Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 05.08.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1981. msBima Iriálst. aháðdattblað Utgafandi: Dagblaðið hf. ,, Framkvssmdastjórí: Svainn R. EyjóHsson. Ritstjöri: Jönas Kristjánsson. Aðstoðanrtstjöri: Haukur Halgason. Fráttastjöri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjöri ritstjöman Jöhannes Raykdal. tþróttir HaUur Símonarson. Menning: Aðalstainn IngóHsxon. Aðstoðarfráttastjóri: Jónas Haraldsson Handrit Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Artna Bjamason, Adi Rúnar Haildórsson, Atli Stainarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Döra Stefánsdóttir, Elin Albartsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir. BjamlaHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sk.urður Porri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoriaHsson. Augl/singastjóri: Már E.M. HalF dórsson. DraHingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. RHstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla. áskriftadaild, auglýsingar og skrifstr .fur Þvarholti 11. Aðaisimi biaðsins ar 27022110 Bnurl. Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HUmir hf„ Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarvarð é mánuðl kr. 80,00. Varð f lausasökl kr. B,00. Hægt andlát hvalveiða Reikna má með, að íslenzkar hval- veiðar verði sjálfdauðar á næstu árum. Veiðikvótar Alþjóða hvalveiðiráðsins fara minnkandi ár eftir ár. Fyrr eða síðar leiðir það til taprekstrar á veiði- stöðinni í Hvalfirði. Verulegar breytingar hafa orðið á skipun hvalvefði- ráðsins. Áður fyrr sátu það einkum hvalveiðiriki, en upp á síðkastið hafa ríki gengið í það til að koma í veg fyrir hvalveiðar. Og þátttaka er öllum ríkjum opin. Einn fulltrúi hvalveiðiríkja, Kanada, hefur sagt sig úr ráðinu. í staðinn hafa komið Kína, Indland, Jamaica, St. Lucia, Dominica, Costa Rica, Uruguay, St. Vincent & Grenadines, — ríki, semyfirleitteru and- víg hvalveiðum. Þetta leiddi þó ekki til neinnar byltingar á nýaf- stöðnum ársfundi hvalveiðiráðsins. Fulltrúar tóku yfir- leitt mark á visindanefnd ráðsins, sem lagði til aukna friðun ýmissa tegunda og svæða, án þess að taka mjög djúpt í árinni. Tillögur um algert hvalveiðibann, algert hvalveiði- bann á Norður-Atlantshafi nú eða eftir tvö ár voru allar felldar. Og í sumum tilvikum náðist samkomulag um heldur minni samdrátt en vísindanefndin hafði lagt til. Þróunin er ljós. Grænfriðungum og öðrum and- stæðingum hvalveiða virðist ekki ætla að takast að koma á algeru hvalveiðibanni. Hins vegar hefur hval- veiðiráðið tekið tillit til sjónarmiða þeirra og fer undan í flæmingi. Um leið hefur losnað um spennuna á ráðinu. Hinar opinberu aðgerðir grænfriðunga eru ekki eins róttækar og áður. Deilumálin eru að falla í meira eða minna friðsaman jarðveg, hvað sem æstum einstaklingum kann að detta í hug. ísland hefur ásamt nokkrum öðrum ríkjum fengið illt umtal vegna hvalveiða. Það umtal ætti nú að minnka, þegar íslenzkar veiðar minnka i samræmi við kvóta alþjóðlegrar stofnunar, sem öll ríki eiga aðgang að. Hins vegar má ljóst vera, að síminnkandi kvótar leiða einhvern tíma til þess, að ekki þykir lengur fært að halda úti stöðinni í Hvalfirði og útgerðinni, sem henni fylgir. Hvalveiðar eru deyjandi atvinnugrein. Forstjóri hvalstöðvarinnar hefur kastað fram þeirri hugmynd, að ísland segi sig úr hvalveiðiráðinu, væntanlega til að geta veitt meira en upp í kvóta ráðsins. Ástæða er til að vara sérstaklega við þessari hugmynd. Við unnum okkar þorskastríð á friðunarstefnu og hagstæðu almenningsáliti í umheiminum. Við vinnum aldrei neitt hvalastríð á ofveiði og andstæðu almenn- ingsáliti í umheiminum. Við skulum heldur tapa því í stríði í ró og næði. Blaðstjóm braut lög Blaðstjórn Alþýðublaðsins og ráðamenn Blaða- prents brutu lög, þegar þessir aðilar stöðvuðu útkomu miðvikudagsblaðsins vegna efnis þess. Slíkt gat ein- ungis gert skráður ábyrgðarmaður miðvikudagsblaðs- ins, Jón Hannibalsson. Blaðstjórnin hefur sem betur fer séð að sér, enda ber hún enga efnisábyrgð samkvæmt prentrétti og er ekki málsaðili um, hvort efni sé prenthæft eða ekki. Auk ábyrgðarmanns gætu slíkir málsaðilar verið lögreglu- stjóri og dómstólar. Og auðvitað reyndist stöðvaða blaðið vera skásta Alþýðublaðið, sem hefur sézt í mörg ár! Heimur á heljarþröm frá ráðstefnu samtakanna Konur fyrir frið, á Álandseyjum Ef litið er yfir sögu friðarbarátt- unnar í heirainum kemur glöggt í ljós að konur hafa þar jafnan verið í fararbroddi. Árið 1891 — fyrir 90 ár- um — stofnaði austurriska aðalskon- an Berta von Suttner austurrísku friðarhreyfinguna Niður með vopnin og varð hún fyrsti handhafi friðar- verðlauna Nóbels. Þessi friðarhreyf- ing hafði það að markmiði, eins og friðarhreyfingar nútimans, að fá stjórnvöld hinna ýmsu rikja til að setjast að samningaborði og leysa ágreiningsmál shí þar. Berta von Suttner skrifaði bók um þetta efni sem bar nafnið: Niður með vopnin. Berta von Suttner andaðist 21. júní 1914. Andlátsorð hennar voru: „Niður með vopnin, segið það öll- um.” Með dauða hennar leið sú friðarhreyfing undir lok, sem hún hafði stofnað, enda hófst fyrri heims- styrjöldin fimm vikum siðar. Arftaki þessarar friðarhreyfingar varð önnur alþjóðleg hreyfing sem konur stofn- uðu árið 1915 og bar nafnið Alþjóða- samtök kvenna fyrir friði og frelsi. Þessi hreyfmg hefur starfað fram á þennan dag og starfar enn. Þriðji merkisatburðurinn 1 friðarbaráttu kvenna gerðist árið 1945 þegar Al- þjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna var stofnað i Paris. Hvata- menn að stofnun þess voru konur sem setið höfðu f fangabúðum nas- ista. Þau samtök starfa enn og stendur starf þeirra i miklum blóma. Og þá er komið að fjórðu friðar- hreyfingu kvenna sem stofnuð hefur verið. Hún var stofnuð i Danmörku eftir áramótin 1979/1980 og var stofnun hennar beint andsvar skelf- ingu lostinna alþýðukvenna Dan- merkur við staðsetningu meðal- drægra kjarnorkueldflauga í Vestur- Evrópu. Dönsku konurnar, sem flestar hverjar höfðu aldrei komiö nálægt neinum félagsskap eða leitt hugann að alþjóðamálum, stofnuöu til norrænnar undirskriftasöfnunar fyrir kröfuna um afvopnun með þeim árangri að á kvennaráöstefnu Sam- einuðu þjóðanna 1980 voru Kurt Waldheim afhentir undirskriftalistar með hálfri milljón nöfnum frá öllum Norðurlöndum. Næsta viðfangsefni þessarar hreyfingar, sem tekur yfir öll Norðurlönd, var að berjast fyrir kjarnorkuvopnafríu svæði: Norður- Evrópu. Voru það einmitt konurnar í þessari friðarhreyfingu, sem kallar sig Konur fyrir frið, sem áttu uppá- stunguna um friðargönguna til Parísar. Þegar hér var komið sögu hafði hin norska friðarbaráttuhetja, Eva Norland, tekið forustuna 1 þess- ari nýju friðarhreyfingu og hélt hún aðalræðuna við upphaf göngunnar i Kaupmannahöfn. En nú voru þessi nýju friðarsamtök ekki eingöngu orðin samtök kvenna heldur útbreidd hreyfing sem átti mikinn hljómgrunn hvarvetna á Norðurlöndum og í Evrópu allri. Þessi samtök gengust fyrir friðarráðstefnunni á Álandseyj- um, sem fram fór 24.—28. júní sl., en þá ráðstefnu sat ég ásamt þremur öðrum íslendingum. Ráðstefna á Álandseyjum Þegar ég kom til Álands 23. júni var mér fylgt á Strandnesmótell þar sem ég átti að búa. í móttökunni sat gráhærður maður sem heimtaði af mér vegabréf þegar ég innritaði mig á hótelið. Ég benti honum á að ég væri Norðurlandabúi og þyrfti ekki að sýna vegabréf. Hann sagði að Island gæti ekki tilheyrt Norðurlöndum, sagðist að visu vita að eitt sinn hefðum við tilheyrt Dönum en nú værum við bandarísk herstöð og hlyt- um samkvæmt þvl að tilheyra Banda- rikjunum — þá veit maður það. Ég nennti ekki að þvarga við karlinn en dró upp vegabréf mitt, en þetta varð mér enn ein sönnun þess hve niður- lægjandi er að lána land sitt undir erlenda herstöð. Ráðstefnu þessa sátu milli þrjú og fjögur hundruð manns og var hún á mjög breiðum grundvelli. Þar komu fram hin ólikustu sjónarmið en kjarninn i öllu, sem þar var sagt, var að vekja athygli á hættunni sem kjarnorkuvopn skapa hverju því landi sem hefur þau innan landa- mæra sinna. Á ráðstefnunni voru konur 70% af þátttakendum. Það fór heidur ekki milli mála að meginhluti þeirra sem til máls tóku, og raunar allir þátttakendur held ég, var á einn eða annan hátt 1 tengslum við Sósíal- demókrataflokkana, á Norðurlönd- um. Ég hef aldrei orðið fyrir þeirri lífsreynslu fyrr að flestir, sem tóku mig tali, gengu út frá þvf sem gefnu að ég væri f krataflokknum hér! Sumt af því gagnmerka ræðufólki, sem þarna talaði, hef ég hitt á fyrri friðarþingum sem ég hef setið, sumt hafði ég ekki séð áður. Hleypidómalaust og upplýst almenningsálit Meðal þeirra sem fluttu ávörp á ráðstefnunni var Hannes Alfuen, gamalkunn kempa i friðarbaráttunni sem hefur starfað i Bandaríkjunum en er nú kominn aftur til Norður- landa til að eyða þar elliárunum. Hann lagði áherslu á í hve mikla hættu hvert það land stofnaði sér sem hefði kjarnorkuvopn innan landa- mæra sinna. Sagði hann að ef til kjamorkustyrjaldar kæmi gæti ekk- ert afl hindrað algera eyðileggingu slfkra landa á fyrstu klst. styrjaldar. Hann sagði að það kaldhæðnislega væri að engin kjarnorkuveldanna tíð Evrópu, að styðja þær kröfur, en ef þær næðu fram að ganga væri von til að Evrópa yrði kjarnorkuvopna- laus frá Sovétríkjum til Frakkiands. Ræðumaður lauk máli sinu með því að segja að hleypidómalaust og upplýst almenningsálit, sem þvingaði stjórnmálamennina til að binda enda á vígbúnaðarkapphlaupið, væri það eina sem gæti bjargað heiminum frá sjálfsmorði. f heiminum em 15 tonn ef sprengiefni á hvern jarðarbúa Ég ætla ekki að fjalla hér um hinar stórmerku ræður Jens Evensen og Johan Galtung, sem þó voru e.t.v. hið merkasta sem sagt var á ráðstefn- unni, en þeim hafa ferðafélagar minir, Ólafur R. Grímsson og Einar K. Haraldsson, gert góð skii í öðrum blöðum. Eva Norland er dósent í uppeldis- fræði við háskólann í Osló og félagi í norska verkamannaflokknum. Hún sagði m.a. að í heiminum væru nú til 15 tonn af sprengiefni á hvern jarðar- búa. Mannkynið hefði þannig mögu- leika á að eyðileggja sig mðrgum sinnum, þar að auki væri vaxandi hætta á að kjarnorkustyrjöld brytist út af slysni eða misskilningi. Sá áróður sem gengi eins og rauður þráður 1 fjölmiðlum okkar miðaði að Samtökin Konur fyrir friö stóöu að Parisar. væru i sjálfu sér ill (Bandarfkin, Sovétrikin, Bretland, Frakkland). En hvert þessara ríkja sem væri hlyti aðeins að stefna að því að eyðileggja svo margar framvarðarstöðvar fyrir hinum aðilanum á fyrstu klst. styrj- aldar sem mögulegt væri. Eina vörn- in væri þvi að hýsa ekki kjarnorku- vopn og að þau væru staðsett eins langt frá landamærum okkar og auðið væri. Hann lagði áherslu á það, eins og einnig Jens Evensen, að Norður- lönd væru ekki kjarnorkuvopnalaus í þjóðréttarlegum skilningi. Kjam- orkuvopnalaus í þeim skilningi væm hinsvegar: Austurrfki, Sviss, Júgó- slavia og sósfalísku rikin vestan Sovétrikjanna. 1 Hollandi og Belgiu, sem ekki væru heldur kjarnorku- vopnalaus i þjóðréttarlegum skiln- ingi, væru sterkar hreyfingar til að koma í veg fyrir að þar yrðu staðsett kjarnorkuvopn. Hann sagði að Vestur-Þýskaland væri í mestri hættu. Þar væri samankomið meira af erlendum kjarnorkuvopnum en á nokkrum stað öðrum á jörðinni. Á fyrstu klst. kjarnorkustyrjaldar yrði eyðileggingin þar því svo alger að þar yrði ekki byggilegt um alla framtíð. Hlytu grannriki þess einnig að fá smjðrþefinn af slikri eyðileggingu þó að þau hefðu ekki kjarnorkuvopn og ekki væri gerð á þau bein árás. Hann sagði að i Vestur-Þýskalandi væru mjög ákveðnar kröfur á lofti um að losna við þessi kjarnorkuvopn og bæri öllum, sem annt væri um fram- friðargöngunni frá Kaupmannahöfn til því að kenna manneskjunum að hata hverjar aðra og tortryggja hverjar aðra. Vantraust og hatur gerir mögu- ieikann á hnattrænu sjálfsmorði meira en nálægan. „Hvernig á að bregðast við þessu?” sagði hún og vitnaði í Gandhi: „Það er ekki til nein leið til friðar. Friður er leiðin.” Hún kvað þess mörg dæmi að stjórn- málamenn okkar gætu ekki tekið þann kostinn sem þeim fyndist rétt- astur og bestur 1 alþjóðamálum vegna utanaðkomandi þrýstings. Nú væri það hlutverk okkar, sem stæðum að friðarhreyfingum, að skapa þrýsting á stjómmálamenn. Hún sagði að i þessum málum yrðum við að koma fram sem sameiginlegt virkt og sterkt afl, hvað sem skoðanaágreiningi liði um önnur mál. ,,í þetta sinn er mark- mið okkar kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd,” sagði hún. „Næsti áfangi þarf að vera: Raunhæfar friðarviðræður milli austurs og vesturs, afvopnun, og að fjármagni þvi sem nú er varið til vigbúnaðar verði varið til friðsamlegra nota og að stórveldin skuldbindi sig til að senda hvorki vopn né herlið til þriðja heimsins.” „Af vopnun þýðir ekki aukið atvinnuleysi" Maj Britt Theorin, þingmaður sænska Sósialdemókrataflokksins, sagði að friðar- og afvopnunarvið-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.