Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. miBIAÐW fijálsl, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fc áttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrimur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Biaðamenn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefáns dóttir, Elín Albertsdóttir, Franzlsca Gunnarsdóttir, Inga HukJ Hákonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, Lilja K. Möllor, ólafur E. Friðriksson, Sigurður Sverrisson, Víöir Sigurðsson. Ljósmyndir. Bjamlerfur Bjamlerfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Ingótfur P. Steins- son. Dreriingarstjóri: Valgoröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 tínur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10 Áskriftarverö á mánuði kr. 85,00. Verö í lausasölu kr. 6,00. Ritskoðun Pósts ogsíma Ekki er nóg forsmánin, að póst- burðarfólk hafi neitað að bera út blað, heldur er haldinn fundur með aðstand- endum þess, þar sem óskað er, að þeir biðjist afsökunar á skoðunum sínum! Þetta gerðist ekki í Uganda, heldur í Kópavogi. Skyldum við næst eiga von á, að einhver rútubíl- stjórinn og sérleyfishafinn neiti að dreifa einhverju dagblaðinu, til dæmis af því að það hafi verið andvígt nýjustu umsókn sérleyfishafa um tiltekna prósentu- hækkun fargjalda? Það er ekki í verkahring Pósts og síma eða einstakra starfsmanna og sérleyfishafa þessarar einkaréttarstofn- unar að ákveða, hvort efni, sem fer um hendur hennar, feli í sér réttar skoðanir eða rangar, hæfar skoðanir eða vanhæfar. Pósti og síma hefur sem einkaréttarstofnun verið falið að sjá um dreifingu hljóðvarps, sjónvarps og prentaðs máls, hvort sem eitthvað af þessu efni er stofnuninni eða einstökum starfsmönnum hennar að skapi. Allt öðrum stofnunum í þjóðfélaginu hefur verið falið að ákveða, hvort skoðanir varði við lög eða ekki. Á það reynir mjög sjaldan, af því að samkeppni ríkir í prentuðu máli og auðvelt er að koma gagnskoðunum áframfæri. Hafi starfsmenn Pósts og síma eitthvað við að athuga gagnrýni blaðs á fáránlega lélegum útburði og nenni þeir ekki að koma svörum sínum á framfæri, geta þeir snúið sér til dómstóla. En þeir geta ekki tekið að sér dómsvaldið. Sem harðskeyttur samningsaðili á vinnumarkaði þarf prentarastéttin stundum að sæta harvítugri gagn- rýni í prentuðum fjölmiðlum. Aldrei hefur samt heyrzt, að prentarar teldu í sínum verkahring að rit- skoða ósanngjarna gagnrýni. Sennilega er ekki hægt að ætlast til, að allt starfsfólk Pósts og síma hafi stjórnarskrána á rúmstokknum. Hins vegar á að vera hægt að krefjast af þeim, sem komast þar til mannvirðinga, að þeir láti Kópavogsat- burði ekki gerast. Fyrstu viðbrögð Pósts og síma við ritskoðun póst- burðarfólks í Kópavogi voru þau, að hún væri að vísu ekki rétta leiðin, en skiljanlega þætti fólkinu sárt að þurfa sjálft að bera út gagnrýni á eigin verk! Lin og léleg viðbrögð ráðamanna Pósts og síma, allt frá umdæmisstjóra upp í forstjóra, eru dæmi um, að þeir eru ekki hæfír til að halda uppi einkarétti stofnunarinnar. Og ráðherra er samsekur, nema hann veiti þeim ærlegt tiltal. Getuleysi Pósts ogsíma Athyglisvert er, að dagblöðin forðast eftir mætti að nota þjónustu Pósts og síma. í þéttbýli nota þau eigin dreifingarkerfi og að nokkru leyti einnig í dreifingu frá Reykjavík til annarra þéttbýlisstaða. Sumpart stafar þetta af því, að þjónusta Pósts og síma er of dýr, jafnvel þótt sérstakir taxtar gildi um prentað mál. En einkum er þessi þjónusta að hluta til of svifasein fyrir blöð, sem þurfa að vera samdægurs á leiðarenda. Þessi viðhorf dagblaðanna eru dæmi um, að mikil- vægir þættir íslenzkrar póstþjónustu eru í ólestri, svo sem oftast vill verða, þegar einkaréttarstofnun nýtur hvorki aðhalds að utan né stjórnunar að innan. ' ....................... - . ——^ Watergate- kerfi Pósts ** ■ + og síma Kæri Jónas. Mig langar til að byrja þetta bréf á þvi að óska öldungnum pósti og síma til hamingju með 75 ára afmælið og þakka honum fyrir ánægjulegt sam- starf þau ár sem við höfum báðir lif- að. Sérstaklega vil ég þakka honum fyrir, hvað hann hefur verið iðinn við að senda mér reikninga og í fram- haldi af því, að loka hjá mér síman- um, á meðan ég bjó við það kerfi að slíkt var mögulegt. En nú er öldin önnur, hvað þetta varðar, í bókstaf- legum skilningi. Hér búum við nefni- lega við svokallað Watergatekarfi, sem er svo galopið að ekki er hægt að loka því. í þessu kerfi er hægt að hlusta á simtöl náungans að vild og segja menn því ekki aðrar fréttir í síma en veðurfréttir. Við erum dálítið hissa hér norðan- lands á því að Watergatekerfið skuli enn vera við lýði víða unt land, því að við höfum sannfrétt að tækninni hafi fleygt fram að undanförnu, á öllum sviðum, og þykir okkur merkilegt ef það hefur farið algjörlega fram hjá Pósti og síma. Og þótt það komi ekki beint símanum við, þá er okkur sagt, að ekki alls fyrir löngu hafi menn gengið á tunglinu og verið í beinu sambandi við jörð á meðan á því stóð. Ben. Ax. óskar Pósti og sima hjartanlega til hamingju meó 75 ára afmælið og fer nokkrum orðum um kosti Watergate kerf- isins sem hann býr við. v_— Milliliðalaust til Kína En gæðum heimsins mun misskipt eins og vant er, því að nú berast þær fréttir hingað (ekki símleiðis) að Jón beint og milliliðalaust. Og á meðan Jón Jónsson í Reykjavík er í róleg- heitunum að kjafta frá sér allt vit við Sing Sing Hó, djöflumst við á sveif- inni á gamla skrapatólinu okkar, i þeirri von að ná sambandi við ná- Q „Við þurfum ekki að óttast svokallaða skrefatalningu, sem mun hafa vakið höf- uðborgarbúum meiri ugg en yfirvofandi geng- isfellingar og eldgos. Okkar símtöl eru mæld í viðtaisbilum.” Jónsson í Reykjavík hafi fundið hjá sér þörf til að hringja til Kína og þá hafi Póstur og sími rokið upp til handa og fóta og byggt handa honum jarðstöð svo að hann geti gert þetta grannann, til að segja honum veður- frétdr, sem hann heyrir fjórum sinnum á dag í útvarpinu. Það mætti auðvitað tína til ýmsa galla á þessu svokallaða handvirka

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.