Dagblaðið - 27.10.1981, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1981.
KABON
skðlinn
f
fyrír dömur á öllum aldrí
hefjast mánudaginn 2. nóvember.
Almenn
framkomu- og
snyrtinámskeið
Innritun og upplýsingar / síma
38126 frá kl. 16-19 þessa
viku.
Hanna Frímannsdóttir.
EIGNANAUST HF.
SKIPHOLTI5
SÍMAR 29555 OG 29558
OPIÐ KL 1-5 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA.
Hjallavegur
3— 4ra herb. íbúð á jarðhæð, 75 ferm. Sér inngangur. Verð
530 þús.
Hæðargarður
3ja herb. jarðhæð, lítið niðurgrafin, ca 70 ferm. Verð 480
þús.
Guðrúnargata
2ja herb. kjallaraíbúð, ósamþykkt. Verð 380 þús.
Rauðalækur
4— 5 herb. íbúð á 3. hæð, 115 ferm. Verð 880 þús.
Lyngmóar
3ja herb. 80 ferm. íbúð á 2. hæð. Bílskúr. Verð 600 þús.
Háaleitisbraut
4ra herb. íbúð á 4. hæð, 117 ferm. Bílskúr. Verðtilboð.
Fellsmúli
4—5 herb. íbúð á 1. hæð, fæst í skiptum fyrir góða 3ja
herb. íbúð.
Jörvabakki
4ra herb. 110 ferm íbúð á annarri hæð. Verð 680 þús.
Bergþórugata
2ja herb. íbúð á jarðhæð. Verð tilboð.
Laufásvegur
2ja herb. ca 60 ferm íbúð á fyrstu hæð í steinhúsi. Verð
480 þús.
Lækjarkinn
5 herb. 120 ferm ibúð. Bílskúr. Verð 750 þús.
Ásva/iagata
3ja herb. kjallaraíbúð, 75 ferm. Verð 450 þús.
Krummahóiar
2ja herb. ibúð á 2. hæð, 40 ferm. Bílskýli. Verð 420 þús.
Hveragerði
Raðhús tilbúið undir tréverk. 110 ferm. Bílskúr ca 50 ferm.
Verð 480 þús.
Sandgerði
140 ferm. einbýlishús á 1. hæð. Bílskúr 50 ferm. Verð 850
þús.
Akranes
Verzlunarhúsnæði á 3 hæðum sem stendur við aðal verzl-.
unargötu bæjarins. 60 ferm grunnflötur. Verð 600 þús.
Óskum eftir 3ja herbergja ibúð í Árbæjarhverfi.
Staðgreiðsla fyrir rétta eign.
SKOÐUM OG METUM IBÚÐIR
SAMDÆGURS.
GÓÐ OG FUÖT ÞJÖNUSTA
ER KJÖRORÐ 0KKAR.
AUGLÝSUM ÁVALLT I DAGBLAÐINU
Á ÞRIÐJUDÚGUM 0G FIMMTUDÖGUM.
EIGNANAUST,
ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON HRL.
Videomál hafa verið mikið f deiglunni undanfarið. Lesandi telur að leyfi til lagningar videokapla sé brot á fjarskiptalögunum.
DB-mynd Hörður.
Videomálin:
Leyfi borgarráðs brot
á fjarskiptalögum?
íbúi i Hólahverfi í Breiöholti
hringdi:
Ég las í blöðunum sl. föstudag að
borgarráð hefði leyft Videosón að
grafa upp götur í Breiðholti til þess
að leggja ólöglega kapla um
göturnar.
Ef litið er í fjarskiptalögin, þá
segir í 2. kafla, 2. gr.:
„Ríkið hefur einkarétt á: Að
stofna og reka á íslandi og í íslenzkri
landhelgi og lofthelgi hvers konar
fjarskipti með rafstraum eða
raföldum, þar á meðal ljósöldum, er
ná til sendingar, flutnings og mót-
töku skeyta, tals, mynda eða annarra
slíkra merkja, hvort heldur er eftir
vírum, gegnum loft, sjó eða land”.
Svo augljóst er, að þarna er borg-
arráð að leyfa ólöglegt athæfi.
Um listgagnrýni:
Svar við ummælum
Braga Ásgeirssonar
Guðmundur Bogason skrifar:
Vegna ummæla Braga Ásgeirs-
sonarumgreinmínaíDB. 15. okt. sl.
verð ég efnisins vegna að svara
honum.
f grein sinni (Mbl. 22. okt. sl.)
talar Bragi mikið um að sumir lista-
menn eigi dygga aðdáendur en aðrir
ekki. Er því einu til að svara að það
hlýtur að liggja í eðli verka þeirra
hvort fólk aðhyllist þá eða ekki. í
grein sinni, sem skrifuð er gegn
Guðna nokkrum, virðist Bragi ætla
að nota aðstöðu sína og skrif-
finnskuvald (sem listgagnrýnandi
stærsta blaðs landsins) til að rægja
niður jressa „tvíburabræður” í eitt
skipti fyrir öll. Honum mistekst það
hrapallega.
Bragi segir í byrjun greinar sinnar
að vanalega svari hann ekki fólki
sem skrifi í blöðin. Af einhverri á-
stæðu virðist Bragi bregða út af vana
sínum og veita mér þann heiður að
minnast á grein mína sem birtist í
DB. Hann segir að honum hefði
fundizt það eðlilegra að Haukur og
Hörður svöruðu fyrir sig sjálfir
heldur en einhverjir „pennaglaðir”
einstaklingar eins og hann kallar
okkur Guðna. Kannski Haukur og
Hörður leggi það ekki í vana sinn að
svara fólki sem skrifar í blöðin. Ég
vil benda Braga á það að ef hann vill
að fólk virði skrif hans verður hann
að virða skrif annarra, annars ganga
hlutirnir ekki upp.
í grein minni í Dagblaðinu læt ég í
ljós álit mitt á mjög nýstárlegu
fyrirbæri, „hreyfilist”, sem byggist á
mínum eigin könnunum. í grein sinni
í Mbl. lætur Bragi í ljós álit sitt á
„hreyfilist” bersýnilega byggða á
engum könnunum. Bragi Ásgeirsson
er listgagnrýnandi og er mjög virtur
sem slíkur. Starf listgagnrýnanda er
að vera miðill milli listar og al-
mennings og á að gefa þeim, sem
ekki hafa vit á einhverju listfyrir-
bæri, sem gleggsta mynd af þvi sem
er aö gerast. Bragi virðist hafa gleymt
þessu. Hann kastar fram, með mjög
niðrandi orðalagi, algerlega
órökstuddum fullyrðingum um hluti
sem hann hefur auðheyrilega litið vit
á.
Lesendum þessarar greinar finnst
kannski svolítið skrýtið að venjulegur
skólanemi skuli ætla að segja mikils-
virtum og hámenntuðum list-
gagnrýnanda fyrir verkum og benda
honum á hvert verksvið hans er.
Aðstaða mín er því ekki góð. Það
sem ég geri, og ætla að gera, er að
höfða til skynsemi og rökhugsunar
lesenda er ég skrifa þetta.
Bragi segir orðrétt í grein sinni:
„í Dagblaðinu er Guðmundur
nokkur Bogason að býsnast yfir því
að ekki skildu listgagnrýnendur
fjölmenna til að fylgjast með
hreyfilistasýningu bræðranna.” öll
býsnin sem ég sagði voru: „slæmt var
að sjá ekki neina listgagnrýnendur á
þessum stað”. í rúmlega 300 orða
grein virðast nokkrar setningar hitta
veikan blett hjá Braga. Hann fer
mjög niðrandi orðum um hreyfilist
þeirra bræðra og kallar hana
„hjáliða upptroðslu”. Bragi er
bersýnilega að reyna að afgreiða
hreyfilistina á mjög „faglegan” hátt,
en virðist vera það upptekinn af
skrifum sinum að hann sér ekki aö
hann er að afhjúpa vankunnáttu sina
á fyrirbærinu hreyfilist. Ég vona að
Haukur og Hörður láti ekki ósvarað
slíkri mistúlkun af hálfu list-
gagnrýnanda.
Bragi heldur áfram, hann segir:
„Þykir mér einhvern veginn sem verk
á sýningum eigi að geta staðið undir
nafni án allra tilfæringa.”
Vissulega hefðu verk Hauks og
Harðar getað gert það, hefðu þau
ekki fengið þá meðhöndlun sem þau
fengu. Bragi bendir einnig á að
skrýtið væri að sjá alla þá sem áttu
verk á sýningunni „hoppa og
skoppa”, eins og listgagnrýnandi
orðar það mjög fagmannlega, í
kringum verkin sín. Hefði Bragi
kynnt sér hreyfilist lítillega hefði
hann komizt að því að umrætt kvöld
voru Haukur og Hörður að túlka
verk sem var algerlega óskylt verkum
þeirra. Þarna kemur í ljós að
bakgrunnur hreyfilistar virðist alger-
lega hafa farið fyrir ofan garð og
neðan hjá Braga.
Bragi Ásgeirsson er mjög virtur og
marktækur listgagnrýnandi, einn af
þeim fáu. Ég hef lesið mjög góðar
greinar eftir hann sem hafa verið
skrifaðir af kunnáttu og vandvirkni.
Ég bið því Braga að endurskoða hug
sinn til hreyfilistar og aðstandenda
hennar og dæma hana fyrir það sem
hún er, en ekki fyrir það sem hún
sýnist vera.
Listin í dag hefur þróazt á margan
mismunandi hátt vegna þess að
umræðum og aðgerðum samfara
henni hefur verið haldið opnum og
frjálsum. Þær umræður hafa
einkennzt af rökrænum hug-
myndum, ekki framslætti í ljósi
vanþekkingar.
„Bragi Ásgeirsson er mjög virtur og
merkur listgagnrýnandi, einn af þeim
fáu,” segir Guðmundur Bogason, sem
samt er ekki vel sáttur við nýleg um-
mæli Braga f Morgunblaðinu.