Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 198L DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON Nýttfrá Glit: Nýja stellið passarbæði fyrirunga ogaldna „Það tafðist hjá okkur um nokkra mánuði að koma með þetta nýja stell okkar á markaðinn vegna þess að glerungurinn stóðst ekki uppþvotta- vélarnar nógu vel,” sagði Orri Vig- fússon framkvæmdastjóri Glits hf., er nýtt matar- og kaffistell frá Glit var kynnt blaðamönnum í síðustu viku. Nýja stellið hlaut nafnið öðustell en það er hannað af starfshópi undir forystu Huldu Marisdóttur leirlistar- konu og Eydísar Lúðvíksdóttur myndlistarkonu. Nýja stellið er ljóst á lit, mjög lát- laust og smekklegt og fara bollarnir einkar vel í hendi. Það er búið til úr völdum steinefnum sem þola upp- þvottavélar. Þetta er annað matar- og kaffi- stellið sem Glit hf. kemur með á markaðinn. Hið fyrra kom árið 1974. Hefur verið kappkostað að hafa jafn- an á lager einstaka hluti úr því. Eins verður með nýja stellið. Hægt verður að fá einstaka hluti inn í bæði stellin um ókomna framtíð, í það minnsta fram til aldamóta! Nýja öðustellið er ljósgrátt á lit og mjög látlaust þannig að sómir sér vel bæði með skrautlegum dúkum, á grófum tréborðum og silfur og krist- all fer einnig vel með nýja 'stellinu. A blaðamannafundinum hafði .... .... ...... .... ................... . . verið komið fyrir öðuskeljum með NrJa steluo, sem hlotið hefur nafmð öðustelhð, er þanntg ur garði gert að það passar bæði með grófn uppdekkningu, eins og kertaljósum á borðum með nýja stell- er vinsæ*t meðal ungs fólks, og einnig með kristalglösum og silfurhnifapörum, svona eins og eldri kynslóðin vill hafa það. inu og fór það einkar vel saman. Svarthvit mynd gefur hins vegar ekki rétta mynd af stellinu. DB-mynd Bjarnleifur. Þá eru á boðstólum hjá Glit mjög skemmtilegar „fígúrur” sem minna einna helzt á piparkökumyndir sem búnar eru til fyrir jólin á mörgum heimilum. Þetta eru bæði fuglar, ýmsar aðrar skepnur og auk þess ýmiss konar jólamynstur. Lítil göt eru í leirmyndunum til þess að draga í gegn silkibönd og eru fígúrurnar síðan hengdar upp í glugga eða annars staðar til skrauts. Verðið Orri Vigfússon sagði að verðinu á nýja stellinu væri stillt í hóf. Hægt er að fá bæði dýrari stell og einnig ódýr- ari á markaðnum hér. Sem dæmi um verð má nefna að sex manna kaffi- stell (20 stykki) kostar 1483 kr. og sex manna matarstell (15 stykki) kostar 2147 kr. Hægt er að komast að hag- kvæmum greiðslukjörum. Og loks er hægt að kaupa staka hluti bæði ef þeir brotna og eins ef verið er að bæta við. T.d. ef lokið af tekatlinum brotnar er hægt að kaupa það eitt sér, en þarf ekki að kaupa nýjan teketil o.s.frv. -A.Bj. Gestastúdíó hjá Glit hf. Alls kyns föt og skálar fylgja með nýja öðustellinu. Hægt er að kaupa alla hluti sérstaklega, t.d. ef brotnar lok af tekatli þarf ekki að kaupa allan teketilinn með nýju loki. DB-mynd Bjarnleifur. „Okkur hjá Glit hefur lengi langað til þess að hafa meira af listmunum á boðstólum og höfum því í hyggju að opna eins konar gestastúdíó,” sagði Gunnar J. Friðriksson stjórnarfor- maður Glits hf. m.a. er nýja stellið þeirra var kynnt á dögunum. „í gestastúdíóinu verður aðstaða fyrir listamenn til þess að koma og vinna við góðar aðstæður. Við höfum stóra ofna til þess að brenna í þannig að hægt verður að takast á við stór verk. Þarna verður aðstaða fyrir einn eða tvo listamenn samtímis. Við munum fara fram á forkaups- rétt að hugmyndunum sem fram koma í gestastúdíóinu,” sagði Gunnar J. FriðriksSon. -A.Bj. V Þurrkaöar jurtir brenndar íleir „Það er ekki hægt að segja annað en að steinblómið okkar hafi fengið alveg frábærar viðtökur. Við höfum ekki enn lagt út í stórfelldan útflutni ing á því, en hyggjumst gera það í vetur,” sagði Orri Vigfússon, fram- kvæmdastjóri Glits, í samtali við DB. V — Hann sagði að starfsmenn fyrir- tækisins hefðu verið uppi um fjöll og firnindi í sumar og haust við að tína alls kyns jurtir sem síðan eru þurrk- aðar og notaðar við framleiðslu stein- blómsins. Það gaf líka á að líta í húsakynnum Glits; mátti þar sjá heil- mikið af þurrkuðum blómvöndum sem biðu eftir að komast á vasa, skálar eða platta. Orri gat þess einnig að hann þyrfti að koma sér upp blóma- og grasa- tínslufólki víðs vegar um landið. Huga þarf að blómatínslunni strax á vorin og hafa augun opin allt sumarið. Steinblómið kom á markaðinn í ársbyrjun og þá kom einnig svo- kölluð sælkeralína frá Glit. Það eru alls kyns krúsir og ílát fyrir mat, sem allar eða langflestar eru merktar á mjög skemmtilegan hátt. Nú eru komnar krukkur undir hveiti og sykur til þess að stilla upp í eldhús- inu. -A.Bj. Þegar Glit hf. boðaði til blaðamanna- fundarins i siðustu viku sendu þeir for- láta rjómatertu með marsipanhjúp til ritstjórnarinnar. Kökunni var skipt bróðurlega á milli blaðamanna. Megi aðrir taka sér Glit til fyrirmyndar við boðun biaðamannafunda. DB-mynd Bjarnleifur. í húsakynnum Glits að Höfðabakka hanga hvarvetna uppi þurrkaðir gróðurvendir. Starfsfólkið var uppi um fjöll og firnindi í sumar að safna jurtum fyrir steinblóm vetrarins. DB-myndir Bjarnleifur. Eydís Lúðviksdóttir myndlistarkona átti stóran þátt i hönnun steinblómsins sem kom á markaðinn fyrr á þessu ári. Þurrkaðar isienzkar jurtir eru látnar f rakan leirinn, penslað yfir og mynda skemmtilegt „relieP’ þegar listmunirnir eru brennd- j ir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.