Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 28
Indrifli setur nýja meflð 6 töfratening- inn: byrja á að fá hvitan kross á tening- inn. DB-mynd: Einar Óiason Nýrtöfratenings- methafi: Bætti metið umnær helming — búinn að slíta þrem teningum á fjórum mánuðum — Ég komst fyrst i kynni við töfra- teninginn fyrir um fjórum mánuðum síðan og á þessu tfmabili hef ég átt fjóra teninga. Þrír eru ónýtir vegna ofnotkunar og sá fjórði orðinn ansi slitinn, sagði Indriði Björnsson, 13 ára piltur sem býr í Búrfellsvirkjun, en hann leit við á ritstjórn DB í því skyni að slá met það sem Guðmundur Haukur Magnason setti hér á dögunum. Guðmundur Haukur leysti gátu töfrateningsins á þrem mínútum og tuttugu sekúndum. Þegar í fyrstu til- raun bætti Indriði um betur og raðaði öllum sex hliðum teningsins rétt eftir aðeins 1.48.6 mínútu. í þessari tilraun notaði hann sinn eigin tening, vel þjálan, en i næstu tveim tilraununum varð hann að notast við nýrri tening sem DB lagði honum til. Árangurinn varð ekki síðri, 1.49.4. og 2.02.0. 1 siðustu tilrauninni notaði Indriði svo eigin tening og náði þá sinum bezta tlma að þessu sinni, 1.45.5 mínútu. Þess má geta að teningnum var alltaf ruglað af tveimur eða fleiri blaðamönn- um DB og þvi ekkert létt verk að greiða úrþeirriflækju. Indriði sagði að það hefði tekið sig um einn mánuð að læra á teninginn. Hann hefði komist yfir leiðbeiningar á sænsku sem hann hefði stúderað og sfðan einn daginn hefði allt smollið saman. — Ég byrja alltaf á að fá hvftan kross á teninginn, sagði Indriði. — Reyni svo við hvítu hornin og þvi næst miðjuna. Þá raða ég botninum, en síðan er afgangurinn mikið til handa- vinna. Þess má geta að Indriði segist hafa raðaö teningnum á 55 sekúndum er honum tókst bezt upp og oft á undir einni minútu. -ESE. Tekinn með 600 grömm af hassi Sex hundruð grömm af hassi fundust innan klæða á 28 ára gömlum íslendingi sem kom með flugvél frá Luxemburg til íslands þann 27. júlí. Hann hafði farið i stutta ferð til Amsterdam þar sem hann mun hafa keypt hassið. Sennilega er það upp- runnið í Marokkó. Rannsóknarlögregl- unni i Keflavik höfðu borizt spurnir af •því að hann mundi hafa fikniefni i fórum sínum og var hann handtekinn í flughöfninni. Hann hefur verið úrskurðaður í tfu daga gæzluvarðhald meðan mál hans verða athuguð. Komið hefur í ljós að hann hefur áður verið kærður fyrir svipað mál en dómur i þvf mun enn ekki vera fallinn. Rannsóknarlögreglan í Keflavlk telur að hassið, sem maðurinn var með, mundi seljst fyrir um hundrað þúsund krónur á markaði hér. -IHH. Búlgaríuferöir Iseargo ekki auglýstar aftur \ —enda hafði félagið ekki leyfi stjóravaida til að fara þær „Iscargo hefur ekki auglýst þessar un er hann var inntur eftir lyktum hætt við ferðirnar eða selt þær i gegn- ferðir aftur, enda hefur flugfélagið máls þess er spannst út af fjórum um einhverja ferðaskrifstofu. Að ekki ferðaskrifstofuleyfi. Við létum ferðum til Búlgaríu sem Iscargo sögn Ólafs er það ekki mikið mál að nægja að tala við framkvæmdastjóra auglýsti í Morgunblaðinu 26. júlí. útvega ferðaskrifstofuleyfi, helzt að félagsins en fjölmörg mál sem þetta Ferðirnar átti að fara 6. og 20. bankaábyrgð, sem er 400 þúsund koma upp á hverju árt,” sagði Ólafur ágúst og 10. og 24. september og krónur og skylt er að leggja fram, Steinar Valdimarsson í samgöngu- skyldi hver standa i 18 daga. Ólafur geti orðið fjötur um fót. ráðuneytinu f samtali við DB f morg- sagðist ekki vitá hvort Iscargo hefði . Vilmundur Gyifason ritstjóri ásamt biaðamönnunum Garðari Sverrissyni og Helga Má Artúrssyni (t.v.) á ritstjórn Alþýðu- biaðsins i morgun. DB-mynd Einar Ólason. Enn kemur Alþýðublaðið ekki ut: Hljótum að óska eftir traustsyfirlýsingu —segir Vilmundur Gylfason sem kveðst hafa verið rekinn af blaðinu fjórum sinnum sama daginn „Ég þekki þá menn sem við eigum í höggi við og við á ritstjóm Alþýöu- blaðsins báðum þá um snyrtilega orð- aða traustsyfirlýsingu. Hún hefur látið á sér standa og þvf kom Alþýðu- blaðið ekki út,” sagði Vilmundur Gylfason ritstjóri Alþýðublaðsins í samtali við DB í morgun. Vilmundur sagði að deilurnar um Alþýðublaðið hefðu nú staðið f rúman mánuð. Þeir forystumenn Al- þýðuflokksins væru til sem hefðu mislikað stórlega sú róttækni f verka- lýðsmálum sem Alþýðublaöið hefði boðað og það hefði þvi ekki verið nein tilviljun þegar blaðið var stöðvað sl. miðvikudag, heldur hefðu þeir haldið að þeir hefðu gripið rit- stjórn Alþýðublaösins „i bólinu”. „Ég var rekinn fjórum sinnum i votta viðurvist umræddan miðviku- dag,” sagði Vilmundur, ,,en ég neit- aði að yfirgefa Alþýðublaðið fyrr en bannaða blaöið kæmi út. Þessir menn reyndu þá að fá annan blaða- mann AÍþýðublaðsins til að taka við ritstjórn, með þvi skilyrði að ég færi,” sagði Vilmundur. Vilmundur sagði að þessari mála- leitan hefði verið hafnað en á föstu- dag hefði náðst samkomulag ,,þar sem framkvæmdastjórnin leyfði að bannaða blaðiö kæmi út sem kálfur með Alþýðublaðinu og sérmerkt, auk þess sem við samþykktum að ögra ekki þessum mönnum með þvi að skrifa um næturheimsóknina í prent- smiðjuna. Á sama tima og þetta gerðist höfðu þessir menn samband við Jón Bald- vin Hannibalsson ritstjóra þar sem hann var í sumarfrfi á ítalfu. Varla hafa þeir veriö að spyrja hann um heilsufar páfans,” sagði Vilmundur. ,,Við Jón Baldvin höfðum rætt um það okkar i milli að ég tæki að mér ritstjóm fram til a.m.k. 10. ágúst i samræmi við sumarleyfi hans og öll- um var fullkunnugt um þetta sam- komulag okkar,” sagði Vilmundur. „Eftir að Jón Baldvin kom heim og kynnti sér málavöxtu þá kom f ljós það sem við á ritstjórninni þóttumst raunar vita að hann skildi róttæka pólitik og kynni auk þess pólitíska mannasiði. Þrátt fyrir allt þetta settist ég hér inn með minni ritstjóm f gærmorgun en ég held að allir hljóti að skilja að við hljótum að óska eftir traustsyfirlýsingu til þess að blaðið geti haldið áfram að koma út með eðlilegum hætti.” -ESE fíjálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST1981 Slgurður Harðarson. Léztíum- ferðarslysi við Kögunarhól Maðurinn sem lézt í bflslysinu við Kögunarhól i fyrrakvöld hét Sigurður Harðarson, 23 ára, til heimilis að Fjölnisvegi 18 i Reykjavfk. Maðurinn og barnið f ameríska biln- um voru lögð inn á gjörgæzludeild. Er maðurinn illa brotinn, en barnið fær að faraheimfdag. Vegna misskilnings var sagt í DB f gær að slysið hefði átt sér stað klukkan 9.00 í gærmorgun, en hér skal leiðrétt að slysið varð i fyrrakvöld kl. 21.00. -LKM ,2i.Q ef |vín|nincur1 lyiKUHVEBBI Vinningur vikunnar Tíugíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur I þessari viku er 10 gira Raleigh reiðhjól frá Fálkan- um, Suðurlandsbraut 8 í Reykja- vik. 1 vikunni verður birt á þessum stað I blaðinu spuming tengd smá- auglýsingum Dagblaðsins. Nafti heppins áskrifanda verður slðan birt daginn eftir I smáauglýsingun- um og gefst honum tœkifœri á að svara spumingunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli ríkari. hressir betur,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.