Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 9
Menning DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. I Menning Menning Menning Leiklist mölinni og ævintýri hans í undra- landi kaupmennsku og auglýsinga þar sem lífið gengur allt út á að kaupa og selja, svíkja og græða. Með ýtrasta góðvilja hygg ég að megi ráða í leiknum einhvers konar viðleitni til dellufyndni, til að fara með rugl og endileysu, tóma dellu dellunnar einnar vegna og í þvi aleina skyni að vekja hlátur og kátínu. Það er langhelst að þessi viðleitni takist í nokkrum smellnustu söngvunum í leiknum, og söngtextarnir heyrðust með ortir af umtalsverðri hag- mælsku, öfugt við hinn nauðaþunna talaða texta. Það má nefna til dæmis söng Tótu unglingsstúlku; Þórunnar Pálsdóttur, sem fullorðna fólkið kennir allt sem aflaga fer, Lísu sveita- konu á mölinni: Sigurveigar Jóns- dóttur, eða Drakúlu söngkonu þegar hún sér að sér: Rósu Ingólfsdóttur. En fyndni í leiknum, það sem er þar, — er umfram allt munnleg og bókföst, aldrei verkleg eða sjónræn, og öll athöfn á sviðinu alveg undar- lega klaufsk og klúðruð. Enda fara heilar orðræður, söngvar og leikat- riði fram að tjaldabaki og stendur þá sviðið stundum autt á meðan. í leiknum er að vísu á að skipa ágætum gamanleikurum eins og Magnúsi Ólafssyni, Sigurveigu Jónsdóttur, en þau megna auðvitað ekki að bjarga við hugmynda- og andleysi leiksins, hvað þá þeir sem minna mega sín. Helst að Sigurveig verði ögn spaugileg í gervi Lísu, en eiginlega vantar alveg hlutverk handa Magnúsi. Það eru fáeinir bestu söngvarnir og áheyrileg tónlist Atla Heimis Sveinssonar, prýðilega til þessara nota fallin, sem bjarga því sem bjargað verður á kvöldinu. En þótt maður hafi alla samúð með málstað Breiðholtsleikhússins, þykir ákjósanlegt að skemmta sér kvöldstund á vertshúsi við meinlausa dellu — þá verður samt að segja eins og er: Lagt í pottinn bendir ekki til þess, frekar en fyrri sýningar þess, að Breiðholtsleikhúsið sé enn orðið starfhæfur atvinnu-leikflokkur. Breiðholtsleikhúsið: LAQT (POTTINN eðfl LfSA f VÖRULANDI eftlr Gunnar Gunnarsson og Þránd Thoroddsen Tónlist: Atli Heimir Svelnsson Dansar: SóJey Jóhannsdóttir, ólafur ólafsson Leikmynd og búningar Hjördis Bergsdóttir Lýsing: Margrét Guttormsdóttir Leikstjóri: Sigrún Bjömsdóttir. Hugmyndin er fyrirtak, mál- staðurinn geðfelldur. Breiðholts- leikhúsið, nýjasti „frjálsi leikhópur” í bænum, flytur kabarett í Félags- stofnun stúdenta, þar sem er opið veitingahús ásýningunum, gestir sitja undir borðum og eiga þess kost að væta kverkarnar með leiknum. Yfirlýst markmið sýningarinnar er að afla fjár til frekari starfsemi leik- flokksins. Og enginn ætlast til annars á skemmtun eins og þessari en hinna léttfleygustu gamanmála. Hvað er þá að? Þvi að eitthvað er að, það fer ekki á milli mála, á sýningu Breiðholtsleikhússins. Málstaðurinn er geðfelldur, hug- myndin fyrirtak. Það má vel óska leikflokknum alls góðs. En ekki hefur honum tekist til þessa að sýna á sýni'ngum sínum fram á neina beina eða brýna þörf fyrir starfsemi hans. Og á þessari sýningu er málstaður hverfisleikhúss fyrir borð borinn. En það hefur hingað til eiginlega verið eina markmið Breiðholtsleikhússins, sem unnt hefur verið að henda reiður á, að reyna að leysa heima fyrir úr meintum þörfum manna fyrir leiklist. Þetta mætti þó kyrrt liggja í þetta sinn — ef bara tækist það sem til er stofnað, að halda uppi nógri kátínu á sýningunni. En, æ, því er nú verr, revíusýning Breiðholtsleikhússins er bara ekki nógu fyndin, nógu hug- hugmynd eins og þessari uppistöðu fyllnægjandi leiksögu sem geymt gæti margháttað gys og gems um andlega lífið og pólitíska lífið í landinu og draumóra manna fyrr og síðar um veraldarframa, stórauð og gott ef ekki endurlausn mannkyns á íslandi. En í Breiðholtsleikhúsinu verður ekki úr þessari hugmynd nema einber orðaleikurinn og endist ekki nema í fáeina brandara í seinni hluta leiksins. Að öðru leyti framfleytist leikurinn á einkar ruglingslegri leiksögu um ruglaðan sveitamann á tæklega ieikefni gamansemi eða öðrum gæðum frá sjálfum sér. Eiginlega er bara ein reglulega smellin hugmynd í revíuleik þeirra Gunnars Gunnarssonar og Þrándar Thoroddsen, minnsta kosti tók ég ekki eftir fleirum á sýningu leiksins á sunnudagskvöld. Það er baráttumál hugsjónahrappa i leiknum að reisa „sálver” landið um kring og framleiða í þeim „hugblendi” tii að afla landi og þjóð fjár og frama. Hér sameinast sem sjá má tvö mikilshátt- ar áhugamál með þjóðinni, stóriðja og spiritismi. Mætti sjálfsagt gera úr kvæm, nógu sniðug, tíl að miðla manni neinni verulegri glaðværð með sér. Og leikhópurinn er, vægt sagt, misjafnlega skipaður, leikendur fæstir til þess falinir að auka hið fá- UM SALVER OG HUGBLENDI Dubliners SAMANIATJAN AR OG ENNIFULLU FJORI Heimsókn írska þjóðlagasöng- fiokksins Dubliners á Listahátíð 1978 er áreiðanlega enn fersk í minni jieirra sem sáu hann og heyrðu í Höllinni. írarnir fjórir fluttu um tveggja klukkustunda langa dagskrá með heimskunnum lögum, enskum, skozkum og írskum. Brandararnir flugu og stemmningin var prýðileg þó að um fjögur þúsund áheyrendur væru mættir. Ef ég man rétt voru Dubliners klappaðir upp þrisvar að venjulegri dagskrá lokinni. Nú eru þeir að koma aftur, blessaðir karlarnir. Að vísu vantar einn sem var með í ferðinni 1978, Jim McCann, sem er hættur og kemur nú fram einn síns liðs. í hans stað er kominn Ronnie Drew sem reyndar var einn stofnenda Dubliners. Hann tók sér fjögurra ára hvíld frá gömlu félögunum og sneri aftur til þeirra í ársbyrjun 1979. Auk Drews eru því í flokknum þeir Luke Kelly, Barney McKenna og John Seahan. Saman í átján ár í Dublin, höfuðborg Irlands, er ógrynni af börum og bjórkrám. Einn þeirra, O’Donoghues, er öðrum þekkt- ari. Þar koma saman þjóðlaga- söngvarar og hljóðfæraleikarar og skemmta gestum. Og þar hittust Dubliners einmitt fyrst. Ronnie Drew og Barney McKenna skemmtu þarna oft saman. Luke Kelly var þar einnig, svo og Ciaron Bourke. Einhvern veginn æxlaðist svo til að þeir stofnuðu kvartett. Upphaflega gekk hann undir nafninu the Ronnie Drew Group. Luke Kelly stakk síðar upp á því að þeir kölluðu sig Dubliners, eftir skáldsögu James Joyce. Árið 1%3 slógu þeir í gegn á Edinborgarhátíðinni. Þeir komu fram i BBC og var boðinn plötusamningur. Það ár hijóðrituðu þeir sína fyrstu LP- plötu, The Dubliners, og eftir það áttu þeir enska þjóðlagamarkaðinn. Síðan hafa komið fram margar hljómsveitir og söngflokkar sem standa Dubliners framar að gæðum. Tíminn verður hins vegar að skera úr um það hvort þeir nái Dubliners nokkurn tíma að frægð. Mannabreytingar Árið 1964 kvaddi Luke Kelly og ákvað að reyna að spjara sig upp á eigin spýtur. í staðinn fyrir hann komu þeir Bobby Linch og John Sheahan. Luke kom nokkru síðar aftur og Bobby hætti. Árið 1974 veiktist Ciaron Bourke af alvarlegum heilasjúkdómi og hefur ekki náð sér síðan. Sama ár ákvað Ronnie Drew að reyna fyrir sér einn. Jim McCann kom í hans stað. Jim var þá þegar orðinn þekktur þjóðlagasöngvari á írlandi. Þeir skiptu aftur um hlutverk árið 1979. Dubliners eru stöðugt á ferðalögum. Vorið og haustið 1979 voru þeir í Þýzkalandi. Sumrinu eyddu þeir i Hollandi. Til Norðurlandanna fóru þeir í október og það sem eftir var ársins skemmtu þeir hér og þar um Evrópu. í lok ársins 1979 sendu Dubliners frá sér plötuna Together Again. Árið 1980 var á margan hátt svipað og 1979 nema hvað Dubliners bættu Noregi og Ástralíu við á hljóm- leikaferðalagi sínu. Heima á írlandi tóku þeir að sér að skemmta Iöndum sínum í heila viku í óperuhúsinu í Cork. Á einum þeirra konserta fór Luke Kelly að finna fyrir einhverri slæmsku. Hann var lagður fársjúkur inn á sjúkrahús og var vart hugað líf. Hann hefur nú náð sér að fullu. Meðan Kelly lá veikur kom Jim McCann í hans stað. Á þessu ári hafa Dubliners leikið i Englandi, Ástralíu, Þýzkalandi og Austurríki. í júlí léku þeir á heima- slóðum með smáhliðarkrók til Sviss. Eftir gott frí hafa Dubliners komið fram á írsku þjóðlagahátíðinni í Zwolle. Einnig skruppu þeir til Hollands áður en Norðurlandaheim- sóknin hófst. Tónleikarnir hér á landi eru einmitt þeir síðustu í Norðurlanda- ferðinni. Héðan halda þeir til Þýzka- lands. Tónleikarnir hér verða í Háskóla- bíói á föstudags- og laugardagskvöld. -ÁT- The Dubliners eru á stöðugum ferðalögum um heiminn allt árið um kring. Héðan fara þeir i langa hljómleikaferð um Þýzkaland. Frá vinstri eru Barney McKenna, Ronnie Drew, Luke Kelly og John Sheahan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.