Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 1
dagblað 7. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981 - 244. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. „Sjáltstæðismenn veröa að bríótast úrherkvínnifi —segir Ellert B. Schram rítstjórisem íhugar framboð i formennskuSjálfstæðisflokksinsgegn GeirogPálma „Já, það er mikið spurt,” sagði Ellert B. Schram, ritstjóri Vísis og fyrrverandi alþingismaður, þegar DB spurði hann í morgun hvort hann yrði i framboði við kjör formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi. „Eins og þorri annarra sjálfstaeðis- manna hef ég vaxandi áhyggjur af því ástandi sem ríkir innan flokksins,” sagði Ellert. „Þar hafa menn verið dregnir í dilka og flokkaðir í arma og stríðandi fylkingar. Með kosningú milli Geirs Haligrímssonar og Pálma Jónssonar til formanns er enn einu sinni verið að stilla sjálfstæðismönn- um upp við vegg og skipta þeim ýmist í Geirsarm eða Gunnarsarm. Þetta er að minu mati óþolandi ástand og sjálfstæðismenn verða að brjótast út úr þessari herkví. Ég neita því ekki að formannsframboð af minni hálfu hefur komið til greina, þó ekki væri til annars en að leggja áherzlu á að til eru sjálfstæðismenn sem una ekki lengur þessu ástandi. Hvort úr því verður ræðst af atburðarásinni og á landsfundinum sjálfum.” -HH. Froskmenn ogfylgdartið koma að larnti úr leitarförinni Igœr, sem varð engin leit- arför. DB-myndS. í konufaðmi en ekki á hafnarbotni — leit að norskum sjómanni í Reykjavíkurhöfn afturkölluð Bankarnir bjóða 6 mánaða samning og 2% launahækkun —„Öllum okkar tillögum hafnað en engar hafa komið á móti,” segir Sveinn Sveinsson, formaður Sambands bankamanna ,,Það sem viðræðurnar stranda fyrst og fremst á er launaliðurinn í kröfum,” sagði Sveinn Sveinsson, formaður Sambands bankamanna, við Dagblaðið í morgun. Bankamenn boðuðu til verkfalls í gær með 15 daga fyrirvara en hægt er að fresta verkfallinu um aðra 15 daga. „Bankarnir treysta sér ekki til að semja við okkur til lengri tíma en 6 mánaða og þeir hafa boðið okkur 2% hækkun við undirritun samnings,” sagði Sveinn ennfremur. „Við erum sannast sagna komnir í þrot með til- lögur og hugmyndir. Öllum okkar til- lögum hefur verið hafnað án þess að nokkuð hafi komið frá bönkunum á móti. Þeir hafa engar tillögur til úr- bóta.” Hverjar eru ykkar launakröfur? ,,Það er ákaflega erfitt að nefna ákveðna prósentutölu þar sem svo margir þættir spila inn í hjá okkur. Má þar nefna t.d. laugardaga út úr orlofsdagakerfinu. svo eitthvað sé nefnt,” sagði Sveinn. Nýr fundur hefur verið boðaður með deiluaðilum kl. 16 í dag, en eins og Sveinn Sveinsson sagði: ,,Ég get ekki séð hvað á að gera á þeim fundi,” þannig að varla virðist hann vænlegur til árangurs. Bankarnir munu vera ragir við að semja við starfsfólk sitt til langs tíma af ótta við að samningar þeirra kunni að reynast stefnumarkandi fyrir þá sem á eftir koma. Þar stendur hnífurinn og í kúnni. DB reyndi itrekað t morgun að ná tali af talsmönnum samninganefndar bankanna en án árangurs. -SSv. „Við tökum alvarlega allar beiðnir sem til okkar berast vegna ótta fólks um að einhver sé horfinn," sagði Magnús Einarsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn i morgun. „Af þeim sökum kölluðum við út kafara okkar og leituðum aðstoðar SVFÍ-manna er til okkar barst uggur um að eitthvað alvarlegt gæti hafa hent sjómann af norska rannsóknar- skipinu G.O.Sars sem lá við togara- bryggjuna i Reykjavikurhöfn. Við ákváðum að kanna botninn kringum skipið,” sagði Magnús. „Verkið var svo var’la hafið þegar maðurinn kom fram heilu og höldnu,” sagði Magnús, „og því gætum við litið á þetta útkall sem góða æftngu”. DB hefur frétt að sjómaðurinn hafi hvorki verið kalinn af vindi né votur af sjó. Ævintýri hans fólst i því að hann brá sér í Þórskaffi á laugar- daginn, hitti þar blómarós (að sögn) og ílentist hjá henni yfír helgina. Hlutskipti þessa sjómanns var því islenzkur konufaðmur þegar óttazt var um að hann lægi á hafnarbotni. -A.St. Dularfullar lýsingar Dagens Nyheter á íslendingum: íBreiöholti búa alkar, sál- sjúkir og einstæðir Sjábis.io Poppstjarnan Gary Numan í Reykjavík: Skoðaði nágrenni höfuðborgarinnar ogtókkvöldið rólega á diskóteki Brezka poppstjarnan Gary Numan stóð við í sólarhring hér á landi. Flugvél hans hóf sig á loft um tíuleytið í morgun. Héðan var förinni heitið til Grænlands þar sem stanza átti „eins stutt og mögulegt er” og síðan til Kanada og Bandaríkj- anna. tsland var fyrsti viðkomustaður Numans og flugmanns hans i annarri tilraun þeirra til að fljúga umhverfis jörðina. Ferðinni þeirra lýkur i Englandi þann 12. desember. Gary Numan skoðaði sig um í nágrenni Reykjavíkur í gær og kvöldinu eyddi hann í veitingahúsinu Hollywood. Þar gaf hann eiginhandaráritanir, rabbaði við fólk og dáðist að kven- fólkinu sem fjölmennti á staðinn í sínu fegursta skarti í tilefni af komu stjörnunnar. Leikin var tónlist Numans og var ekki laust við að kuldahrollur færi um ýmsa við að hlusta á hana. -ÁT- Talsverður hópur unglinga lagði leið sína I HoHywood til að fú eiginhandarúritun Garys Numan. Hann brást Ijúfmannlega við öllum slíkum beiðnum. DB-mynd: KÖK Niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins: 75% vilja bandarískt féí flugstöð sjá nánar um niðurstöður á bls. 11 Þrír af hverjum fjórum lands- mönnum, sem taka afstöðu, vilja taka við bandarísku fjármagni til nýrrar flugstöðvarbyggingar á Kefla- víkurflugvelii, samkvæmt skoðana- könnun sem DB hefur gert. í könnuninni var 600 manna úrtak spurt hvort menn væru fylgjandi eða andvigir þvi að Bandaríkjamenn legðu fram um það bil helming fjár- magns til flugstöðvarinnar. 64,3 af hundraði kváðust fylgjandi 'því. 20,5 af hundraði sögðust and- vígir,5 af hundraði voru óákveðnir og 10,2% svöruðu ekki. Þetta þýðir að 75,8 af hundraði þeirra sem taka afstöðu eru fylgjandi viðtöku bandarísks fjármagns til stöðvarinnar en 24,2% eru því and- vígir. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.