Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. <- r------------------:--------------------------------——s Utgáf ustöðvun Alþýðublaðsins: dráttarvél á Sauðárkróki —ogveltu henni niðurNafirnar Piltar- tveir á Sauðárkróki stálu dráttarvél í bænum i fyrrinótt, óku henni upp í Nafirnar í nágrenninu og veltu þar niður. Rúllaði vélin nokkrar veltur og er mikið skemmd eða jafnvel ónýt að sögn. Lögreglan á Sauðárkróki vildi sem minnst um málið tala í gær. Dagblaðið hefur eftir öðrum heimildum að piltarnir tveir, 18 og 19 ára Sauðkræklingar, hafi við yfírheyrslur játað vélarstuldinn. Bakkus var með í för. Dráttarvélin er af Farmal-gerð. Hún er gömul að árum en nýuppgerð. Eigandinn, Ármann Kristjánsson, notaði vélina meðal annars til heyvinnu. Hann er með fé og hross. Tjón Ármanns er tilfinnanlegt og óvíst hvort og hvernig það verður bætt. -ARH. „ALGJÖR VANTRAUSTSYFIRLÝSING Á HENDUR RITSTJÓRA” —segir Jón Baldvin Hannibalsson ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins um umdeildar aðgerðir blaðstjórnar ,,Ég tel að það hafi verið misráðið af blaðstjórninni að stöðva útkomu gamanblaðs Vilmundar miðvikudaginn fyrir verzlunar- mannahelgi,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins. „Þetta er algjör vantraustsyfír- lýsing á hendur ritstjóra og ég mundi aldrei liða svona framkomu gagnvart sjálfum mér, heldur segja upp starfi mínu þegar í stað,” sagði Jón Bald- vin ennfremur. Jón er fastráðinn ritstjóri Mynd að f ærast á útitaf lið Mörg högg, þung og létt, þarf til að snyrta til grjótið svo það passi i kantinn, sem verður umhverfis hellulagða svæðið við Lækjargötu. Miðja þess svæðis verður siðan sjálft útitafiiö, bitbein Reykvikinga undanfarnar vikur. Ráðgert var að útitaflið yrði fullgert 18. ágúst og er ekki annað vitað en sú áætlun muni standast. Til hægri á myndinni sjást hvar aðrar tröppurnar niður á svæðið verða, en hinar verða I norðausturhorni svæðisins. Á bak við steinsmiðina sést i sárið fyrir taflmanna- geymsluna, en hún verður niðurgrafin og á ekki að verða sýnileg fyrr en komið er fast að henni. SA/DB-mynd: Gunnar örn. Jón Baldvin og Vilmundur: „Ætla ekki að taka fram fýrír hendurnar á Vilmundi,” segir Jón Baldvin. „Fram til 10. ágúst er ég I sumarfrii og einbeiti mér að trésmiði, enda er það mjög róandi starf.” DB-mynd: Hörður. Alþýðublaðsins en var 1 sumarleyfi og staddur erlendis þegar blaðstjórnin fór í prentsmiðjuna að næturlagi og stöðvaði útkomu hins umdeilda blaðs. Það kom þó út fáum dögum seinna ásamt laugardags- blaðinu 1. ágúst. Ritstýrði Vil- mundur þvl einnig, en hafði það i öllu alvarlegri tón. Jón Baldvin er ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins og skráður sem slíkur í blaðhaus. Samkvæmt prentlögum má enginn taka fram fyrir hendur ritstjóra með þvi að stöðva prentun blaðs nema ábyrgðarmaður (og ef til vill prent- smiðjustjóri). „Ákvörðunin um að stööva blaðið var ekki borin undir mig og ég vissi ekkert um málið fyrr en eftir á,” sagði Jón Baldvin. „Það var i fullu samráði viö mig og blaðstjórnina að Vilmundur var ráðinn sumarritstjóri til 10. ágúst. Þangað til er ég í fríi og helga mig alfarið trésmíði. Ég er að vinna að endurbótum á húsi minu við Vestur- götu, sem er gamalt timburhús.” „Þú hefur þá ekki hugsað þér að blanda þér i málin milli Vilmundar og blaðstjórnar?” „Ég ætla ekki að taka fram fyrir hendurnar á Vilmundi, enda er það alkunna að ekki eru til rólyndari menn heldur en trésmiðir,” sagði Jón Baldvin og sneri sér aftur að smiöunum. -IHH. Strákar stálu Væringarnar milli fógeta og yfirlögregluþjónsinsá Ólafsfirði: STEFÁN ORÐINN LÖGREGLUÞJÓNN Á AKUREYRI Ófriðaröldurnar í lögregluliði Ólafs- fjarðar hefur nú lægt og væringar milli Barða Þórhallssonar bæjarfógeta og Stefáns Einarssonar yfirlðgregluþjóns eru úr sögunni. Lausnin er fólgin í því að Stefán lét af störfum á Ólafsfirði og hefur verið settur lögregluþjónn á Akureyri frá 1. júlí sl. Er hann að hefja vinnu þessa dagana að afloknu sumar- leyfi. Margvíslegar sakir voru bornar á Stefán af Barða fógeta, eins og Dag- blaðið greindi rækilega frá á sínum tíma. Hjalti Zóphaniasson deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði þessa lausn hafa verið fundna með tilliti til þess að ekki hefðu veriö miklar likur á að samstarf fógeta og yfirlögreglu- þjónsins fyrrverandi myndi batna mikið. Um kærur fógeta á hendur Stefáni sagðist Hjalti lítið geta sagt, þær væru til meðferðar hjá rlkis- saksóknara. -ÓV. interRent ear rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S. 21715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið. besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis HRAUf keramik frá GLIT HÖFÐABAKKA 9« SÍMI85411 GLIT Minningin um landið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.