Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. 3 Raddir lesenda Hver einstakl- ingur er „óendanlega dýrmætur þáttur tilverunnar” — undrast lögmál lífsins Halldór Vlgfússon skrifar: Undravert er þetta lögmál, ham- skiptin og flutningurinn frá einni jörð til annarrar sem stendur djúpt i tilverunni svo ekkert lögmál stendur raunverulega dýpra. Hver einstaklingur er gæddur ódauðlegri sál. Þannig er ekki hægt að útrýma honum hvernig sem reynt væri til þess. Kraftur hvers eins er ævarandi og hæfileikinn til endur- líkömunar er lögmálsbundinn svo hver einn hlýtur að endurlíkamnast á einhverjum öðrum hnetti. Þannig er hver einn einstaklingur óendanlega dýrmætur þáttur tilver- unnar. Því betur sem ég hugsa þetta og skil þetta því meir undrast ég lög- mál lifsins. Þegar að því er gætt að hver ein- staklingur virðist vansæll og litils- virði i fyrstu er það vlst að hans biður i framtiðinni sffellt stærra og stærra, merkilegra og merkilegra hlutverk sem þáttur í guðlegri tilveru stjarn- geimsins. Elnstaldingurinn „sem þáttur I guð- legri tllveru stjarngelmsins”. Hefur vaflzt fyrir mönnum hvernig beri að ftvarpa forseta íslands, Vig- disi Finnbogadóttur? DB-mynd Bj.Bj. Óhemju baggi er fyrir prest að greiða kostnað vegna hús- næðis eða reksturs —er það þyngri baggi á prestum en öðrum? Forviða skrifar: Ég las viðtal við séra Ólaf Skúlason í DB þann 8. júlf.Þar segir hann: „Óhemju baggi er fyrir prest að greiða kostnað vegna húsnæðis eða reksturs bils.” Nú er mér spurn: Af hverju er það eitthvað þyngri baggi á prestum en öðrum þegnum þjóðfélagsins? í framhaldi af því þá stendur ofar i viðtalinu, einnig haft eftir séra Ólafi: „Bústaðir prestanna eru víða í hörm- ungar ásigkomulagi, halda tæplega vatni og vindi.” Þeir eru ekki öfundsverðir, sem þannig ér ástatt fyrir, en það leiðir hugann að þvi að flestum okkar er ekki séð fyrir húsnæði sem eðlilegum fylgifiski embættis, en tekst samt að skrimta. Hver eru mánaðarlaun presta yfir- leitt og hvaða friðindi fylgja embætti prests? Sagt hefur verið að nú á tímum sæki margir ungir menn í þessa stétt því tiltölulega lftið þurfi fyrir starfmu að hafa og jafnframt bjóði það upp á góðar og öruggar tekjur, auk eftir- launa. Síðan kannast vafalaust flestir við orð það er legið hefur á samkeppni presta um „hverabrauðin” svokðll- uðu, þ.e.a.s. embætti á svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til upphitunar húsa. Hvers vegna skyldi þessi ákveðna stétt virðast veigra sér við útgjöldum sem allir aðrir sætta sig við? Svar: DB hafði samband við séra Þor- vald Karl Helgason í Njarðvík því hann er manna fróðastur um kjara- mál presta, enda i kjaranefnd fyrir hönd Prestafélags íslands. Séra Þorvaldur Karl sagði presta vera i BHM og samkvæmt nýjustu tölum, frá 1. júnl í ár, væru 56 prestar í 109. launaflokkl; 37 i 110.; 2 í 111.; 14 prófastar i 112. (prófastar byrja i 111.); 1 í 113., dómprófastur- inn í Rvk; biskupsritari væri i 114. en /— DB-mynd Sig. Þorri. meiri úti á landi heldur en sá styrkur sem prestum er úthlutaður. Séra Þorvaldur Karl sagði presta fara fram á að fá greiddan útlagðan kostnað en ekkert fram yfír það. Hann sagði jafnframt erfiðleika presta aukast við það að þeir starfa sjálfstætt en ekki t.d. i heilsugæzlu- stöðvum eins og læknar gera. Slikt sagði hann koma sér illa fyrir presta í ýmsu, ekki sízt i sambandi við sima- kostnað, þar eð starfið á sér að svo miklu leyti stað inni á heimili prests- ins svo ekki er hægt að vísa til sima á sérstökum vinnustað. Hann sagðist til samanburðar hafa frétt að sam- kvæmt nýgerðum samningum við lækna i Reykjavik fengju þeir nú bif- reiðastyrk sem næmi 8.000 km á ári, en prestar gætu ekki fagnað neinu sllku. -FG Sira Ólafur Skúlason. biskup I 121. Samtals gerir þetta 112 manns. Til þess að gera grein fyrir hvað þetta merkti í tölum sagði séra Þor- valdur Karl okkur dæmi um prest i þorpi utan Reykjavfkur. Hann er i 109. launaflokki, efsta þrepi, en þau eru raunar 5 i hverjum flokki, eins og flestir vita sennilega. Mánaðarlaunin eru kr. 8.100, siðan fær hann kr. 800 i bifreiða- styrk, 99 kr. i símakostnað og kr. 446 í skrifstofukostnað. Samtals verður þetta kr. 9.445, en af þessu greiðir prestur siðan kr. 943 í húsaleigu fyrir 'embættisbústaðinn. Sú leiga fer eftir brunabótamati hvers embættisbú- staðar. f bifreiðastyrk fá prestar að meðal- tali síðan greitt fyrir 4000—6000 km á ári en kostnaðurinn við rekstur bif- reiðar i þágu embættisins er mun NOTAÐIR Wa BÍLAK Seljum tr I dag SAÁ B96 77,2ja dyra, brúnn, ekinn 74 þús. km. SAAB 99 GL W, 4ra dyra, grœnsanseraður, ekinn 24 þús. km. SAAB 99 GL 79, 4ra dyra, guiur, ekinn 26þús. km. SAAB 99 GL 78, 2ja dyra, ijósbrúnn, sjátfskiptur, ekinn 53 þús. km. SAAB 99 Combi 77, 3ja dyra, ijósbrúnn, ekinn 55 þús. km. SAAB 99 L 74, 2ja dyra, grænn, ekinn 88 þús. km. SAAB99 74, 2ja dyra, hvítur, ekinn 30 þús. km. VOL VO244 de luxe 78, Ijósdrappaóur, vökvastýri, ekinn 59 þús. km. TOGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BILDSHÖFÐA 16. SIMI 81530 Spurning dagsins Hefurðu farið ífjallgöngu? (Spurt í Mývatnsavalt) Helga Þorsteinsdóttlr, 7 ftra (að verða 8): Já, ég hef komið upp á Hverfjall. Katrin Ólafsdóttir, 7 ftra: Já, ég hef farið upp á Hverfjall og eitthvað fleira, en ég man ekki hvað var. Hilmar Finnsson, 6 ftra (að verða 7) : Já, ég fór upp á Belgjarfjall i sumar. Kristinn Magnús Þorbergsson, 5 ftra: Já, ég fór upp á Belgjarfjall. Sverrir Lange, 6 ftra: Já, ég gekk upp á Hverfjall í fyrra. 'Hllmar Ágústsson, 9 ftra: Já, ég hef farið upp á Hliðarfjall og Hverfjall og kannski eitthvað fleira.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.