Dagblaðið - 13.08.1981, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 1981.
DB á ne ytendamarkaði
Verðlaunahafi jummanaðar:
„Bókhaldið veitir
—segir Halla Guðmundsdóttir
mér aðhald”
Baldur Sveinsson afgreiðslumaður i verzlun Gunnars Ásgeirssonar afhendir Höllu verðlaunin. Verzlunin veitti 10% afslátt
af þeim.
DB-myndir Bj.Bj.
„Ég hef haldið bókhald að ég held
í þrjú ár í haust. Mér finnst það bæði
veita mér aðhald og ekki síður að ég
veit í hvað fteningarnir hafa farið.
Oft finnst manni að ekkert hafi verið
keypt og engu eytt þó allir pening-
arnir séu allt 1 einu búnir. Þá er gott
að geta flett því upp, í hvað þeir
fóru,” sagði verölaunahafi neytenda-
siöunnar fyrir júnímánuð. Það var
Halla Guðmundsdóttir, Melaheiði 1 i
Kópavogi.
Verðlaunin voru úttekt í verzlun
Gunnars Ásgeirssonar að upphæð
1700 krónur. Fyrir þá upphæð valdi
Halla sér vöfflujárn og útvarp með
segulbandstæki. Verzlunin veitti
henni af höfðingsskap miklum 10%
afslátt af vörunum þannig að hún
þurfti aðeins að bæta við 116 krónum
í viðbót til þess að fá bæði þessi tæki.
Halla er gift Árna Stefánssyni
kennara og eiga þau tvo syni, Snorra
22 ára og Sverrir 2 ára. Hafa þau búið í
Kópavogi síðan 1961, þar af síðan
1969 1 húsinu sem þau byggðu við
Melaheiðina.
„Það er gott að búa í Kópavogi þó
göturnar mættu vera betri. Einhvern
veginn hefur það viljað þannig til að
við höfum aldrei búiö við malbikaöa
götu allan þennan tíma,” sagði
Halla.
Tvö ár á Hveravöllum
Halla er rannsóknarmaður á
Veðurstofunni og hefur unnið þar
fulla vinnu síðan árið 1957. Á meðan
hefur Árni verið að kenna, kennir
núna í Víghólaskólanum. Tvö ár
voru þau hjónin við veðurathuganir á
Hveravöllum. Voru það árin 1972 til
1974.
„Við kunnum mjög vel við okkur
þar. Starfið var reglubundin athugun
á þriggja tíma fresti og fór drjúgur
tími í það. Á milli gat maöur haft nóg
að gera og nóg að lesa. Einstaka sinn-
um kom yfir mig dálítill leiði ef ég
passaði ekki að hafa nóg að gera.
Mjög vel var hugsað um okkur
þarna. Matur var keyptur að segja
má einu sinni á ári. Þá voru allar
geymslur fylltar. Ég gat ekki gert mér
neina grcin fyrir því fyrirfram hvað
við myndum borða á einu ári en sem
betur fer höfðu aðrir vit fyrir okkur.
Við fengum mjög góðan mat sem
okkur hefði ekki dreymt um að
kaupa svona að jafnaði. Mest
saknaði maður nýrra ávaxta og
eggja. En fisk fengum við mjög
góðan, þennan sem pakkaöur er til
útflutnings.
Það var skrýtið að koma aftur i
bæinn. Umferðin hafði breytzt mjög
mikið og má sem dæmi nefna að búiö
var að taka í notkun brýrnar við
Elliðaár. Kunnum við ekki að aka
allar slaufurnar þegar við komum í
bæinn og vorum áður en við vissum
af á leiöinni út úr bænum aftur.
En hvað öll matarkaup varðaöi var
eins og við hefðum hreinlega aldrei
farið neitt. Þetta komst strax upp í
vana aftur að kaupa jafnóðum allar
nauðsynjar.”
Góður kaupmaður
á horninu
Halla sagðist verzla að jafnaði
daglega og kaupa jafnóðum það sem
vantaði. „Ég hef mjög góðan kaup-
mann hér á horninu. Verzlunin heitir
Vogur og þar fæ ég svo gott sem allt
sem mig vantar. Verzlunin er lítil en
vöruúrvalið ótrúlega gott. Ég er
þarna í reikningi sem ég geri upp
mánaðarlega. Ég fer lítið í stórverzl-
anirnar því afgangurinn er ekki alltaf
mikill. Ég veit þvi ekki hvort munar
einhverju á verðinu í þeim eða í litlu
búðunum.”
Kjöt kaupir Halla nær eingöngu i
heilum skrokkum og osta í heilum og
hálfum stykkjum. Segir hún að það
sé eiginlega það eina sem hún hafi séð
að hægt sé að spara við. ,,Ég tek
slátur á haustin en bý alltaf til lítinn
blóðmör og nýti ekki nærri allan
mörinn. Þá borgar þaö sig ekki fjár-
hagslega. Til þess að það borgi sig
verður aö nýta allt sem fylgir, búa til
bióðmör og nýta afganginn af mörn-
um t.d. bræddan út á fisk.”
Hún og Árni skipta með sér heim-
ilisverkum eftir því sem það hentar
vinnu hvors um sig. Á sumrin er Árni
til dæmis heimavinnandi húsmóðir
og vinnur þá öll verk sem vinna þarf.
„Það fylgir þvi ýmislegt hagræði að
skipta hússtörfunum á milli okkar.
Til dæmis kom Árni mér upp á það
að nota eingöngu pappírsbleyjur á
yngri strákinn, nokkuð sem ég tímdi
aðeins að gera á jólunum og í ferða-
lögum,” segir Halla. ,,Já, pappírs-
bleyjurnar eru mikið hollari, þær
halda vætunni burt frá barninu,”
segir Árni. í byrjun húsmóðurstarfs
síns gekk honum verst með þvottana
og var hálfhræddur við hið flókna
tæki þvottavélina. En Höllu fannst
auðvitað ekkert vit í þvi að heima-
vinnandi húsmóðir gæti ekki þvegið
þvotta og linnti ekki látunum fyrr en
Árni var fullnuma á tækið. Nú er
bara saumavélin eftir!
- DS
Halla opnar hér poka með útvarpinu
góða. „Sonur okkar hefur lánað okkur
útvarp i eldhúsið. Nú getur hann
fengið það aftur,” sagði hún.
\
Árni, Halla og Sverrir i eldhúsinu. Eldri sonurinn, Snorri, var að heiman við að passa hús og kött fyrir vin sinn.
Verðlaunin voru:
Úttekt hjá Gunnari Ásgeirssyni
Verðlaunin i þetta sinn voru 1700 1870 krónum þegar verzlunin veitti Ðregið verður strax eftir mánaða-
króna úttekt í verzlun Gunnars Ás- 10% afslátt ofan á. Verðlaunin í mótin svo það er um að gera að senda
geirssonar. Sem urðu reyndar að næsta mánuöi verða aftur þau sömu. seðilinn strax. -DS
i Upplýsingaseóill
! til samanburðar á heimiliskostnaði
j Hvað kostar heimilishaldið?
I Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvcrt sé meðaital heimiliskostnaðar
I fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
I tæki.
1 Nafn áskrifanda
l-----------------
J Heimili_________
l
i Sími
l
I
I Fjöldi heimilisfólks_____
i
j Kostnaður í júlímánuði 1981
i-----------------------------
i Matur og hreinlætisvörur kr.
i Annað
i
kr.
Alls kr.
\m hkív