Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. <§ Erlent Erlent ErKent Erlent D REUTER Dawda Kairaba Jawara forseti Gambiu. Halda forseta- frúnniogl8 bömum ígíslingu íGambfu Marxiskir uppreisnarmenn er halda 34 manns í gíslingu hafa enn ekki gefizt upp fyrir hersveitum frá Senegal er umkringt hafa þá i hinu litla ríki Gambíu í Vestur-Afriku, sex dögum eftir að þeir reyndu að ræna völdum i landinu. Dawda Jawara forseti Gambiu skor- aði f gær öðru sinni á uppreisnarmenn að gefast upp. Meðal gisla uppreisnar- mannanná eru Dembo Jatta mennta- málaráðherra Gambiu, Thielal N’Diaye eiginkona Dawdas forseta og átjánbörn. Ríkisstjórn Gambíu kom saman i fyrsta sinn f gær siðan valdaránstil- raunin var gerð í landinu síðastliðinn fimmtudag. Þá var Dawda forseti staddur í Bretlandi vegna brúðkaups Karls prins og lafði Díönu Spencer. Dawda forseti Gambiu bað um aðstoð hersveita Senegals i lok síðustu viku á grundvelli gagnkvæms varnar- samkomulags þjóðanna. Forsetinn hefur heitið því að lifi uppreisnar- manna verði þyrmt ef þeir gefast upp. Forseti Bólivíusegir afsér embætti -190 stjómarbyltingar ílandinu á 156 árum Luis Garcia forseti Bólivíu sagði af sér í gærkvöldi eftir að tveir af ráðherr- um hans ákváðu að ganga f lið með her- foringjum er gert hafa uppreisn gegn stjórn hans. Forsetinn tilkynnti um þessa ákvörðun sína í sjónvarpsávarpi og sagði hann þá að herforingjarnir tveir er stjórnað hefðu uppreisninni gegn honum væru , .valdagráðugir ævintýra- menn” sem dæmdir væru til mistaka á pólitíska sviðinu sem og i starfi sinu. Stjórnarbyltingin í Bólivíu núna er sú 190. frá þvi landið öðlaðist sjálfstæði fyrir 156árum. Sadatræðir við Reagan Anwar Sadat forseti Egyptalands er kominn til Washington þar sem hann mun eiga viðræður við Reagan forseta í dag. Reiknað er með að hann muni halda áfram tilraunum sínum til að fá Bandaríkjamenn til að fallast á aðild PLO (Frelsissamtaka Palestínuaraba) að friðarviðræðum í Miðausturlöndum. Begin myndaði ríkisstjórn á elleftu stundu: Eintómir harölínumenn f nýju ríkisstjóminni — Strangtrúarmenn auka mjög áhrif sín á þjóðlíf ið Menachem Begin forsætisráðherra israels mun f dag leita eftir trausts- yfirlýsingu ísraelska þingsins (Knesset) við stjórnarmyndun hans þar sem harðlinumaðurinn og striðs- hetjan Ariel Sharon fer með hið valdamikla ráðherraembætti varnar- mála. Sem varnarmálaráðherra verður Sharon sjálfkrafa yfirumsjónar- maður með hinum herteknu lands- svæðum araba og hann mun ráða miklu um afstöðu ísraels þegar kemur að viðræðum um sjálf- stjórnarmál araba á vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Fréttaskýrendur eru almennt þeirrar skoðunar að nýja ríkisstjórn- in muni fylgja meiri harðlínustefnu í málum Miðausturlanda en nokkur af fyrri stjórnum landsins. í gærkvöldi undirritaði Begin sam- komulag við þrjá trúarlega stjórn- málaflokka eftir fimm vikna stjórn- armyndunarviðræður sem einkum snerust um strangari trúarleg lög af ýmsu tagi. Samkomulagið tryggir Begin nauman meirihluta i Knesset, 61 þingsætiaf 120. öfugt við fyrri stjórn Begins þá vantar nú í stjórnina menn er fylgja hógværari stefnu — eins og til dæmis Moshe Dayan utanrikisráðherra sem þrásinnis lenti 1 deilum við forsætis- ráðherrann vegna þess sem hann taldi of öfgafulla stefnu. Stjórnarsáttmálinn var undir- ritaður þrátt fyrir mótmæli Davids Levy fyrrum húsnæðismálaráðherra á síðustu stundu. Hann er einn af helztu stuðningsmönnum Begins en neitaði að eiga sæti í nýju stjórninn. Levy var ósáttur við þá ákvörðun Begins að fá húsnæðismálin i hendur Aharon Anuhatzeira, leiðtoga hins iitla Tami-flokks, sem nýtur stuðn- ings trúaðra gyðinga af norður- afriskum ættum. Abuhatzeira hafði sett það sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku flokks sins að hann fengi húsnæðismálin eftir að flokkurinn hafði orðið að sætta sig við að trúmálaráðuneytið kæmi í hlut Jósefs Burg formanns Þjóðlega trúarflokksins en Tami- 'flokkurinn er klofningur út úr Þjóð- lega trúarflokknum. Þriðji flokkurinn sem aðild á að ríkisstjórninni er strangtrúarflokkur- inn Agudat Israel. Hann fer ekki með neitt ráðherraembætti en setti fram langan lista yfir kröfur í trúarlegum efnum i skiptum fyrir stuðning við stjórnina. Kröfur Agudat Israels fela meðal annars í sér bann við sölu á svína- kjöti, bann við að vélar flugfélagsins E1 A1 fljúgi á hvildardögum (sabbat- dögum) eða öðrum gyðinglegum hátíðisdögum, aukið framlag rikisins til trúarlegra stofnana og að þeir einir teljist gyðingar sem teknir hafa verið inn i hið gyðinglega samfélag samkvæmt siðvenjum „rétttrúaðra”. Þó að Reagan Bandarikjaforseta hafi fram til þessa gengið mæta vel aö koma ctna- hagsstefnu sinni i gegnum Bandarikjaþing þá hefur stefnan þó veríð ákaflega umdeild og mætt mikiili andstöðu viða. Andstæðingar forsetans segja að stefnan dragi mjög úr öryggi þeirra þjóðfélagsþegna sem minnst mega sin. Forsetinn svarar þvi hins vegar til að allir þegnar þjóðfélagsins muni hagnast á stefnunni þegar til lengrí tima sé litið vegna þess að hún feli i sér endurreisn efnahagslifs þjóöarinnar. Myndin er frá mót- mælum fyrir utan þinghúsið í Washington þar sem efnahagsstefnu forsetans var mót- mælt. Reagan Bandaríkjaforseti segist í dag muni hefjast handa um að víkja úr starfi meira en tólf þúsund flugum- ferðarstjórum ef þeir binda ekki enda á þriggja daga ólöglegt verkfall sem valdið hefur miklu öngþveiti I innan- landsflugi Bandaríkjanna. , ,Ég vona að allir flugumferðarstjórar geri sér grein fyrir þvi að ekki verður aftur snúið, enginn annar kostur. Þeir verða ekki endurráðnir,” sagði Andrew Lewis samgönguráðherra. Hann endurtók hótanir Reagans um að ef flugumferðarstjórarnir hefðu ekki snúið aftur til starfa fyrir miðjan dag i dag þá yrði þeim vikið úr starfi. Roberto Poli forseti samtaka flug- umferðarstjóra (PATCO) sagði 1 gær- kvöldi að verkfallinu yrði haldið áfram þrátt fyrir hótanir forsetans og refsiað- gerða dómstóla. Hann sagði að stéttar- félag þeirra gæti ekki greitt þær 3,4 milljónir dollara sem tveir dómarar hefðu úrskurðað að því beri að greiða daglega vegna hins ölöglega verkfalls. Reagan stjórnin hefur heitið öllum þeim flugumferðarstjórum er snúa aftur til vinnu i dag fullri sakarupp- gjöf. Samkvæmt bandarískum lögum er ríkisstarfsmönnum óheimilt að fara 1 verkfall. Bandarísku flugfélögin segjast tapa milljónum dollara á dag vegna verk- fallsins. Andrew Lewls, samgönguráðherra: „Þeir verða ekkl endurráðnir.” Embættismenn ríkisstjórnarinnar og talsmenn flugumferðarstjóranna greinri mjög á um hversu víðtæk áhrif verkfallsins séu. Baháíar of sóttir grimmilega í íran: UNGLINGSSTÚLKUR NUMDAR Á BROTT 0G TRÚARLEIÐTOG- ARNIR TEKNIR AF LÍFI Tvær unglingsstúlkur úr Baháf-trú- flokknum i íran hafa verið numdar á brott úr skólum sfnum af trúfræði- kennurum múslima, að því er skýrt var frá í höfuðstöðvum Baháí-trú- flokksins f Bandaríkjunum um helg- ina. í yfirlýsingu frá höfuðstöðvunum sagði að stúlkurnar hefðu verið hindraðar í að snúa heim og foreldr- um þeirra tjáð að þær hefðu snúizt til islams (múhameðstrúar). Samkvæmt islömskum lögum kynnu þær að verða teknar af lifi ef þær gerðust virkir þátttakcndur I trúarsamfélagi baháf-manna að nýju. Síðan byltingin í íran var gerð árið 1979 hafa margir baháfar í íran látið snúast til islamskrar trúar. I yfirlýsingunni sagði einnig að níu leiðtogar baháí-trúflokksins i íran hefðu verið leiddir fyrir aftökusveitir í Tabriz I siðustu viku og skotnir til bana. Þar með hafa um 70 baháí- menn veriö teknir af lífi í f ran frá því byltingin var gerð þar í landi. Bahál-trúin er upphaflega islamsk- ur sértrúarflokkur og er þar að leita ástæðnanna til jjess að baháiar hafa öðrum trúflokkum fremur sætt of- sóknum í íran. Þeir eru álitnir hafa svikið hina islðmsku trú. Fylgjendur bahái-trúarinnar um allan heim hafa skorað á Kurt Wald- heim framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að skerast í leikinn og hjálpa baháium í Iran.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.