Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. ..... V inga Huld Hákonardóttir Eg var orðinn forríkur af ... og byrjaði nýtt líf án þess að eiga einn dollar —enlíðan mínvarsvoægilegaðegreyndi hvað eftir annað að f remja sjálfsmorð, segir Barry Carson f rá Kanada „Ég átti þrjú hús, sand af seðlum og seldi dóp fyrir 750 þúsund dollara á viku,” segir Barrie. Hann er hár og rauðhærður piltur frá Kanada, staddur hér i heimsókn hjá hreyfing- unni fsland fyrir Krist. Eins og Bonnie, sem DB ræðir við einhvern næstu daga, var hann alveg háður vímugjöfum. Styrk til að hætta fengu ;þau með þvl að snúast til einlægrar trúar á guð. Þau eru ekki í neinum sérstökum söfnuði en lesa biblíuna Jmikið. Trúarsamband þeirra við guð virðist mjög innilegt, persónulegt og milliliðalaust. Hingað komu þau á vegum kanadiskrar stofnunar sem |heitir „Lay Leader Institute” (Stofnun kristinna en óvígðra stjóm- enda). Barrie er varla 22ja ára, Bonnie 24ra, eða svo. Þau segja að þeir, sem hætt séu komnir vegna fíkniefna í Kanada, byrji flestir að drekka á aldrinum 12—14 ára, séu orðnir háðir vímugjöfum 18 ára, rúmlega tvitugir oft flök á geðveikrahælum, eftir sýrur sem brenna heilann og valda minnisleysi meðal annars, eða komnir i fangelsi. Margir drepa sig. Margt ungt fólk er út- brunnin flök Hér á tslandi eru þvi miður mörg En tökum nú fyrst sögu Barries. Hann hefur djúpa, drafandi rödd og talar dálitið slitrótt. „Stundum man ég ekkert,” segir hann. „Það koma gloppur. Ég brenndi 1 mér heilann með sýrunum. Ég var kominn á það stig i vetur að ég reyndi hvað eftir annað að fyrir- fara mér,” heldur hann áfram. „Ég át eitraða sveppi eins og brjóstsykur og stiirtaði i mig hundrað og fimmtíu dropum af sterkri sýru, Kaliforniu- sólskini. Tveir dropar af henni nægja til að maður verður hátt uppi. Fæstir mundu lifa af að taka tíu. En hvað sem ég gerði þá vaknaði ég alltaf upp aftur, ömurlega timbr- aður og við hræðilega andlega heilsu, en langt frá því að vera dauður.” Hassinu var sökkt f sjóinn og slœtt upp af smábátum Hann tekur aftur um höfuðið, segir að það sé kraftaverk að hann hafi nokkuð eftir af heilanum og heldur áfram frásögninni sem var miklu ruglingslegri en hún er sett fram hér. „Ég gat alltaf selt allt,’.’ segir hann, ,,og mér gekk prýðilega i fikniefnabransanum. Við vorum smábátum. Annað kom frá Asíu. Það var nógaf því. Sýran var búin til á efnarann- sóknarstöðvum í fylkinu. Við klippt- um niður teiknipappír, settum einn dropa á hvern miða og seldum á tíu krónur stykkið. Peningarnir streymdu inn. Guð gerði lögregl- una blinda Lögreglan hafði okkur grunaða en gekk illa að sanna nokkuð á okkur. Mér fannst ég líka vera heljar sniðug- ur. Húsin þrjú keypti ég á nöfnum annarra til að dylja tekjur mínar og reyndi að vera aldrei með neitt hass á mér, borgaði ýmsum náungum til að flytja það á milli. Einu sinni var ég þó með tíu kíló 1 bílnum mínum, falið i ruslapokum, þegar lögreglumenn stöðvuðu mig. Ég varð dauðhræddur en guð gerði þá blinda. „Hvað ertu með í þessum pokum?” spurðu þeir. „Rusl á haugana,” sagði ég, og þeir trúðu mér. Annað skipti gerði, lögreglan hús- leit hjá mér. Ég var ekki heima og hafði engar varúðarráðstafanir gert. Á stofuborðinu lá stór teiknipapplrs- Fáum dögum síðar fór Barrie að dæmi Efesusmanna. Hann brenndi að visu ekki eignir sínar, hann gekk frá þeim. „Þið megið eiga húsin, allt sem í þeim er og það sem ég á af peningum,” sagði hann við félaga sína i fíkniefnabransanum. „Ég er farinn og ég tek ekkert með mér nema sjálfan mig.” Þar með kvaddi hann, töskulaus, án þess að hafa dollarívasanum. „En ef þú leggur ráð þitt í hendur guði mun þig aldrei framar nokkuð skorta,” segir Barrie. „Hann er vinur þinn, hjálpræði og huggun.” Guð hefur gefið honum slíkan styrk að nú snertir hann ekki vímu- gjafa af neinu tagi ekki einu sinni tóbak. Ákærur honum á hendur fyrir að gefa út innistæðulausar ávísanir, sem hefðu getað kostað hann fangelsisvist, voru felldar niður að mestu. Hann hefur ágæta vinnu 1 Kanada sem vörubllstjóri og allt sem hann vantar kemur upp 1 hendurnar á honum. Og daglega skrifar hann unnustu sinni í Kanda sem hann ætlar að kvænast f haust. „Ég bað guð að senda mér góða stúlku og hann gerði það,” segir Barrie. „Eins og stendur í 37. sálmi Davíös: Fel drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.” -IHH. Bonnie rændi banka og Barrie var á kafi 1 að selja hass og sýru þangað til þau gáfu hjarta sitt guði og öðluðust styrk til að hefja nýtt líf. Limlestingar fyrir að kjafta frá Einu sinni fundu þeir tvö grömm af hassi á vini mínum þegar við vorum að koma saman úr bíó. En við vissum hver hafði kjaftað og hann var brotinn á báðum handleggjum og öðrum fótlegg. Heimili mitt var alltaf fullt af morðstilraunanna — en liðan min var ægileg. En smátt og smátt fór ég að verða sannfærður um það að ég hlyti að vera undir vernd guðs úr því mér tókst ekki að drepa mig á margföld- um dópskömmtum og úr þvi að lögrcglan sá ekki það sem var beint fyrir framan nefið á henni. Já, það gat enginn hafa ráðið því nema guð og nú hóf ég samningaviðræður við hann. Gerði samning við drottin.... „Drottinn,” sagði ég, „ef þú getur til nokkurs nýtt það sem eftir er af lifi þá máttu eiga það — með einu skilyrði.” Ég ætlaði nefnilega að leggja fyrú hann þraut sem hann gæti ekki leyst Hún var þannig að daglega mundi ét opna biblíuna af handahófi. Ef ég mundi hitta á ritningargreinar sem væru lausnir á vandræðum mínum þann daginn þá hafði guð staðizt prófið — en ég bjóst alls ekki við að hann mundiná þvl. Þetta var i lok janúar,” segir Barrie og heldur áfram slitróttri frá- sögninni. „Fyrsta daginn opnaðist bibllan á 19. kafla Postulasögunnar. Þar segir frá því er Efesusmenn brenndu heiðnar bækur sínar, sem voru fimmtíu þúsund silfurpeninga virði, ogtóku kristnatrú.” DB-myndir: Einar Ólason. gestum, sem komu og fóru eins og þeim sýndist út úr grýttir. En í raun átti ég enga vini. Flestir voru innst inni hræddir við mig. {janúar siðastliðnum hélt ég æðis- lega sukkveizlu sem kostaði mig 40 þúsund dollara. Ég var að reyna að slæva samvizkuna — milli sjálfs- „Nú get ég aftur unnið venjulega vinnu,” segir Barrie. Hér er hann I Slippnum að mála togara frá Isafirði. útbrunnin ung flök á ýmsum sjúkra- stofnunum. Hvað er það sem veldur því að Jrau byrja á þessum óþverra? Barrie og Bonnie höfðu haft svipaðar ástæður: aö vera eins og hinir, vera gjaldgeng i vinaklikunni og ennfrem- ur hafði þeim fundizt foreldrarnir algjörir imbar. þrir sem stjórnuðum sölu á hassi á svæði sem var 80 x 150 mílur og nokkrum smástöðum öðrum. Hassið fengum við með smyglurum. Sumt af því kom með skipum frá Columbiu í Suður-Ameriku. Þvi var sökkt i sjóinn, skammt undan strönd- inni i B.C., Kanada, og slætt upp af örk sem við höfðum sett sýrudropa á en áttum eftir að klippa niður. Þeir sneru öllu við i húsinu og leituðu í skúffunum i borðinu en þeir sáu ekkert grunsamlegt við örkina ofan á því. Þeir fundu heldur ekki kók- flösku, fulla af sýru, mörg þúsund dollara virði, sem var í íbúðinni. fíkniefnasölu 17 N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.