Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. i Erlent Erlent Erfent Erlent Sameinuðu þjóðirnar: Tfgrísdýr fvörzlu lögreglunnar Sænska lögreglan hefur nú fengið það óvenjulega verkefni að gæta tveggja tigrisdýra sem geymd eru á eyju í skerjagarðinum fyrir utan Stokk- hólm. Tígrisdýrin voru flutt til Svi- þjóðar af náttúruverndarmanninum Jan Linblad og var ætlunin að ala þau þar upp til níu mánaða aldurs og sleppa þeim þá lausum á verndarsvæði í frum- skógum Indlands. Tilgangurinn með þessu var að reyna að stækka stofn ind- versku tígrisdýranna sem eru nærri út- dauð. En tígrisdýrin hafa nú verið í Svi- þjóð í sextán mánuði og eru þar inn- lyksa vegna þess að indverska stjórnin hefur lítinn áhuga á að fá þau til sín. Þótt tígrisdýrin séu tamin og hægt sé að hvísla þeim orð í eyra eins og sjá má á myndinni, þá óttast Indverjar að þau kunni að bregðast öðruvísi við er þau hitta fyrir ókunnugt fólk í frumskógin- um. Jan Linblad er nú í Indlandi að ræða við þarlenda ráðamenn, og þeirra á meðal Indiru Ghandi, um að taka við dýrunum. Þeir indverskir bændur sem búa í nágrenni verndarsvæðisins munu hins vegar ekki áfjáðir í að fá tígris- dýrin til landsins og óttast bæði um sjálfa sig og búsmalann. En sænska landbúnaðarráðuneytið sem gaf leyfi fyrir innflutningi dýranna í níu mánuði er nú farið að ókyrrast enda komnir sjö mánuðir fram yfir þann tíma. Það hefur falið sænsku lögreglunni að annast málið en hún getur ekkert annað gert en að gæta þess að tígrisdýrin geri engan óskunda á meðan beðið er eftir að Indira taki við þeim. Vopnahlé eftir 172 ár í næsta mánuði munú Danmörk og smáþorpið Huescar á Spáni semja vopnahlé eftir samfellt styrjaldarástand í 172 ár, að því er tals'menn danska utanríkisráðuneytisins segja. Vopnahléð verður undirritað 11. næsta mánaðar af sendiherra Dan- í FELUM Sænska akademían hefur ekki ennþá heyrt neitt frá Elias Canetti, sem hún veitti bókmenntaverðlaun Nóbeis nú fyrir skemmstu, en gerir ráð fyrir að hann verði viðstaddur verðlaunaveit- inguna sem fram fer í desember næst- komandi. Þegar ákvörðun hafði verið tekin um að Canetti hlyti verðlaunin að þessu sinni voru send skeyti til aðsetursstaða hans í Lundúnum og Sviss, en ekkert svar hefur enn borizt til akademíunnar. Enn sem komið er hefur enginn haft samband við hann svo vitað sé eftir verðlaunaveitinguna nema forleggjarar hans í Vestur-Þýzkalandi. Elias Canetti þykir maður heldur ómannblendinn og hefur viljað forðast öll samskipti við fréttamenn. Ritari Sænsku akademíunnar, Lars Gyllensten, hefur sagt að þeir bíði eftir svari um hvort Canetti muni verða við- staddur athöfnina og hvort hann muni halda fyrirlestur við það tæki- færi. Hann segist hafa reynt að ná í Canetti í síma en árangurslaust en hafi hins vegar heyrt það á skotspónum að skáldið muni mæta við athöfnina. AÐALRITARISÞ KOSINN í DAG Salim Ahmed Salim frá Tansaníu veitir Waldheim harða keppni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda fund síðdegis í dag til að kjósa næsta aðalritara. Valið stendur einkum um tvo menn, Kurt Wald- heim, sem verið hefur aðalritari Sam- einuðu þjóðanna síðastliðin tíu ár, og Salim Ahmed Salim, sem nú er forseti allsherjarþingsins. Waldheim er 62 ára gamall Austur- ríkismaður og hefur gegnt starfinu i tvö kjörtímabil sem fjórði aðalritar- inn frá upphafi. Waldheim hefur dregið það lengi að tilkynna hvort hann gæfi kost á sér aftur til embættisins. Þrátt fyrir mikinn stuðning Salims og harða kosninga- baráttu frá hans hendi síðustu mánuði er ekki nema rúmur mánuður frá því Waldheim tilkynnti ákvörðun sína. Salim er 39 ára gamall og gegnir embætti utanríkisráðherra Tansaníu. Hann hefur átt skjótan frama í utan- ríkisþjónustu lands síns, verið sendi- herra í mörgum löndum og forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðherra lands síns varð hann fyrir ári síðan. Salim nýtur stuðnings Arababandalagsins, Sam- taka óháðra ríkja og Einingarsam- taka Afríkjuríkja en þessi ríki eru rúmur meirihluti allra aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar er aðalritarinn kosinn leynilegum kosningum í Öryggisráðinu og þar hafa fastameðlimir ráðsins neitunar- vald. Fastameðlimirnir eru Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Sovét- ríkin og Kína en auk þeirra eiga tíu önnur ríki aðild að ráðinu, kosin til tveggja ára í senn. Taldar eru líkur á að Bandaríkja- menn beiti neitunarvaldi sínu gegn Salim og því kunni Waldheim að verða endurkosinn. Þegar Wald- heim var í kjöri til seinna kjörtíma- bils síns árið 1976 beittu Kínverjar einu sinni neitunarvaldi gegn honum en eftir margitrekaðar kosningar létu þeir undan þar sem erfiðlega gekk að finna frambjóðanda sem hlyti tilskil- inn meirihluta 9 ríkja af 15. Ríki þriðja heimsins leggja mikla áherzlu á að aðalritarinn verði úr þeirra röðum að þessu sinni og þar virðist Salim einn koma til greina. Waldheim náði kosningu í fyrsta sinn árið 1971, að mestu leyti fyrir til- stuðlan Sovétríkjanna. Hann hefur öðlazt í starfi sínu traust annarra stórvelda og aldrei orðið fyrir gagn- rýni frá þeirra hendi fyrir aðgerðir sínar eða ákvarðanir sem hann hefur tekið. Á valdaferli hans hafa hins vegar aukizt mjög viðsjár í heiminum en áhrif Sameinuðu þjóðanna þykja hins vegar hafa minnkað og stofnun- in ekki talin gegna eins vel því friðar- hlutverki sem henni var ætlað í upp- hafi. Salim Ahmed Salim. Hugskottskappi merkur á Spáni og borgarstjóranum í Huescar. Hinn hluti Spánar hefur aldrei átt í stríði við Dani en borgar- stjórnin í Huescar lýsti striði á hendur Dönum árið 1809, eftir að danska konungdæmið tók afstöðu með og studdi Frakkland gegn Bretlandi á tímum Napóleonsstyrjaldanna. Tals- maður danska utanríkisráðuneytisins sagði að formlega séð hefði ríkt styrj- öld milli þessara aðila síðan þá, aðal- lega vegna þess að Dönum var ókunn- ugt um styrjaldaryfirlýsinguna. En nú á sem sagt að bæta úr þessu ástandi. Færeyska landstjórnin og iðnaðar- samtökin hafa efnt ti! þess sem þau nefna „hugskottskapping”og útleggst hugmyndasamkeppni á íslenzku. Sam- keppnin felst í því að leggja fram hug- myndir um hvernig Færeyingar geta skapað fleiri atvinnutækifæri fyrir þá sem atvinnulausir ganga og um hvernig þeir geta aukið útflutning sinn til að minnka viðskiptahallann við útlönd. Kreppan hefur því greinilega einnig náð til útkjálka hins danska konungsríkis. Eitthvað virðist hafa skort á hug- myndaauðgi danskra þegna, því fresturinn, sem upphaflega var gefinn til 1. september sl., hefur nú verið framlengdur til 1. desember, auk þess sem öllum rikisborgurum Norðurland- anna er gefinn kostur á þátttöku. Verð- launaféð hljóðar upp á 100 þúsund krónur, svo að til nokkurs er að vinna. Ef einhverjir telja sig geta liðsinnt frændum vorum Færeyingum þá geta þeir sent tillögur sínar til Færeyja með utanáskriftinni: Hugskottskapping, dommerkomiteen, Postbox 1059, Tors- havn. íslendinga hefur ekki hingað til skort hugmyndir og skoðanir á því hvernig reka eigi blómstrandi velferðarsam- félag, en nú stendur spurningin um það hvort hægt sé að gera þær hugmyndir að útflutningsvöru. BLAÐSÖLUBÖRN Blaðsölubörn óskast til að selja Vikuna í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðábæ og Kópavogi Ath. blöðin eru keyrð heim og uppgjör sótt í næstu viku. Erlendar fréttir SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIDSLA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.