Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. 27 Útvarp Sjónvarp » IDNAÐARMÁL,—útvarp kl. 11,00 ífyrramálið: Sjóefnavinnsla og fy rirhugað- artilraunir: Iðnaðarmál verða á döfinni í fyrra- málið og ræða þeir Sveinn Hannesson og Sigmar Ármannsson um sjóefna- vinnslu á Reykjanesi. Fyrst ræða þeir við Guðmund Einarsson verkfræðing sem er stjórnarformaður Undirbún- ingsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi hf. Guðmundur gerir þá grein fyrir hvernig tilraunir í saltverksmiðjunni hafa gengið og ræðir um fyrirhugaða sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Einnig verður talað um annan efnaiðnað sem verður í tengslum við sjóefnavinnslu og tilraunir til að nota önnur efni en salt. Má þá t.d. nefna tiiraunir til að rykbinda vegi úr sérstökum efnum úr sjónum og sem vegagerðin er þegar farin að nota. Þá ræða þeir við dr. Sigurð Péturs- son sem hefur lýst yfir efasemdum varðandi rekstrargrundvöll í þessari saltvinnslu. M.a. óttast hann að saltið, sem er framleitt i saltverksmiðjunni, hafi áhrif á saltfiskútflutning og jafn- vel skemmi saltfiskinn. Telur hann að verksmiðjan framleiði lélegra salt en í aðrar slíkar verksmiðjur. En Guð- mundur bendir hins vegar á .að til- raunir, sem hafa farið fram, hafi gengið vel og saltið reynzt mjög fram- bærilegt. Verður þá rætt um allt varðandi þessa fyrirhuguðu sjóefnavinnslu. -LKM Saltverksmiðjan á Reykjanesi og sjóefnatiiraunir verða á dagskrá útvarpsins i fyrramálið. Skemmir saltið saltfiskinn? SUMARVAKA, - útvaip kl. 20,00: SÖNGVAR, UÓD 0G ÆVIMINNINGAR Sumarvakan í kvöld hefst með því að Jóhann Konráðsson syngur lög eftir Jóhann Ó. Haraldsson og Guðrún Kristinsdóttir leikur með á píanó. Þvi næst les Þorsteinn Matthiasson frásögu sem hann skráði eftir Hirti Sturlaugs- syni frá Snartartungu og heitir Áttundi desember 1925. Þá les Oddný Guðmundsdóttir frá Ingimarsstöðum í Þórshafnarhreppi kvæðabálk úr nýrri ljóðabók sinni,- „Aldarháttur”. Síðan kemur þáttur sem heitir Smalar á roðskóm og er frásöguþáttur Jóhann Konráðsson syngur einsðng i Sumarvökunni. Einnig koma þar fram Árnesingakórinn i Reykjavik, Valborg Ben tsdóttir, Þorsteinn Matthíasson og Oddný Guðmundsdóttir. Valborgar Bentsdóttur. Segir hún frá eftirminnilegum æskuminningum sfnum þegar hún og Bjarni bróðir hennar sátu yfir fé. Á þeim tíma voru ærnar mjólkaðar kvölds og morgna og tekur hún þá sérstaklega fyrir einn dag sem er henni eftirminnilegastur. Þessar minningar eru fá Haukadal i Dýrafirði árið 1920. Þegar Valborg er búin að segja frá því hvernig kvíannir voru og hvernig hestarnir eyðilögðu allt nestið fyrir þeim systkinum verður kórsöngur síðastur á dagskrá Sumarvöku. íslenzk lög verða sungin af Árnesingakórnum í Reykjavík við pianóundirleik Jónínu Gísladóttur. Stjórnandi er Þuriður Pálsdóttir. í gamla daga voru klndur mjólkaöar kvölds og morgna og búið tll smjör og skyr sem fólkl þótti með afbrigðum gott. f Sumarvökunni segir Valborg Bentsdóttir frá kvíönnum. Mynd: Ragnar Th. I$.f Jónsson & Co. h.f. Höfum til afgreiðslu nú þegar nokkra uppgerða STILL lyftara. Greiðslu- kjör. Upplýsingar á skrifstofunni, Hverfisgötu 72. Sími 12452 og 26455. ÞINGEYRI Nýr umboðsmaður á Þingeyri, SIGURÐA PÁLSDÓTTIR, Brekkugötu 44, sími 94-8173. MMBIABIB Frá Sjálfsbjörg, félagi fatíaðra / Reykjavík Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar býður Sjálfsbjargarfélögunum veiði í Djúpavatni og afnot af veiðihúsi frá kl. 22.00, 10. ágúst til kl. 22.00, 13. ágúst. Nánari uppl. í síma 17868. LAUS STAÐA Staða bókavarðar í Háskólabókasafni er laus til umsóknar. Bókaverðinum er ætlað að sinna upplýsingaþjónustu og notendafræðslu sem aðalverkefni. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 15. september 1981. Menntamálaráðuneytið, 29. júK 1981. Seffossbúar og nágrannar Dagana 6. og 7. ágúst verður kannaður áhugi á stofnun öldungadeildar við fjölbrautaskólann á Selfossi. Um getur orðið að ræða kennslu í flestum bóknámsgreinum fram- haldsskóla eftir áhuga og þátttöku. Hafið samband við skrifstofuna í Iðnskóla Selfoss milli kl. 10 og 16 ofan- greinda daga. Skólameistarí

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.