Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. Kjallarinn María Þorsteinsdóttir ræður hefðu of lengi einkennst af fögrum orðum, litillar merkingar, og þvi þyrfti að finna upp nýjar leiðir. Hún sagði að samanlögð hernaðarút- gjöld heimsins væru fimm sinnum hærri upphæð en allt það fé sem varið væri til allra annarra rannsókna f heiminum. Hún kvað tfma til kominn að fjallað væri um afvopn- unarmálin á raunhæfan og fram- kvæmanlegan hátt. Fyrsta skrefið gæti verið að sá vopnaforði, sem til er, væri frystur á núverandi stigi. Siðan væri sest að samningaborði og svo hæfist afvopnun stig af stigi og vopnaverksmiðjunum væri jafnframt breytt i verksmiðjur sem framleiða farþegaflugvélar, járnbrautir, véiar til landbúnaðarþarfa o.fl. Hún lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að af- hjúpa þann falska áróður að í kjölfar afvopnunar kæmi aukið atvinnu- leysi. Þetta sagði hún alrangt og nefndi tölur máli sínu til stuðnings. Hún sagði að finnska stofnunin FFC hefði sannað með rannsóknum sinum að aukinni hervæðingu fylgdu ekki fleiri störf. Bandariskar rannsóknir hafa sannað að einn milijarður, sem varið er til hergagnaframleiðslu, veitir 76.000 manns starf. Sama upp- hæð, sem varið væri til annarrar framleiðslu sem myndi henta þessum fyrirtækjum, veitir 100.000 manns starf. í Frakklandi hefði hergagna- framleiðsla mjög aukist að undan- förnu en við hana vinna um það bil jafnmargir og fyrir 10 árum, sagði hún. Hún sagði að nauðsynlegt væri að móta markvissa stefnu í afvopnunar- málum, stefnu sem hinn almenni þjóðfélagsþegn gæti framfylgt, og benti i því sambandi á tillögu Al- þjóðasambands sósialdemókrata, að hver og einn legði hönd á plóginn í eigin landi. „Hvernig eigum við að framfylgja þessu?” sagði hún. „Látum okkur byrja á að berjast gegn þvi I eigin landi sem mest stuðlar að aukningu vigbúnaðarkapphlaups- ins.” (Kefiavíkurherstöðin á íslandi, hugsaðiég.) Hervœðing og þróun geta ekki farifl saman Jutte Hilden, þingmaður Sósíal- demókratafiokksins i Danmörku, sagði að Norðurlöndin hefðu nokkra sérstöðu í heiminum, þau væru ekki nýlenduveldi og hefðu engin áhrifa- svæði utan landamæra sinna og væru því skyldug til að láta rödd sina heyrast i hinum stóra heimi. „Her- væðing og þróun geta ekki farið saman,” sagði hún. „Einn striðsvagn kostar eina milljón dollara en fyrir þá upphæð er hægt að byggja skóla og mennta 30.000 börn og ungmenni. Ein nýtísku orrustuflugvél kostar 20 milljón dollara, fyrir þá upphæð er hægt að byggja 40.000 lyfjabúðir í þriðja heiminum.” Hún sagði að ,,Nord-Sud Kommissionen” hefði gert nokkra úttekt á ástandinu i heiminum. Niðurstaðan hefði verið að hervæðing og þróun gætu ekki farið saman. Hún sagði að ekkert væri eðlilegra en að Norðurlönd hefðu frumkvæði að þvi að móta nýj- an valkost í afvopnunarmálum og öryggismálum sinum, valkost sem innifæli afvopnun en ekki her- væðingu. „Það er lífsnauðsyn fyrir allar þjóðir Evrópu að kvödd verði saman Evrópuráðstefna um af- vopnun og að Sovétrikin og Banda- rikin hefji þegar viðræður um tak- mörkun árásarvígbúnaðar,” sagði hún. Hún sagði að kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd væri verðugt fram- lag þessara frændþjóða til friðarmál- anna. Marfa Þorsteinsdóttlr. / Ágreiningur milli ríkisstjórnar fslands og fyrirtækis yðar hefur nú staðið í meira en hálft ár. Sættir virðast ekki í sjónmáli. Ríkisstjórnin ásakar Alusuisse um að hafa brotið samninga og óskar eftir endurskoðun þeirra. Fyrirtæki yðar neitar öllum á- sökunum og hefur hingað til ekki uppfyllt ósk íslenskra stjórnvalda um endurskoðun samninganna. Málið er því í hnút, báðum aðilum til ógagns. Af þessum ástæðum leyfi ég mér að nota tækifærið á meðan dvöl yðar stendur yfir og senda fyrirtæki yðar rökstudda tillögu sem gæti e.t.v. stuðlað að jákvæðri þróun þessa máls. f bréfi, sem forstjórar Alusuisse sendu sl. vetur til íslenskra stjórn- valda, segir að Alusuisse hafi orðið að „styrkja verulega” rekstur dóttur- fyrirtækisins á fslandi, þ.e. ÍSAL. Ársreikningar ÍSAL á undanförnum árum staðfesta að miklu leyti þessa yfirlýsingu, enda var framtalinn nettóhagnaður ÍSAL áárunum 1971- 1979 neikvæður um rúml. 8 milljónir dollara (sjá meðf. töflu um rekstur ÍSAL). Nýlega undirstrikaði stjórnarformaður ALUSUISSE álit fyrirtækisins á framlagi ÍSAL til Alusuisse í ræðu sem hann hélt á hluthafafundi fyrirtækisins í Sviss. Þar sagði hann m.a. að Alusuisse kynni að hafa „veðjað á rangan hest með fjárfestingum sinum á íslandi.” Ágreiningurinn milli rikisstjórnar íslands og fyrirtækis yðar hefur einnig orðið tilefni mikilla skrifa á £ „Með allt þetta í huga leyfi ég mér að varpa fram þefrri spurningu hvort ekki væri hyggilegt fyrir fyrirtæki yðar að losa sig við „vandræðagemlinginn” ÍSAL og eftirláta okkur íslendingum rekstur álversins.” Kjallarinn Elías Davíðsson Y F I R R E K S T U R I S A L -1971-197? ( AIIbt tölur í bíIIj. bðndsrikjB dollara» reiknad é drundvelli aedaláendis é hverju éri sbr. Sedlabenka Islands ) 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 ALLS % NETTO SALA 17.5 27.5 41.7 50.2 54.5 59.2 80,6 84.7 96,5 512,4 100 VINNULAUN 3.0 3.1 5.4 8.0 7,4 8.2 10. A 11.4 14.5 71.6 14,0 RAFORKA 2.0 2.4 3,5 3.6 3,2 4,1 4,9 5,3 6.6 36.1 7,0 VEXTIR 2 • 5 2.7 4.2 5.2 7.0 7.0 7.0 9,3 9.9 54 ♦ 3 10.7 AFSKRIFTIR 2.8 3,0 4.4 4.0 3.9 4.8 5.3 5.1 10,0 45*3 n c 0» J SKATTAR (FRAHL.GJALD) 0.6 -0,4 0,2 0,5 0.5 1,5 1,5 1,5 2,4 o ♦ 3 1.6 NETTO HAGNADUR EFTIR SKATTA -3.2 -3.9 0.1 0,5 -6,4 0,2 0,2 0.5 3,2 -8.8 HEIHILHIR', l) ARSSKTRSLUR ISAL 2) PJOÐHAGSSTOFNUN 3) LANDSVIRKJUN ATHUGASEMDIR5 1) Adrir kostnedarlidir en ed ofen áreinir (t.d. hréefnis- kostnadur os snner innlendur kostnadur) eru ekki féanleáir opinberieáe. 2) Arsreikninser ISAL fsrir érid 1980 1iddJa ekki enn furtr. alþjóðlegum vettvangi, bæði í sér- ritum, s.s. Metal Bulletin, og í al- mennum fjölmiðlum, s.s. í Sviss, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Andstaða gegn áformuðum fjárfestingum Alusuisse i Nýja-Sjálandi hefur aukist mjög vegna þess ágreinings sem hefur komið upp hér milli fyrir- tækis yðar og íslendinga. Af öllu þessu má draga þá ályktun að áðurnefnd yfirlýsing Emanuel R. Meyer, stjórnarformanns yðar, kunni að byggjast á raunhæfu mati. íslendingar telja að raforkuverðið, sem Alusuisse greiðir hér, sé alltof lágt. í dag nemur það aðeins tæplega 7 prósent af tekjum álversins. Það er almenn skoðun sérfróðra manna að raforkuverð til álbræðslunnar yrði að hækkaa.m.k.um 150% til að standa undir þeim kostnaði er fylgir orkuframleiðslu á íslandi. Það er þvf Ijóst að þótt samningar kynnu að takast milli fyrirtækis yðar og stjórn- valda íslands myndi hagur yðar af þvi að eiga ÍSAL frekar versna en hitt. Ennfremur virðast íslendingar tortryggja í auknum mæli starfshætti virtra alþjóðlegra fyrirtækja eins og yðar. Óbreytt fyrirkomulag á rekstri ÍSAL myndi því valda fyrirtæki yðar talsverðum erfiðleikum á sviði fjár- mála og skerða álit Alusuisse út á við. Með allt þetta í huga leyfi ég mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ekki væri hyggilegt fyrir fyrirtæki yðar að losa sig við „vandræða- gemlinginn” ÍSAL og eftirláta okkur Islendingum rekstur álversins. Slík lausn félli vel að hugmyndum íslendinga um að ráða sjálfir yfir at- vinnuvegum sínum og ná tökum á stóriðju. Lausnin myndi gera fyrirtæki yðar kleift að einbeita sér að fjárfestingum þar sem tækni- og viðskiptaþekking er af skornum skammti, eða að draga úr umsvifum fyrirtækisins yðar á sviði álbræðslu, í samræmi við yfirlýsta stefnu Alusuisse. íslendingar eru vel menntuð þjóð sem hefur bæði vilja og getu til að reka stóriðju og skipuleggja markaðsmál sín. Ég er fullviss um að Alusuisse standi áfram til boða að kaupa hráál frá álverinu á íslandi á sambærilegum kjörum og tíðkast hefur. Fyrirtæki yðar þarf ekki að óttast að er upp verður staðið hafi ÍSAL verið að öllu leyti neikvæður liður í heildaruppgjöri Alusuisse. Allt heiðarlegt framtak yðar á íslandi hlýtur að verða ríflega endurgoldið ef og þegar til uppstokkunar á dóttur- fyrirtæki yðar kemur. Að lokum bið ég yður góðfúslega að koma þessum hugmyndum á framfæri við yfirmenn yðar i Zurich. Vonandi gætu þær stuðlað að farsælli lausn þessa máls. Virðingarfyllst, Elfas Daviðsson, kerfisfræðingur. Bréf til sendimanna Alusuisse frá áhugamanni um stóriðju Álverið f Straumsvik. DB-mynd R.Th.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.