Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 15
Vladimir Poljakov fagnar helmsmeti sínu, Heimsmethafinn ístangarstökki segir: „Oruggt að einhver verður bú inn að stðkkva 6 metra 1990’ Vladimir Poljakov, Sovétríkjunum, bætti sig um 21 sm þegar hann setti heimsmet í Tbilisi í síöasta mánuði, stökk 5.81 metra „Ég hef trú á þvf að á ólympíu- leikunum f Los Angefes 1984 þurfi maður að stökkva yfir 5,90 metra f stangarstökkinu tfl að vinna gullverð- launln. öruggt að elnhver verður búinn að stökkva sex metra árið 1990,” segir heimsmethafinn f stangarstökki, hinn 21 árs Vladimir Poljakov, en það kom mjög á óvart, þegar hann setti heimsmet sitt, stökk 5,81 metraáfrjálsfþróttamótif TbUisi i siðasta mánuði. fyrir meiðslin,” segir Poljakov og heldur áfram. „Það var líka talsvert sálrænt. Maður þurfti að yfirstíga óttann. Gryfjan með svampbútunum virðist mjög lítil, þegar maður er að stökkva miklar hæðir. Maður má ekki gera sig sekan um óvarkárni, glæfraskap. Það er mér rikt í huga eftir meiðslin. Gryfjurnar þyrftu að vera mun stærri og betur búnar svampi. Þá gæti gryfjuna á niðurleið. Fallið var slæmt og hryggjarliðir sködduðust. Ég lá í tvo mánuði á sjúkrahúsi en það má segja, að það hafi verið kraftaverk hvað ég var fljótur að jafna mig af meiðslunum. Möguleikar mínir á að geta haldið áfram i stangarstökkinu voru þó í fyrstu ekki taldir miklir. En siðar á árinu, þetta var 1977, var ég byrjaður að æfa á ný. Framför min var þó ekki jafn mikil og áður eða alltaf staðið í skugga Konstantin Volkov en fékk tækifærið til að keppa á Evrópumeistaramótinu, þegar Volkov valdi frekar að taka þátt i landskeppni fyrir Sovétrikin. Poljakov hóf feril sinn í frjálsum íþróttum sem hástökkvari og var þar spáð miklum frama. En þá fór hann að leika sér í stangarstökki og komst fljótt að því, að þar átti hann mikla möguleika, meiri en i hástökkinu. Þegar hann var fimmtán ára hafði hann stokkið 3,90 metra. Það var 1975 og síðan hefur árangur hans verið eftirfarandi frá ári til árs. maður tekið meira á í sjálfu stökk- inu.” Fjölhæfur fþróttamaður Vladimir Poljakov, sem eins og áður segir er aðeins 21 árs að aldri, er mjög fjölhæfur fþróttamaður. Hann hefur stokkið 2,10 metra í há- stökki, 7,40 metra í langstökki og 14,50 metra 1 þristökki. Hann æfir allar þessar greinar og reyndar fleiri til að bæta sig i stangarstökkinu. „Ég æfi oft með þrístökkvurum. Álít að ég geti lært mikið af rythma þeirra i tilhlaupinu.” -hsim. Um helgina stökk aðalkeppinautur* hans í Sovétríkjunum, Konstantin Volkov, hins vegar 5,84 metra. Áhöld eru hins vegar um að sá árangur verði staðfestur sem heims- met, þar sem mælitæki vallarins upp- fylltu ekki þær kröfur, sem gerðar eru, þegar um heimsmet er að ræða. En hvað um það. Heimsmet hafa veriö sett i stangarstökki hvað eftir annað á þessu keppnistímabili. En hver er þessi Vladimir Polja- kov, sem á gildandi heimsmet í stangarstökki? Það kom algjörlega flatt upp á alla, þegar hann setti heimsmet sitt á dögunum. Átti þá bezt fyrir 5,60 metra en hann er þó alls ekki óþekktur sem stangar- stökkvari. Fyrir tveimur árum varð hann Evrópumeistari í unglinga- flokki i stangarstökkinu. Hafði þó „Það var, þegar ég fluttist til Moskvu 1979, sem árangurinn fór að koma. Þá hóf ég að æfa á mjög markvissan hátt,” segir Poljakov. Vladimir Poljakov yfir 5,81 m f stangarstökkl — heimsmet f Tbilisi. Þriðja heimsmetið i stangarstökkl i ár. Thierry Vigneron, Frakklandi, stökk 5,80 fyrr i ár, Konstantin Volkov 5,84 m um helgina. Það munaði ekki miklu að íþrótta- ferli Vladimir Poljakov lyki, þegar hann var sautján ára. Hann segir: „Ég var að stökkva en lenti út fyrir Iþróttir DAGBI.AÐip MIPVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. Iþróttir íþróttir Iþróttir íþrótttir Iþróttir Iþróttir jþróttir Iþróttir Tímaseðill MÍ í f rjálsum íþróttum - Mótið hefst í kvöld kl. 19,00 Meistaramót íslands i frjáisum iþróttum hefst f kvöld kl. 19.00 á Laugardalsvelli með setningarræðu Þóris Lárussonar, formanns ÍR.Sfðanhefstkeppnin. Keppendur eru 138 frá 17 félögum og héráðssm- böndum. Flestir frá ÍR eða 26 en Héraðssambandið Skarphéðinn kemur skammt á eftir með 25 þátttak- endur. Sextán eru frá KR, þrettán frá Ármanni og tólf frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar. Tfmaseð- ill mótsins er þannig: Miðvikudagur 5. 8. 19:00 Mótið sett. Þórir Lárusson, formaður ÍR. 19:05 400 m gr. karla, hástökk kvenna, spjótkast karla 19:25 100 m gr. kvenna -undanrásir 19:30 Kúluvarp karla 19:45 200 m hlaup karla - -undanrásir, langstökk karla 20:00 200 m hlaup kvenna -undanrásir 20:15 5000 m hlaup karla, spjótkast kvenna 20:20 Kúluvarp kvenna 20:25 Hástökk karla 20:40 100 m gr. kvenna -úrslit 21:00 200 m hlaup karla-úrslit 21:20 800 m hlaup karla 21:30 800 m hlaup kvenna 21:40 4x lOOmboðhlaupkarla 21:50 4x lOOmboðhlaupkvenna Fimmtudagur 6. 8. 19:00 110 m gr. karla -undanrásir, stangarstökk karla, kringlukast karla, langstökk kvenna 19:20 100 m hlaup kvenna-undanrásir 19:40 lOOmhlaupkarla-undanrásir 20:00 400 m hlaup kvenna -undanrásir 20:15 400 m hlaup karla-undanrásir 20:30 1500 m hlaup kvenna, kringlukast kvenna, þrístökk karla, sleggjukast karla 20:40 1500 m hlaup karla 20:55 110 m gr. karla -úrslit 21:10 lOOmgr. karla-úrslit 21:20 lOOmhlaupkarlaúrslit 21:30 400 m hlaup kvenna -úrslit 21:40 400 m hlaup karla Föstudagur 7.8 19:00 3000 m hindrunarhlaup 19:30 4x400mboðhlaupkvenna 19:45 4 x 400 m boðhlaup karla Kona Stapleton ræðurferðinni! — Möguleiki að Peter Bames faritilLeeds Enskl landsliðsútherjinn, Peter Barnes, WBA, dvelur nú i Leeds til vlðræðna við framkvæmda- stjóra Leeds Utd., Allan Clarke, og til aö líta á aðstæður hjá félaginu. Leeds befur boðið WBA 750 þúsund sterlingspund f lelkmannlnn eða nokkru meir en Man. City bauð f Barnes. Talsveröar likur eru taldar á þvi, að irski lands- liðsmlðherjlnn Frank Stapleton leiki með Man. Utd. f Dublln á laugardag. Man. Utd. hefur boðið Arsenal eina milljón sterllngspunda f Stapleton en Terry Nell, stjóri Arsenal, gerlr allt til að halda f leikmanninn. Hins vegar eru allar lfkur á að elgin- kona Franks ráði ferðinni. Hún er frá Manchester. Þá hefur Man. Utd. boðið Brighton 750 þúsund i frska landsliðsmannlnn Mark Lawreenson og eru taldar miklar Ifkur á að samningar takist milll félag- anna i þessari viku. Möguleiki er á einhverjum sklpt- um. Jimmy Nlchols, irskl bakvörðurinn hjá United, er i myndlnni, elnnig möguleikl á að það verðl ein- hver þriggja annarra leikmanna Man. Utd. Sammy Mcllroy, Kevin Moran og Mike Duxbury. Þá hefur Ron Atkinson, stjóri Man. Utd, sem áður var hjá WBA, mikinn hug á að reyna að fá Trevor Francis, Nottingham Forest, og Brian Robson, WBA, til llðs vlð Man. Utd. Talsveröar likur taldar á að honum heppnlstþað. Frá Anfield berast þær fréttir, að Bob Paisley, stjóri Liverpool, muni taka ákvörðun um það i þess- ari viku hvort hann leyfl Ray Clemence að fara frá Liverpool. Clemence fór fram á það fyrlr nokkrum vikum og tók Palsley þá vel f málið. Bezta færi Framara f leiknum. Albert Jónsson (annar frá hægri) sendir knöttinn rétt fram hjá marki Fylkismanna. DB-mynd: Einar Ólason. Landsliðsmarkvörðurínn sló í gegn sem leikari —Sepp Maier lék í fyrsta sinn í vestur-þýzka sjónvarpinu á laugardag Markvörðurinn frægi, Sepp Maier, sem lék um áratugaskelð með Bayern Miinchen og var fastamaður i landsliðl Vestur-Þýzkalands um langt árabil, kom fram i fyrsta sldpti sem leikari sl. mánudag, 3. ágúst. Lék þá i vestur- þýzka sjónvarpinu og hlaut hlna beztu dóma. Hinum 39 ára gamla markverði er spáð miklum frama á þessu nýja svlðt. Á knattspyrnuferl! sinum kom Maler oft fram f hlutverkl grinistans — bæði á knattspyrnuvelli og á skemmtunum hjá Bayern. tslenzkir knattspyrnuunn- endur minnast eflaust Sepp Maler I hálfleik i landsleik íslands og Vestur- Þýzkalands á Laugardalsvellinum 26. maf. Maler varði markið f fyrrí hálfleik en fékk að hvila sig f þeim siðari. Notaði þá leikhléiö til að sýna ýmsar kúnstlr með knöttinn og áhorfendur veltust um af hlátrl. Einstakur þáttur i Sepp Maier, sem varð heimsmeistari með V-Þýzkalandi 1974. Hann slas- aðist i bilslysi fyrir nokkrum mánuðum og meiðsll þau, sem hann hlaut þar bundu enda á knattspymuferil hans. Fyrir þátt sinn i sjónvarpinu á mánu- dag fékk Maier 26 þúsund krónur. Sepp Maler i sinu þekktasta hlutverki sem markvörður Vestur-Þýzkalands. Nýrgolf- milljóna- mæringur Bandariski golfleikarinn kunni John Mahaffrey varð 31. golfmllljónamær- ingurinn i siðustu viku. Þá sigraði hann á stórmóti i Bandarfkjunum. Hlaut 45 þúsund dollara I fyrstu verðlaun. Þar með komst Mahaffrey yfir eina mflfjón dollara i verðlaun frá þvi hann gerðist atvinnumaður 1971 — eða hefur hlotið 1.027.542 dollara i verðlaun. Hann er þvf kominn i klúbbinn með þekktustu golfmönnum heims, Nlcklaus, Palmer, Watson og öðrum slfkum. Þeir eru sem sagt orönir 31 golflelkaramir i helmln- um, sem hlotlð hafa yfir eina milljón dollara i verðlaun. Hjá flestum eru þó verðlaunin aöeins brot af tekjum þeirra.auglýslngar, hönnun golfvalla og annað slikt gefur miklu meira i aðra hönd. HJOLREIÐAKEPPNIA SUÐURNESJUM — Hefst og lýkur í Keflavík á laugardag, 8 ágúst Knattspyraufélag Keflavikur gengst fyrir hjólreiðakeppnl næstkomandi laugardag, 8. ágúst, og hefst hún kl. 14.00. Þetta er f annað sinn sem KFK stendur fyrir hjólreiðakeppni en f fyrra var riðið á vaðlð á þessu svlði. Tókst mjög vel. Nú verður hjóluð sama vegalengd og í fyrra, gegnum Garðinn, beygt til Sandgerðis og hjólað um Sandgerði, siðan til Keflavikur. Þar lýkur keppn- inni á sama stað og hún hófst við íþróttahúsið við Hringbraut. Keppt verður í þremur flokkum, 10—12, ára, 13—15 ára og 16 ára og eldri. Hjólaðir eru 251 km i tveimur elztu flokkunum. Styttri vegalengd i þeim yngri. í fyrra var keppt í einum flokki og þá varð Ásgeir Hreiðar frá Reykjavik sigurvegari. Búizt er við mikilii þátttöku í keppnina nú. Verð- laun verða veitt í öllum flokkum og skráning þátttakenda hófst í gær. Það er gert 1 Sportvörubúðinni Hafnargötu. BIKARMEISTARAR FRAMI KRÖPPUM DANSIGEGN FYLKI — sluppu fyrir horn er Guðmundur Steinsson skoraði eina mark leiksins í f ramlengingunni í myrkrinu Flestir hinna 1082 áhorfenda sem borguðu sig inn á Laugardalsvöllinn í gærkvöld voru orðnir ærið pireygðir undir lok bikarleiks Fram og Fylkis . Birtan var ekkl melri en svo að blaða- menn urðu að notast við eldfæri til að sjá á minnisblöð sin. Fram fór með sigur af hólmi, 1—0, eftlr framlengdan leik, en eftir gangi hans hefði jafnteflið verið sanngjarnast. Framarar léku vægast sagt illa i leiknum en Fylkis- menn náðu oft að sýna þokkalegustu samlelkskafla. Iðulega vantaði þó endahnútinn á sóknarlotur þeirra, sem stundum voru nokkuð tilviljanakennd- ar. Baráttuviljinn var þó ómældur hjá þeim og það er annað en sagt verði um lelkmenn Fram, sem grelnilega voru búnlr að vinna lelkinn fyrirfram. Það var mark Guðmundar Steins- BANDARIKJA- MAÐUR TIL ÍBK Keflvikingar hafa gengið frá ráðn- ingu Bandarikjamanns i körfunni fyrir veturinn og heitir sá Tim Higgins og kemur frá Nebraska. Hlggins þessi er hvitur á hörund og mun vera 1,97 metrar á hæð og að sögn afar fjöl- bæfur leikmaður. Flest félaganna eru þessa dagana á fullri ferð við að útvega sér erlenda (bandaríska) leikmenn og þá höfum við fregnað að Grindvíkingar hyggist reyna að leggja snörur sínar á nýjan leik fyrir Mark Holmes, sem lék með þeim í 1. deildinni veturinn 1979—’80 við góðan orðstir. Haukarnir ætluðu að krækja i kappann í fyrra en tókst ekki og sátu eftir með sárt ennið eftir að hafa verið komnir með loforð frá Holmes upp á vasann. Þessa dagana mun aðalmálið á meðal körfuknattleiksmanna hins vegar vera hvort Ármenningar verða áfram með i vetur eða ekki. Flest þykir benda til að svo verði ekki og liðið hefur misst eða er um það bil að missa flesta af beztu leikmönnum sfnum yfir til annarra félaga. Þannig mun Valdi- mar Guðlaugsson likast til leika með ÍR, Kristján Rafnsson með KR og Hörður Arnarson með Fram ef að líkum lætur. Fari svo að Ármenningar verði ekki með þarf að fara fram aukaleikur eða leikir á milli Þórsara frá Akureyri og Ísfírðinga um það sætið sem skyndilega losnar. ísfirðingar urðu nr. 2 i 2. deild- inni í fyrra en Þór féll úr 1 ,d eild. - SSv. sonar á 102. minútu leiksins sem tryggði Fram sæti í úrslitum bikarsins þriðja árið í röð og i fjórða sinn á sl. fimm árum. Trausti Haraldsson átti allan heiður af markinu. Hann brauzt upp hægri kantinn, upp að endamörk- um og gaf vel fyrir markið. Þar skauzt Guðmundur Steinsson fram fyrir varnarmenn Fylkis og þrumaði knettinum i netið af stuttu færi þrátt fyrir tilvist varnarmanna Fylkis á lín- unni. Þetta reyndist eina mark leiksins sem í heildina var ekki beint beysinn knattspyrnulega séð. Fylkismenn geta þó velvið unað. Það hefði ekki verið neinn hægðar- leikur fyrir ókunnugan að dæma um hvort liðið var í toppbaráttu 1. deildar og hvort í miðri 2. deild. Munurinn á getu liðanna var nánast enginn og ef nokkuð var voru leikmenn Fylkis ákveðnari. Tækifærin voru þó ekki mörg og Framarar fengu reyndar þau einu almennilegu í fyrri hálfleiknum. Á 25. min. varði ögmundur frá Halldóri Arasyni í horn af stuttu færi og á 36. mín. spyrnti Albert Jónsson framhjá i opnu færi eftir fallegan undirbúning Péturs Ormslev. Anton Jakobsson átti þrumuskot að marki Fram rétt á undan en Guðmundur varði með tilþrifum í horn. Undir lok hálfleiksins náðu Fylkismenn fallegri sókn en endahnút- inn vantaði illilega. Anton var svo aftur á ferðinni á 62. mín. með þrumufast bogaskot en rétt yfir og hinum megin átti Albert Jóns- son, bezti maður Fram í leiknum, hörkuskot sem ögmundur varði með tilþrifum i horn: Guðmundur Torfa- son átti skot af svipuðu færi á 88. min. en rétt framhjá og þar fór siðasta fjör- brot Fram i hálfleiknum. Anton var hins vegar enn á ferðinni rétt fyrir leiks- lok með þrumuskot i hliðarnetið af stuttu færi eftir fallega sóknarlotu Árbæjarliðsins. Albert Jónsson átti síðan gott skot að marki í framlengingunni, sem ögmundur varði, eftir að Guðmundur hafði náð forystunni og síðan spyrnti hann yfir af markteig i dauðafæri rétt á eftir. Þrátt fyrir klaufaskapinn stendur hann upp úr slöku Framliði ásamt gamla baráttujaxlinum, Gunnari Guðmundssyni. Guðmundur öruggur að vanda í markinu. Hjá Fylki voru þeir Guðmundur Baldursson, sem var bezti maður vallarins, og Anton Jakobsson beztir. Ögmundur öruggur í markinu. Flestir leikmanna Fylkis komust annars vel frá sínu og liðið getur vel við unað. -SSv. 1976 — 4,50 1977 — 4,90 1978 — 5,00 1979 — 5,40 1980 — 5,60 1981 — 5,81

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.