarnir vel. Ekki var það þó vegna þess að einhver sæti þar á krossgötum og varnaði þeim framgangs heldur vegna þess að við rætur fjallsins, í malargryfjum sem þar eru, var harðasti jeppakarl norðan heiða að æfa sig f torfæruakstri með viðeigandi hávaða og látum. Jeppakarlinn heitir Halldór Jóhannesson og er hann reyndar aðeins 27 ára gamall rafvirki sem búinn er að vera með ólæknandi bíladellu f meira en 10 ár. Áður fyrr voru það fófksbflar sem heilluðu hug Halldórs og hefur hann átt, gert upp og endurbyggt marga bíla. Meðal þeirra merkilegri má nefna ’68 Barracudu Formula LS með 340 cid; vél og ’69 AMC Javelin sem Halldór endurbyggði allan. Upphaf- lega var sá bill með 292 cid; vél en þegar Dóri hafði lokið við breytingar á honum var komin 1 hann 401 cid. vél með ýmsum græjum. Nokkrar breyt- ingar höfðu verið gerðar á boddíinu og billinn klæddur með plussi að innan. Það fór líka svo að billinn var kosinn fallegasta tryllitækið á bílasýningu Bflaklúbbs Akureyrar sumarið 1978. En þar sem engin kvartmílubraut er fyrir norðan og takmarkaðir mögu- feikar til að njóta þess að aka og keppa á kraftmiklum fólksbíl ákvað Halldór að ná sér í jeppadellu. Ekki var erfitt fyrir hann að taka þá ákvörðun og kom þar margt til. Við Akureyri er bezta sandspyrnubraut landsins og árlega er haldin þar tvisvar torfærukeppni. Auk þess vildi Halldór eiga farartæki sem hann gæti komizt á hvert sem hann vildi og hvenær sem hann vildi. Ekki var erfitt fyrir Halldór að velja sér tegund þegar hann keypti sér jeppa þar sem mörg ár eru síðan AMC-púkinn tók sérvaranlega bólfestu f honum. Jeppinn sem Halldór á nú er AMC Jeep árg. ’72 og hefur hann átt jeppann f rúmt ár. í fyrrasumar keppti hann á bílnum, óbreyttum, í sandspyrnu og torfærukeppni. Gekk honum vel og sigraði m.a. í haustkeppni Bflaklúbbs- ins. Undirvagn En Halldór er einn af þessum mönn- um sem aldrei getur látið standardbíl í friði og leitast ávallt við að betrumbæta framleiðslu bílaverksmiðjanna. í fyrra- haust var bflnum stungið inn í skúr og þegar hann kom þaðan aftur i vor var hann gerbreyttur. Var jeppinn rifmn f smáparta og síðan byggður upp á nýtt frá grunni. Grindin var styrkt með því að sjóða 6 mm járn ofan og neðan á hana, auk þess sem aukabitar voru settir f grindina að framan og aftan til styrktar. Á grindina voru settar nýjar fjaðrir úr Scout-jeppa og eru þær mun stífari en upprunalegu fjaðrirnar. Spicer 30 hásingin, sem var að framan, var fjarlægð og var Spicer 44 kúfan sem var í afturhásingunni sett í framhásing- una. Framkvæmdi Hafsteinn Hafsteinsson það vandasama verk en hann sá reyndar um alla rennismíði sem „Það er betra að brjóta eitthvað á æfingu heldur en I keppni,” sagði Halldór enda var aksturslag hans þannig að ætla mætti að hann hygðist rústa jeppann þegar hann þjösnaðist um gamlar þrautir úr torfærukeppni bilaklúbbsins. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. framkvæmd var við jeppann. 1 fram- hásingunni er oowerlocklæsing og krómstál öxlar. Að aftanverðu var sett Spicer/Dana 60 hásing, einnig með powerlocklæsingu, og er drifhlutfallið í báðum hásingunum 4.56:1. Við hvert hjól voru settir tveir stillanlegir Gabriel Adjustible E demparar. Undir bflnum verður svo gripgrind (Ladderbars) og prjónagrind (Wheelbars) að aftan f spyrnunni. Boddí Yfirbyggingu bilsins var ekki breytt að öðru leyti en því að styrktarbitar voru settir undir boddfið þar sem velti- grindin festist I það. Veltibúrið er þriggja boga og fimm punkta öryggis- belti eru f jeppanum. í mælaborðið var bætt við nokkrum mælum til að fylgjast með ástandi vélarinnar. Voru það Dixco snúningshraðamælir, olfu- þrýstimælir, voltmælir og vatnshita- mælir frá Smith. Gangverk Upprunalega 304 cid. vélin var all- snarlega fjarlægð og f hennar stað sett 401 cid. vél. Halldór vildi halda sig við AMC-vél en það eru ótrúlega margir sem setja Ford, Chevrolet eða Chrysler vélar f jeppa. Undir vélina setti Halldór stækkaða olfupönnu og við sveifarás- inn skvettipönnu. Sveifarásinn er úr stáli og stimpilstangirnar einnig. Nýjar TRW-legur voru settar f vélina og eru stangarlegurnar í standardstærð en höfuðlegurnar f ,,olo” yfirstærð. High Performance TRW olfudæla sér um að smyrja legurnar. Borvídd strokkanna er óbreytt og er þjöppuhlutfall stimpl- anna 8.5:1. Þeir eru frá TRW og eru þrykktir. Stimpilhringirnir eru einnig frá TRW. Heddin á vélinni eru portuð, þ.e. göngin f þeim eru stækkuð, og framkvæmdi Hafsteinn það verk. Ventlarnir eru frá TRW og eru sog- ventlarnir 2,02” á stærð og blásturs- ventlarnir 1,78”, í götuakstri og tor- færukeþpni er kambás frá Crane í vél- inni sem er 306 gráða heitur og hefur 0,480” lyftihæð. Undirlyfturnar eru einnig frá Crane og ventlagormarnir. Undirlyftustangirnar, rockerarmarnir og stykkin sem halda ventlunum og gormunum saman eru standard. Ofan á vélinni er þá Torker soggrein með 780 cfm Holleyblöndungi. Þegar jeppinn er notaður 1 spyrnu- keppni er á vélinni Edelbrock Tunnel Ram soggrein með tveimur 600 cfm Holley blöndungum. Annar kambás er einnig notaður ásamt öllum fylgihlut- um og er það dót allt frá Crane. Ásinn er Roller kambás, 326 gráða heitur, með 0,608” lyftihæð. Roller undirlyft- þátt í kvartmílu ætlar Halldór einnig að reyna hann þannig. Þá verða mjóu dekkin undir jeppanum að framan og ellefu og hálftommu breiðir slikkar að aftan. Mikil vinna fór í að byggja bílinn upp og ekki framkvæmdi Halldór hana alla sjálfur. Naut hann þar dyggilegrar aðstoðar vina sinna. Auk Hafsteins aðstoðuðu hann þeir Sigurður Vil- hjálmsson, öðru nafni Smurlaugur kvarðaforingi, Sigursteinn Þórsson og Jóhannes Jóhannesson, bróðir Hall- dórs. Aðeins er farið að reyna á jeppann og eins og búast mátti við hafa komið fram ýmsir byrjunarörðugleikar. í vor- torfærukeppninni á Akureyri féll Halldór fljótlega úr keppninni þegar hann braut jókið við afturhásinguna og í torfærukeppninni á Hellu tók jeppinn upp á þeirri ónáttúru að drepa á sér I tíma og ótíma. Siðar kom I ljós að þrýstijafnari í eldsneytiskerfinu stóð á sér og olli vandræðunum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika náði Halldór öðru sæti keppninnar. Þeir félagar vinna stöðugt að lagfæringum og endurbótum á jepp- anum. Og þegar fullkomið samræmi verður komið í gang jeppans og akstur Halldórs mega keppinautar hans fara aðvara sig. Jóhann Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.