Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981. Menning Menning Menning Menning Myndlist No. 27. Hvít- svört tenning og no. 28. Svört-hvit tenning, 1978. Ull. Um þessar mundir stendur yfir í Listasafni alþýðu yfirlitssýning á vefnaði Ásgerðar Búadóttur. Á sýningunni eru samtals 38 verk sem lýsa vel myndferli listakonunnar. Sýningin er opin til 1. nóvember 1981. Geometrísk list Þegar litið er á elstu myndverk sýriingarinnar kemur fljótt i ljós nálægð þeirra við samtíma geo- metrísk málverk. Þetta eru gjarnan lóðréttar og láréttar breiðlinur eða inn, sem verður eins konar bergmál innri formeinda. Dúkurinn er nú orðinn virkur hluti af formgerðinni. Á sama tíma missir verkið flatar- verkun fyrri dúka og fram er komin þriðja víddin sem á eftir að verða afgerandi í listsköpun Ásgerðar. No. 22. ís og eldur, 1975—76. Ull (krapplituð) og hrosshár. En Ásgerður vili „virða eðli vefsins”. Og í verkinu ,,ís og eldur” 1975—76 (no. 22) er höfuðáhersla lögð á að beisla flæðið með strang- geomgetrískri myndbyggingu. Þannig er komin fram sú togstreita sem á eftir að einkenna síðustu myndverk hennar. Þessi togstreita er í rauninni tvíþætt. Annars vegar gerist hún á fletinum milli flæði- forma og geometrískra forma og hins vegar i rýminu milli hrosshársins og flatarins. Það er eftirtektarvert í þessu verki (sem og í öðrum) hvernig listakonan nær að sameina í eitt og sama formið: víddarkennd hross- hársins og flatarverkun þríhyrnings- ins, með því að tefla saman formgerð og efnisverkun. sjálfri myndbyggingunni. Hér leggur listakonan hrosshársferhyrning á flötinn, þar sem flæðiformin hafa misst sína hægu löngu hreyfingu. Listakonan hefur klippt flæðið og síðan endurraðað renningunum upp á óreglulegan hátt. Þannig hefur hún bútað niður hreyfinguna, sem fær í sömu mund svipmót sundurgreinds kúbisma og algera flatarverkun. Þessum fleti teflir hún síðan i miklu jafnvægi gegn þrívídd hrosshársins. Ásgerði hefur tekist að vinna úr þeim möguleikum sem efni hennar býður upp á. Náttúra = litur í þessum nýju formrannsóknum fer lítið fyrir beinni náttúruskirskot- un. Verkin eru abstrakt en liturinn hefur gjarnan táknræna sögn. Þá getum við einnig sagt að hið innra rauða eða bláa flæði umvafið kunnuglegum nöfnum gefi óneitan- lega í skyn nálægð listakonunnar við náttúru landsins. Skipulag Auðvitað eru 38 verk aðeins brot af næstum 40 ára ferli listakonunnar. Það er því góð hugmynd að nota slætur til að víkka yfirlit sýningar- innar. Stjórn Listasafns alþýðu á skilið gott klapp fyrir þessa nýjung í safnamálum, sem sýnir glöggt að það er að vaxa nýr skilningur á eðli safna. Gunnar B. Kvaran. No.3. Vefnaður, 1962. Ull. Liósm. DB: Bj. Bj. og Kristján Örn. Ný tjáning Það er 1974 sem eiga sér stað mikil þáttaskil í formhugsun listakon- unnar. Hún innleiðir nú bylgjuform, sem flæða um myndflötinn, án þess þó að brjóta upp geometríska mynd- byggingu verksins. Myndin „Berg- mál” (no. 18) 1974 lýsir vel þessu umbroti. Hér eru það slönguform með sterki línuáherslu, sem Iiðast hægt yflr myndflötinn. Hreyfigildi línunnar er síðan undirstrikað með mismunandi litablæ í hinu bláa flæði. Hreyfingin er orðin lykilhug- tak. Og í formrannsóknum frá sama ári gengur Ásgerður enn lengra og brýtur upp hinn geometríska ramma í verkinu „Náttkemba” (no. 19) 1974. Hér leggur listakonan áherslu á efnis- kennd vefsins og brýtur sjálfan dúk- í verkinu „Svört-hvít tenning” 1978 (no. 28) sjáum við tilraunir með snúna renninga sem hugmynd í enn nýja hreyfingu í myndverkið. En þetta eru aðeins tilraunir sem lista- konan á eftir að þroska í síðari verk- um, eins og „Bláin” 1981 (no. 37). Hér er enn um að ræða fyrri tog- streitu, sem þó nær meira jafnvægi í No. 37. Bláin, 1981. Ull (indigólifuð) og hrosshár. No. 18. Bergmál, 1974. Ull (indigólituð) og hrosshár. No. 19. Náttkemba, 1974. Ull (indigólituð) og hrosshár. form sem skerast á fletinum. Frum- hugsunin virðist sú að undirstrika tví- víddargildi vefsins. Efniskennd hans kemur lítt fram í þessum verkum sem vega salt milli vefnaðar og málverks. Þá er athyglisvert hve snemma náttúruáhrifa gætir í verkum Ásgerðar. Lauf og tré skína i gegnum stranggeometríska myndbyggingu og það er sem hún vilji persónugera hinn geometríska formheim. T \ —'W’~" v GUNNAR KVARA L> Ofin abstraktion

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.