Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 4
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGUST 1981. DB á ne ytendamarkaði Dóra Stefánsdóttir Væri ein gulrót I svona poka skemmd hlyti hún aö skemma allar hinar. Kaupum ekki plast- pakkað grænmeti Við sögðum frá nýju íslenzku grænmeti hér á sfðunni á' laugar- daginn. Nú höfum við rekið okkur á það að meðferð á þessari góðu vöru er ekki sem skyldi í verzlunum. Víða sést grænmeti sem pakkað er í plast. Eins og öllum er kunnugt, sem eitt- hvað vita um grænmeti á annað borð, er þetta mjög varhugavert. Raki myndast innan í plastinu og sezt að grænmetinu sem sfðan skemmist. Ef einhverju magni er pakkað saman f plast skemmir lélegt grænmeti út frá sér. Þetta er hlutur sem írauninni má ekki koma fyrir. Ef nauðsynlegt reynist að pakka grænmeti í verzlunum á frekar að setja það í papplr en plast. Þá sést reyndar ekki innihaldið þannig að bezt er auðvitaö aö neytandinn geti keypt grænmeti sem vegið er jafn- óðum og því síðan pakkað í pappír. Plastpakkaö grænmeti ætti fólk ekki aðkaupa. -DS Ef mjólkin stendur f opinni hyrnu f fsskápnum er hún fljót að taka i sig bæði bragð og sýkla. DB-mynd Sigurður Þorri. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé mcðaltal heimiliskostnaðar | fjnlskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda____________________________________________, ;í Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks----- Kostnaður í júlímánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m vikuv Gosbrunnarmeðstyttumogljósum: r DÆLURNAR NIÐRII SJÁLFU VATNINU Gosbrunnar voru til unjræðu hér á Neytendasíðunni á föstudag. Þá var sagt frá brunnum frá ísleifi Jónssyni. Þeir voru þannig gerðir að dælan sem dældi vatninu upp varð að vera inn- anhúss. Nú hafði Guðjón Jónsson samband við okkur og benti okkur á að hann flytti inn brunna sem væru þannig gerðir að dælan væri niðri í vatninu. Guðjón rekur fyrirtækið Vörðufell en Sölufélag garðyrkju- manna selur fyrir hann brunnana. Þar er allt til til þess að koma upp skemmtilegum gosbrunni. Fyrst kemur auðvitað sjálf skálin undir vatnið. Hún er úr fíberglass. Til eru þrjár stærðir. 2,17 m sinnum 1,52 m á 2664 kr., 2,20 m sinnum 1,60 m á sama verði og 2,31 m sinnum 2,05 m á 3529 kr. Þessar skálar eru 45 sentimetra djúpar og því vel hægt að nota þær sem ker að sitja í á góðviðrisdögum ef menn vilja það heldur en gosbrunna. Næst kemur dælan. Til eru tvær stæröir, minidæla á 1074 krónur og önnur stærri á 1882 krónur. Sú minni er aðeins fyrir litla polla og lyftir vatninu i um 76 sentimetra hæð i 9 bunum. Vatnið fellur i um 20 senti- metra fjarlægð frá dælunni. Sú stærri er fyrir stærri polla. Hún lyftir vatninu í 1,83 m hæð og það felíur i 1,06 m fjarlægð frá henni. Sérstök ljós eru til til þess að setja niður í gosbrunninn til að gera hann fallegri. Tvö slik i pakka kosta 1079 krónur. Við þau er tengdur sérstakur 11 voltarafgeymir. Sérstakar styttur i gosbrunninn setja síðan punktinn yfir i-ið. Þær eru til úr tveim efnum, gervisteini og blýi. Steinstytturnar eru. mun ódýr- ari. Þannig kostar til dæmis haf- meyja 774 krónur, drengur með kuðung 851 krónu, drengur með skál á öxlinni 850 krónur, stúlka með vatnsker 851 krónu og höfrungur 881 krónu. Undir þetta þarf að setja undirstöðu úr sama efni og kostar hún 548 krónur. Úr gervisteíninum eru einnig til gömul hjú, sitt á hvorum bekknum, á 742 krónur stykkið. Þau eru ætluð sem garðskraut en ekki út (gosbrunn. Til eru tvær gerðir af blýbrunnum, báðar litlir drengir. Annar stendur á litlum kletti og gýs vatnið upp úr honum. Hann kostar 3319 krónur. Hinn stendur i skel sem vatnið kemur upp úr. Hann kostar 2726 krónur. Síðan eru til vatnsstútar sem miðla vatninu í þá boga sem menn vilja láta það falla. Einn er til úr málmi á 210 krónur en fimm geröir úr plasti á 174 krónur stýkkið. Allar tengingar, slöngur, kranar og slíkt fást siðan. Dælan í brunninum má ekki vera í gangi nema niðri i vatninu vegna kælingarinnar. - DS Mjólkina í loftþétt ílát Litið geymsluþol mjólkur hefur mikið verið til umræðu í Dagblaðinu undanfarið. Vonandi eru bjartari dagar framundan með betri mjólk. En fyrir þá sem lítið drekka af mjólk og vilja gjarnan geta geymt hana lengur en unnt er nú benti Eiríka Friðriksdóttir okkur á ráð. Þaö er að um leið og mjólkurkassi er opnaður að hella innihaldinu í brúsa eöa ann- að ílát sem er með loftþéttum tappa. Mjólkin tekur auöveldlega í sig bæði bragð og sýkla úr öðrum mat í isskápnum komist að henni loft. En í loftþéttu iláti sagðist Eirfka geta geymt hana svona 5—7 daga við venjulegar aðstæður. Er það um helmingi lengri tími en unnt er ef mjólkin er í opnum kassanum. Til þess að mjólkin spillist ekki í llátinu má aldrei nota það undir ann- að en mjólk og verða menn að þvo það vel úr sápuvatni milli notkunar. Við þökkum Eiríku ráðið og komum því hér með á framfæri. -DS Ítalíuferðin fór með bókhaldið —envarþessvirði G.S. skrifar: Nú get ég ekki sent ykkur sundur- liðaðan júniseðil þar sem við fórum i sólarlandaferð og engir búreikningar voru færðir þar. Eyðslan í júní var 27.742,55 það sem skrifað var, eitt- hvað hefur sennilega fallið niöur, áður en farið var, þvf í ýmsu var að snúast eins og gengur. Einn fjöl- skyldumeðlimur varð eftir heima og hélt enga reikninga svo þetta er kann- ski ekki marktækt en nógu hátt er það samt. í þessari tölu er gjaldeyrir og tvær innborganir í ferðina, vextir af ógreiddum víxlum, sem borgaðir eru mánaðarlega, ásamt ýmsu öðru. Viö vorum 3 vikur úti en þegar heim var komið eftir mánaðamót beið bunki af skuldareikningum, tvö lán af bll, sem við vorum nýbúin að kaupa, viðbótarhækkun af bilatrygg- ingu, hitaveita, simi og svo dag- blöðin. Það er eins og aldrei megi slá slöku við þá fer kerfið úr sambandi. Og nú er bara að vinna og borga. En Ítalíuferðin var vel þess virði því hér fyrir norðan er alltaf rigning og sólin læturekkisjásig. Oft erf itt að fá úti- legumat ísveitinni K.S. skrifar: Júnímánuður er töluvert hærri hjá mér en næsti mánuöur á undan. Skýringin er að verulegu leyti fólgin í því að tvö afmæli voru í þessum mánuði og þá aðeins breytt út af þvi vanalega, þá verða allar upphæðir hærri. Svo er ég búin að ganga frá júlí-seðlinum líka. Fjölskyldan er að fara út á land og verður að mestu hjá ættingjum. í útilegu á þó að fara um_ heila helgi og fyrir hana erum viö búin að birgja okkur upp. Af gamalli reynslu ætla ég ekki að treysta á aö fá alla hluti i næstu verzlun (eða þá matvöru sem ég tel aö henti okkur bezt i útilegu). Bara litið dæmi get ég nefnt þessu til sönnunar. í fyrra- sumar var ég úti á landi í mánuð og fékk aldrei súrmjólk handa börnun- um. Þetta þykir sjálfsagt ótrúlegt en fólk sem býr úti í sveit fær svo iðu- lega ekki þær vörur sem það biður um simleiðis. Eitthvað bætist sjálfsagt við svo ég hafði upphæðina aöeins riflega. Ég læt seöilinn fljóta hér með, annars fellur hann niður hjá mér. ÍRaddir ) neytenda .. _____4 Óhentugar umbúðir mjólkurvara A.J. skrifar: Betra er seint en aldrei. Hér kemur þá júnlseðillinn, þó seint sé. Ég er alltaf tilbúin meö tölurnar snemma i mánuðinum en svona er nú framtaks- semin. Matartölurnar eru heldur háar enda voru 7 manneskjur i 11 daga og einnig var haldin skírnarveizla og hún kostaði sitt. Mér hefur heldur tekizt að lækka sjoppuliðinn, enda er nú opið til kl. 23.30 þannig að ekki þarf að birgja sig upp. Þegar ég kom út í heildartölurnar sé ég alltaf betur og betur að matur- inn er ekki stærsti liðurinn heldur allt hitt sem tekur til sin peninga. Ég má til með að minnast á mjólkurmálin. Við hér þurfum ekki að kvarta undan gæðum á mjólkinni og viö fáum okkar vörur unnar hér á staðnum. En hins vegar er stór ókost- ur hvernig vörunni er pakkað. Við fáum aðeins 2 lítra fernur af mjólk, enga undanrennu, 1/2 lítra af rjóma og 1/2 kg af skyri. Þetta eru mjög óhentugar pakkningar fyrir þá sem eru með litil heimili og maður veigrar sér oft við að bjóða upp á t.d. skyr og rjóma eins og það er nú gott.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.