Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. (i Útvarp 27 Sjónvarp I Þar sem þættirnir í kvöld „Víkingarnir” og „Hart móti hörðu” hafa' þegar verið allrækilega kynntir, þá hringdum við í sjónvarpið til að heyra hvað væri að frétta um dagskrá næstu vikna. Og hér koma nokkrir punktar. Framhaldsþættir um tónlist verða á- berandi og hefjast tvennir slíkir í nóvember. Sá fyrri er kanadískur og hefst snemma í nóvember og er þar rakin saga tónlistarinnar. Sögðu talsmenn sjónvarpsins að þetta væru mjög merkilegir þættir og við allra hæfi. Það er hljómsveitarstjórinn Yehudi Menu- hin sem ber ábyrgð á þeim. Hann byrj- ar langt aftur í öldum, og segir frá fyrstu tilburðum mannkynsins til að framleiða tóna. Síðan er því lýst hvernig tónlistin þróaðist smátt og smátt, eftir því sem stundir liðu fram. Þættirnir eru klukkustundar langir, verða alls átta og sýndir í dagskrárlok á sunnudögum. Tónlistarþættir af öðru tagi hefjast seinni partinn í nóvember og verða sennilega á laugardagskvöldum. Þar verður flutt bandarísk innflytjenda- tónlist, svo kölluð „bluegrass". Þeir sem hafa hlustað á „Hlöðuball” Jónatans Garðarssonar munu kannast við fyrirbærið, enda er það einn anginn af „country og western” eins og amerísk drei fbýlistónlist er gjarnan kölluð. Endursýningar á gömlum og góðum Þá hyggst sjónvarpið taka upp þann hátt að endursýna öðru hvoru gamlar myndir og velja þá helzt ekki nema þær sem eru bitastæðar, ef svo má segja. Það verður farið hægt af stað og byrjað með eina mynd laugardags- kvöldið 7. nóvember, en síðan ekki fyrr eri í desember og þá ef til vill á hverju laugardagskvöldi. En á undan verður jafnan sýnd nýfengin mynd. Sennilega verður sovézka myndin „Trönurnar fljúga” eftir Mikhail Kalatozov fyrir valinu sem fyrsta góða gamla myndin. Hún var gerð árið 1957 og fékk fyrstu verðlaun í Cannes árið eftir. Hún lýsir ungum elskendum, sem seinni heims- Úr sovézku kvikmyndinni „Trönurnar fljúga” frá 1957. Tatjana Samojlova sem unga stúlkan Veronika. J6e Val og strákarnir frá Nýja Englandi eru meðal flytjenda 1 fyrsta þættinum um „bluegrass” tónlistina. Af innlendu ef ni. Fréttir af nýju innlendu efni eru því miður ekki sérlega miklar. Þó má geta þess að hinir vinsælu ferðaþættir Ómars Ragnarssonar koma i stað Þjóðlífs og verður þeim fram haldið til áramóta. Þá hefst næsta laugardags- kvöld spurningakeppni sem verður í sjö þáttum og lýkur væntanlega um miðjan desember. Spyrjendur verða tveir góðkunnir menn, Guðni Kolbeins- son og Trausti Jónsson, og dómarar verða Sigurður H. Richter og Örnólfur Thorlacius, sem hafa haft umsjón með þættinum Tækni og vísindi. Stundin okkar, fréttaspeglar, umræðuþættir og Vaka, svo og mánaðarlegt viðtal við tónlistarmann, allt þetta mun halda áfram í svipuðu formi og fyrr. Eina leikna efnið í nóvember verður víst lokaþátturinn í samnorrænu verkefni, „Kreppuárin”. Verður hann væntanlega á dagskrá 21. nóvember. Segir þar frá 11 ára strák, Bjössa, sem býr á Austfjörðum árið 1939. Lífið þar er friðsælt, en nýir limar eru í aðsigi. Og þeir atburðir gerast, sem Bjössi sér ekki önnur ráð við en taka lögin í sinar eigin hendur. Handritið er samið af Jónasi Árnasyni, leikstjóri er Ágúst Guðmundsson, en Gunnar Þórðarson stendur fyrir tónlistinni. -IHH. styrjöldin stíar sundur. Hetju- og glansmyndarstíllinn sem fram að þessu hafði verið lögboðinn í kvikmyndum um þetta efni var nú aflagður, og i staðinn kom raunsæi, skáldleg tilfinning og angurværð. Yehudi Menuhin segir sögu tónlistarinnar í nýjum kanadiskum myndaflokki. Þar verður komið viða við, steinaldartrommur, óperur, rafmagnstónlist og jass. SJONVARPK) I NÓVEMBER — nokkrir punktar Úr íslenzka framlaginu til „Kreppuáranna”. Það á að gerast á Austfjörðum i striðsbyrjun og leikstjóri er Ágúst Guðmunds- son, en höfundur handrits Jónas Árnason. K. ]jtó mÚ r 1 ! k . t / 1 TIL SÖLU BYGGINGARÉTTUR á 2. og 3. hæð á besta stað í Síðumúla, hver hæð er 365 ferm. Tilboð sendist DB fyrir 30. okt. merkt „Byggingarétt- ur 270”. BEINTI BOLLANN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.