Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 28
Hæstiréttur hef ur fjallað um lögregluaðgerðir gegn skelf iskveiðimönnum íGrundarfirði: Soffanías sýkn saka í — héraðsdómi vísað frá að hluta en ákærði sýknaður af hluta ákærunnar skelfiskmálinu Soffanías Cecilsson útgerðar- maður og fiskverkandi í Grundar- firði hefur farið með fullan sigur af hólmi í málaferlum við rikisvaldið út af skelfiskveiðum manna hans á Breiðafirði í nóvember 1979. Hæsti- réttur hefur ómerkt héraðsdóm að því er varðar fyrra kæruatriðið og telur Soffanías ekki sekan að því er siðara ákæruatriðið varðar. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu í héraði, Sigurðar Helgasonar hrl., 4000 krónur, og skipaðs verjanda þeirra fyrir Hæsta- rétti, Hafsteins Baldvinssonar hrl., 4000 kr. í fyrra tölulið ákæruskjals er mál höfðað gegn Soffaníasi og Birni K. Ásgeirssyni skipstjóra á skelveiðibát Soffaniasar „vegna Fimm veiðiferða á Breiðafirði 1979, án tilskilins leyfis”. í dómi Hæstaréttar þykir lýsing á brotum ákærðu ekki fullnægja lögum. Dómurinn er ómerktur hvað ákæruatriðið varðar og málinu vísað frá héraðsdómi. í öðrum tölulið ákæruskjals er Soffaníasi gefið að sök „að taka framangreindan skelfiskafla til vinnslu í eigin fiskverkunarstöð án tilskilins vinnsluleyfis og þrátt fyrir synjun sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn ákærða til skelvinnslu í Grundarfirði”. í dómi Hæstaréttar segir að í til- vitnuðum lagagreinum í ákæruskjali sé ekki minnzt á vinnsluleyfi. Verði Soffanías því sýknaður af sakargift- um þessa töluliðar ákæruskjals. Dómararnir Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson skiluðu sérat- kvæði. Töldu þeir ekki, að verknað- arlýsingu i 1. lið ákæruskjals væri svo áfátt, að hinn áfrýjaði dómur verði af þeim sökum ómerktur. En þar sem meirihluti dómenda hefði ómerkt héraðsdóminn væri ekki efni til að fjalla um sekt eða sýknu né viðurlög. Skelfiskveiðamálið vakti mikla at- hygli á sínum tíma. Grundfirðingar fengu hvorki veiði- né vinnsluleyfi en Hólmarar fengu allan veiðikvótann. Var lögregluvörður við bát Soffan- iasar dögum saman. Þann kostnað allan var Soffaniasi á sínum tíma gert að greiða. Hann hefur nú fengið ■ uppreisn æru. . -A.St. Ævintýrí í konungshöllinni —þegar Vigdísi f orseta og aðra gesti bar að í gærkvöld Loðnubræðslurnar ekki allará flæðiskeri staddar: „Höfðu ekki fyrir því að vigta upp úr skipinu” — sögðu tveir loðnu- sjómenn sem undr- uðust vinnubrögð við löndun íEyjum „Þær eru nú ekki blankari en svo margar af þessum loðnuverksmiðjum að þær eru ekkí einu sinni að hafa fyrir þvi að vigta upp úr skipunum,” sögðu tveir loðnusjómenn sem DB ræddi við í gær. Urðu þeir vitni aö þvi nú fyrir nokkrum dögum að dælt var beint upp úr lest eins loðnuskips- insíþróíEyjum. Skipið, sem tekur um 1200 testir fullhlaðið var að sögn skipstjórans með 1360 iestir af loðnu og voru þær upptýsingar látnar duga og síðan hafizt handa við að dæla úr lestinni. Rétl eins og í fyrra hefur það vakið umtalsverða athygli manna af hverju skipin landa ekki í þeirri höfn sem næst er. Eru dæmi þess að skip sigli af miðunum fyrir norðan iand allt suður til Eyja, jafnvel þótt löndunar- pláss sé miklu nær, eins og t.d. á Akureyri. „Það er augljóst að útgerðin fær borgaða þá olíu sem fer i þessa um- framsiglingu. Þetta er enginn smá- skildingur þegar um sólarhrings aukasiglingu er kannski að ræða. Stærri togararnir fara með 7000 lítra á slíkri keyrslu. Þetta eru peningar sem við sjómennirnir sjáum aldrei og á sama tíma er verið að hafa af okkur veiðitima með lengri siglingu. Það má ekki gleyma því að olíukostnaður er alltaf tekinn af óskiptu þannig að með þessum olíugreiðslum bræðsln- anna er Ijóst að sumar útgerðirnar eru hreinlega með fría oliu.” -SSv. Nýr ísleifur til Eyja — ber700tonn af loðnu Um helgina síðustu bættist glæsi- legt fiskiskip í flota Vestmannaey- inga, ísleifur VE 63. Hann var keyptur frá Færeyjum. Skipið er 45 metra langt og 9 metra breitt, 428 tonn, smíðað 1976 í Skála i Færeyjum. ísleifur er alhliða fiskiskip, vel búið og sérstaklega fallegt skip. Hann er yfirbyggður og ber um 700 tonn af loðnu. Eigandi ísleifs VE er ísleifur sf. og skipstjóri Gunnar Jónsson. ísleifur fer á loðnuveiðar fljótlega. -BS/Friðbjörn, Vestmannaeyjum. Frá Kristjáni M. Unnarssyni, blaða- manni DB i fylgd með forseta íslands í Stokkhólmi: Það var sérlega glæsileg sjón að sjá forseta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, og Karl VI. Gústaf Svíakonung aka í gegnum miðborg Stokkhólms frá Ar- tilleri-garðinum til konungshallarinnar í opnum hestvagni í gærmorgun. Fyrir vagninum fór riddaralið. Mikill mann- fjöldi fylgdist með, óvenju mikill miðað við þjóðhöfðingjakomur, eftir því sem sænskir fréttamenn sögðu. Síðasta hluta leiðarinnar vörðuðu her- menn. Hreint ævintýri var að vera í höllinni í gærkvöld er gestir komu til konungs- veizlu. Flokkur barna í þjóðbúningum bauð gesti velkomna með fiðluleik fyrir máltíðina, sem samansett var af krækl- ingasúpu, laxabúðingi í smjördeigi, villiandarbringum, ostarétti og hnetuís. í ræðu Svíakonungs í veizlunni sagði hann það enga tilviljun að norræna hugsjónin eigi svo sterk ítök á íslandi og að ísland gegni oft hlutverki hvetj- andans í norrænni samvinnu. „Vér höfum ekki hvað sízt mikið að læra af íslendingum þegar um er að ræða að standa vörð um eigin menningararf og tungu, á tímum þegar menning og tungumál stórþjóðanna geta svo hæg- lega haft ómótstæðileg áhrif á oss.” Vigdís sagði m.a. í sinrii ræðu að ís- lendingar stæðu í mikilli þakkarskuld við Svía fyrir uppörvun og þá þekkingu sem við hefðum iðulega sótt til þeirra. „Hingað til Svíþjóðar koma menn hvaðanæva úr heiminum til að njóta viðurkenningar fyrir unnin afrek í vts- indum og listum. Ég þakka yður fyrir að þér standið í dag vörð um félagslegt öryggi og andleg verðmæti veraldarinn- ar sem vér byggjum,” sagði Vigdís. „Þér dragið fram í heimsljósið snill- inga, jafnvel af lítt þekktri eyju við heimskautsbaug. Vér erum hreykin af því nú, eins og í tíð Snorra, að íslenzkir rithöfundar og listamenn hafa ratað til Svíþjóðar og eru metnir í landi yðar á sama hátt og sænskir listamenn hafa fundið leið til íslands og eru jafnan vel- komnir gestir.” -ÓV. frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 27. OKT. 1981. r Utburðardeilan í Kópavogi: „TEK EKKI FRAM FYRIR HENDURNAR ÁH0NUM” — segir Rósa Oddsdóttir stöðvarstjóri og vísar alfarið á póst- og símamálastjóra „Ég held að ég láti orð póst- og síma- málastjóra standa,” sagði Rósa Odds- dóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma í Kópavogi, er DB hafði samband við hana vegna þeirrar ákvörðunar starfs- manna í Kópavogi að bera ekki blað sjálfstæðismanna í Kópavogi, Vog, út þar sem þeir töldu að sér vegið i blaðinu. „Jón Skúlason er okkar yfirmaður og ég fer ekki að taka fram fyrir hend- urnar á honum þar sem hann segir að málið sé í rannsókn,” sagði Rósa enn- fremur, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hver hefði tekið þá ákvörðun að bera blaðið ekki út. -SSv. IDAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsiðu er þessi smáauglýsing f blaðinu i dag? Eldhúsinnrétting til sölu. Uppl. í sima 34379 eftir kl. 17. Hver er auglýsingasimi Dagblaðsins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á FIMMTUDAG Vinningur vikunnar: Tíugíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur i þessari viku er 10 gtra Raleigh reiðhjói frá Fálkan- um, Suðurlandsbraut 8 I Reykja- vík. 1 dag er birt á þessum stað i blaðinu spurning, tengd smáaug- lýsingum blaðsins, og nafn heppins áskrifanda dregið út og birt I smá- auglýsingadálkum á morgun. Fylg- izt vel með, áskrifendur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiöhjóli rikari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.